Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 26
Vorið er komið með sól, hitaog tilheyrandi sprettu ígróðri. Vorið og sumariðer árstími sem flestir njóta, en það geta ekki allir til fulls vegna ofnæmis fyrir frjókornum. Kláði í augum og nefi, hnerrar og nefstífla eru fylgifiskur vors og sum- ars hjá þeim hópi. Upp úr miðjum maí getur farið að bera á einkennum vegna birkiofnæmis og ekki úr vegi að eiga lyf tiltæk áður en óþægindin verða óbærileg. Á hinum Norð- urlöndunum er mun meira af birki- frjói í lofti en á Íslandi og birkið er þar skæðari ofnæmisvaldur en hér á landi. Eftir harðan vetur og kalt vor í Svíþjóð varð „sprenging“ í byrjun maí þegar hitinn hækkaði hratt og allt varð grænt á svipstundu. Magn birkifrjókorna í lofti er það mesta í mörg ár og ofnæmissjúklingar hafa fundið óþyrmilega fyrir því, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Lyf hafa klárast í apótekum og of- næmismóttökur sjúkrahúsa yf- irfyllst. Grasfrjóin á Íslandi Á Íslandi er grasfrjó aðalofnæm- isvaldurinn en þau fara yfirleitt ekki að berast um loftið fyrr en í júlí og ná hámarki í ágúst. Enn er því þó nokkuð í að þeir sem þjást af grasof- næmi finni fyrir einkennunum. Kannski er enn tími til að skipu- leggja sumarfríið þannig að þeir fari á suðlægari slóðir á aðalfrjókorna- tímabilinu hér þegar frjókornamagn í lofti er farið að dala annars staðar. Ofnæmi veldur fyrst og fremst óþægindum frá augum og nefi eins og kláða og nefstíflu, auk almennrar þreytu og sumum finnst eins og þeir séu að verða veikir. Einkennin eru ekki hættuleg sem slík og lyfjagjöf er fyrst og fremst til að koma í veg fyrir óþægindin. Þeir sem þjást af ofnæmi fá stundum astma líka og hann er nauðsynlegt að meðhöndla. Afnæmingarmeðferð Lyf við ofnæmi eru m.a. and- histamínlyf, í töfluformi eða sem nef- eða augndropar, bólgueyðandi sterar sem notaðir eru staðbundið í nef eða lungu og berkjuvíkkandi lyf. Töflurnar geta virkað á öll einkenni, frá augum, nefi og koki en sumum reynist nauðsynlegt að nota nefúða og augndropa að auki. Lyfin hindra einkenni og létta á óþægindunum sem eru fylgifiskur ofnæmisins, en lækna ofnæmið ekki. Um árabil hefur þó þekkst svo- kölluð afnæmingarmeðferð sem get- ur læknað ofnæmi, til lengri tíma, ef ekki varanlega. Þá fá ofnæm- issjúklingar reglulegar sprautur sem innihalda ofnæmisvakann yfir nokkurra ára tímabil. Í fyrstu er gefið mjög lítið magn af ofnæm- isvakanum sem gerir að verkum að fólk myndar þol gegn honum, og magnið er svo aukið smátt og smátt. Þessi meðferð hefur gefið góða raun og meirihluti er a.m.k. betri af of- næminu í einhvern tíma á eftir, og margir um alla tíð. Einhverjum hluta gagnast hún þó ekki, en slíkt er ekki hægt að vita fyrirfram. Þægileg lausn í sjónmáli Nú lítur út fyrir að þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói geti átt von á nokkuð þægilegri leið til að draga úr óþægindum án þess að fá sprautur. Töflur sem byggjast á sömu hugmynd og afnæming- arsprauturnar eru væntanlegar á markað t.d. í Svíþjóð á næsta ári. Um átta vikum áður en gras- frjókornatímabilið hefst byrja of- næmissjúklingarnir að taka töfl- urnar sem eiga að leysast upp undir tungu og rannsóknir hafa sýnt að þær hafa tilætluð áhrif, þ.e. að koma í veg fyrir óþægindin sem ofnæm- issjúklingar þekkja svo vel. Með- ferðin er langtímameðferð og getur haft jafngóð áhrif og sprauturnar. Fleiri hafa þó orðið betri við sprautumeðferð en galli við spraut- urnar geta verið aukaverkanir í formi ofnæmiseinkenna. Töflu- meðferðin getur hins vegar haft vægar aukaverkanir eins og kláða í munni, að sögn Yrsu Löve, læknis á ónæmisfræðideild LSH. Öllu óáreiðanlegri fréttir eru þær sem berast af niðurstöðum jap- anskrar rannsóknar sem gerð var á 24 pörum þar sem annað þjáðist af frjókornaofnæmi. maí  HEILSA Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Streita og vanlíðan getur gert ofnæm- iseinkenni verri og allt sem vinnur gegn slíku, s.s. kossar eða róandi tónlist, hefur mögulega áhrif á líð- anina til hins betra. Morgunblaðið/Árni Torfason Þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói geta kannski átt von á nokkuð þægilegri leið til að draga úr óþægindum án þess að fá sprautur. Um átta vikum áður en grasfrjókornatímabilið hefst byrja ofnæmissjúklingarnir að taka töflurnar sem eiga að leysast upp undir tungu og rannsóknir hafa sýnt að þær hafa tilætluð áhrif. Vorið er komið … atsjú „ÞETTA eru allt fljótlegar, þægi- legar, skotheldar og sérlega ljúf- fengar fiskuppskriftir sem allir ættu að geta búið til og grillað á góðum degi heima í garði. Fiskur er afbragðs hráefni á grillið og góð til- breyting frá öllu kjötinu, sem ratar gjarnan á grill landsmanna á sumr- in,“ segir fiskiprinsinn Eyjólfur Júl- íus Pálsson, sem á og rekur fiskbúð- ina Hafið í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi í samstarfi við æsku- félaga sinn og vin Halldór Heiðar Halldórsson. Þeir félagar eru báðir 23 ára og státa af því að vera yngstu og sprækustu fiskkaupmenn landsins. Eyjólfur segist lengi hafa gengið með draum í maganum um eigin rekstur. Fiskbúð hafi orðið ofan á þar sem hann hafi í farteskinu góða reynslu af þeim bransa eftir að hafa starfað með fiskikónginum í fisk- búðinni Vör frá 17 ára aldri. „Og þar sem sá kaupmaður kallar sig fiskikónginn, lá beinast við að ég yrði fiskiprinsinn,“ segir Eyjólfur, sem ætlar að standa við grillið í há- deginu í sumar og grilla alls konar fisk og fiskspjót sem borið verður fram með kartöflusalati og sósum. „Við sérhæfum okkur í grillfiski og alls konar fiskréttum og svo erum við auðvitað með ferskan fisk líka. Við fáum nýjan fisk daglega af fiskmörkuðunum og einbeitum okk- ur að því að bjóða kröfuhörðum neytendum hágæða afurðir,“ segir Eyjólfur og bætir við hollu grillráði til þeirra grillara, sem hafa hug á því að prófa sig áfram með grillfisk. „Ég nota ekki álbakka, heldur læt fiskinn beint á grillið, en til að koma í veg fyrir að fiskurinn festist við teinana er gott að hita grillið vel og nudda svo lauk við teinana. Það virkar eins og olía á pönnu. En þurfi menn einhverjar leiðbeiningar varðandi grillun fisks, er um að gera að koma við hér í Hlíðarsm- áranum og spyrja okkur meistarana um holl grillráð,“ segir Eyjólfur fiskiprins að lokum, en hjá honum er opið á virkum dögum frá kl. 8.00 til 18.30 og á laugardögum frá kl. 11.00 til 15.00. Hádegisgrilltíminn hefst hjá Eyjólfi á mánudaginn. Grillaður lax í sweetchili teryakisósu (fyrir fjóra) 1 kg laxasteikur 1 dl sweet chilisósa 1dl Tokyo terriyaki (Hot spot) 2 msk. hvít sesamfræ Teryaki og sweetchilisósunum er blandað vel saman. Sesamfræjunum er hrært saman við sósuna. Laxinn er síðan marineraður og grill- aður í um fjórar mínútur á hvorri hlið. Grilluð lúðuflök í Sacla-hvítlauk (fyrir fjóra) 1 kg lúðuflök 1 krukka hvítlaukssmjör með stein- selju 1/2 krukka Sacla með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum 1/2 krukka Sacla grænt pesto  MATARKISTAN | Lax, lúða, skötuselur, steinbítur og fleira fiskmeti flott á grillið Allir geta grillað fisk Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Fiskiprinsinn Eyjólfur Júlíus Pálsson ásamt Halldóri Heiðari Halldórssyni. Morgunblaðið/Ásdís Fiskborðið hjá félögunum er girnilegt á að líta. Daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.