Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 39 MINNINGAR ✝ Sigrún Maren Jó-hannsdóttir fædd- ist á Akranesi hinn 19. september 2003. Hún varð bráðkvödd föstu- daginn 5. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Helga María Hallgrímsdótt- ir, f. 23.1. 1972, og Jó- hann Kristján Krist- jánsson, f. 10.4. 1970. Þau slitu samvistum. Bræður Sigrúnar Marenar eru Maron Þór Guerreiro, f. 15.9. 1993, og Kristján Valur Jóhanns- son, f. 25.8. 1993. Foreldrar Helgu Maríu eru Marianne Ellingsen, í sambúð með Sigurði Gylfa- syni, og Hallgrímur Hallgrímsson, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur. Foreldr- ar Jóhanns Kristjáns eru Sigrún J. Jó- hannsdóttir, gift Sig- urði J. Stefánssyni, og Kristján Sveinn Helgason, d. 1975. Sigrún Maren verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Sigrún Maren sólargeisli. Nú er þeim hluta ferðar þinnar sem við hin fengum að njóta með þér lokið í bili og við sitjum og skiljum ekki hvers vegna sólin hvarf á bak við risa- stórt ský. Við reynum að hugga okkur við það að nú sért þú stödd á fallegum og sólríkum stað dansandi „dilla dilla“ í góðum félagsskap. Ef þú gætir myndir þú vera aaaagóð við mömmu og pabba sem sakna þín svo sárt, við Maron og Kristján stóru bræður þína. Við elsku ömmurnar þínar, afa, frænkur og frændur og alla vini þína. „Ég á líka kisu, heima hjá mér, hjá Áslaugu og Óla,“ sagðirðu og þú varst líka eina manneskjan í heiminum sem fannst Sófus vera pardusdýrið mikla. Við yljum okkur við minningarnar um prakkarastrikin þín, dásamleg gull- kornin og allt innlegg þitt í tilveru okkar sem mun lýsa okkur þangað til við hittum þig aftur. Við þökkum þér fyrir að gefa okkur ótrúlega margar bjartar og fallegar minningar til að halda í þegar sorgin sverfur að. Minn- ingar sem kalla fram bros í gegnum tárin. Minningar um þig að „dilla dilla“ af öllum kröftum á stofugólfinu, og ef einhver vogaði sér að lækka sagðir þú ákveðin: „Gerðu hátt.“ Um þig að bjarga lemúrunum frá grimm- um kóngulóm í Madagaskar-teikni- myndinni með því að éta þær af skjánum. Minningin um þig að syngja „Attíkattínóa“ með þínum skemmti- legu útfærslum, gítarinn skyndilega settur til hliðar af ákveðnu, nettu höndunum þínum og tilkynnt: „Nóg gítar, núna fáum við okkur kók.“ Um þig sem settist við matarborðið á sumardaginn fyrsta, leist í kringum þig og sagðir svo: „Er ekki Baldur bumba að koma?“ Þú vildir hafa alla á réttum stað. Þér tókst á tveimur og hálfu ári að skilja eftir dýpri og bjartari spor en flestir gera á langri mannsævi og við munum njóta þess þangað til við hitt- umst á ný. Megi andi þinn og birta fylgja elsku mömmu þinni og pabba, bræðrunum, ömmunum þínum, öfum, fósturöfum, frænkum, frændum og öllum vinunum sem elskuðu þig svo heitt. Minningarnar sem þú skapaðir okkur öllum hugga okkur á sárum stundum. Þú varst og verður algjör sólargeisli. Þú varst og verður alltaf elskuð og dáð. Þú varst og verður algjört æði og mega. Áslaug, Óli, Baldur, Sandra, Smári, Auður, Telma og Sófus. Sá tími sem okkur er úthlutað hér er mislangur og það er svo ótrúlega stutt á milli lífsins og dauðans. Á stundu sem þessari verður maður bit- ur út í lífið og finnst það vera ósann- gjarnt. Ótal spurningar vakna sem engin svör fást við. Það var föstudaginn 5. maí sem ég fékk þær hræðilegu fregnir að Sigrún Maren, dóttir samkennara míns og vinkonu, væri látin. Mikil sorg og reiði tóku völdin á þeirri stundu og stórar spurningar vöknuðu: Af hverju Sigrún Maren? Af hverju litla fallega telpan, svo lífsglöð og yndisleg? Ég hitti Sigrúnu Maren bara nokkrum sinnum. En þessi nokkur skipti náði hún að bræða mig gjör- samlega. Brosið hennar, stóru fallegu augun og ég tala nú ekki um grall- arasvipinn á henni sem kom þegar hún var að gera eitthvað sem hún mátti ekki. Helga María var dugleg að segja mér sögur af þeim systkinum, Sig- rúnu og Maroni, og fannst mér ég orðið þekkja þessi yndislegu börn. Þær eru ófáar sögurnar af henni að gera einhver prakkarastrik og það nýjasta hjá henni var að reyna að koma þeim yfir á Maron bróður sinn, sem var kannski ekki einu sinni heima. Það var á þorrablótinu í Smára- skóla sem ég sá Sigrúnu Maren í síð- asta skiptið. Lítil snúlla í fallegri marglitaðri lopapeysu hlaupandi út um allt. Ég stoppaði hana einu sinni og tók hana í fangið, fallega andlitið hennar horfði á mig og svo sagði hún skælbrosandi: „Ég er að stinga af.“ Á þessa leið eru sögurnar og mín kynni af Sigrúnu Maren. Það er erfitt að kveðja svona lítinn engil, en ég veit að hún skilur eftir fallegar minningar í hjörtum svo margra, þar á meðal mínu hjarta, og þær mun ég ávallt varðveita. Minningarnar um gullmolann með fallega brosið sem lýsti allt upp hjálpa þeim sem eftir standa til að finna líf- inu á ný jákvæðan farveg. Elsku Helga María og fjölskylda. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Kristíana Kristjánsdóttir (Nana). Föstudagurinn 5. maí rann upp eins og hver annar dagur. Sólin gægðist fram og ég hélt glaðbeitt í vinnuna. En þessi gleði var fljót að snúast upp í andhverfu sína. Stuttu eftir að ég var mætt til vinnu bárust þær hræðilegu fregnir að Sigrún Maren dóttir mikillar vinkonu minnar og samkennara í Smáraskóla væri látin. Engin orð fá því lýst hvernig mér leið á þessari stundu. Allan dag- inn vék hugur minn ekki frá Helgu Maríu og hennar fólki um leið og ótal hugsanir og spurningar sveimuðu fram og til baka. Hvernig getur svona gerst? Af hverju þarf lífið að vera svona ósanngjarnt, og hver skilur til- gang þess að taka í burtu frá okkur svona mikinn sólargeisla sem Sigrún Maren var? En vegir guðs eru órann- sakanlegir og það eru ófáar spurning- ar sem við fáum ekki svarað í þessu lífi. Sigrún hefði orðið þriggja ára í september. Hún var einstaklega skemmtilegt barn, og hvar sem hún kom náði hún að fanga athygli allra. Hún kom nokkrum sinnum með mömmu sinni í Smáraskóla þegar ýmsar uppákomur voru eins og tón- leikar, þorrablót og þessháttar við- burðir voru haldnir. Var þá rifist um hver ætti að vera með Sigrúnu Mar- en. Hún var svolítill prakkari í sér og Helga María þreyttist aldrei á að segja okkur nýjustu prakkarasögur af dóttur sinni. Ég er þakklát fyrir þennan stutta en dýrmæta tíma sem ég fékk að fylgjast með þessari fallegu litlu hnátu. Helgu Maríu, Jóa, Maroni, Marí- anne, Gísla og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í þessari óbærilegu sorg. Sigríður Andrésdóttir. Elsku litla Sigrún Maren mín. Það er erfitt að setjast niður og kveðja þig með þessum línum. Þú varst allt of stutt hjá okkur. Ég þakka fyrir að hafa fengið að passa þig. Mér finnst ég eiga svo mik- ið í þér, elsku litla stelpan mín. Þegar ég hugsa um þig þá sé ég fyrir mér fallegu bláu augun þín og fallega bjarta brosið þitt og ég get ekki annað en brosað í gegnum tárin. Þú varst alltaf svo kát og glöð. Fallega litla hnátan mín. Fyrstu sporin þín, jólaballið á Höfða, hvað þú varst góð að sitja allt- af kyrr þegar ég var að greiða og flétta á þér hárið. Allar gönguferðirn- ar okkar og þegar þú varst hjá mér þegar mamma þín og pabbi fóru til út- landa, þá var nú fjör hjá okkur. Ég veit að Jesú og allir englarnir vaka yfir þér. Þú átt alltaf þinn stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Elsku Helga og Jói, Maron Þór og Kristján Valur og aðrir ástvinir, megi algóður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ykkar dagmamma og vinkona Magný Þórarinsdóttir. Kveðja frá starfsfólki leikskólans Brekkuborgar Ljóshærð og litfríð og létt undir brún handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen.) Þessa línur koma upp í huga okkar þegar við minnumst Sigrúnar Mar- enar, svo vel lýsa þær henni. Sigrún Maren var hjá okkur í leik- skólanum Brekkuborg síðastliðið ár. Á fimmtudag skottaðist hún um leikskólann glöð og kát eins og hún var yfirleitt. Á föstudegi er hún horfin okkur. Lítil stúlka hrifin burt á óskilj- anlegan hátt. Eftir standa börn og starfsfólk slegin yfir þessum atburði. Leikskólabörnin spyrja okkur spurn- inga sem erfitt er að svara og þau minnast hennar sem lífsglaðs leik- félaga. Sigrún Maren var forvitin, kát og lífsglöð lítil stelpa sem naut þess að taka þátt í því starfi sem henni bauðst í leikskólanum. Hún hafði unun af því að dansa og syngja og ekki er nema vika síðan hún dansaði og söng ófeim- in fyrir foreldra á hópaslitum deild- arinnar. Börnin á Brekkulyngi gróðursettu birkitré í garðinum okkar í minningu hennar og þegar þau hirða um það og vökva þá minnast þau Sigrúnar Mar- enar. Við sendum fjölskyldu Sigrúnar Marenar innilegar samúðarkveðjur og hlýjar hugsanir á þessum sorgar- stundum. Minning Sigrúnar Marenar lifir í huga okkar. Anna Sigurðardóttir, Guðrún Samúelsdóttir. Elsku litla grallarahnáta. Það var ólýsanlega sárt að fá þess- ar hræðilegu fréttir um andlát þitt. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og þökkum fyrir samveru- stundirnar með þér, sem voru alltof fáar en að sama skapi skemmtilegar. Sérstaklega var gaman að fá þig, pabba, mömmu og Kristján Val í heimsókn til okkar til Tenerife um áramótin síðustu. Þar lékuð þið Vikt- or Ingi ykkur og var einstaklega gam- an að fylgjast með ykkur saman hlaupandi út um allt í sólinni og busl- andi í sundlauginni. Þið voruð svo fín á gamlárskvöld, þú varst í svo ofsa- lega flottum prinsessukjól. Við erum nokkrum sinnum búin að horfa á víd- eóupptökur frá þessum tíma og hrein- lega trúum því ekki að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur, bíðum bara eftir að vakna upp frá þessum vonda draumi. Elsku Sigrún Maren, hafðu það gott þar sem þú ert, minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Góði guð, gefðu fjölskyldu hennar, vinum og vandamönnum styrk á þess- ari mjög svo erfiðu stundu. Sendum ykkur okkar einlægustu samúðarkveðjur og ég (Jóna Dís) hugsa til ykkar þar sem ég verð ekki með ykkur í dag. Ingi, Jóna Dís og strákarnir. SIGRÚN MAREN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Guðrún ÁgústaGuðmundsdóttir fæddist á Ytra-Hóli í Landeyjum 2. ágúst árið 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 26. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Einars- sonar og Pálínu Jónsdóttur, sem þá bjuggu á Ytra-Hóli í Landeyjum en sett- ust síðar að í Vest- mannaeyjum. Guð- rún Ágústa átti tólf alsystkin, þrjú hálfsystkin og einn uppeldisbróð- ur. Guðrún Ágústa giftist 11. júlí 1936 Jóni Bachmann Ólafssyni, f. 5. mars 1914, d. 15. júní 1978. Hann var sonur Ólafs Hafliðason- ar og Soffíu Arnfríðar Guðmunds- dóttur frá Flateyri. Börn Guðrún- ar Ágústu og Jóns eru: 1) Guðríður Eyrún, f. í Vestmanna- eyjum 22. október 1936, gift Viggó Þorsteinssyni, f. í Húna- vatnssýslu 7. janúar 1934. Börn þeirra eru: A) Guðrún Ágústa, f. 7. apríl 1955, maki Helgi Hólm Krist- jánsson, f. 8. októ- ber 1951. Börn þeirra eru: a) Krist- jana, gift Christian, þau eiga tvö börn, Jóhönnu Svövu og Gustav, b) Birgitta og c) Jónas. B) Rannveig Rúna, f. 1. júní 1957, maki Gunnar Þórðarson, f. 17. september 1945. Börn þeirra eru Unnur Guðný og Guðríður Eyrún. C) Agnes, f. 21. september 1959, maki Júlíus Þór Jónsson, f. 13. janúar 1956. Börn þeirra eru Jón Þór, Margrét Kristín, Viggó og Þórður Ingi. D) Salome Herdís, f. 27. júlí 1962, maki Baldur Pétursson, f. 11. jan- úar 1958. Börn þeirra eru Davíð, Sigurður og Ólöf Guðrún. E) Jón Bachmann, f. 25. janúar 1967. 2) Ólöf Soffía, f. á Flateyri við Ön- undarfjörð 16. apríl 1942. Útför Guðrúnar Ágústu verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðrún Ágústa átti tvö börn, fimm barnabörn, tólf barnabarnabörn og tvö barnabarnabarnabörn. Hún var stolt amma, langamma og langa- langamma sem var með myndir af fólkinu sínu út um alla íbúðina sína á Kleppsveginum og tvær stórar myndir af okkur barnabarnabörnun- um á náttborðinu sínu á Skógarbæ. Það var alltaf gaman að heim- sækja löngulöngu. Hún brosti alltaf út að eyrum þegar við komum til hennar því hún varð svo ánægð að sjá okkur og var alltaf með eitthvað gott í náttborðsskúffunni sinni, kandís eða konfekt. Hún vildi ekki heyra á það minnst ef mamma talaði um að hún væri í megrun og mætti ekki borða sælgætið og setti í brýrn- ar ef súkkulaðibitinn var ekki borð- aður. Hún var svo gjafmild hún langa- langa og sendi okkur oft með pen- inga í umslagi þegar við vorum að fara aftur heim til Svíþjóðar. Hún var reyndar ekkert ánægð með það að við byggjum þar og spurði mömmu oft hvenær við ætluðum að flytja til Íslands. Ég, Johanna Svava, hitti löngu- löngu í fyrsta skiptið þegar ég var fimm mánaða gömul. Þá voru teknar af okkur myndir þar sem við vorum saman á mynd, ég, mamma, amma, langamma og langalanga, fimm kyn- slóðir. Langalanga hló mikið þegar ég fór að leita að brjóstunum hennar við myndatökuna því ég var þyrst. „Nei, nei, það finnst ekkert í þessum púffum lengur, elskan,“ sagði hún hlæjandi við mig. Hún kvartaði yfir því að vera orðin slæm í fótum en þá sagði langamma að það væri nú ekkert skrítið því nú væri hún orðin í rauninni gömul, þar sem dóttir hennar væri orðin langamma. 2. ágúst árið 2004 varð langalanga níræð og þann sama dag fæddist litli bróðir minn hér í Svíþjóð. Hann fékk nafnið Gustav Otto í höfuðið á löngu- löngu. Hún hafði fellt gleðitár og sagt þetta vera bestu afmælisgjöfína sem hægt hefði verið að óska sér. Gustav getur nú sagt „langa- langa“, en því miður fékk hún ekki tækifæri til þess að heyra það af hans vörum því langalanga var búin að vera heyrnarlaus í mörg ár. Þeir sem komu að heimsækja hana þurftu að skrifa allt það sem þeir vildu segja við hana á sniðugt spjald. Þegar ég heimsótti hana síðast, núna í mars sl., þá teiknaði ég kall á spjaldið og sýndi henni að ég kynni líka að skrifa bæði nöfnin mín. Elsku langalanga er núna engill hjá Guði, en næst þegar ég kem til Íslands ætla ég samt í kaffi til henn- ar á hjúkrunarheimilið þar sem hún dó. Hjartans kveðjur frá fjölskyld- unni í Svíþjóð. Guð veri með ykkur. Johanna Svava, Gustav Otto og Kristjana Hólm. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Í dag kveðjum við ömmu, lang- ömmu og vin. Það er sannur heiður að hafa fengið að njóta návistar hennar. Með söknuði horfum við á bak góðri konu sem setti mark sitt á líf okkar allra. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Takk fyrir allt Rannveig, Gunnar, Unnur og Eyrún. GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, HELGA SIGURGEIRSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfriði, lést á St. Jósefsspítalanum laugardaginn 6. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, María Bjarnadóttir, Sumarliði Birkir Andrésson, Ingvar Jóhannsson, Nansý Guðmundsdóttir, Helga Guðlaug Jóhannsdóttir, Ingvi Þór Sigþórsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.