Morgunblaðið - 12.05.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.05.2006, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hesthús verða fjarlægð | Bera má hesthús í Egilsstaðabæ, í svokölluðu Votahvammslandi, út, skv. úrskurði Hæstaréttar, sem staðfest hef- ur dóm Héraðsdóm Austurlands þar að lútandi. Fyrir nokkrum misserum var byggð upp ný að- staða fyrir hestamenn í Fossgerði skammt utan Egilsstaða en staðið hefur mikill styr um gömul hesthús í útjaðri bæjarins, þar sem nú er fyr- irhuguð íbúðabyggð. Eigandi hesthúss þar kærði á sínum tíma úr- skurð Héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar á grundvelli þess að héraðsdómari hefði tekið afstöðu til hugsanlegs bótaréttar, sem hesthúseigandinn taldi sig hafa eignast á hendur sveitarfélaginu við að verða knúinn til að fjarlægja húsið. Í dómi Hæstaréttar er fallist á að ekki hafi verið efni til þess að taka afstöðu til bótaréttar þar sem málið snýst aðeins um kröfu sveitarfélagsins um útburð hesthúsanna. Þetta er þó ekki talið geta valdið ómerkingu á úrskurði Héraðsdóms. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni og einn dómari af þremur skilaði séráliti þar sem hann telur að fella beri úrskurð Héraðsdóms úr gildi. AUSTURLAND Kanna atvinnu- og dvalarleyfi | Fljóts- dalshérað og Fljótsdalshreppur hafa farið þess á leit við sýslumannsembættið á Seyðisfirði að skoðað verði ítarlega hvort þeir erlendu starfs- menn sem starfa við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar hafi gild atvinnu- og dval- arleyfi og hvort þeir hafi lögheimili í Fljótsdalshreppi eða á Fljótsdalshéraði, þeim sveitarfélögum sem eiga land að virkj- unarsvæðinu. Miklu skiptir að fullnægjandi upplýsingar þar að lútandi liggi fyrir þar sem um verulega hagsmuni er að ræða fjárhags- lega fyrir sveitarfélögin og að auki sé það lög- boðið hlutverk sveitarfélaganna að fylgjast með lögheimilisskráningum og fleiri þáttum er varða íslensk lög og reglur. Reyðarfjörður | Ferðafélag Fjarðamanna fór um liðna helgi í sína árlegu fuglaskoðun á Reyðarfirði. Gengið var að venju frá tjaldstæð- inu og niður á leirurnar í sól og blíðskap- arveðri. Fuglar virðast ekki láta stór- iðjuframkvæmdir neitt á sig fá og fjölgar tegundum. Nokkuð hefur þó verið þrengt að leirusvæðinu með landfyllingum. Í þessari ferð sáust 27 tegundir sem er nokkuð mikið miðað við að nú sáust t.d. hvorki hrafn né svartbakur. Á svæðinu voru 6 andategundir, flestar hafa verið þar áður en skeiðönd sást í fyrsta skipti. Hún er mjög sjaldgæfur fugl á Íslandi en upp úr 1930 var fyrst vitað um varp hennar á Norð- urlandi. Litir hennar eru áberandi, höfuð steggsins er grænt, bringan hvít og hliðar rauðbrúnar en kollan er brún. Nokkrar mávategundir sáust og ein þeirra var líklega bjartmávur, hvítur með grátt bak og gulan gogg, hann verpir m.a. á Grænlandi en er vetrarfugl á Íslandi. Leiðbeinandi var Halldór Walter Stefánsson. Fuglategundum fjölgar í Reyðarfirði Ótruflaðir af stóriðjufram- kvæmdum Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Fuglaskoðun Nágrennið skoðað úr fjarlægð á Reyðarfirði. Flugslysaæfing | Nk. laugardag verður á Höfn í Hornafirði mikil flugslysaæfing í sam- starfi við Flugmálastjórn og almannavarna- deild ríkislögreglustjóra. Sett verður á svið slys þar sem flugvél með 30 manns innanborðs hefur brotlent við flugbrautina á Hornafjarð- arflugvelli. Fjölmargir aðilar koma að æfing- unni og er tilgangur hennar m.a. að æfa við- brögð við stórslysi á Hornafirði, hvort sem um flugslys væri að ræða, sjóslys eða annars kon- ar vá.       Seyðisfjörður | Þeir voru dugn- aðarlegir þessir náungar á höfn- inni á Seyðisfirði einn blíðviðris- daginn fyrir skemmstu og voru í járnabindingum í innsta þilinu. Grindin er annars að verða klár og sögðu þeir þessa viðbót við höfn- ina verða tilbúna um miðjan júní ef svo færi sem horfði. Hafnar- bætur á Seyðisfirði Tæpur milljarður í fráveitu | Verja á 903 milljónum króna í úr- bætur á fráveitumálum í Fjarða- byggð. Á fundi bæjarráðs var kynnt skýrsla um ástand fráveit- umála í sveitarfélaginu. Lét Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi bóka af því tilefni að 90 útræsi séu í sveitar- félaginu og þar af yfir 20 þar sem húsaskólpi sé veitt í læki. Allt renni þetta í fjörur eða fjöruborð en ekki talsvert í sjó fram eins og lög geri ráð fyrir. Nú verði ekki lengur und- an því vikist að á næstu tveimur ár- um verði varið eins og einum millj- arði í fráveitumál. Rétt sé að hafa þetta í huga þegar lagt er mat á fjárhagslega stöðu bæjarins. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Seltjarnarnes | Trimmklúbbur Sel- tjarnarness (TKS) stendur nú á laug- ardag fyrir Neshlaupinu sem nú er haldið í 18. sinn, en það nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Rúmlega 30 félagar í trimm- klúbbnum sjá um framkvæmd hlaupsins en að auki er sjúkraþjón- usta á bakvakt og lögregla fylgir hlaupurunum í upphafi. Tímataka er í höndum starfsmanns Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Að þessu sinni verður skráning í Áhaldahúsi Seltjarnarness frá klukk- an 9 á laugardagsmorguninn en hlaupið hefst þaðan klukkan 11 að lokinni upphitun sem þjálfarar TKS sjá um. Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er hlaupið frá Sundlaug Seltjarn- arness, en nú standa yfir gagngerar breytingar á henni og hún því lokuð. Hægt er að velja um þrjár vega- lengdir í hlaupinu, 3,4 km, 7,5 km og 15 km. Keppt er í fjórum aldurs- hópum, 16 ára og yngri, 17–34 ára, 35–49 ára og 50 ára og eldri. 3,4 kíló- metrarnir eru í raun skemmtiskokk, enda ekki tímataka á þeirri vega- lengd, og því tilvalið fyrir fjölskyldur að draga fram íþróttaskóna og vera með í skemmtilegri tilbreytingu. Skráningargjald í neshlaupið er 600 krónur fyrir fullorðna en 300 krónur fyrir 16 ára og yngri (fædd 1990 og síðar). Hámarksgjald fyrir fjölskyldu er 1.200 krónur. Veittir eru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum aldurs- flokkum í vegalengdum þar sem tímataka fer fram en einnig fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í 3,4 km. Allir sem ljúka hlaupinu fá mark- pening og að hlaupinu loknu verða dregnir út fjölmargir útdráttarvinn- ingar. Neshlaupið á laugardag skyldustefnu Seltjarnarnesbæjar eru þannig sett fram markmið um hvernig stuðla skuli að fjöl- skylduvænu samfélagi sem þjóni og taki mið af þörfum íbúanna auk þess að gefa þeim kost á að njóta sín sem einstaklingar og heild. Fjölskyldustefnunni er ætlað að hafa áhrif á umgjörð og velferð fjöl- skyldna og er ætlað að hafa for- varnaráhrif ásamt því að efla lífs- gæði íbúanna. Í stefnunni felst stuðningur foreldra við uppeldi barna en góð aðstaða barna og ung- linga til náms, tómstunda og íþrótta, þar sem þeim er tryggt ör- yggi, er afar mikilvæg bæði fyrir foreldrana og einnig gagnvart börnum sem búa að því á fullorðins- árum. Margir kjósa að búa einir og er fjölskyldustefnunni einnig ætlað að höfða til þeirra. Seltjarnarnes | Fjölskyldustefnu, sem nýlega var samþykkt í bæj- arstjórn Seltjarnarness, verður dreift á hvert heimili í bæjarfélag- inu í þessari viku. Í stefnunni eru sett fram markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex manna starfshópur var skipaður til verks- ins um mitt ár 2003 en auk þess komu félagsmálastjóri bæjarins og formaður félagsmálaráðs að vinnu hópsins. Hópurinn átti auk þess samstarf við fjölmarga aðila í bæj- arfélaginu um mótun stefnunnar en óskað var eftir hugmyndum og til- lögum frá íbúum, félögum og stofn- unum við gerð hennar. Að sögn Jónmundar Guðmars- sonar, bæjarstjóra Seltjarnarnes- bæjar, er það stefna sveitarfé- lagsins að hlúa eins vel að fjölskyldunni og hægt er. Í fjöl- Fjölskyldustefna Seltjarnarness kemur út Mosfellsbær | Skrifað hefur verið undir samninga um aukið samstarf Mosfellsbæjar og íþrótta- og tóm- stundafélaga í bænum vegna barna- og unglingastarfs félaganna. Með samningnum, sem kostar bæjar- félagið 15 milljónir króna á ári, setja félögin sér það markmið að verða fyrirmyndarfélög Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) á næstu tveimur árum. Sigurður Guðmundsson, íþrótta- fulltrúi Mosfellsbæjar, segir að samningurinn eigi eftir að efla starf félaganna mikið, og breyta gríðar- lega miklu fyrir félögin, og þar af leiðandi fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. Einnig var samið um styrktar- og afrekssjóð Mosfellsbæjar og íþrótta- og tómstundafélagana, sem er ætlað að styrkja ungt afreksfólk. Samningarnir eru til tveggja ára, og því kostnaður sveitarfélagsins yfir 30 milljónir króna á samningstím- anum. Við sama tækifæri var einnig vígt nýtt vallarhús við Tungubakkavöll, en þar verður aðstaða fyrir félögin ásamt búninga- og baðaðstöðu. Skrifað var undir samning við Aft- ureldingu um umsjón og rekstur svæðisins næstu tvö árin. Á Tungubakkavelli eru margir fótboltavellir, og „Þetta gjörbreytir aðstöðu til æfinga- og keppnishalds á því sem er sennilega eitt stærsta knattspyrnusvæðið á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Sigurður. Samið um starf íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ Ætla sér öll að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ Morgunblaðið/Kristinn Samið Fulltrúar Mosfellsbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga bæjarins skrifuðu undir samstarfssamning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.