Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bolli, Kjartan og Sif taka á móti þér í laugardagskaffi með frambjóðendum á kosningaskrifstofunni Hraunbæ 102b, á laugardaginn kl. 11.00. Allir velkomnir! TÍMI TIL AÐ HITTAST TVEIR mannanna, sem unnu hryðjuverkin í London í júlí í fyrra, höfðu líklega einhver tengsl við al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin en breska leyniþjónustan bjó ekki yfir nægum upplýsingum og hafði því ekki tök á að koma í veg fyrir árás- irnar. Kemur þetta fram í skýrslu breskrar þingnefndar, sem sýknar leyniþjónustuna alveg af ásökunum um andvaraleysi. Skýrslan er fyrsta fulla frásögnin af hryðjuverkunum 7. júlí í fyrra en þá létust alls 52 menn að hryðju- verkamönnunum frátöldum. Fram kemur, að tveir þeirra, Mohammad Sidique Khan og Shehzad Tanweer, hafi áður vakið athygli leyniþjónust- unnar en aðeins lauslega og athygli hennar því verið bundin við önnur „mikilvægari“ mál. Síðar kom í ljós, að þessir tveir menn höfðu verið í Pakistan. Khan kom þar 2003 og aftur ásamt Tan- weer á tímabilinu frá nóvember 2004 til febrúar 2005. „Ekki er vitað hverja þeir hittu en líklegt, að það hafi verið einhverjir al-Qaeda-menn,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er, að þeir hafi fengið ein- hverja þjálfun en Paul Murphy, for- maður þingnefndarinnar, segir, að ekki sé hægt að finna neina sök hjá leyniþjónustunni í því efni. Engar upplýsingar hafi verið um, að menn- irnir væru að undirbúa hryðjuverk. Vísar á bug tilvist „foringjans“ Þingnefndin segir, að hefði leyni- þjónustustarfsemin verið öflugri í Bretlandi og einnig í Pakistan, hefði hugsanlega verið unnt að grípa í taumana áður en árásirnar áttu sér stað en hún vísaði hins vegar á bug orðrómi um tilvist „foringjans“, manns, sem hefði átt að hafa skipu- lagt ódæðið og komist undan. Þá fann nefndin engin merki um tengsl milli hryðjuverkamannanna og þeirra, sem árangurslaust reyndu að endurtaka leikinn 21. júlí. Nefndarmenn leggja á það áherslu í skýrslu sinni, að ekki sé hægt áfellast leyniþjónustumenn fyrir að hafa ekki fylgt eftir þeim litlu upplýsingum, sem þeir höfðu um þá Khan og Tanweer. Vissulega sé þó hugsanlegt, að það hefði ein- hverju breytt en alls ekki víst. Þá neita þeir því allir, að með skýrslunni sé verið að hvítþvo bresku leyniþjón- ustustofnanirnar. Ekki unnt að hindra árás- irnar í London Bresk þingnefnd sýknar leyniþjón- ustuna af ásökunum um andvaraleysi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FRANSKIR götusalar eru í illu skapi en borgarstjórar í Frakklandi hafa nú bannað þeim að setja upp sölutjöld sín og -bása í miðborgunum. Vilja þeir að sölu- mennskan verði heldur stunduð í úthverfunum en þar er umferðin að sjálfsögðu minni og söluhorfurnar líka. Þúsundir götusala efndu til mótmæla í París í gær og á einu mótmælaspjaldinu segir að þeir séu ævareiðir brottrekstrinum. Reuters Götusalar allra borga sameinist! Lissabon. AFP. | Lögreglan í Portú- gal hefur sektað 55 ára gamlan mann sem ók án ökuleyfis í 35 ár, að sögn portúgalska dagblaðsins Correio da Manha. Blaðið hafði eftir Portúgalanum Alberto Pereira að hann hefði ekið nær daglega frá því að hann settist fyrst við stýri árið 1971. Hann hefði jafnvel ekið sendiferðabíl fyrir- tækis sem hann starfaði fyrir þegar hann bjó í Sviss. Pereira kvaðst hafa verið mjög varkár í umferðinni og aldrei lent í slysi. „Stundum var þó erfitt að komast undan bílum hættulegra manna með ökuleyfi.“ Lögreglan stöðvaði Pereira í fyrsta skipti í heimabæ hans, Povoa de Lanhoso. Ók án ökuleyf- is í 35 ár BRESKI listamaðurinn Alex Hart- ley segist hafa fundið nýtt land eða eyju við Svalbarða og þar ætlar hann að stofna sitt eigi ríki að því er fram kom í Aftenposten. Hartley hefur skírt eyjuna „Ny- mark“ upp á norsku eða Nýmörk en hún er á stærð við fótboltavöll og kom í ljós þegar skriðjökull hopaði. „Hér hef ég fundið mitt eigi Puta- land,“ segir Hartley en norskir embættismenn segja, að hundruð eða þúsundir eyja, allar norskar að sjálfsögðu, hafi komið undan ísnum og sumar farið undir hann aftur. Nýtt Putaland Washington. AP. | Bandaríkjastjórn er að safna á laun upp- lýsingum um símtöl þegna sinna og er stefnt að því að koma upp gagnagrunni með öllum símtölum í landinu. Kom þetta fram í gær í bandaríska dagblaðinu USA Today. Að því er blaðið segir, fóru símafyrirtækin AT&T, Verizon og BellSouth að afhenda Þjóðaröryggisstofnun- inni upplýsingar um símtöl fljótlega eftir hryðjuverka- árásirnar 11. september 2001 en aðstoðarblaðafulltrúi Hvíta hússins, Dana Perino, segir, að leyniþjónustustarf- semi á vegum stjórnvalda sé lögleg og nauðsynleg í því skyni að vernda bandaríska borgara. Segir hún, að ýmsir þingmenn hafi verið upplýstir um málið en Arlen Spec- ter, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segist munu kalla fulltrúa símafyrirtækjanna fyrir nefndina „til að komast að því hvað um er að vera“. Segir hann, að nefndin hafi hingað til ekki getað sinnt þeirri skyldu sinni að meta lögmæti þessara aðgerða. Patrick Leahy, helsti demókratinn í nefndinni, tekur undir þetta og segir það bágt, að nefndin skuli þurfa að sækja upplýs- ingarnar í fjölmiðla. „Þingið er eins og álfur út úr hól og lætur sér sæma að samþykkja allt, sem frá stjórninni kemur. Við ættum bara að pakka saman og hypja okkur,“ sagði Leahy. Kerfið, sem um er rætt, felur ekki í sér, að hlustað sé á öll símtöl eða þau hljóðrituð, heldur er skráð hver talar við hvern og símanúmerin. Fundi Haydens með þingmönnum frestað Fréttin í USA Today kom sama daginn og Michael Hayden hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður Þjóðar- öryggisstofnunarinnar ætlaði að hitta þingmenn en George W. Bush Bandaríkjaforseti vill, að hann verði næsti yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Hvíta húsið tilkynnti hins vegar í gær, að fundi Haydens með þingmönnum hefði verið frestað án þess að útskýra það nánar. USA Today sagði, að aðeins eitt af stóru símafyrir- tækjunum, Qwest, hefði neitað að afhenda upplýsingar um símtöl á þess vegum og bæri það fyrir sig lagalega óvissu. Vilja skrá öll símtöl RÉTTARHÖLD standa nú yfir í Eksjö í Smálöndunum í Svíþjóð yfir móður og stjúpföður tíu ára drengs, Bobby, sem fannst látinn í febrúar sl. Málið snýst um gróft heimilis- ofbeldi og fer ákæruvaldið fram á að parið verði sakfellt fyrir morð. Stjúpinn neitar sök, en móðirin seg- ir hann hafa ráðið atburðarásinni og kúgað sig til samvinnu. Í bígerð eru ný lög, sem nefnd hafa verið eftir Bobby, en samkvæmt þeim verður sett á fót sérstök rannsóknanefnd vegna ofbeldis gegn börnum. Í janúar sl. leituðu ótal björg- unarsveitarmenn að Bobby eftir að móðirin og stjúpinn tilkynntu að hann hefði horfið úr bíl þeirra á bílastæði við verslanamiðstöð í Gautaborg, þar sem hann beið á meðan þau skruppu inn í búð. Bobby fannst ekki í umfangsmikilli margra daga leit, en nokkrum vik- um síðar var farið fram á gæslu- varðhald yfir parinu. Smám saman leysti móðirin frá skjóðunni og vís- aði á vatn þar sem þau höfðu komið líki drengsins fyrir. Raunaleg saga Bobbys er nú rak- in í fjölmiðlum í tengslum við rétt- arhöldin. Hann var þroskaheftur vegna litningagalla, kunni ekki að lesa og var auk þess greindur of- virkur með athyglisbrest. Hann hafði búið með móður sinni í Gauta- borg og gengið í sérskóla allt þar til síðasta haust, að mæðginin fluttust út á land til nýs kærasta móð- urinnar sem bjó á afskekktu býli. Við það slitnuðu tengsl Bobbys að mestu við aðra ættingja og stuðn- ingsfjölskyldu, sem hann bjó hjá þriðju hverja helgi, að því er m.a. kom fram í grein Svenska Dagbla- det þar sem fjallað var um hversu öryggi og regla eru mikilvæg börn- um með athyglisbrest. Hafði áður beitt börn ofbeldi Móðirin kynntist manninum á símastefnumóti fyrir ári og trúlof- aðist honum þremur mánuðum síð- ar. Stjúpi Bobbys reyndist vera of- beldismaður, sem nú er komið í ljós að hefur áður hlotið dóma fyrir of- beldi gegn konum og börnum. Hann beitti bæði Bobby og móðurina of- beldi, að því er móðirin ber fyrir rétti, og kúgaði hana ennfremur til að taka þátt í ofbeldinu gegn Bobby, sem að lokum dró hann til dauða. 15. desember sl. sást Bobby síð- ast á lífi, en eftir það var hann skráður veikur í skólanum. Ofbeldið innan veggja heimilisins fólst m.a. í því, að binda Bobby og slá, gefa honum rafstuð og láta hann leggjast í snjóinn án fata. Talið er að Bobby hafi ofkælst og að lokum látist m.a. þess vegna í janúar. Móðirin við- urkennir að hafa tekið þátt í að hylma yfir með sambýlismanni sín- um vegna hótana hans. Saga Bobbys hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Í fjölmiðlum hefur verið lögð áhersla á að foreldrar ræði við börn sín um það sem fram kemur í flennistórum fyrirsögnum dagblaðanna, sem þau sjá á auglýs- ingaskiltum og í búðum. Ekki sé hægt að vernda börnin fyrir vitn- eskju um þetta mál og foreldrar eigi að taka það upp að fyrra bragði ef börnin gera það ekki. Morðið á Bobby, tíu ára dreng, hefur vakið umræðu um ofbeldi gegn börnum Lömdu barnið og gáfu rafstuð Eftir Steingerði Ólafsdóttur í Gautaborg Steingerdur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.