Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur GuðbjörnBjörgúlfsson fæddist í Blönduhlíð í Hörðudalshreppi 14. september 1928. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björg- ólfur Einarsson, bóndi í Blönduhlíð, f. 13. janúar 1896, d. 27. september 1971, og Jósefína Sigríður Ólafsdóttir frá Stóra-Skógi, f. 16. maí 1891, d. 15. maí 1969. Systir Ólafs var Kristbjörg Jóna Björgólfsdóttir, f. 13. febrúar 1927, d. 1. desember 1997. Ólafur kvæntist hinn 24. janúar 1959 Mörtu Áslaugu Marteinsdótt- ur úr Hafnarfirði, f. 27. september 1930. Dóttir Ólafs og Mörtu er Björg Marta, við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri, f. 27. apríl 1963. Maki hennar er Friðrik Skúlason tölvufræðingur, f. 7. október 1963, og er dóttir þeirra Marta Kristín, f. 17. janúar 1996. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá MA 1951 og lögfræði- prófi frá Háskóla Ís- lands 1957. Mestan hluta starfsævi sinnar vann hann hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem lögfræðingur frá 1963, síðar deildarstjóri en skrifstofustjóri frá 1980 til þess að hann lét af störfum 1998. Útför Ólafs verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Af einhverjum ástæðum bjóst ég aldrei við því að tengdafaðir minn myndi kveðja að vorlagi, rétt áður en sólin fór að skína og sumarið byrjaði fyrir alvöru. Það hefði á einhvern hátt mátt halda að lífshlaupi sólar- dýrkandans Ólafs Björgúlfssonar myndi ljúka í svartasta skammdeg- inu, en sú varð ekki raunin og eftir stutta legu kvaddi hann þennan heim, með sína nánustu sér við hlið. Ég kynntist Ólafi fyrst fyrir sautján árum, þegar dóttir hans bauð mér heim til foreldra sinna í kvöldmat en þá var ekki laust við vott af áhyggjum af því hvernig föð- ur hennar myndi líka við þennan til- vonandi tengdason sinn. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar og höfum við átt margar ánægjulegar stundir saman á þeim árum sem lið- in eru síðan þá, bæði í reglulegum kvöldverðarboðum en ekki síður í fjölmörgum ferðum til sólarstranda – Mallorca, Costa del Sol og sér í lagi Kanaríeyja. Eftir að heilsu Ólafs tók að hraka þannig að sólarlandaferðir lögðust af, var sumarbústaðurinn sá staður þar sem hann vildi njóta sólarinnar með fjölskylduna nálægt sér, en þetta tvennt, fjölskyldan og sólin var það sem hann mat mest af öllu. Ólafi gafst ekki tækifæri til að kveðja Trygg en víst er að hund- urinn myndi sakna hans líka ef vissi hvað hefur gerst – sakna mannsins sem alltaf hafði tíma til að klappa honum, gauka að honum góðum matarbita eða bara að leyfa honum að liggja rólegum við fætur sér. Já, Ólafur er farinn, en minning- arnar lifa áfram. Það var tómlegt núna um helgina í sumarbústaðnum, með einn auðan stól á sólpallinum, en þegar sólin skein sem skærast var næstum eins og við skynjuðum návist hans, sitjandi á sínum stað með andlitið á móti sólinni. Friðrik Skúlason. Það var einn sólfagran dag vorið 1949, að ég var staddur í Reykjavík, á leiðinni austur á land, eftir dvöl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Ég rölti um miðbæinn og var að velta fyrir mér hvar ég gæti útvegað mér næturstað. Ég var blankur og gat ekki farið á hótel. Ofarlega í Banka- strætinu tók ég eftir manni sem kom niður Laugaveginn. Þetta var Ólafur Björgúlfsson. Hann hafði verið í skólanum á Laugarvatni þá um vet- urinn. Tal okkar barst fljótlega að því hvar ég mundi gista næstu nótt og þá segir Ólafur: ,,Komdu með mér, þú getur gist í herberginu mínu.“ Hann sneri við og við geng- um saman upp á Laugaveg 49. Þetta var upphafið að margra nátta gist- ingu og verustað þá ég var að koma eða fara í skólann á Laugarvatni. Fjölskyldan öll var mér mjög hjálp- söm og alúðleg. Svo var það vorið 1952 að ég og fimm önnur skóla- systkini frá Laugarvatni þreyttum stúdentspróf utanskóla við MR. Þá dvaldi ég hjá þeim og fékk gott næði til lestrar í herbergi Ólafs. Eftir að ég hóf nám í HÍ, haustið 1952, lágu leiðir okkar enn oft saman. Ég rölti oft til Ólafs yfir á Njálsgötu 49. Þar var ég alltaf velkominn. Móðir Ólafs, Jósefína, kom fram við mig eins og ég væri hennar eigin sonur. Ég var t.d. alltaf boðinn til þeirra öll að- fangadagskvöld á meðan ég var í há- skólanámi. Við Ólafur gerðum ýmislegt skemmtilegt saman á þessum árum. Í eitt skipti vorum við Ólafur fengnir til þess að passa lítinn frænda hans. Þegar strákur litli var sofnaður, fór- um við út á gangstétt hinumegin við götuna og á meðan við fylgdumst með bæjarlífinu horfðum við upp í gluggann á herberginu þar sem stráksi svaf. Ekki þótti þessi aðferð við barnagæslu nógu traustvekjandi! Nú eru liðin mörg árin síðan við Ólafur mættumst í Bakarabrekk- unni forðum því að tíminn stendur eigi kyrr. Allt á sitt upphaf og endi nema eilífðin sjálf. Og nú er komið vor, vonandi sólbjart sumar fram undan. Ólafur, minn gamli vinur, hefur nú haldið inn á strönd hins ei- lífa sumars en enginn var duglegri að verma sig í sólskininu á fjarlæg- um ströndum. Megi honum vegna vel í birtu ljóssins hjá Drottni dýrð- arinnar um eilíf ár. Við þessi leiðarlokin viljum við Sigríður, þakka Ólafi og eftirlifandi eiginkonu hans, ómetanlega hjálp og stuðning á árum áður og önnur góð samskipti fyrr og síðar. Guð blessi minningu Ólafs Björgúlfssonar. Einar Þór Þorsteinsson. Ólafur Björgúlfsson, lögfræðingur og skrifstofustjóri Tryggingastofn- unar ríkisins, er allur. Hann varði stærstum hluta starfsævi sinnar í þágu almannatrygginga, sem vert er að þakka, en verður seint fullmetið. Mér varð fljótt ljóst hve störf hans voru stofnuninni mikils virði. Alltaf var hann mættur fyrstur allra, mætti yfirleitt klukkan sex að morgni og vann þá þau verk sem hann taldi sig þurfa gott næði fyrir og er aðrir mættu var þeim ljóst að vel hafði verið unnið. Aldrei yfirgaf hann vinnustað fyrr en almennum vinnutíma var lokið. Hann réðst til stofnunarinnar sem lögfræðingur, starfaði við hin ýmsu verkefni og sinnti Lífeyrissjóði sjó- manna afar vel. Átti ríkan þátt í að móta starfsemi hans. Varð deildar- stjóri sjúkratrygginga og síðar skrifstofustjóri, sem jafnframt var staðgengill forstjóra. Hann vann sig upp af verkum sínum. Hann undi sér aldrei hvíldar, ætíð var hann með hugann við málefni stofnunarinnar, veg hennar og vanda. Hann vildi hafa skipulag á hlutunum. Sjá merki þess að undan mönnum gengi. Hann gerði miklar kröfur til annarra, en þó sýnu minni en til sjálfs sín. Ólafur Björgúlfsson þurfti á starfsferli sínum að taka á mörgum erfiðum málum. Það gustaði stund- um um hann, en hann stóð af sér hverja raun með einbeitni og sterk- um vilja. Við slíkar aðstæður verða menn ekki allra, en það skipti Ólaf ekki máli. Málefnið, framgangur mála var í fyrirrúmi hjá honum. Eldri starfsmenn stofnunarinnar kunna margar sögur um Ólaf, um kraftinn, um stormsveipinn sem honum fylgdi oft á tíðum. Þeir minn- ast líka þeirrar hlýju sem undir skel- inni bjó. Undirritaður starfaði með Ólafi í fimm ár. Samstarf okkar var traust, vinsamlegt og gott. Ég kynntist honum sem sívökulum starfsmanni, sem ávallt var reiðubú- inn til að gera sitt besta. Rétt er í því sambandi að minnast þess sem einn af þáverandi yfirmönnum virtrar ríkisstofnunar sagði um Ólaf. „Ef hann Ólafur lofar eða gefur fyrirheit þá er hægt að treysta því“ og bætti því við að svo væri óvenjulegt með marga. Þessi ummæli segja heilmik- ið um Ólaf, sem sá um fjármuni sem skiptu milljónahundruðum. Heimilið var griðastaður Ólafs Björgúlfssonar. Var okkur það mjög ljóst hve hann mat eiginkonu sína Mörtu Marteinsdóttur mikils. Það var líka yndislegt að fylgjast með því þegar dóttir hans Björg og Friðrik tengdasonur áttu von á barni. Já, og þegar ný Marta var fædd þá var sem heimar hamingjunnar opnuðust hon- um til fulls. Ólafur lét af störfum hjá Tryggingastofnun við starfslokaald- ur og var þá kvaddur af samstarfs- mönnum. Þar kom fram hve sterkar taugar hann átti í starfsmönnum og hve velvildin í hans garð var sterk. Síðustu árin átti Ólafur við erfið veikindi að stríða. Hringdi ég annað slagið í hann og áttum við þá gott spjall um lífið og tilveruna. Hugur- inn var enn hjá okkur í Trygginga- stofnun. Hann spurði tíðinda þaðan, fylgdist með umfjöllun fjölmiðla um stofnunina. Hann deildi áhyggjum, – vonum og væntingum með okkur sem hann væri enn að störfum. Sendi, ásamt starfsmönnum Trygg- ingastofnunar, aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur og þá einkum Mörtu Marteinsdóttur. Blessuð sé minning Ólafs Björgúlfssonar. Karl Steinar Guðnason. Fallinn er frá góður frændi, koll- ega og nafni, Ólafur Guðbjörn Björgúlfsson. Á síðustu mánuðum hafa verið höggvin skörð í afkom- endahóp þeirra heiðurshjóna, Guð- bjargar Þorvarðsdóttur húsfreyju og Ólafs Jóhannessonar bónda, frá Stóra-Skógi í Miðdölum. Börn þeirra voru alls tólf, sem komust á legg, auk einnar uppeldisdóttur, sem ein er á lífi þeirra systkina. Óli frændi, eða Nafni eins og ég kallaði hann vanalega, var sonur Jósefínu Ólafsdóttur, föðursystur minnar, og Björgúlfs Einarssonar, frá Blöndu- hlíð í Hörðudal. Við tímamót sem þessi reikar hug- urinn til æskuáranna, þegar sam- gangur var mikill meðal þeirra systkina frá Stóra-Skógi, einkum um jól og áramót. Var svo um árabil að tæpast voru nægilega margir helgi- dagar og aðrir frídagar á þessum árstíma til að halda fjölskylduboð, því mörg systkinin héldu jólaboð fyrir stórfjölskylduna. Var ávallt glatt á hjalla í þessum veislum, gjarnan spilað og mikið borðað, og ekki var þörf á í þá daga að búa stórt til að halda veislu. Átti það við um heimili Jósefínu og Björgúlfs í gamla Ljóninu að Laugavegi 49 í Reykja- vík eftir að þau fluttu úr sveitinni. Er sérstaklega minnisstætt hve Jós- efína reiddi ávallt fram glæsilegt bakkelsi og aldrei mátti maður leifa neinu, sem hún hafði sett á diskinn. Það var á þessum árum að ég kynnt- ist Óla. Hann var sköruglegur og harðgerður, ákveðinn í skoðunum og lét oft vel í sér heyra. Mér fannst hann hafa yfirbragð hins sanna Dalamanns, eins og ég sá það fyrir mér. Eftir stúdentspróf frá MA hélt hann í lagadeildina í Háskóla Íslands og síðar öðlaðist hann héraðsdóms- lögmannsréttindi. En ævistarf hans varð á vettvangi Tryggingastofnun- ar ríkisins, þar sem lögfræðiþekk- ingin hefur nýst vel í mörgum trún- aðarstörfum, sem hann sinnti þar sem deildarstjóri og skrifstofustjóri um árabil og jafnframt forstöðumað- ur Lífeyrissjóðs sjómanna í áratug. Óli var farsæll í sínum störfum á hinu mikilvæga og oft flókna sviði al- mannatrygginga og naut þar trausts og virðingar. Óli var einnig gæfumaður í einka- lífi, mikill fjölskyldumaður og voru þau Marta einstaklega samrýnd hjón, sem nutu þess að ferðast, ekki síst á sólarstrendur Spánar og Kan- aríeyja. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina og votta Mörtu og Björgu og fjölskyldu innilega samúð mína og fjölskyldunnar. Ólafur G. Gústafsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Ólaf Björgúlfsson, fyrrverandi skrif- stofustjóra Tryggingastofnunar rík- isins. Mig langar í fáum orðum að minn- ast hans sem samstarfsmanns og yf- irmanns til margra ára. Við hófum störf hjá Tryggingastofnun á svip- uðum tíma á árunum 1962–1963, ég sem unglingur og hann fullorðinn maður. Mjög fljótt tókust með okkur vináttubönd sem haldist hafa síðan. Árið 1976 fluttist ég milli deilda og hóf störf á sjúkra- og slysatrygg- ingadeild sem hann stýrði. 1980 var Ólafur skipaður skrifstofustjóri og fljótlega eftir það varð okkar sam- vinna nánari þar sem hann hafði með höndum starfsmannamál ásamt mörgu öðru. Ég starfaði þar með honum um árabil sem ritari hans. Ekki var sambúðin alltaf átaka- laus hjá okkur þar sem um skapmik- ið fólk var að ræða og talað var um- búðalaust um þau mál sem komu upp, en alltaf endaði allt í ró og spekt. Ólafur var nokkuð sérstakur persónuleiki, það gustaði af honum og hann sagði ávallt meiningu sína, ef ég má orða það svo, á „manna- máli“. Þeir sem ekki þekktu hann voru ekki alltaf ánægðir með hans „mannamál“. Eitt atvik kemur upp í huga mér nú þegar ég skrifa þessi orð. Stundum þurfti hann sem yf- irmaður að „taka fólk á teppið“ eins og sagt er og þá gat hann verið svo- lítið hvassyrtur. Staðsetning okkar á skrifstofunni var þannig að ég komst ekki hjá því að heyra það sem hann hafði sagt við viðkomandi. Oft á tíð- um leið smástund þar sem ég tók eftir því að hann fór að ganga um gólf mjög hugsi og síðan kíkti hann inn til mín að sagði; hefði ég kannski ekki átt að segja þetta? sem sýndi að oft á tíðum þá sá hann eftir þeim orðum sem fallið höfðu. Þetta sýndi mér í rauninni hversu góður hann var inni við beinið. Ég starfaði sem undirmaður hans til ársins 1990 þeg- ar ég hvarf til annarra starfa innan Tryggingastofnunar sem hann hafði stutt mig til með ráðum og dáð. Þeg- ar ég lít um öxl þá held ég að við sem unnum undir hans stjórn höfum aldrei haft yfir neinu að kvarta, hvort sem var um að ræða leyfi, sumarfrí, fjarveru vegna veikra barna o.s.frv., alltaf kom hann til móts við óskir og þarfir. Ég tel hann hafa verið minn besta yfirmann þann tíma sem við störfuðum saman. Við hjónin Sævar Vilhelm sendum ykkur öllum, Marta, Björg, Friðrik og Marta Kristín, okkar samúðar- kveðjur. Hvíldu í friði, kæri Ólafur. Björg H. Sölvadóttir. ÓLAFUR BJÖRGÚLFSSON Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, ATLI ELÍASSON, Suðurgerði 2, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að morgni laugardagsins 6. maí. Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóð Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum, reikningur nr. 582-15-82016, kt. 630672-0239. Kristín Frímannsdóttir, Atli Freyr Hjörleifsson, Aldís Atladóttir, Kristinn Ævar Andersen, Elías Atlason, Geirþrúður Þórðardóttir, Freyr Atlason, Eva L. Þórarinsdóttir, Sigurdís Ösp, Jón Valgeir, Hlynur Már, Hulda Sif, Birgir Hannes, Elín Björk, Davíð, Þórður Jón, Elva, Aldís Freyja, Daníel Ingi og Tanja Björt. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur, fósturdóttur, systur, mágkonu og frænku, LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Birkilundi 18, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar 2 Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri og starfsfólks- ins hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar. Kristjana Kristjánsdóttir, Birgir Laxdal, Guðmundur Örn Njálsson, Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Áki Eðvaldsson, Anný Rós Guðmundsdóttir, Birkir Freyr Stefánsson, Katrín Lind Guðmundsdóttir, Jóhann Eyþórsson, Dagný Guðmundsdóttir og litlu frænd- og fóstursystkinin. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu mér hlýhug og vinarþel vegna andláts eiginkonu minnar, ÞURÍÐAR HÓLMFRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Þormóður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.