Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi FYRSTA skóflustunga að nýju par- húsi var tekin í Grímsey á dögunum. Sex ár eru liðin frá því síðast var byggt nýtt hús í eynni. Nýja húsið verður einnar hæðar timburhús á steyptum grunni. Í því verða tvær 105 m2 leiguíbúðir á veg- um sveitarfélagsins. Húsið á að vera tilbúið 31. október næstkomandi. Crasto ehf. byggir húsið. Leiguhúsnæði hefur skort í Grímsey, að sögn Brynjólfs Árna- sonar oddvita. Í fyrra fjölgaði íbú- um um 10 eða 10%. Skortur á hús- næði hefur staðið í vegi fyrir meiri fjölgun. Þá hefur húsnæðisskort- urinn einnig staðið atvinnulífinu fyrir þrifum, því skort hefur starfs- fólk. „Fólk hefur ekki getað ráðið sig í vinnu hérna því það hefur hvergi getað verið,“ sagði Brynj- ólfur. Hann kvaðst alveg eins eiga von á að fleiri hús fylgdu í kjölfarið, þótt engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það. „Það hefur verið svolítið spurst fyrir um húsnæði og virðist vera áhugi hjá fólki fyrir því að flytja út á land. Það er svo gott að vera hérna.“ Að sögn Helgu Mattínu, fréttarit- ara Morgunblaðsins, var hátíðar- stemning þegar fyrsta skóflu- stungan var tekin: „Stundin var stór og gleðileg, því hún sýnir vöxt og velgengni í Grímsey. Mannlíf er kröftugt, næg atvinna, meðalaldur íbúa í kringum 30 ár og blómi í barneignum.“ Morgunblaðið/Helga Mattína Fyrsta skóflustunga, f.v.: Sigurður Brynjólfsson, Brynjólfur Árnason, Hörður Árnason, Ólafur Jóhannesson, Jón Árnason og Garðar Ólason. Húsbygg- ingar á heim- skautsbaug UNDANFARNA daga hefur mælst mjög mikið af birkifrjóum í loftinu yfir Reykjavík en frjóin fylgdu hlýja loftmassanum frá Evrópu. Einnig askfrjó, eikarfrjó og beyki- frjó. Frjókornin eru komin frá lauf- skógum meginlands Evrópu. Ástandið er óvenjulegt og gæti valdið óvæntum óþægindum hjá þeim sem eru með frjóofnæmi því íslenska birkið er ekki farið að blómstra. Kláði í augum og nefi, hnerrar og nefstífla eru einkenni hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir frjókornum svo og almenn þreyta. Einkennin eru ekki hættuleg og lyfjagjöf kem- ur fyrst og fremst í veg fyrir óþæg- indin. Sumir fá astma og hann er nauðsynlegt að meðhöndla. Nú lítur út fyrir að þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói geti átt von á nýrri leið til að draga úr óþægindum án þess að fá sprautur. Þá eru töflur teknar inn um átta vikum áður en grasfrjókornatíma- bilið hefst og rannsóknir hafa sýnt að þær hafa tilætluð áhrif. Til bóta að kela? Öllu óáreiðanlegri fréttir berast af niðurstöðum japanskrar rann- sóknar sem gerð var á 24 pörum þar sem annað þjáðist af frjókorna- ofnæmi. Niðurstöðurnar benda til að kelerí geti dregið úr ofnæm- isviðbrögðum. Ýmis ráð eru til sem eiga að gagnast í baráttunni við frjókorna- ofnæmið. Þar ber hæst að skola hár eftir útiveru, nota stór sólgleraugu, forðast að þurrka þvott úti á snúru og skola feld gæludýra eftir úti- veru. | Daglegt líf 26. Birkifrjó frá laufskóg- um Evrópu í Reykjavík SÍMINN hefur keypt tæplega 7% eign- arhlut í fjarskiptafélaginu Nordisk Mobil- telefon (NMT). Eva Magnúsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Í frétt norska vefmiðilsins Teleavisen greinir frá því að Orkla og Síminn séu nýir hluthafar í NMT og að Arnfinn Röste, stofnandi félagsins, hyggist koma á legg nýju fjarskiptakerfi sem fengið hefur nafnið CDMA-450. Eva segir að Síminn ætli þessu nýja kerfi að koma í stað langdræga NMT-far- símakerfisins en þó eigi kerfið ekki að koma í stað þriðju kynslóðar farsíma líkt og ýjað er að í frétt Teleavisen. Hún segir að þessi nýja tækni sé mjög langdræg og flytji mikið magn. „Fyrst og fremst ætlar Síminn að kerfið geti komið í stað NMT-kerfisins og við lít- um einnig á þetta sem tækifæri fyrir okkur til að taka þátt í rekstri í öðrum löndum,“ segir Eva. Í frétt Teleavisen segir einnig að einn aðaleigandi Símans sé hinn ágengi banki Kaupþing, sem færi nú enn frekar út kví- arnar í norsku athafnalífi. Síminn fjár- festir í NMT í Noregi FULLTRÚAR Alcan og Orkuveitu Reykjavíkur skrifuðu í gær undir samning um sölu OR á orku til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Samn- ingurinn tryggir Alcan 200 megavött af raforku, sem er 40% af orkuþörf fyrirtækisins vegna stækkunarinnar. Ekki er þó búið að taka end- anlega ákvörðun um að stækka. Verðmæti samningsins er um 60 milljarðar króna á næsta aldarfjórðungi, en samningurinn gerir ráð fyrir að orkan verði tilbúin til afhend- ingar um mitt ár 2010, og komi frá jarð- varmavirkjunum á Hellisheiði. Hver borhola á Hellisheiði skilar á bilinu 3–12 megavöttum, og því ekki ótrúlegt að um 25 meðalstórar holur þurfi til að uppfylla orkuþörfina. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir að þrátt fyrir að samið hafi verið við OR um hluta af þeirri orku sem þarf til stækkunar á álveri Al- can í Straumsvík sé ekki þar með sagt að búið sé skaplega hagstæður fyrir Orkuveituna, en hefur ekki síður mikil og góð áhrif á atvinnumarkaðinn á næstu árum. Nú fer að draga saman í bygging- ariðnaðinum, framkvæmdunum fyrir austan er að ljúka þannig að það má búast við mýkri lend- ingu í efnahagslífinu fyrir bragðið þegar þessi framkvæmd kemur inn.“ Alfreð segir að undirbúningsrannsóknir vegna verkefnisins séu þegar í fullum gangi, en þær verði auknar enn eftir að skrifað hafi verið undir samninginn. Búið er að bora 21 rannsóknarholu á Hellisheiðinni, en orkan sem fæst frá Hellisheið- arvirkjun í dag er nær öll seld til Norðuráls á Grundartanga. Með fyrirhugaðri stækkun álvers Alcans í Straumsvík mun framleiðsluaukningin verða um 280 þúsund tonn á ári, en í dag eru framleidd um 180 þúsund tonn á ári í álverinu. Eftir stækk- unina verður því heildarframleiðslan um 460 þús- und tonn á ári. Stækkunin myndi þýða um 8% framleiðsluaukningu hjá Alcan á heimsvísu, en í dag eru framleidd um 3.500 tonn af áli í 21 álveri. að taka ákvörðun um stækkun því eftir sé að semja við Landsvirkjun um það sem eftir standi af orku. „Hér erum við að semja um 40% af raforkunni, svo 60% eru eftir. Við þurfum að fá niðurstöðu í það mál, og það munum við gera fyrir árslok . Þá verður tekin ákvörðun um stækkunina, og í fram- haldi af því aflað tilskilinna leyfa fyrir henni,“ segir Rannveig. „Við stefnum að því að stækka, en erum ekki búin að taka ákvörðun um það, þar sem orkuverðið liggur ekki fyrir.“ Auk samninga við OR og Landsvirkjun þarf Alcan að semja við Landsnet um flutning á orkunni, og er stefnt að því að komast að nið- urstöðum um orkuflutning á síðari hluta ársins. Mýkri lending í efnahagslífinu „Þessi samningur skapar Orkuveitunni tekjur upp á rúmlega 60 milljarða króna á 25 árum,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, í samtali við Morgunblaðið eftir að skrifað hafði verið undir samninginn. „Samningurinn er af- Hefur tryggt sér 40% orkunnar Morgunblaðið/RAX Fulltrúar Alcan og OR skrifuðu undir samninginn á Hellisheiði í gær. Þar voru (f.v.) Jean-Philippe Puig, yfirmaður álsviðs Alcan í Evrópu, Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Cynthia Carroll, forseti álsviðs Alcoa, Rannveig Rist, forstjóri Alcoa á Íslandi, og Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri rafgreiningar Alcan á Íslandi. Alcan og OR skrifuðu undir samning um orkusölu vegna stækkunar í Straumsvík Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FARIÐ er að bera á því að þeir sem sækja um há lán hjá bönkunum, s.s. þrjátíu til fimmtíu milljóna króna lán til kaupa á stóru íbúðarhúsnæði, og hefðu auðveld- lega komist í gegnum greiðslumat fyrir einum til tveimur mánuðum fá ekki lán í dag. Þetta segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala (FF), og bætir við að óheppilegt sé fyrir fasteigna- markaðinn ef honum er stýrt með enda- lausum sveiflum. Á morgunverðarfundi FF kom fram að bankarnir hafi bæði verið að herða þær reglur sem notaðar eru sem viðmiðun til útlána auk þess sem dregið hafi verið úr lánshlutfalli, t.d. hjá Glitni og Landsbank- anum. Á fasteignamarkaði er farið að gæta samdráttar og telur Björn Þorri að hann sé loks að ná jafnvægi. „Markaðurinn hlaut að jafna sig áður en yfir lauk og hann er búinn að vera í gríð- arlega miklu ójafnvægi vegna þessarar miklu umframeftirspurnar,“ segir hann. „Framboðið á eignum er að aukast hægt og bítandi og eftirspurnin að jafnast þann- ig að meira jafnvægi er að myndast.“ | 8 Fá ekki leng- ur há lán til íbúðakaupa ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.