Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 37

Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 37 MINNINGAR Orðabók Árnanefndar, með sérinn- gangi að handritageymslunni. Þessi nýja háskólastofnun réð líka yfir fé til að ráða starfsfólk, og þar vann Stefán í tímavinnu í fimm ár þar til hann gerðist fastur starfsmaður 1962. Þetta var á þeim árum, segir Stefán (1983), sem ungir fræðimenn voru bjartsýnir um að vinna stór verk á stuttum tíma, öll starfsemi Det arna- magnæanske institut var í örum vexti og fé til fræðilegra verka var auðsótt í ríkissjóð Dana og aðra sjóði. Hin mikla útgáfa Stefáns á íslensk- um fornbréfum fyrir 1450 kom út 1963 með stuðningi Carlsbergsjóðs. Þetta er stafrétt útgáfa allra varð- veittra frumbréfa íslenskra frá tíma- bilinu 1280–1450, sem höfðu að vísu flest verið gefin út áður, en ekki af þeirri vísindalegu nákvæmni sem nú- tíminn krefst ef texti á að duga til málfræðilegra rannsókna. Stefán skrifaði magistersritgerð um málið á þessum fornbréfum og lagði þar með grunninn að sinni einstæðu þekkingu á sögu íslensks ritmáls. Sú ritgerð hefur aldrei verið gefin út á prenti en hún er til vélrituð í fáeinum eintökum sem starfsmenn á Árnastofnununum báðum varðveita sem sjáaldur auga síns. Á sjöunda áratugnum hófst Stefán handa við annað stórvirki, útgáfu á fjórum sögum um Guðmund góða, saman settum á 13. og 14. öld. Fyrsta bindi sá dagsins ljós 1983, og Stefáni varð þá þegar ljóst að sér mundi ekki endast aldur til að gefa út öll fjögur bindin ef uppteknum hætti væri hald- ið, og fól verkið við tvö síðustu bindin ungum og upprennandi fræðimönn- um. En við annað bindi útgáfunnar ætlaði hann að ljúka einmitt á þessu ári, og til þess var hann sestur að á sínum gamla vinnustað, Árnastofnun í Höfn, þegar hann varð bráðkvaddur – daginn áður en veðrið fór loksins að hlýna á þessu óvenju kalda vori. Árið 1970 hvarf Stefán heim til Ís- lands og gerðist starfsmaður við Handritastofnun Íslands (síðar Stofnun Árna Magnússonar á Ís- landi), en ári síðar hófust afhendingar handrita frá Kaupmannahöfn til stofnunarinnar á Íslandi, sem tók á móti handritum þessum og varðveitti fyrir hönd Háskóla Íslands. Þegar af- hendingunni lauk árið 1997 höfðu öll afhendingarhandrit farið í gegnum mikinn og margvíslegan hreinsun- areld á viðgerðarverkstæðinu í Höfn undir forystu Birgitte Dall bók- bindarameistara og síðar Mette Jak- obsen, en þá var Stefán orðinn for- stöðumaður íslensku stofnunarinnar og stóð fyrir mikilli og höfðinglegri veislu í Reykjavík. Þangað var öllum boðið sem eitthvað höfðu komið að af- hendingunni, fræðimönnum og stúd- entum, ljósmyndurum og viðgerðar- fólki, nefndarmönnum Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommiss- ion) og starfsmönnum Orðabókar Árnanefndar. Boðsgestir fylltu heila flugvél og á áfangastað voru haldnar ræður og fluttir fyrirlestrar, og gest- risnin og höfðingsskapurinn voru á besta íslenska vísu. Hafnarháskóli þakkaði fyrir sig með því að gera Stefán að heiðursdoktor 1999. Stefán hafði flesta þá eiginleika sem fræðimann mega prýða: ná- kvæmni, skýra hugsun og gott minni – menn furðuðu sig á minni hans á rit- hendur og einkenni þeirra, enda bar varla við að nokkur maður dirfðist að birta niðurstöður um íslenska skrif- ara fyrir siðaskipti án þess að bera þær undir Stefán. Hann talaði og skrifaði öll Norðurlandamálin og lagði sérstaka alúð við færeyskuna. Hjálpsemi hans og ósérplægni aflaði honum margra vina, ekki aðeins á Ís- landi og í Danmörku, heldur um alla Evrópu og þó víðar væri leitað. Ég kveð Stefán með sárum söknuði og þakklæti fyrir nær fimmtíu ára sam- starf og vináttu, sem aldrei hefur bor- ið skugga á. Blessuð sé minning hans. Jonna Louis-Jensen. Um og eftir 1960 var handritamálið mjög til meðferðar og umræðu í Dan- mörku. Öldur risu hátt, og þótt sterk stjórnmálaöfl styddu afhendingu handrita til Íslands var andstaðan hörð, ekki síst meðal háskólamanna í Kaupmannahöfn. Íslendingar fylgd- ust með úr fjarlægð, og ekki var áhuginn minnstur hjá stúdentum í ís- lenskum fræðum. Fréttir bárust af átakafundi í Studenterforeningen og vasklegri framgöngu ungs íslensks fræðimanns. Það var því ekki lítill fengur þegar okkur barst segul- bandsupptaka af fundinum. Þá heyrði ég í fyrsta sinn óm af rödd Stefáns Karlssonar. Hann hafði sannarlega verið í minnihluta á fund- inum, en ræða hans var sköruleg, byggð á rökfestu og yfirburðaþekk- ingu – og flutt á þvílíkri dönsku að annað eins höfðum við heimaalningar aldrei heyrt úr munni Íslendings. Engan þurfti þó að undra að Stefán skyldi á fertugsaldri geta skákað andstæðingum sínum í umræðum um íslensk handrit. Þá þegar hygg ég að telja hafi mátt á fingrum annarrar handar þá sem stóðu honum jafnfætis um þekkingu á þeim. Við rannsóknir sínar á elstu fornbréfum íslenskum, sem báru ávöxt í undirstöðuútgáfu, komst hann í kynni við rithendur mikils fjölda skrifara frá miðöldum og lét um margra ára skeið einskis ófreistað til að finna hverjir skrifar- arnir voru, rekja spor þeirra frá einu handriti til annars og rannsaka mál þeirra. Þessu eljuverki, rannsóknum á rithöndum og ritverkum, máli og menningarsögu, verki sem krefst óendanlegrar þolinmæði og hlífðar- lausrar nákvæmni, hélt Stefán áfram meðan hann lifði. Aðrir eru mér fær- ari til að lýsa því, og skal ég ekki rekja það nánar, en á eftir fornbréf- unum varð Guðmundur góði aðalvið- fangsefni hans, og var við hæfi. En þekking hans og áhugi leiddu hann á margar aðrar brautir, og sér þess m.a. stað í ritgerðasafninu Stafkrók- um, sem Stofnun Árna Magnússonar gaf út í tilefni af sjötugsafmæli hans. Þegar ég kom til starfa við Kaup- mannahafnarháskóla haustið 1968 og fékk skrifborð á Árnasafni var Stefán þar fyrir, og mál æxluðust þannig að við Unnur fengum bústað ekki all- langt frá þar sem þau Helga bjuggu í Rödovre með Steinu dóttur sinni. Það var ekki ónýtt að fá slíkan samstarfs- mann og slíka nágranna meðan verið var að læra á lífið í nýju landi og kom- ast á skrið í kennslu og fræðastörf- um, enda tókst með okkur einlæg vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á. Stefán var sannkallaður máttarstólpi á Árnasafni, ævinlega boðinn og bú- inn að leysa hvers manns vanda, enda margir torráðnir staðir á skinnbók- um fyrir hann lagðir. Ungt fólk og óreynt hikaði við að trufla prófess- orinn sjálfan, Jón Helgason, og þá var leitað til Stefáns sem öllum tók vel. Hjálpsemi var honum eðlislæg, og varð raunar undirstaða ólítils þátt- ar í ævistarfi hans, því að hann lagði fjöldamörgum fræðimönnum lið við verkefni þeirra með þekkingu sinni, skarpskyggni og vandvirkni, sem leitaði botns í hverju úrlausnarefni. Stefán tók virkan þátt í kennslu í forníslensku við Hafnarháskóla og var mikils virtur af stúdentum sínum. Hann fylgdist líka vel með þeim breytingum sem þá voru að verða á fyrirkomulagi kennslu og stjórnunar við skólann og tók þátt í því starfi. Skynsemi hans og rökfesta ásamt ljúfmennsku komu sér þá vafalaust vel. Á þessum árum voru vatnaskil í lífi hans. Jón Helgason var að láta af störfum vegna aldurs, og Stefán hafði til þess alla burði og stuðning að taka við forystuhlutverki í íslenskum fræðum í Danmörku og búa þar í heiðri áfram við kjöraðstæður til rannsókna og þátttöku í danskri menningu sem hann gjörþekkti og undi vel. En hann vissi hve mikilvægt var að efla nú handritarannsóknir á Íslandi og var af þeim sökum og sjálf- sagt öðrum staðráðinn í að flytja heim. Það gerðist árið 1970 þegar starf bauðst við Handritastofnun Ís- lands, sem síðar varð Stofnun Árna Magnússonar. Sú stofnun átti því láni að fagna að þangað réðust í upphafi afburðamenn að þekkingu og vand- virkni með brennandi áhuga á við- fangsefnum sínum, og þó svo ólíkir hver öðrum sem verða mátti. Stefán hefur verið einn af máttarstólpum hennar alla tíð og átt mikinn þátt í hvoru tveggja, því alþjóðlega virta fræðastarfi sem unnið er við stofn- unina og þeim góða og skemmtilega starfsanda sem þar hefur alltaf ríkt. Það lá beint við að hann tæki við for- stöðu stofnunarinnar þegar fyrir- rennari hans lét af störfum, og þeim verkum gegndi hann með prýði þau ár sem þá voru eftir af opinberri starfsævi. Eftir að hann komst á eft- irlaunaaldur sneri hann sér óskiptur að fræðunum aftur, sinnti Guðmundi sínum góða og fleiri rannsóknarefn- um, en lét þó ekki af þeim vana sínum að vera boðinn og búinn að hjálpa öðrum og leysa vanda þeirra. Stefán hafði dvalist tvo áratugi nær samfellt í Kaupmannahöfn, einn af þeim síð- ustu sem kalla má Hafnarstúdenta af þeirri gerð sem mesta frægð hlaut á nítjándu öld. Hann bast danskri menningu, dönskum vinum og borg- inni sjálfri traustum böndum, varð tíðförult þangað, og síðari ár dvaldist hann þar jafnan við rannsóknir sínar nokkra mánuði á hverju ári. Stefán Karlsson var mikill og ná- kvæmur fræðimaður, sérfræðingur á sínu sviði í bestu merkingu þess orðs, en hann var ekki lokaður inni í nein- um fílabeinsturni. Hann hafði lifandi áhuga á þjóðmálum og menningar- málum. Leiðarljós hans á því sviði voru sterk réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna máttu sín og næm tilfinning fyrir því sem er ósvik- ið og einlægt samfara andúð á yfir- borðs- og sýndarmennsku. Hann lagði rækt við uppruna sinn, var góð- ur Fnjóskdælingur, Akureyringur, norðanstúdent, íslenskur Hafnar- stúdent og heimsborgari í bestu merkingu orðsins, allt í senn án þess að missmíði væru á. Ég get ekki kvatt Stefán án þess að minnast gestrisni hans. Með ein- hverjum hætti gat hann alltaf skapað glaðvært, menningarlegt og hlýtt andrúmsloft kringum sig, hvort sem var á heimili eða vinnustað. Við hjón minnumst ótal ánægjustunda á heim- ili þeirra Helgu og síðan Stefáns eins, en eftirminnilegust er þó e.t.v. heim- sókn til hans í Fnjóskadal fyrir ald- arfjórðungi eða svo þar sem hann tók á móti okkur sem skógarálfur í tjaldi sínu innan um ilmandi birkitré og fuglakvak og hafði þó komið öllu svo haganlega fyrir að einskis var að sakna úr menningunni, kræsingar fram bornar og lagðar á dúk með drykkjarvörum kældum í nálægri lækjarsprænu. Nefin á okkur Stefáni áttu um langt skeið sameiginlegt áhugamál sem kryddaði tilveruna. Það væri rangt að segja að Stefán hafi sett fræði sín öllu ofar, því að hann vanrækti aldrei hin mannlegu samskipti og hafði af þeim unun, á efri árum áreiðanlega ekki síst af samvistum við dóttur og dótturdæt- ur, en fræðastörfin voru honum þó ljúf og sjálfsögð skylda sem aldrei tók enda. Hann hélt þeim áfram með sömu þolinmæði og vandvirkni fram á síðustu stund – hafði e.t.v. hægt lítið eitt á sér síðustu árin – lauk mörgum verkum en hverfur nú í miðju kafi frá öðrum. Fráfall hans kom óvænt og skyndilega, og hans verður sárt sakn- að, mest af þeim sem umgengust hann mest og þekktu hann best, en slíkur maður gefur samferðafólki sínu mikið á langri ævi, og í dag er stund til að gleðjast yfir því. Gott hefði verið að geta fylgt honum síð- asta spölinn, eins og sagt er, en þar er nú hugurinn. Minningin mun gera vini hans að betra fólki. Við Unnur sendum aðstandendum Stefáns einlægar samúðarkveðjur. Vésteinn Ólason. Stefán Karlsson kallaði ritgerðar- safn sitt Stafkróka. Það var honum líkt bæði sökum þess að honum fannst ekki mikið til þeirra manna komið sem gerðu lítið úr skriftar- fræðum og svo hins að hann var alla jafna stoltur af því að finna þá króka, hök og lykkjur sem sérkenndu stafi og gamalt letur. Á einkenni gamallar skriftar var Stefán öllum mönnum gleggri. En það var síður en svo að hann fengist einvörðungu við staf- anna list, hann hafði áhuga á öllum greinum íslenskra fræða, málfræði, bókmenntum og sögu. Ég kynntist Stefáni Karlsyni fyrst haustið 1971; hann hafði þá nýtekið við stöðu sérfræðings á Handrita- stofnun Íslands, síðar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Fyrir utan að sinna rannsóknum sínum á þeirri stofnun, var hann líka formaður Fé- lags íslenskra fræða og stjórnaði því af miklum skörungsskap, kom á reglulegum fundum, en áður höfðu aðeins tvær rannsóknaræfingar verið haldnar, fyrir jól og eftir páska. Kynni mín af Stefáni hófust þegar hann bað mig að halda erindi á einum slíkum fundi. Ég var þá nýsloppinn frá prófborðinu, enn óstyrkur í fræð- unum, en ég man hve vel Stefán stýrði þessum fundi. Þegar hann hóf upp raust sína að loknum umræðum, þá talaði hann af mikilli festu og var svo að sjá að fundarmönnum þætti að það eina væri satt og rétt sem hann mælti. Þessum töfrum mælskulistar- innar hélt hann til dauðadags. Stefán nam textafræði við Hafn- arháskóla undir handleiðslu Jóns Helgasonar. Hann var alla ævi trúr þeim vinnubrögðum sem hann lærði í Höfn og hann krafðist þess af okkur sem síðar komumst undir hans leið- sögn að við sýndum heimildunum fullkominn trúnað; glöggskyggnari mann um kima íslenskra miðalda- handrita var naumast að finna. Stórvirki Stefáns Karlssonar á fræðasviði sínu eru einkum útgáfa hans á fornbréfum og Guðmundar sögum Arasonar sem hann vann að og var langt kominn með þegar hann lést. Hann var mjög veitull vinum sín- um og samstarfsmönnum í tvennum skilningi, hann var gestrisinn og góð- ur heim sækja og hann var óspar á vísindi sín, lá aldrei á vitneskju sinni. Hann var afar uppörvandi við hina yngri menn sem völdu sér viðfangs- efni innan textafræðinnar og hann dró aldrei úr þeim mönnum kjarkinn sem létu hugarflugið leiða sig of langt. Á síðari hluta starfsferils síns sinnti Stefán einkum einum helgum manni, Guðmundi góða Arasyni, sem reyndar hafði verið árnaðarmaður hans um langa hríð. Við töluðum oft saman um hinn blessaða biskup og þá menn sem sömdu um hann sögur og höfðu safnað saman um hann all- mörgum bréfum, þ.e. stuttum frásög- um. Illu heilli brunnu þau inni í Lauf- ási 1258. En það voru ekki einungis þeir sem höfðu sett saman rit um Guðmund sem Stefáni voru hugleikn- ir, rithöfundar á borð við Berg Sokkason og Arngrím Brandsson, heldur var Árni Lárentíusson einnig kominn í hópinn. Orðbragð þessara höfunda var okkur báðum tamt, en okkur Stefáni tókst ekki fremur en öðrum fræðimönnum að gera upp á milli þessara stórvirku höfunda. Um- ræðunnar um þá og önnur mál er nú sárlega saknað og norðlenskir sagna- ritarar miðalda hafa nú misst sinn besta vin. Sverrir Tómasson. Ein elsta kennslubók sem varð- veitt er á íslensku er lærdómsritið Elucidarius sem þýtt var úr latínu um 1200. Það er í samtalsformi – eins og títt var um slík rit – þar sem læri- sveinn, ófróður, spyr um heima og geima en meistari svarar. Átta öldum síðar má enn marka meistara af því hversu greiðlega hann leysir úr vanda nemenda og þegar viðfangs- efnið er fornar bækur reynist sam- talsformið oft nærtækasti miðillinn. Hvert handrit á sér sína sögu, hver skrifari sín sérkenni og allan þann fróðleik sem handritafræðingur heyj- ar sér á langri starfsævi er erfitt að hneppa í uppflettirit, skrár og gagna- grunna. Og því var það að til Stefáns Karlssonar lá stöðugur straumur lærisveina af báðum kynjum, ýmsu þjóðerni og á öllum aldri sem spurðu, og spurðu – og spurðu. Og Stefán greiddi oftar en ekki úr vandanum og naut þar yfirgripsmik- illar þekkingar sinnar á íslenskri mál- sögu, fágætrar glöggskyggni á rit- hendur og brennandi áhuga á að skilja og skýra hlutdeild íslenskra skrifara, tíðast ónefndra, í menning- arhöfuðstól Norðurlanda. Við þetta örlæti fræðimannsins bættist að Stef- án kunni að gleðjast glöðum með og hafði næmi fyrir hátíðisdögum. Þess nutum við samstarfsfólk hans, bæði öll saman og stundum eitt og eitt þeg- ar óvæntir blómvendir bárust á mik- ilvægum augnablikum. Eftir að Stefán lét af störfum sem forstöðumaður helgaði hann sér borð á lessal Árnastofnunar og hélt áfram að vinna að fræðilegum verkefnum og auðga með nærveru sinni það sam- félag sem þar þrífst. Það var okkur sem stóðum að alþjóðlegu námskeiði í handritafræðum í sumar er leið mikill heiður að hann skyldi gefa sér tíma til að sitja með nemendum okkar dag- stund og miðla þeim af reynslu sinni. Það var einstök stemning í stofunni þar sem meistarinn sat í ágústsólinni vermdur af fölskvalausri virðingu lærisveina og -meyja. Ég var þar fluga á vegg og mun aldrei gleyma. Svanhildur Óskarsdóttir. Með Stefáni Karlssyni er genginn einn af síðustu fulltrúum norrænnar textafræði sem mótaðist við Kaup- mannahafnarháskóla á 19du öld og blómstraði við Det Arnæmagneanske Institut í Kaupmannahöfn og Árna- stofnun á Íslandi, sem Stefán veitti sjálfur forstöðu um árabil. En það er ekki fræðimaðurinn Stefán Karlsson sem við viljum minnast hér heldur vinur okkar Stefán Karlsson. Enda þótt hann væri með lærðustu mönn- um á sínu sviði og hefði sterkar skoð- anir á því sem rétt var og rangt í fræðunum og í stjórnmálum var hann öllum mönnum hógværari og ljúfari og tróð ekki illsakir við nokkurn mann. Þá var hann í okkar augum sambland af heimsborgara og ís- lenskum sveitamanni í orðsins fyllstu og bestu merkinu, en íslenskir sveita- menn hafa margir hverjir um aldir verið meiri heimsborgarar en þotulið samtímans. Við eigum margs að minnast frá samverustundum okkar með Stefáni Karlssyni. Ekki síst minnumst við fjölmargra samverustunda á heimili okkar, bæði í Kaupmannahöfn, á Ak- ureyri og nú síðast í Blásölum í Kópa- vogi nokkrum dögum áður en hann lagði í hinstu ferð sína til borgar sinn- ar, Kaupmannahafnar, sem honum þótti vænst um næst á eftir gömlu Akureyri. Efst er okkur þó í huga hversu tengdur hann var Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann var nemandi sex vetur, kennari og prófdómari og síðan gestur við margar skólahátíðir undanfarna áratugi og naut sín í hópi gamalla og nýrra vina og samverka- manna. Gott er að hafa kynnst og átt að vini mann eins og Stefán Karlsson. Við sendum Steinunni, dóttur hans, og fjölskyldu hennar samúðarkveðj- ur okkar. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason.  Fleiri minningargreinar um Stef- án Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Svavar Gestsson; Andri og Sigríður Laufey; Hallgrímur J. Ámundason; Rúna K. Tetzschner; Ólafur Halldórsson; Haraldur Bern- harðsson; Pétur Rasmussen; Sverr- ir Jakobsson; Guðvarður Már Gunn- laugsson; Svava Aradóttir; Birgitte og Pétur B. Lúthersson; Ólafur Jó- hannsson; Hélene Tétrel; Þórður Ingi; Hjörleifur Guttormsson. Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám; en Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum þótti þér ekki Ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá? Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Með þessum vísuorðum úr kvæði sem Jónas Hallgrímsson orti í Kaupmannahöfn til heið- urs Paul Gaimard vil ég kveðja með virðingu mikinn öndvegis- mann í norrænum fræðum, Stefán Karlsson, með djúpu þakklæti fyrir verk hans, fyrir þá margvíslegu aðstoð sem hann veitti mér í tvo og hálfan áratug, fyrir trausta vináttu og gjöfular samverustundir í Dan- mörku, á Íslandi og í Frakk- landi. Við Claire og Mathilde vott- um Steinunni Stefánsdóttur ásamt Helgu, Önnu, Höllu og öðrum nákomnum innilega samúð. François-Xavier Dillmann. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.