Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 19 ERLENT Stafganga er góð leið til heilsubótar sem hægt er að stunda hvar sem er. Taktu þátt í skemmtilegum degi og fáðu gjafapakka frá Kellogg´s að gjöf. Stafgönguleiðbeinendur standa fyrir kynningu í hópum fyrir byrjendur á eftirfarandi stöðum: Staður Tími Skautahöllin í Laugardal 13:00 og 14:00 Fífan 12:00 Vífilstaðarvatn 10:00 Ásgarður 11:00 Skógræktin 10:00 Sparisjóðsplanið 10:30 Íþróttarvöllurinn 14:00 Flugvallarskýlið 10:00 Kjarnaskógi 14:00 Íþróttamiðstöðin 13:00 Nokkur pör af stöfum verða til láns en þeir sem eiga stafi eru hvattir til að taka þá með sér. Einnig verður boðið upp á klukkutíma göngu fyrir vant stafgöngufólk (með eigin stafi), undir leiðsögn þjálfara, á eftirfarandi stöðum: Staður Tími Skautahöllin í Laugardal 14:00 Fífan 12:00 Vífilstaðarvatn 10:00 Ásgarður 11:00 Íþróttamiðstöðin 15:15 Vilhjámsvöllur 10:00 Reykhólaskóli 11:00 Kjarnaskógi 14:00 Vaglaskógur 14:00 Stafgöngudagur ÍSÍ Laugardaginn 13. maí F A B R I K A N Reykjavík Kópavogur Garðabær Garðabær Akranes Borgarnes Selfoss Neskaupsstað Akureyri Þórshöfn Reykjavík Kópavogur Garðabær Garðabær Laugarvatn Egilsstaðir Reykhólar Akureyri Fnjóskadal Lagadeild Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. HARÐIR bardagar hafa geisað í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, síðustu daga milli tveggja fylkinga sem berjast um völdin. Er talið að 122 hafi fallið, mest óbreyttir borg- arar og börn sem lent hafa í skot- línunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt vopnasölubann gagnvart Sómalíu, þar sem ríkt hefur stjórn- leysi og átök í 15 ár en nefnd á veg- um samtakanna segir að fylking- arnar brjóti hiklaust það bann. Öryggisráð SÞ hafnaði hins veg- ar að sögn breska útvarpsins, BBC, á miðvikudag að herða vopna- sölubannið og beita viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn stríðsherrum. Beitt er fallbyssum og sprengju- vörpum í átökunum sem virtust þó hafa fjarað út í gærmorgun. Blóðug átök urðu einnig í mars og féllu þá um 90 manns. Þúsundir manna hafa flúið heimili sín í borgarhverf- unum Sii-Sii, Huriwa, Yaqshid og Waharaade síðustu daga en mikil ókyrrð og bardagar hafa einkennt ástandið í landinu í mörg ár. „Við höfum séð bræður okkar og systur falla í átökunum rétt hjá okkur svo að við höfum ákveðið að yfirgefa borgina frekar en að horfa á þau í blóðpollunum,“ sagði Kha- sim Siidow, sem var á leið til bæj- arins Wanlaweyn, um 90 kílómetra sunnan við Mogadishu. Hann á átta börn. Talsmenn Alþjóða rauða krossins og Rauða hálfmánans í grannríkinu Kenýa lýstu áhyggjum sínum af ástandinu í Mogadishu. Fylkingarnar tvær sem berjast eru annars vegar samtök íslamista, Ísl- amska dómstólasambandið, sem vill koma á sharia-lögum, er talið að þau ráði þegar yfir meirihluta borgarinnar. Hins vegar er banda- lag nokkurra stríðsherra og kaup- sýslumanna, Bandalag um frið og baráttu gegn hryðjuverkum. Saka þeir keppinautana m.a. um að skjóta skjólshúsi yfir liðsmenn al- Qaeda-samtakanna. „Markmið okkar er að losa Sóm- alíu við ofstækismenn og útlenda vígamenn,“ sagði talsmaður banda- lagsins, Hussein Gutale Raghe, í gær. Íslamistar segja á hinn bóg- inn að andstæðingarnir séu leppar Bandaríkjamanna. Barist um mikilvægan veg Bardagarnir hófust á sunnudag þegar íslamistar reyndu að leggja undir sig mikilvægan veg sem ligg- ur um norðurhluta höfuðborg- arinnar en báðir aðilar hafa síðustu vikur verið að búa sig undir hörð átök. Mest áhersla er lögð á að taka hverfið Sii-Sii í norðurhlutanum en hvorugur aðili er þar með töglin og hagldirnar. Bandaríkjamenn eru með nokk- urt lið sérfræðinga í vörnum gegn hryðjuverkum í grannríki Sómal- íumanna, Djibouti. Forseti Sómal- íu, Abdullahi Yusuf Ahmed, hefur sagt að Bandaríkjamenn fjármagni bandalagið sem berst gegn ísl- amistum. Bandaríkjamenn hafa ekki svarað þeim orðum beint en í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í Washington í liðinni viku sagði að Bandaríkin störfuðu með „ábyrg- um aðilum“ í Sómalíu að því að koma í veg fyrir að „hryðjuverka- menn hasli sér völl“ á svæðinu sem oft er kallað Horn Afríku vegna lögunar þess á kortinu. Völd Yus- ufs forseta í landinu eru afar tak- mörkuð vegna þess hve einstakir stríðsherrar, sem ráða yfir vopn- uðum sveitum, eru áhrifamiklir, einkum í Mogadishu. Fjármagna þeir m.a. hópa sína með því að selja fiskveiðikvóta. Ríkisstjórn Ali Mohameds Gedis forsætisráðherra hefur aðsetur í borginni Baidoa, um 240 kílómetra vestan við Moga- dishu. Hún nýtur stuðnings SÞ en ræður nær engu utan Baidoa og nokkrir af ráðherrunum eru í bandalaginu sem berst gegn ísl- amistum. Hvatningar Gedis til stríðandi aðila um að gera vopnahlé hafa engan árangur borið. Yfir 120 fallnir í bardögum í Mogadishu                                             ?(@>%&A!)*%. /)%+,01)12(3(  7 . *G! %!*)!%+ ) &! ' 2 . %! *. -  *  '+%   /! 4 7 . *GC 3!   ! ) %0 ! - 5 F ! 2   + )   02 - 6 4+  -! 0   ! *! 2  -!! !0% *!! (Q   G + ) - )-*. 0&!' !  ! Bandalag stríðsherra berst um yfirráð- in við samtök íslamista og óbreyttir borgarar lenda í skotlínunni Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Óbreyttir borgarar í Mogadishu reyna eftir bestu getu að forða sér og hér hafa nokkrir leitað skjóls við skóla í gærmorgun. Vígamenn fylkinganna tveggja skjóta á allt kvikt og mörg fórnarlambanna eru börn. Peking. AP. | Samkomulag hefur náðst um að Matvælaáætlun Sam- einuðu þjóðanna (WFP) hefji aftur matardreifingu til þurfandi í Norð- ur-Kóreu, en sex mánaða hlé hefur verið á starfsemi WFP í landinu. Gert er ráð fyrir að WFP dreifi matvælum til um 1,9 milljóna manna, þ.e. þeirra sem mega þola hvað mestan skort. Það er mun minna en áður var, en WFP hefur á undanförnum árum brauðfætt um 6,5 milljónir Norður-Kóreumanna. WFP hætti matvælaaðstoð í Norður-Kóreu í desember sl. eftir að þarlend yfirvöld báðu stofnunina um að einbeita sér fremur að efna- hagsþróun í landinu, sögðu Norður- Kóreumenn að nægar matvælab- irgðir væru í landinu til að hægt yrði að brauðfæða íbúana. Fulltrú- ar WFP urðu við þeirri ósk en mölduðu þó í móinn og sögðu að milljónir manna myndu þola skort. Fulltrúar WFP sögðu hins vegar í gær að matvæladreifing myndi hefjast að nýju í lok næstu viku. Umfang umsvifa WFP verður mun minna en erindrekar stofnunar- innar hefðu viljað, að sögn Tony Banbury, yfirmanns WFP í Asíu, en stjórnvöld í Pyongyang vildu ekki samþykkja tillögur WFP. Kváðust þau ekki vilja skapa aðstæður þar sem fólk væri farið að treysta svo á aðstoðina, að það lamaði viðleitni þess til að bjarga sér sjálft [e. cult- ure of dependency]. Banbury sagði að þetta myndi þýða að fjórar milljónir manna fengju ekki aðstoð WFP og að- allega aldraðir. Sagði hann að mikl- ir erfiðleikar kynnu að vera fram- undan hjá þessu fólki. N-Kóreustjórn hefur reitt sig á matargjafir undanfarinn áratug og eru um tveir þriðju íbúanna, sem eru um 23,7 milljónir, háðir þeim. Munu brauðfæða tæp- lega 2 milljónir manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.