Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 48
Grettir Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VELKOMIN Á „FJARSTÝRINGARSTÖÐINA“ VIÐ SJÁUM UM AÐ SKIPTA UM STÖÐFYRIR ÞIG. ÞÚ GETUR LAGT FRÁ ÞÉR FJARSTÝRINGUNA LOKSINS STÖÐ SEM GERIR MANNI AUÐVELDARA AÐ LIGGJA Í LETI HVAR ERU SVERÐIN SEM ÉG PANTAÐI? ÞEIR SENDU OKKUR ÞETTA BRÉF „VIÐ GETUM ÞVÍ MIÐUR EKKI AFGREITT PÖNTUNINA ÞÍNA ÞAR SEM VIÐKOMANDI VARA ER EKKI TIL Á LAGER. VIÐ FÁUM NÝJA SENDINGU Í NÆSTA MÁNUÐI“ AF HVERJU MÆTTIRÐU MEÐ TUSKUDÝRIÐ ÞITT Í SKÓLANN? ÞAÐ ER EKKI DÓTADAGUR Í DAG HOBBES ÆTLAR AÐ LEYFA MÉR AÐ KOMA UM BORÐ Í SJÚKRAÞYRLU HVERNIG ÞÁ? EF ÞÚ ERT VIÐKVÆM FYRIR GRÓFU OFBELDI ÞÁ LANGAR ÞIG EKKI AÐ ÉG SVARI ÞESSU AÐ TALA VIÐ ÞIG ER EINS OG AÐ HORFA Á FRANSKA LISTRÆNA MYND EKKI KOMA NÆR. ÉG VIL AÐ HOBBES VERÐI ÚTHVÍLDUR FYRIR ÁTÖK DAGSINS ÉG HEF SVO MIKIÐ AÐ GERA Í DAG. ERTU TILBÚINN AÐ HREINSA KATTADALLINN FYRIR MIG, GRÍMUR? JÁ, SJÁLFSAGT MÁL VERIÐ ÖLL VIÐBÚIN! ÞESSI MYND VAR MEIRA AÐ SEGJA VERRI EN ÉG HÉLT FULL AF ÓSMEKKLEGUM AULABRÖNDURUM. ÞETTA ER LÁGKÚRULEGASTA MYND SEM ÉG HEF SÉG ÉG TEK UNDIR ÞAÐ EN SUMUM FINNST ÞAÐ VÍST SNIÐUGT M.J. FÓR ÚT AÐ BORÐA Í KVÖLD JÁ, HÚN FÓR ÚT AÐ BORÐA MEÐ HINUM MYNDARLEGA KRAVEN SJÁÐU! ÞAU ERU Í SJÓNVARPINU ÞAU VIRÐAST SKEMMTA SÉR VEL EN GAMAN! Kalvin & Hobbes OG Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... KLIKK KLIKK ANSANS! Dagbók Í dag er föstudagur 12. maí, 132. dagur ársins 2006 Undanfarið hafa aðminnsta kosti tvær tillögur komið fram um að lögreglan sekti sóðana, sem henda rusli þar sem þeim sýnist og spilla umhverfinu fyrir sam- borgurum sínum. Guð- rún Lára Ásgeirs- dóttir, kennari í Vesturbænum, var í viðtali í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöldið og sagðist telja að Reykjavík væri sóða- legasta höfuðborg í Norður-Evrópu. Víkverji getur tekið undir með henni í því. Hún lagði til að lögreglumenn sektuðu fólk, sem henti rusli, og líka fyrirtæki og stofn- anir, sem létu hjá líða að hreinsa lóðir sínar. x x x Inga Rósa Þórðardóttir skrifaði líkagrein í Fréttablaðið fyrr í mán- uðinum og lagði svipaða hluti til. Hún bendir á að þar sem sektir liggja við því að henda rusli, sést ekki rusl. „Við getum velt því fyrir okkur hvað séu hæfilegar sektir fyrir sóðaskap. Það mætti t.d. sekta um 26 þúsund krón- ur fyrir að spýta út úr sér tyggi- gúmmíi á víðavangi, hver sígarettustubbur gæti þá kostað um 20 þúsund krónur, tóm drykkjarferna gæti lagt sig á 24 þúsund krónur og í þessu sam- hengi mætti setja nokkur hundruð þús- und króna verðmiða á akstur utan vega,“ skrifar Inga Rósa. x x x Víkverji tekur heilshugar undir hug- myndir þessara önd- vegiskvenna. Það þýðir ekkert að rífast í fólki, sem hendir rusli. Fyrir skömmu gekk Víkverji á eftir föður með unga dóttur sína í Kringlunni. Pabbinn reif upp sæl- gætispakka og henti umbúðunum á gólfið. Víkverji spurði kurteislega hvort þetta ætti ekki heima í rusla- fötunni. Pabbinn horfði á Víkverja með fyrirlitningu, tók í hönd dóttur sinnar og dreif sig burt. Þetta eru dæmigerð viðbrögð sóðanna. Það eina, sem dugir, eru aðgerðir sem koma við budduna - og það duglega. Fortölur, hvatning og auglýsinga- herferðir munu ekki duga til. Meng- unarbótareglan á við í því smáa sem því stóra; sá sem sóðar út, borgar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Miðborgin | Þessir málaranemar unnu hörðum höndum að því að mála vegg hegningarhússins á Skólavörðustíg. Handaverk þeirra mun án efa gleðja þá sem eiga leið um þessar slóðir í framtíðinni. Morgunblaðið/Ómar Borgin gædd lífi og litum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa. (Sálm. 19, 2.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.