Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 45 MINNINGAR ✝ Rósa Guðjóns-dóttir fæddist á Hvammstanga 25. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Hvamms- tanga 3. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Magnúsdóttir, f. 21. júlí 1896, d. 3. nóvember 1982, og Guðjón Guðmunds- son, f. 11. maí 1893, d. 27. júlí 1975. Systkini Rósu samfeðra eru Jónas, f. 4. nóv- ember 1916, Þorgrímur Guð- mundur, f. 18. nóvember 1920, Ásdís Margrét, f. 11. apríl 1922, Hólmfríður Þóra, f. 11. apríl 1922, Gunnar, f. 7. ágúst 1925, og Ólafur, f. 1. júní 1928. Eru þau öll látin nema Hólmfríður sem býr í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður Rósu er Magnús Jónsson, f. í Reykja- vík 6. september 1933. Foreldr- ar hans voru Ólöf Guðmunds- dóttir Björnsson og Jón Jónsson og eru þau bæði látin. Dætur Rósu og Magnúsar eru Ólöf, f. 22. júní 1953, maki Svanur Guð- bjartsson, Jóna Helga, f. 7. ágúst 1954, maki Hafliði Elíasson, Ögn Magna, f. 4. júlí 1956, maki Guð- mundur Haukur Sigurðsson, og Auðbjörg Kristín, f. 2. desember 1969, maki Jón Hilmar Karlsson. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörn þrjú. Rósa ólst upp á Vatnsnesi og Vesturhópi hjá móður sinni og hennar fólki. Rósa og Magnús hófu búskap á Hvammstanga 1952. Þau reistu sér hús á Garðavegi 8 sem þau fluttu í 1955 og bjuggu í alla tíð síðan. Útför Rósu verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að fylgja ástvinum sínum til hinstu hvíldar er alltaf erfitt. Í dag mun ég fylgja ömmu minni til grafar og er ég fegin að eftir erfið veikindi fékk hún loks hvíldina. Söknuðurinn er til stað- ar, en eftir sitja minningarnar. Amma fékk mig í afmælisgjöf á sín- um tíma og hefur alla tíð verið einn af hornsteinunum í lífi mínu. Amma var stór kona, með ákveðnar skoðanir á hlutunum og gerði miklar kröfur til sín, t.d. varðandi prjóna- og sauma- skap. Stundum einum of miklar að mér fannst. Hún var ætíð til staðar fyrir mig, tilbúin til að ræða um allt sem mér lá á hjarta, sem og spjalla um lífið og tilveruna. Amma var dug- leg við bakstur og gerði heimsins besta mat, svo það er ekki nema von að ég hafi verið svolítið pattaraleg sem krakki þegar við mamma bjugg- um hjá ömmu og afa. Elsku amma. Ég er afar þakklát fyrir tíma okkar saman og að Dagur Smári hafi fengið að kynnast þér. Hann hefur svolitlar áhyggjur af því að eiga ekki eftir að fá aftur pönnu- kökur hjá þér. Ætli ég verði því ekki að taka fram pönnuna og spaðann sem þú gafst mér um árið og æfa mig í bakstri. Það verður skrautlegt! Elsku afi, þú hefur misst mikið, en við hin munum hlúa vel að þér. Elín Jóna. Elsku amma og langamma. Við kveðjum þig með sorg í hjarta. Heim- ili ykkar afa stóð okkur alltaf opið, drekkhlaðið kærleik og kræsingum sem þú passaðir upp á að allir fengju örugglega nóg af. Umhyggja þín fyrir öðrum var alltaf í fyrirrúmi og við fór- um ekki varhluta af þeirri góð- mennsku. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín. Sunna Rós, Birta Ósk, Bylgja Rún og Svala Rut. Lítill, sjóndapur snáði, lafhræddur og skilinn eftir á ókunnum stað, víðs- fjarri heimahögunum. Þannig var ástatt fyrir mér er ég man fyrst eftir mér á Hvammstanga hjá Rósu og Magga föðurbróður. Dvölin að þessu sinni varaði í tvær vikur en fyrir fimm ára snáða varð þetta heilt ævintýri þegar yfir lauk og upphaf ævarandi vináttu og virðingar. Æ síðan í þau 40 ár sem liðin eru hefur fjölskylda mín notið gestrisni, vináttu og hlýju Rósu og Magga og hvergi hefur borið skugga á. Rósa og Maggi eru ætíð nefnd í sömu andránni enda lífsföru- nautar frá unga aldri og samstilling þeirra einstök og aðdáunarverð. Á hverju ári alla mína æsku, þegar farið var í sumarfrí fór ég með for- eldrum mínum, systur og bróður norður í land og undantekningarlaust var komið við á Hvammstanga hjá Rósu og Magga. Móttökurnar ævin- lega glaðar og gestrisnin í fyrirrúmi. Okkur systkinunum úr Reykjavík fannst við vera komin í Paradís á jörðu á Garðaveginum þar sem kýr og kindur voru nánast við útidyrnar og allt í öllu var Rósa, glæsileg á sinn einstaka hátt. Svo komu fullorðinsárin með hefð- bundnu veraldarvafstri stráksins og sambandið varð minna þar til flust var með fjölskylduna norður í land. Nú hófst nýr kapítuli í samskiptunum og dæturnar kynntust Rósu og henn- ar hlýja viðmóti. Fastur liður var að koma við á ferðum okkar suður eða norður og ævinlega voru rjóma- pönnukökurnar hennar Rósu á óska- listanum hjá smáfólkinu. Rósa var hafsjór af fróðleik og leit- aði ég oft til hennar með ættfræði- spurningar og vangaveltur í þeim efn- um. Rósa var annáluð fyrir gott verklag innanhúss sem utan. Hennar hljómfagra rödd og hinn mikli fróð- leikur sem hún bjó yfir gerði það að verkum að unun var að ná góðri stundu við eldhúsborðið á Garðaveg- inum og ræða þjóðmálin yfir kaffi- bolla og þiggja meðlæti úr búrinu. Í ys og þys nútímaþjóðfélags með sínum hraða, tækni og tólum þá er það hinn einfaldi hátíðleiki eldhússins á Garðavegi 8 og hin hreina sýn á gæði tilverunnar, sem er svo dýr- mætt. Við búum við söknuð í hjarta, eigum góðar minningar, þakklæti fyr- ir góðar stundir og fölskvalausa vin- áttu við móður mína í meira en hálfa öld og okkur systkinin og fjölskyldur okkar. Elsku Maggi, Jóna, Lolla, Magna, Auðbjörg og fjölskyldur, við Gunn- hildur og dætur okkar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur okkar. Blessuð sé minning Rósu Guðjóns- dóttur. Ein agnarsmá stund í almættis nafni, eitt andartak á ég í mannanna heimi, en myndirnar þínar í minningasafni, er munaður kær sem í hjarta ég geymi (Á. G.) Ársæll Guðmundsson. RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR FRÉTTIR Leiðrétt Ljósmynd af forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Mouss- aeff, í þjóðgarðinum í Skaftafelli, sem birtist í blaðinu í gær, var ranglega merkt Skapta Hallgrímssyni. Morg- unblaðið fékk myndina senda frá starfsmönnum þjóðgarðsins. Póstganga Íslandspósts ÁRLEG Póstganga Íslandspósts verður laugardaginn 13. maí. Ek- ið verður að Sogni og gengið það- an meðfram fjallinu ofan Ölf- usborga til Hveragerðis, þar sem grillaðar verða pylsur að leið- arlokum. Gangan tekur ca 2,5 klst. og verður Þór Vigfússon leiðsögumaður. Komið verður aft- ur í bæinn kl. 16–17. Allir vel- komnir. Póstkort með póstgöngustimpli ásamt göngubolum verða einnig ókeypis fyrir göngufólk. Rútur leggja af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 9.30 og hafa viðkomu á dreifingarstöðvunum á Grensásvegi og í Mjódd. Einnig fer rúta frá dreifingarstöðinni í Hafnarfirði kl. 9.30 sem tekur þátttakendur á dreifingarstöðinni í Kópavogi. Rútur leggja af stað frá Póstmiðstöðinni (Jörfa) kl. 10. 80 ára afmæli Ljósmyndara- félags Íslands LJÓSMYNDARAFÉLAG Íslands fagnar um þessar mundir 80 ára af- mæli sínu. Af því tilefni verður haldin fagstefna og afmælishátíð á Grand hóteli helgina 13.–14. maí undir heitinu „Augnablik til fram- tíðar“. Dagskráin verður tvíþætt: Á laugardeginum verður fagstefna ætluð fagljósmyndurum, en á sunnudeginum verður afmælishá- tíðin opin öllu áhugafólki um ljós- myndun. Á fagstefnunni munu ljósmynd- arar halda fyrirlestra og sýningar á ljósmyndum sínum, m.a.: Chri- stopher Morris, fréttaljósmyndari, Michele Clement, auglýsinga- ljósmyndari og Pia Sönströd, port- rettljósmyndari. Á afmælishátíðinni á sunnudeg- inum, sem hefst kl. 13, kemur út bók með yfirlitsmyndum félags- manna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun hefja af- mælishátíðina og veita fyrsta ein- taki bókarinnar viðtöku. Sam- starfsverkefni Eimskipafélags Íslands og Ljósmyndarafélagsins um ljósmyndasamkeppni vegna dagatals Eimskips verður kynnt. Haldin verður myndasýning frá Hasselblad, en þar koma 20 íslensk- ir ljósmyndarar við sögu og verður sýning á breiðtjaldi sem er 8x3 metrar. Christopher Morris segir frá og sýnir sínar myndir svo og Michele Clement. Þá kynnir Iðn- skólinn í Reykjavík nám í ljós- myndun og sölu- og þjónustuaðilar, s.s. Apple, Canon og Beco, kynna myndavélar og tengdan búnað. Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar má nálgast á vef Samtaka iðnaðarins,www.si.is. ÁRLEGUR stafgöngudagur ÍSÍ verður á morgun, laugardaginn 13. maí. Á stafgöngudeginum taka þjálf- arar á móti göngufólki á 14 stöð- um á landinu og kenna rétta notk- un stafanna og síðan verður gengið í u.þ.b. 45 mínútur. Allir þátttakendur fá að gjöf skrefmæla frá Kelloggs. Kennslan fer fram á eftirtöldum stöðum: Stafgöngudagur ÍSÍ Reykjavík Skautahöllin kl. 13 og 14 Akranes skógræktin kl. 10 Borgarnes sparisjóðspl. kl. 10.30 Reykhólar skólinn kl. 11 Akureyri Kjarnaskógur kl. 14 Stórutjsk. Vaglaskógur kl. 14 Þórshöfn Íþróttahúsið kl. 13 Egilsstaðir Vilhjálmsvöllur kl. 10 Neskaupst. flugvallarsk. kl. 10 Laugarvatn Íþróttamiðst. kl. 15.15 Selfoss Íþróttavöll. kl. 14 Garðabær Vífilsstaðavatn kl. 10 Garðabær Ásgarður kl. 11 Kópavogur Fífan kl. 12 Vorhátíð í Hvassaleitisskóla ÞRAUTABRAUT fyrir fjarstýrða bíla, grillaðar pylsur og veltibíll eru meðal uppákoma á Vorhátíð Hvassaleitisskóla sem fram fer í dag. Hátíðin hefst kl. 17 á lóð skól- ans og stendur fram til klukkan 19. Það er Foreldra- og kennara- félag skólans sem stendur fyrir há- tíðinni, en auk fyrrgreindra atriða verða leikjastöðvar, skemmtiatriði yngri nemenda, kökubasar, hjóla- braut og myndsýning eldri nem- enda á dagskrá svo eitthvað sé nefnt. Aðstandendur barna í skól- anum og aðrir hverfisbúar eru hjartanlega velkomnir. Svæðismót votta Jehóva TVEGGJA daga svæðismót votta Jehóva verður haldið í Íþróttahús- inu Digranesi í Kópavogi helgina 13. og 14. maí. Mótshaldið er árleg- ur viðburður og koma meðlimir safnaðarins af öllu landinu. Stef mótsins að þessu sinni byggist á orðum Páls postula í Kólossubréf- inu 3:10: „Íklæðumst hinum nýja manni“. Árdegis á laugardag verður skírnarathöfn og Boðunarskólinn verður einnig á dagskrá laugardag- inn fyrir hádegi. Á mótinu verða nokkrir nemendur skólans með stuttar ræður og sviðsett samtöl um biblíuleg efni. Norskur umsjónarmaður safn- aðarins, Roger Paterson, verður aðalræðumaður á svæðismótinu. Á sunnudaginn 14. maí kl. 13.30 mun hann flytja aðalræðu mótsins sem nefnist Sigrar þú hinn vonda? Mótshaldið er öllum opið og eru allir sem hafa áhuga á biblíu- fræðslu velkomnir. Dagskrá móts- ins hefst báða dagana kl. 9.40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.