Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigþrúðurKristín Thord- ersen fæddist á Stokkseyri 4. nóv- ember 1909. Hún lést á Kumbaravogi hinn 29. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Ingimundarson og Margrét Helgadótt- ir. Systur Sigþrúðar voru Ingunn og Anna. Sigþrúður ólst upp á Stokkseyri til 17 ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við verslunarstörf og í Björnsbakaríi. Kynntist hún þar Stefáni Ó. Thor- dersen og gengu í þau í hjónaband hinn 6. janúar 1940. Stefán lést 19. júlí 1983. Þau eignuðust eina dótt- ur, Margréti Thordersen Andr- eassen, f. 12. október 1941. Með fyrri eiginmanni sínum, Þorfinni Egilssyni, f. 26. ágúst 1940, d. 14. október 1998, eign- aðist Margrét tvö börn. Þau eru: 1). Egill Þorfinnsson, f. 27. ágúst 1963. Son- ur hans og Krist- jönu Barðadóttur er Stefán Barði Egils- son, f. 23. júlí 1986. Þau slitu samvist- um. 2). Sigþrúður Þorfinnsdóttir, f. 27. ágúst 1967. Maki I: Sigurjón Hansson. Þau skildu. Maki II: Hjálmtýr Rúnar Baldursson. Þau skildu. Dóttir þeirra er Vala Margrét Hjálmtýsdóttir, f. 25. september 2001. Seinni eiginmaður Mar- grétar var Hugo Andreassen, f. 16. maí 1928, d. 21. janúar 1999. Útför Sigþrúðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Amma Dúa í Drápuhlíð hefur loksins fengið langþráða hvíld, eft- ir að hafa verið algerlega rúmföst í fjögur ár og ekki þekkt neinn eða getað tjáð sig í nær níu ár. Tilfinningarnar eru blendnar á svona stundu. Ég gleðst yfir því að amma sé loks frjáls og trúi því að afi Stefán hafi tekið fagnandi á móti henni. Ég græt líka liðna tíð sem aldrei kemur til baka. Ég hefði ekki getað trúað því hve mörg tár ég átti til við rúm hennar síðustu nóttina sem hún lifði. Amma var fædd og uppalin í Sæ- borg á Stokkseyri og bar alla tíð sterkar taugar til þess staðar. Margar sögurnar sagði hún frá æsku sinni, eins og þegar veður var vont og öldurnar börðu brimgarð- inn og fjölskyldan sat milli vonar og ótta við gluggann og horfði til hafs þar sem langafi var að fiska. Margt var brallað í fjörunni og hrauninu við brimgarðinn og oft farið á skauta á Ásgautsstaðar- tjörn. Eyrarbakki var ekki hátt skrifaður hjá Stokkseyringnum og síðar þegar við krakkarnir eltumst stríddum við ömmu oft með því að dásama þann stað. Amma gat hald- ið langar ræður um ágæti Stokks- eyrar og mér er minnisstæð rútu- ferð þangað sem við fórum í. Á heimleiðinni sat amma og reifst á góðlátlegan hátt við karl sem hún þekkti frá Eyrarbakka, um það hvor staðurinn væri betri. Auðvitað rúllaði amma honum upp, enda með munninn fyrir neðan nefið og höfðu aðrir farþegar rútunnar gaman af. Um 17 ára aldur fluttist amma til Reykjavíkur. Amma var glæsileg kona, með hrafnsvart hár, dökk- brún augu og dökka húð. Í Reykja- vík vakti hún á þessum tíma at- hygli fyrir sérstæða fegurð sína. Amma var hörkuskvísa. Á sumrin vann hún á Hótel Þrastarlundi og svo starfaði hún í vefnaðarvörubúð. Á þrítugsaldri hóf hún störf hjá Björnsbakaríi og þar var afi Stefán bakarameistari og felldu þau hugi saman. Eins og tíðarandinn var þá hætti amma að vinna þegar hún og afi giftu sig og bjó þeim fallegt heimili á Ránargötu og síðar í Drápuhlíð 10. Þau eignuðust Margréti mömmu mína og voru mjög ást- fangin hjón og samheldin fjöl- skylda. Amma hugsaði vel um útlit sitt og lagði mikið upp úr því að eiga fallegt heimili. Hún var mikill fag- urkeri og snillingur í hannyrðum. Amma gat kúnststoppað göt á flík- um þannig að engin ummerki sáust. Hún saumaði falleg vegg- teppi og var oftast að skapa eitt- hvað í höndunum. Upp úr 1970 sótti amma námskeið í olíumálun og sýndi þar að hún var listakona af lífi og sál. Margar myndir henn- ar prýða heimili mitt og annarra. Þá gerði hún einstaklega fallega kertastjaka og borð, alsett kuðung- um, auðvitað úr fjörunni á Stokks- eyri. Þegar ég hugsa um mig og ömmu held ég að við höfum bara ekki alveg skilið hvor aðra þegar ég var krakki. Amma þessi kven- lega flotta myndarlega kona eign- aðist dótturdóttur sem var strákas- telpa. Amma var undrandi yfir snoðklipptu nöfnu sinni, sem eyddi dögunum í að spila fótbolta við strákana í götunni, skítug upp fyrir haus og fór ekki ógrátandi í kjól. Þá var henni óskiljanleg ill með- ferð mín á fallegum dúkkum og dá- læti mitt á bílum. Ekki tókst henni að kenna mér hannyrðir því allir spottar og bönd fóru í flækju hjá mér. Svo vorum við auðvitað báðar þrjóskar og ákveðnar. Amma og afi í Drápuhlíð reynd- ust mér, mömmu og bróður mínum ómetanleg hjálp. Mamma þurfti að vinna úti allan daginn svo að við systkinin vorum meira eða minna hjá afa og ömmu. Við gengum m.a.s. í skóla í Hlíðunum þótt við værum búsett í Hafnarfirði. Drápuhlíð 10 var mitt annað heim- ili og mér fannst ég hafa glatað miklu þegar amma fór á dvalar- heimili árið 1996 og ég gat ekki vaðið inn og út hjá ömmu á öllum tímum sólarhringsins. Þar átti ég alltaf öruggt skjól. Afi og amma sköpuðu mér ákveðið öryggi, sem ég bý að enn í dag. Ég man þær notalegu stundir sitjandi við eld- húsborðið í skammdeginu og að tefla við afa meðan amma eldaði. Amma var með bein í nefinu, heilmikið skap og átti ekki erfitt með að koma fyrir sig orði. Hún var konan í götunni sem kom út og skammaði mig og já bara allt hverfið fyrir að hlaupa yfir beðin í garðinum, sparka bolta í tröppurn- ar eða fyrir að hafa allt of hátt. Þannig var amma í æsku minni að miklu leyti konan sem skammaðist og eldaði. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og var ekkert að hlaða lofsyrðum á fólk til hægri og vinstri, allavega ekki svo maður heyrði. Gaman var samt að heyra í henni þegar hún hélt að ég væri ekki inni. Þá gat amma montað sig stanslaust við frænkur og vinkonur af duglegu nöfnu sinni sem gekk svo vel í skóla og svo seinna þegar hún afneitaði þáverandi kærasta mínum í samtali við frænku mína, því enginn væri nógu góður fyrir hana Dúu litlu. Þegar amma tók að eldast mild- aðist hún, varð opnari og við náð- um betur saman. Amma drakk allt- af svart kaffi en ég drekk aldrei kaffi. En við eldhúsborðið hjá ömmu þömbuðum við saman svart kaffi með molasykri, en það var bara með ömmu. Þegar ég var í Háskólanum lærði ég alltaf heima hjá ömmu, sem kom reglulega inn í herbergi til að athuga hvort mig vantaði eitthvað eða til að gefa mér uppáhaldið mitt, vínber og mand- arínur. Amma var líka hörð á því að enginn mætti trufla mig við lær- dóminn og ef vinir mínir hringdu sagði amma bara blákalt að ég mætti ekkert vera að því að tala við þá eða væri úti og lagði á, allt án minnar vitneskju þá. Það eru litlu atriðin og látlaus aðferð ömmu við að sýna sína væntumþykju sem hrannast upp núna í minningunni. Þegar ég byrj- aði að reykja á unglingsaldri hélt ég að ég fengi skammagusu. Ó, nei, amma fór og sótti dýrmæta Ron- son-kveikjarann hans afa og gaf mér, þótt auðvitað væri hún ekki hrifin af þessum ósið mínum. Þeg- ar ég útskrifaðist úr Háskólanum var amma farin að eiga erfitt með gang og jafnvægi. Samt lét hún sig hafa það að taka strætó niður í bæ með mynd í innrömmun og svo aft- ur með myndina tilbúna og ekki fór lítið fyrir myndinni. Mér þótti enn vænna um myndina þegar ég frétti frá bróður mínum af fyrirhöfninni. Einnig fannst mér svolítið sætt að ömmu fannst enginn karlmaður nógu góður fyrir mig. Þegar ég var 21 árs og sagði ömmu að ég væri að fara að gifta mig missti hún súpu- skeiðina sína ofan í diskinn og horfði á mig stórum augum og spurði: „Af hverju viltu vera að því?“ Samt sem áður kallaði hún fyrri eiginmann minn síðar alltaf engil. Afi og amma voru okkur einstak- lega góð og hjálpuðu og kenndu okkur mikið. Ég veit bara ekki hvernig við hefðum getað komist af án þeirra. Þegar ég sat hjá ömmu síðustu nóttina og strauk henni um hárið SIGÞRÚÐUR KRIST- ÍN THORDERSEN ✝ Sigurður Gunn-laugur Halldór Ingason fæddist í Kaupmannahöfn 25. september árið 1920. Hann lést á Vífilsstöðum 30. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingi Gunnlaugsson, f. á Kiðjabergi í Grímsnesi 19. ágúst 1894, d. 10. febrúar 1973, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Álf- hólum í V-Landeyj- um 20. júlí 1888, d. 23. janúar 1977. Systkini Sigurðar eru Gunnlaugur Jón, f. 20. mars 1924, d. 13. des. 2001, Sigurjón Ágúst, f. 28. maí 1927, og Soffía, f. 6. maí 1932. Hinn 6. desember 1947 kvæntist Sigurður Ernu Jónsdóttur, f. 12. desember 1922. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson, f. 12. maí 1886, d. 28. maí 1973, og Gíslína Sigurður brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1941. Hann var skrifstofumaður í Reykja- vík 1941–42 og lögregluþjónn 1943–45, m.a. í sérsveit lögreglu- stjóra. Starfaði sem póstfulltrúi frá 1945 til ársloka 1959, þegar hann var skipaður yfirdeildarstjóri Toll- póststofunnar. Var skrifstofustjóri Póststofunnar í Reykjavík 1967– 1974 og síðan póstrekstrarstjóri til 1987, þegar hann gerðist starfs- maður skrifstofu Alþingis. Sigurð- ur sat í stjórn Póstmannafélags Ís- lands í mörg ár, var ritari, varaformaður og formaður í tvö ár. Var mörg ár þátttakandi í Glímu- félaginu Ármanni og fór m.a. í keppnisferðir til Norðurlandanna á árunum 1946 til 1949. Var formað- ur glímuráðs Reykjavíkur og for- maður glímudeildar Ármanns um skeið. Sigurður var virkur félagi í Oddfellow-reglunni, stúkunni Þor- keli Mána, í hartnær hálfa öld. Sigurður bjó 40 ár í Safamýri 23, en frá 2002 í Hvassaleiti 58 og síð- ustu misserin á Hrafnistu, Vífils- stöðum. Útför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Magnúsdóttir, f. 18, jan. 1889, d. 8. júní 1986. Synir Sigurðar og Ernu eru: 1) Skúli Már rafeindavirki, f. 23. september 1949, maki Sigrún Einars- dóttir. Synir þeirra eru Snorri Már, f. 26. nóvember 1983, og Kári, f. 28. júní 1986. 2) Gísli Jón verslunar- maður, f. 12. júní 1954, maki Þorbjörg Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Orri Sig- urður, f. 14. apríl 1977, maki Guð- rún Halldórsdóttir, þau eiga þrjú börn; Arnar Þór, f. 11. október 1978, maki Silja Ósk Birgisdóttir, þau eiga eitt barn; og Erna Oddný, f. 4. feb. 1990. 3) Örn landfræðing- ur, f. 11. nóvember 1962, maki Una Guðlaug Haraldsdóttir. Synir þeirra eru Haraldur Örn, f. 8. ágúst 1994, og Friðjón, f. 23. jan. 1999. Kær vinur og góður tengdafaðir minn er látinn. Margs er að minnast því margar góðar stundir hef ég átt með Sig- urði í yfir 30 ár og þá helst er við vorum í sumarbústaðnum Þrastar- bóli með börnum okkar Gísla Jóns og einnig á ferðalögum innanlands og erlendis. Hann hafði yndi af að ferðast, var fróður og þekkti vel þá staði sem farið var á. Við fórum eitt sinn saman til Kaupmannahafnar og þar var hann á heimaslóðum – góður leiðsögumaður og hafði ánægju af að miðla þeim fróðleik. Hann var ljúfur og góður faðir, tengdafaðir og afi sem gott var að hafa nálægt sér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð hann með þökk og kær- leik fyrir allt sem hann hefur verið mér og minni fjölskyldu . Þín tengdadóttir Þorbjörg. Hjartkær tengdafaðir minn er farinn á fund þeirra sem gengnir eru. Þar hefur verið tekið vel á móti honum. Ég sé hann fyrir mér fal- lega klæddan í vel burstuðum skóm, með hatt á höfði og hanska á hönd- um, segjandi með bros á vör: „Þá er ég mættur á þennan fund.“ Sigurð- ur var glæsilegur maður og hið mesta ljúfmenni. Hann var vina- margur og leituðu margir til hans með sín mál, ekki síst synir hans. Fyrir nokkrum árum fór heilsu Sigurðar hrakandi og átti hann þá orðið erfitt með að ganga upp tröppur. Um líkt leyti breyttum við Örn bílskúrnum okkar í setustofu og bíóhús og þangað buðum við Sig- urði til okkar á laugardögum. Þar fengum við okkur kaffi og bakkelsi að ógleymdu viskítári. Síðan voru sýndar kvikmyndir eftir gömlu meistarana Chaplin, Keaton og hinn franska Tati, sem Sigurður hafði mikið dálæti á. Þá heyrðust hlátrasköllin út á götu. Bræðurnir Haraldur Örn og Friðjón tóku þátt í þessu með okkur og minnast þess nú hvað afi þeirra var alltaf glaður og jákvæður. Fjölskyldan í Nökkvavoginum kveður Sigurð afa með þakklæti fyrir allt og allt. Far þú í friði. Una Guðlaug Haraldsdóttir. Ættarhöfðinginn er fallinn frá. Föðurbróðir minn og vinur, Sig- urður Ingason, er genginn yfir móðuna miklu til fundar við horfna ættingja og vini og þar er víst að honum hefur verið vel fagnað. Þessi fyrrverandi glímukappi var orðinn lúinn af glímunni við elli kerlingu, hafði hlotið byltur og brot en and- lega hélt hann reisn sinni og var alltaf sama ljúfmennið. Brosmildur og glaðlyndur og þannig munum við systkinin hann allt frá æskuárum okkar, glæsimenni með glæsilega konu sér við hlið, hana Ernu, og 3 góða syni. Þannig man ég hann einnig frá námsárum mínum í Kaupmannahöfn, en þar var hann tíður fulltrúi Íslands á ráðstefnum um póstmál og norræna samvinnu. Frændi kom þá iðulega færandi hendi með pakka að heiman og oft sendi hann mér dagblöðin. Iðulega vorum við saman í mat hjá Gunnari og Idu, dönskum gæðahjónum sem Sigurður hafði kynnst í gegnum sameiginlegt áhugamál; frímerki. Þau hjón tóku mér, ungum stúdent sem í fyrsta sinn var erlendis, opn- um örmum við komuna til Dana- veldis 1974, fyrir orð frænda míns og var það mér mikil gæfa. Það voru fagnaðarfundir þegar þessir „dönsku fósturforeldrar mínir“ fengu okkur Sigurð í heimsókn í Henrik Rungsgade. Þá beið okkar margrétta veisluborð og mikið talað og hlegið. Sigurður var óumdeildur foringi systkina sinna, en aðdáun- arverð var alla tíð samheldni þeirra og innileg vinátta. Faðir minn var atorkumikill og fljótur að hugsa og framkvæma, „vildi ráða“ en bar mikla virðingu fyrir eldri bróður sínum og mat orð hans mikils. Þannig snart það hjartataugar að sjá þá bræður kveðjast hinsta sinni, en þá var pabbi orðinn helsjúkur af krabbameini og lést örfáum dögum síðar. Brast þá strengur hjá stóra bróður og syrgði hann Gunnlaug bróður sinn mjög. Þannig var síð- asta stund okkar frænda blönduð gleði og sorg er við hittumst síðast á heimili Gísla Jóns, sonar þeirra Ernu, og horfðum saman á mynd- band frá sameiginlegri ferð okkar með pabba til Kanaríeyja. Þar var hann enn eldhress grallari að gant- ast og kenna okkur leikfimiæfingar, minningar sem kölluðu fram bæði hlátur og tár á hvarmi. Ég er viss að pabbi er nú farinn að kenna Sigurði nýjar leikfimiæfingar á skýjabólstr- um himnaríkis og sýna honum plássið, jafnvel segja Lykla-Pétri til verka. Ég samgleðst elskulegum frænda mínum að vera laus úr las- burða, öldnum líkama um leið og hægt er að sjá eftir að hafa ekki náð að eiga fleiri vinafundi. En lífið líð- ur svo ógnarhratt og því sem frest- að er næst oft ekki á morgun. Frænda mínum sendi ég í huganum hlýjar óskir um fararheill til ljóss- ins heima og fjölskyldu hans og systkinum sendum við Auður kona mín hjartans samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnlaugsson. Kær vinur og sambúi okkar hjóna í Safamýrinni er genginn á braut og viljum við hjónin kveðja hann með nokkrum fátæklegum orðum. Þau hjónin Sigurður og Erna fluttu í húsið hjá okkur í Safamýr- inni eftir að við höfðum búið þar eitt ár. Þá komu þau með drengina sína tvo og sá þriðji var borinn undir belti móður. Mikill happafengur var það okkur að fá þetta góða fólk í húsið. Drengirnir þeirra reyndust vera á líkum aldri og okkar börn og féll þar allt í ljúfa löð. Öll þessi börn runnu upp eins og fíflar í túni og urðu þar aldrei minnstu hnökrar á. Synirnir gengu til mennta og eru nú traustir borgarar í góðum stöðum. Þeir hafa allir stofnað sín heimili og hafa lagt grunn að nýjum efnilegum ættarbogum. Á þessum tíma þegar unglingarnir okkar vildu gjarnan vinna sér inn vasaaura í jóla- og sumarfríum var oft gott að eiga hauk í horni þar sem Sigurður heit- inn var í póstinum. Nutu þau stund- um góðs af því. Hvernig sem við rótum í okkar hugskoti getum við ekki fundið að nokkurn tíma hafi borið hinn minnsta skugga á samskipti okkar allan þennan tíma, og er þar áreið- anlega ekki síst Sigurði heitnum að SIGURÐUR G.H. INGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.