Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF     !   ! "  #$!%    &  % ! '     : ;<  =  = ;< 1 > 1% 2   !"#$   # 9: 2 ;! -.*( 9 : *( 9 ! ;! -.*( $ 2)!;! -.*( < &!'*( =>;! -.*( = ;! -.*( ; !&  *( , -.? $  *( ,) -*( # >  &     *(  !*(  := *  *( 1 ! --!8$-!% !+ =+!(&  *( @ -!*( % "&'(   92 ;! -.*( =  ! %-!   *( # $;! *(  .% *(  A: :;! -.*( BC*!*( DE=9   :D ! - 4!3  % )%*( 7 - )%*( ) *   +, = F3  !% !*(  1+ -!G 1-%-!   2( + -.    AHFI 10% 2% (2!%                 8            8 8 8   8   8 8 8   $!3  !+ 3!! 2% (2!%  8 8  8  8  8   8  8 8  8 8 8  8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 " # 8 "8  # "8  # 8 " # 8 "  # "  # 8 "  # 8 "8  # 8 "8  # "8  # 8 8 8 8 8 "8  # 8 8 8 8 8  !2% .    4& %0   , -.1 (  (   ( ( ( (  (  ( 8  (   (  (   (  ( 8 8 8 (  8 ( (  8 8 8 (                                                                              7% . 0?' ( !( 94(J9 *- - !  =) 2% .        8       8 8 8  8   8 8 8  SEXTÁN starfsmenn heildsölunnar A. Karls- sonar hafa sagt upp störfum vegna óánægju yfir áformum eiganda félagsins, Atorku Group, um að sameina félagið, BESTA og Ilsanta frá Lithá- en. Alls starfa 42 manns hjá A. Karlssyni þannig að rúmur þriðjungur þeirra hefur skilað inn upp- sagnarbréfi. Tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna fyr- irtækjanna á starfsmannafundi í lok apríl sl., jafnframt sem greint var frá því að nýr forstjóri, Linda Björg Gunnlaugsdóttir, hafði verið ráðin í stað Haraldar Gunnarssonar. Í kjölfar fundarins sögðu nokkrir starfsmenn þá strax upp störfum og fleiri bættust við hópinn fáeinum dögum síð- ar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kunna enn fleiri að fylgja fordæmi þeirra sextán sem sagt hafa upp. Heimildarmenn blaðsins segja jafnframt að um marga af lykilstarfsmönnum fyrirtækisins sé að ræða; fólk sem eigi langan starfsaldur að baki hjá fyrirtækinu, eins og fjár- málastjórinn, markaðsstjórinn og yfirmenn fyr- irtækja-, lækninga- og tæknisviðs. „Málið á sér langan aðdraganda,“ segir einn þeirra starfsmanna sem sagt hefur upp störfum, en vildi ekki láta nafns síns getið. „Á síðasta ári gaf Atorka það út að félagið væri umbreyting- arfjárfestir, sem keypti fyrirtæki í þeim tilgangi að stokka upp reksturinn og selja. Þá var okkur ljóst að líklega yrði fyrirtækið selt í náinni fram- tíð og gerðum við í framhaldinu eigendunum grein fyrir áhuga okkar á að kaupa fyrirtækið. Þeim umleitunum var ekki svarað. Þegar okkur var svo tilkynnt um fyrirhugaða sameiningu og starfslok Haraldar, var okkur einfaldlega mis- boðið og sögðum við upp störfum,“ segir starfs- maðurinn. Tregða við breytingar Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri um- breytingaverkefna hjá Atorku, segir að fram- kvæmdastjóra A. Karlssonar, Haraldi Gunnars- syni, hafi verið boðið að leiða sameiningu félaganna, en hann hafi hafnað því boði. „Í kjöl- farið var gerður við hann starfslokasamningur og nýr forstjóri ráðinn í staðinn. Þetta fór illa í suma starfmennina, sem ekki vildu taka þátt í þessum breytingum á félaginu,“ segir Benedikt. Aðspurður segir Benedikt að uppsagnirnar komi ekki til með að setja stórt strik í rekstur fyrirtækisins og að nú þegar hafi verið ráðið í störf sumra þeirra sem kusu að segja upp störf- um. „Við munum halda áfram vinnu við að sam- þætta þessi þrjú félög með nýju fólki. Eins og gengur í viðskiptum er oft tregða við breytingar en maður kemur í manns stað,“ segir Benedikt. Þriðjungur starfsmanna A. Karlssonar segir upp Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is ÍSLAND er í fjórða sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims samkvæmt árlegri könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss. Þetta er sama sæti og Ísland skipaði í fyrra. Ísland er efst Evrópuríkja í könnuninni en fjögur efstu sætin skipa sömu þjóðir og í fyrra. Banda- ríkin eru í fyrsta sæti, Hong Kong í öðru og Singapúr í því þriðja. Kína er það land sem hækkar mest frá fyrra ári og fer upp um tólf sæti í það nítjánda. Af Evrópuríkjum kem- ur Danmörk næst á eftir Íslandi í fimmta sæti, hækkaði um tvö sæti frá árinu áður. Finnland er í tíunda sæti og féll um fjögur sæti. Noregur er tólfta í röðinni, fór upp um þrjú sæti og Svíþjóð stendur í stað í fjórtánda sæti. Könnunin hefur verið gerð frá árinu 1989. Ísland var í fjórða sæti í fyrra eins og nú en í fimmta sæti árið áður. Árið 2003 var Ísland hins vegar í áttunda sæti, í ellefta sæti árið 2002 en í því tíunda árið 2001. Niðurstöður könnunar IMD voru kynntar á fréttamannafundi sem Viðskiptaráð Íslands og Glitnir stóðu fyrir í gær. Viðskiptaráðið hefur haft milligöngu um könn- unina, sem lögð er fyrir stjórn- endur og frammámenn íslenskra fyrirtækja, fyrir hönd IMD. Afar verðmætt innlegg Samkeppnishæfi ríflega 60 landa er metin í könnun IMD út frá yfir 300 hagvísum og svörum frá frammámönnum í viðskiptalífi land- anna. Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hag- fræðings Viðskiptaráðs, á frétta- mannafundinum í gær, að niður- stöðurnar gefi raunhæfa og samanburðarhæfa mynd af hagkerfi og viðskiptaumhverfi þeirra landa sem könnunin tekur til. Hann sagði að Ísland sæki fast að Singapúr, sem er í þriðja sæti í könnuninni, og spennandi verði að fylgjast með þróuninni. Ingólfur Bender, for- stöðumaður greiningar- deildar Glitnis, sagði að könnun IMD sé afar verðmætt innlegg í þá umræðu sem verið hefur um Ísland og íslenskt efnahagslíf að undan- förnu. Niðurstaðan í greiningu IMD sýni að Ísland standi sig vel. „Þeir neikvæðu þættir eru í mörgum tilvikum þættir sem við getum varla tekið á, það er stærð hagkerfisins. Heilt á litið getum við borið höfuðið hátt og það er einmitt nákvæmlega sú niðurstaða sem þarf að koma á framfæri erlendis,“ sagði Ingólfur Fjórir meginþættir Í könnun IMD er litið til fjögurra meginþátta. Í fyrsta lagi er skil- virkni hins opinbera könnuð en þar hækkar Ísland um tvö sæti og fer úr því sjötta árið 2005 í fjórða sæti nú. Fram kom í máli Halldórs að helstu styrkleikar Íslands í þessum efnum séu meðal annars að skrif- finnska sé í lágmarki, vinnumark- aður sé sveigjanlegur og regluvirki hins opinbera þyki gott. Veikleikar séu hins vegar peningamálastefnan, raunvaxtastigið og stöðugleiki gjaldmiðilsins. Í annan stað er í könnuninni litið til gangs hagkerfisins. Þar tekur Ís- land stökk upp á við úr sautjánda sæti í það sjötta. Þriðji þátturinn sem skoðaður er í könnun IMD er skilvirkni við- skiptalífsins. Ísland er þar í öðru sæti eins og árið 2005. Fjórði og síðasti þátturinn sem IMD kannar eru innviðir hagkerfisins. Þar hækkar Ísland úr tólfta sæti í það ellefta. Ísland heldur samkeppnis- stöðu sinni    -  %      .   / %   0.1  2 ' 3 4 5 6 ( 27 8   /  '776                Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ● ÞÝSKI landbúnaðarsjóðurinn, KfW, gaf út krónubréf fyrir þrjá millj- arða króna á miðvikudag til eins árs og EIB bank gaf út tvo milljarða til þriggja ára. Alls hefur KfW gefið út 50 milljarða og er stærsti útgef- andi krónubréfa, en EIB bank kem- ur á hæla sjóðnum með um 40 milljarða útgáfu. Frá þessu er greint í Hálffimmfréttum KB banka. Bent er á að mikill gangur hafi verið í útgáfunni á fyrstu tveimur mánuðum ársins þar sem gefnir voru út um 60 milljarðar króna, en heildarútgáfan er um 220 millj- arðar. Síðan dró verulega úr útgáf- unni í mars og apríl þar sem ein- ungis 10 milljarðar voru gefnir út. „Ljóst er að gengisveiking krón- unnar frá lokum febrúar hefur haft mikil áhrif á útgáfuna enda grund- vallast áhætta bréfanna af gengi krónunnar. Ef krónan veikist þá fást færri erlendar myntir fyrir hverja íslenska krónu sem dregur úr ávöxtun bréfsins. Hins vegar eru vaxtagreiðslur bréfanna fastar og því þarf endurfjárfestirinn ekki að hafa áhyggjur af þróun innlends vaxtastigs á líftíma bréfsins,“ segir í Hálffimmfréttum. Krónubréfin aftur á stjá ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,8% í viðskiptum gærdagsins og var 5.519 stig í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu 12 milljörðum króna. Mestu hluta- bréfaviðskipti voru með bréf Lands- banka Íslands fyrir um 673 milljónir króna. Þá hækkuðu bréf Landsbank- ans mest í gær, um 1,9%. Bréf FL Group hækkuðu um 1,7% og bréf Kaupþings banka um 1,3%. Bréf Av- ion Group og P/F Atlantic Petrol- eum lækkuðu mest í gær, eða um 1,1%. Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,3% í gær. Töluverðar sveiflur voru á gengisvísitölunni eftir opnun markaða í morgun og fór hún lægst í 122,75 stig strax eftir að markaður- inn var opnaður. Nokkrum mínútum síðar var hún hins vegar komin í 124,45 stig og við lokun var vísitalan 123,90 stig. Hlutabréf hækka áfram en krónan lækkar ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI B  1LD . . 4 4 =41F <9M .  . 4 4 H9H NM . . 4 4 NM,*) B '' .' 4 4 AHFM < OP  . . 5 4 FJÖGUR íslensk fyrirtæki eru með rekstur á Indlandi; af þeim er Acta- vis umsvifamest, en starfsmenn dótturfélags þess, Lotus Laborator- ies, eru um 300 talsins. Um 80 manns starfa í verksmiðju Promes, um 40 hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Asian Seven og á skrifstofu Eskimo models starfa um 10 manns. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunverðarfundi Íslensk- indverska viðskiptaráðsins í gær. Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands á Indlandi, segir að sendi- ráðið í Nýju Delí verði orðið full- mannað í sumar og þá muni starf- semi þess hefjast af fullum krafti. „Í dag eru í bígerð samningar á milli þjóðanna sem miða að því að bæta viðskiptatengsl þjóðanna, og má þar helst nefna samning sem miðar að því að koma í veg fyrir tví- sköttun. Þá er frágenginn loft- ferðasamningur á milli þjóðanna, sem á eftir að undirrita, en sá samn- ingur gæti í kjölfarið veitt íslensk- um flugaðilum viðskiptatækifæri á Indlandi. Tækifærin á Indlandi eru fjölmörg. Ekki aðeins er hægt að auka viðskipti þjóðanna með vörur og þjónustu, heldur er ríkur og blómlegur hlutabréfamarkaður á Indlandi og fjármálalífið er í örum vexti. Þar eru því miklir möguleika fyrir íslenska fjárfesta og fjármála- fyrirtæki,“ segir Sturla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenskt-indverskt F.v.: SA Hasan, framkvæmdastjóri hjá Tata Ltd, Sonjoy Chatterjee, framkvæmdastjóri ICICI Bank, og Björn Aðalsteinsson, formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins. Fjölmörg viðskipta- tækifæri á Indlandi ● HAGNAÐUR af rekstri Sjóvár eftir skatta fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 3.387 milljónir samanborið við 1.034 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Hagnaður af vátrygginga- rekstri var um 262 milljónir króna en var 99 milljónir árið áður og hagnaður af fjármálarekstri 3.859 milljónir króna í samanburði við 1.141 milljón fyrstu þrjá mánuði ár- ið 2005. Helsta ástæða bættrar afkomu í vátryggingarekstri félagsins er lækk- un rekstrarkostnaðar en hann lækk- ar um 13% milli ára. Bókfærð tjón aukast hins vegar um 10%. Eigið fé félagsins var 6,7 millj- arðar í lok fyrsta ársfjórðungs 2005 en er 10,1 milljarður í lok fyrsta árs- fjórðungs 2006. Í tilkynningu frá Sjóvá segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, að tjón- og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum fyrstu þrjá mánuði ársins 2006 lækki um 4% í skaðatrygg- ingum. „Enn erum við mun hærri en félög í samkeppnislöndum okkar en erum þó að ná forystu í þessum efn- um hér á markaðnum,“ segir Þór. Hagnaður Sjóvár 3,4 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.