Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU ÚT er komin bókin Íslenskir fiskar. Hún er í ritröðinni Alfræði Vöku- Helgafells. Höfundar eru Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson en myndir eru eftir Jón Baldur Hlíð- berg. Bókin opnar fyrir lesendum heim hafsins umhverfis Ísland með aðgengilegum og yfirgripsmiklum upplýsingum sem settar eru fram á nútímalegan og myndrænan hátt. Bókinni er lýst á eftirfarandi hátt í frétt frá útgefanda: „Íslenskir fiskar eru kærkomin viðbót við ritröðina Alfræði Vöku- Helgafells en áður hafa komið út Ís- lenskir fuglar og Íslensk spendýr. Um er að ræða algjört tímamóta- verk. Bækur sem skrifaðar voru um íslenska fiska á síðustu öld eru fyrir löngu orðnar ófáanlegar, auk þess hefur á undanförnum árum fjöldi tegunda bæst við íslenska fiskaríkið sem áður voru óþekktar á Íslands- miðum. Þegar rit Bjarna Sæmunds- sonar, Fiskarnir, kom út árið 1926 voru fisktegundir við Ísland taldar 130. Nú eru þekktar innan 200 sjó- mílna fiskveiðilögsögunnar við Ís- land 337 fisktegundir. Ástæður þess að stöðugt finnast fleiri tegundir á Íslandsmiðum eru ýmsar og meðal annars þær að farið er að veiða fisk á öðrum miðum og á meira dýpi en áður tíðkaðist. Einnig flækjast hing- að fiskar frá fjarlægum slóðum meira en áður var og má e.t.v. rekja það að einhverju leyti til vaxandi sjávarhita. Fiskar sem áður voru taldir sjaldséðir hafa orðið nokkuð algengir á síðari árum og sumar teg- undir sem taldar voru flækingar á Íslandsmiðum virðast vera, í bili a.m.k., með fasta búsetu innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. Öruggt má telja að á næstu árum og áratug- um muni nokkrar fisktegundir bæt- ast við ýmist sem flækingar eða til búsetu. Jón Baldur Hlíðberg hefur með myndunum í bókinni unnið gríð- arlega mikilvægt starf. Yfir 90% myndanna byggjast á raunveruleg- um fyrirmyndum, þar af margar sjaldséðar fiskitegundir, sem engar góðar myndir eru til af í heiminum. Margir komu þar að máli en lang- flest tegundareintökin komu þó frá sérfræðingum Hafrannsóknastofn- unar, en einnig naut hann liðsinnis margra sjómanna sem færðu honum sjaldséða fiska. Þeir sem hingað til hafa fengist við að mála svona myndir hafa flestir gert það eftir gloppóttum lýsingum en Jón hefur notið einstakrar aðstöðu hér á landi við öflun eintaka og líklegt má telja að hvergi annars staðar í heiminum gæti teiknari fengið svona stórt teg- undasafn upp í hendurnar til að vinna með. Sjaldgæfasti fiskurinn sem hann fékk í hendur var vafalítið „Trölli“ en einungis örfá eintök eru þekkt úr öllum heiminum og engar nothæfar myndir svo vitað sé til. Stærsti fiskurinn sem hann dró heim til sín var 2,40 m hámeri en einnig áskotnaðist honum 4 m lang- ur beinhákarl, honum kom hann ekki heim og þurfti því að senda aft- ur á haf út.“ 340 íslenskir fiskar í máli og myndum Morgunblaðið/Eyþór Bækur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, veittu fyrstu eintökum af bókinni Íslenskir fiskar móttöku á lokadaginn í gær. Með þeim á myndinni eru tveir af þremur höfundum bókarinnar, þeir Gunnar Jónsson og Jón Baldur Hlíðberg. Á myndina vantar þriðja höfundinn, Jónbjörn Pálsson, sem var við rannsóknir úti á sjó. Alfræðiritið Íslenskir fiskar komið út SÝNINGIN Reykjavík 871 +/-2 – Landnámssýningin, verður opnuð í dag, en hún er staðsett undir Reykja- vík Centrum hótelinu í Aðalstræti. Á sýningunni má skoða skála frá 10. öld sem grafinn var upp í fornleifaupp- greftri við Aðalstræti 16 árið 2001, en einnig er þar reynt að búa til útsýni frá fyrstu byggð Reykjavíkur eins og það gæti hafa verið á landnámsöld. Með sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti Íslandssögunnar og land- nám í Reykjavík er sett í samhengi við það hvernig mannkynið hefur smám saman numið land um allan heim. Þessari sögu eru gerð skil með nýstárlegri sýningartækni, þar sem fornleifum frá víkingaöld er teflt sam- an við nýja og gagnvirka margmiðl- unartækni, sem gestum gefst kostur á að stjórna á ýmsan hátt. Þannig sjást svipir fortíðar á óvæntum stöð- um, gestir ganga inn í mismunandi hljóðheima og jafnvel getur sérkenni- legri lykt slegið fyrir vit manna. Þá er boðið upp á ýmsa möguleika hvað varðar túlkun minjanna, tilgátur og fróðlegan samanburð. Fræðsla með gagnvirkri margmiðlun Gagnvirkni gegnir lykilhlutverki í sýningunni, sem er bæði á íslensku og ensku og höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. M.a. má með stjórntæki kalla fram þrívíða tilgátumynd af því hvernig skálinn var á sýnum tíma, en jafnframt er byggingartækni hans skýrð. Einnig má á tveim snertiskjám kynnast skyldleika ýmissa menning- arþátta við Norður-Atlantshaf. Born- ir eru saman byggingarhættir, vikið að skyldleika tungumála og þróun þeirra, fjallað um skyldleika húsdýra og fleira, en einnig skoða útrás nor- rænna víkinga suður, vestur og aust- ur á bóginn, hvernig þeir námu ný lönd og hvernig landnám Færeyja, Íslands og Grænlands var liður í sókn þeirra á æ fjarlægari slóðir. Á sýningunni er einnig svokallað margmiðlunarborð, þar sem er stórt líkan af rústinni og fjölbreyttar upp- lýsingar um rannsóknarniðurstöður og -aðferðir fornleifafræðinga og fleira, en með snertibúnaði geta gest- ir kallað eftir upplýsingum með því að snerta lykilorð sem birtast á marg- miðlunarborðinu, en margir gestir geta skoðað upplýsingar á borðinu samtímis. Veita gestum innsýn í líf fólks á landnámsöld Eitt sem kom á óvart við vinnuna við sýninguna var fundur vatnsupp- sprettu undir rústinni, en hún olli því að mikill raki var í rústinni, svo erf- iðara var að forverja hana. Gert er ráð fyrir að forvörslunni verði ekki að fullu lokið fyrr en ári eftir opnun sýn- ingarinnar. Líklegt þykir að rakinn frá vatnsuppsprettunni hafi verið ein af ástæðum þess að skálinn var yf- irgefinn. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borg- arminjavörður kveðst afar ánægð með sýninguna og heildaryfirbragð hennar. „Við höfðum það að leiðar- ljósi við mótun sýningarinnar að forn- leifarnar væru miðdepill hennar, en nýjustu margmiðlunartækni væri beitt við að glæða þær lífi,“ segir Guðný Gerður. „Það er leitast við að veita sýningargestum innsýn í líf fólks á landnámsöld og þeim tíma þegar byggð hófst í Reykjavík. Það hefur að mínu mati tekist vel og sam- stilltur hópur hefur unnið að því að gera þessa sýningu sem glæsileg- asta.“ Gagnvirk landnámssýn- ing opnuð í Aðalstræti Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Guðný G. Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Hjörleifur Stefánsson, arki- tekt og verkefnisstjóri við gerð sýningarinnar, eru ánægð með útkomuna. Nýjasta tækni er notuð við miðlun. Á þessu margmiðlunarborði er hægt að snerta þau lykilorð sem viðkom- andi hefur áhuga á og fá nánari upplýsingar með myndum og texta. Að sögn Ingólfs vinna um þessar mundir um 250 starfsmenn LSH og HÍ að fyrrnefndri þarfagreiningu í fjörutíu vinnuhópum. „Þarfagrein- ingin inniheldur ítarlega starfsemis- lýsingu eininga hjá okkur næstu 20 árin og útreikning á afkastagetu og stærð. Þá fylgir með ítarlegur her- bergjalisti þar sem listuð eru upp öll rými í nýjum spítala og heilbrigðis- vísindadeildum, stærð þeirra og fjöldi. Þetta gefur okkur heildar- stærð deilda og er forsenda fyrir arkitekta sem vinna að hönnun nýs spítala,“ sagði Ingólfur og tók fram að viðmiðið í þessari vinnu væru sam- ÞARFAGREINING fyrir nýjan spítala Landspítala – háskólasjúkra- húss og heilbrigðisvísindadeilda Há- skóla Íslands er á áætlun og verður vinnunni lokið í júlí nk. Í framhaldi af því mun framkvæmdanefnd, sem heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári og hefur það að hlutverki að vinna að skipulagi uppbyggingar nýs há- skólaspítala við Hringbraut, ganga frá samningum við Reykjavíkurborg um breytingar sem nefndin telur brýna á lóðinni við Hringbraut og ljúka endurskoðun á vinningstillög- unni til þess að vera reiðubúin að hefja hönnun á fyrsta áfanga nýs há- skólasjúkrahúss. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingólfs Þórissonar, verkefnisstjóra við und- irbúning nýs spítala LSH, á starfs- degi stjórnenda LSH sem haldinn var í gær. bærileg norræn háskólasjúkrahús. Fram kom í máli Ingólfs að fyrstu drög þarfagreiningarinnar bendi til þess að reiknað hafi verið með full- stóru sjúkrahúsi í samkeppnislýsing- unni og jafnvel of litlum háskóla- deildum. Í framhaldi af þarfagreiningu þarf, að sögn Ingólfs, að endurskoða vinn- ingstillögu arkitektanna og taka þá tillit til þess sem komið hefur út úr þarfagreiningunni og athugasemda dómnefnda. „Þetta er að mínu mati eitt mikilvægasta skrefið í hönnun nýs háskólasjúkrahúss, því þar verða lagðar línur um staðsetningu deilda, bráðamóttöku, skurðdeilda, göngu- deilda o.s.frv. Í þessari vinnu fáum við innra fyrirkomulag spítalans og háskóladeilda sem tengjast spítalan- um, áfangaskiptingu, framkvæmda- og kostnaðarmat,“ sagði Ingólfur og tók fram að verið sé að vinna að því að reyna að hraða áætlunarferlinu með það að markmiði að hefja bygging- arframkvæmdir 2008–2009. Vilja hvorki Holtsgöng né verslunarmiðstöð á lóðinni Fram kom í máli Ingólfs að fram- kvæmdanefndin eigi í viðræðum við Reykjavíkurborg sem snerta skipu- lagsferlið í heild sinni og samráð sem nauðsynlegt er að hafa við íbúa í ná- grenni spítalans og stjórnendur borgarinnar. „Þar höfum við lagt áherslu á að verslunarmiðstöð sem eigendur Umferðarmiðstöðvarinnar hafa rétt til að byggja verði fundinn staður annars staðar. Þá höfum við lagt ríka áherslu á að Reykjavíkur- borg falli frá áformum um Holts- göng, þ.e. jarðgöng sem koma eigi undir Þingholtið. Það myndi gera þessa lóð okkar enn betri en hún er núna,“ sagði Ingólfur og tók fram að stefnt sé að opnum fundi með íbúum um miðjan júní þar sem skipulags- ferlið verði kynnt. Í máli Ingólfs kom fram að framkvæmdanefndin undir- býr opnun eigin heimasíðu í næsta mánuði, þar sem hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins og þar mun verða hægt að nálgast öllu helstu gögn og skýrslur sem varða undirbúning og framkvæmdir þegar þar að kemur. Ráðgert að þarfagreining nýs spítala liggi fyrir í júlí Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.