Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 34

Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Jón BergþórArngrímsson fæddist í Höfða í Glerárþorpi 14. febrúar 1925. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 5. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Arngrím- ur Jónsson frá Holtakoti í Reykja- hverfi, f. 20. maí 1888, lést í vinnu- slysi á Gefjun 5. jan- úar 1931, og Sigríð- ur Jónsdóttir húsfreyja á Grímsstöðum og starfsmaður á Gefjun, f. í Geirhildargörðum í Öxnadal 20. október 1891, d. 21. janúar 1972. Systkini Jóns Berg- þórs eru: 1) Bára, f. 9. ágúst 1916, d. 15. feb. 1990, gift Jóni Guðjóns- syni, 2) Guðrún Margrét, f. 9. mars 1919, d. 30. júní 2005, gift Brynjólfi Kristinssyni, 3) Björk, f. 17. júní 1927, gift Guðjóni Þor- steinssyni, 4) Bjarki, f. 17. júní 1927, kvæntur Hjördísi Jónsdótt- ur, 5) Rósa, f. 1929, d. 1930, og 6) Arngríma Rósa, f. 8. júní 1931, gift Jóni Sigurjónssyni. Jón Bergþór kvæntist 25. des- ember 1955 Jónínu Axelsdóttur, f. á Akureyri 13. ágúst 1930. Jón Bergþór og Jónína eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Sigurður Helgi, f. 12. september 1956, kvæntur Hrafnhildi Eiríksdóttur, börn þeirra eru Ingi Þór, f. 24. nóv- ember 1995, og Arnar Freyr, f. 3. ágúst 1999, en sonur Hrafnhildar er Haukur Geir Jó- hannsson, f. 1. febr- úar 1985. 2) Magnea Guðrún, f. 24. októ- ber 1960, gift Jóni Magnússyni, börn þeirra eru Bergþór Steinn, f. 27. ágúst 1990, og Hjörtur Snær, f. 2. jan 1996, en sonur Jóns er Magnús, f. 25. apríl 1983. 3) Þórhallur, f. 25. febrúar 1963, kvæntur Ásdísi Rögnvaldsdóttur, f. 10. júlí 1968. Sonur Þórhalls er Konráð Þór, f. 15. nóvember 1991 (móðir Margrét Þóroddsdóttir), og dóttir Þórhalls og Ásdísar er Katrín, f. 12. mars 2001, en sonur Ásdísar er Unnar Blöndal, f. 8. maí 1995. Jón Bergþór ólst upp í Gler- árhverfi. Foreldrar hans reistu húsið Grímsstaði og þar ólst hann upp með móður sinni og systk- inum, en faðir hans lést meðan Jón Bergþór var aðeins barn að aldri. Hann fór ungur til sjós og var þá fyrst háseti hjá Jóni Guð- jónssyni skipstjóra sem giftur var Báru elstu systur hans. Jón Berg- þór stafaði lengst af sinnar löngu starfsæfi sem vélstjóri á togurum Útgerðarfélags Akureyrar. Hann bjó alla tíð á Akureyri, utan nokk- ur ár sem þau hjónin bjuggu í Keflavík. Útför Jóns Bergþórs verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30 Í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn, Bergþór Arn- grímsson og vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Þó liðnir séu tveir áratugir frá því ég sá Bergþór í fyrsta sinn er minningin enn mjög skýr. Við Guðrún kynntumst þegar við bjugg- um fyrir sunnan og höfðu kynni okkar staðið allmarga mánuði þegar við fór- um til Akureyrar um áramót. Þá kom ég fyrst inn á heimili verðandi tengdaforeldra minna í Lyngholti á Akureyri. Þangað var gott að koma til þeirra sómahjóna Bergþórs og Jón- ínu. Tengdafaðir minn var traustur maður, hæglátur og öruggur, en nokkuð seintekinn að mér fannst sem ungum óþolinmóðum manni. Eftir að Bergþór kom í land og einkum eftir að við hjónin fluttum til Akureyrar, hafa kostir Bergþórs og persónuleiki birst mér skýrar smám saman. Undir hæglátu fasi var auðfundin ákveðin og greinileg hlýja sem erfitt er að lýsa með orðum. Margoft reynd- ist tengdafaðir minn okkur hjónum traustur bakhjarl og hjálparhella, bæði við ýmiskonar smærri viðvik, en einnig í stórum hlutum sem seint verður fullþakkað. Bergþór var fremur heilsuhraustur á efri árum, fór mikið fótgangandi og hjólandi og mætti oft á fótboltaleiki hjá Þórsliðinu eða að horfa á barna- börnin í íþróttum. Sjón hans fór þó mjög hrakandi allra síðustu árin. Þá voru barnabörnin hjálpleg að lesa fyr- ir hann úr blöðunum og af textavarp- inu, en hann var ákaflega minnugur og þurfti ekki að endurtaka það sem lesið var, úrslit leikja eða annað. Styrktist samband hans við barna- börnin síðustu æviárin. Synir okkar, Bergþór og Hjörtur, hafa verið mjög mikið hjá afa sínum og ömmu og hafa hjá þeim fengið traust og gott veganesti fyrir lífs- göngu sína. Stundum detta upp úr yngri syni okkar við matarborðið ákaflega fullorðinsleg orð og orðalag sem svo augljóslega er fengið frá „afa Begga“ að við foreldrarnir getum ekki varist brosi. Eldri sonur okkar hefur greinilega fengið talsvert af skapgerð afa síns og nafna, bæði gegnum erfðir og uppeldi, en þessir persónueiginleikar, einkum sjálfsagi og fumlaus yfirvegun hafa nýst hon- um til að ná mjög góðum árangri í íþróttum og námi. Megi Guð varðveita minningu Berg- þórs Arngrímssonar um ókomna tíð. Jón Magnússon. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Þú varst góður afi. Ég á eftir að muna eftir þér í hjartanu mínu. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu. Þér fannst voða gam- an að stríða og gantast í okkur krökk- unum. Oft vorum við búnir að horfa saman á fótbolta, en ef ég var ekki hjá þér að horfa á leikina þá hringdi ég í þig til að fá að vita hvernig þeir fóru og hverjir skoruðu og varstu alltaf með það á hreinu. Mikið á ég eftir að sakna þín og allra stundanna með þér elsku afi minn. Takk fyrir allt elsku afi minn. Elsku amma, megi Guð gefa þér og okkur hinum styrk á þessari erfiðu stundu. Ingi Þór Sigurðsson. BERGÞÓR ARNGRÍMSSON Takk fyrir allt, elsku afi minn. Ég vil kveðja þig með þessari bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Arnar Freyr Sigurðsson. HINSTA KVEÐJA MINNINGAR BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KRANSÆÐASJÚKDÓMAR eru ört vaxandi heilsufarsvandamál á Íslandi. Í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí vill fræðslunefnd fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga vekja at- hygli á einkennum kransæða- sjúkdóma. Hér verður fjallað um brjóstverk sem oftast er fyrsta einkenni kransæðasjúkdóms. Af hverju fær maður brjóstverk? Verkur fyrir brjósti getur átt sér ýmsar orsakir. Hann getur til dæmis komið frá hjarta, vélinda/ maga, stoðkerfi eða lungum. Hér verður eingöngu fjallað um verk fyrir brjósti sem kemur frá hjarta. Kransæðarnar liggja utan á hjartavöðvanum. Hlutverk þeirra er að tryggja hjartanu súrefni og næringu, en forsenda þess er full- nægjandi blóðflæði til hjartavöðv- ans. Brjóstverkur getur gert vart við sig þegar súrefnisþörf hjartans er ekki fullnægt. Hann getur með- al annars stafað af þrengslum eða stíflu í kransæðum hjartans, en kransæðastífla er í daglegu tali oft kallað hjartaáfall. Brjóstverkur getur komið við líkamlega eða and- lega áreynslu, eftir þunga máltíð eða í kulda. Brjóstverkur getur einnig gert vart við sig í hvíld. Eftirfarandi einkenni geta bent til kransæðaþrengsla/krans- æðastíflu:  Óþægindi/verkir fyrir miðjum brjóstkassa sem standa lengur en 5–10 mínútur.  Óþægindin/verkirnir geta komið og farið eða verið viðvarandi. Þeim er oft lýst sem sviða- tilfinningu, herpingi, þyngslum eða bítandi verk. Þessum ein- kennum er stundum ruglað saman við brjóstsviða eða nábít.  Verkir í efri hluta líkamans sem jafnvel leiða út í vinstri hand- legg eða báða handleggi, herðar, bak, hnakka, háls, kjálka eða maga.  Óþægindunum/verkjunum geta líka fylgt önnur einkenni, svo sem höfuðverkur, slappleiki, þreyta, ógleði, mæði, andnauð, svimi, þungur hjartsláttur og kaldur sviti. Birting kransæðasjúkdóms er oft á tíðum óljós og dæmi eru um að vaxandi mæði og þreyta séu einu einkennin. Þetta getur eink- um átt við um eldri einstaklinga, þá sem eru með sykursýki og kon- ur. Hvað skal gera ef brjóstverkur gerir vart við sig? Algengt er að þeir sem fá brjóst- verk í fyrsta sinn leiði hann hjá sér og fresti því að leita sér lækn- ishjálpar. Ef verkur eða óþægindi hverfa ekki eftir örfáar mínútur og þeim fylgja einhver þeirra ein- kenna sem áður voru tilgreind ber að taka það alvarlega. Þá er full ástæða til að leita strax lækn- ishjálpar og/eða hringja í neyð- arlínuna 112. Fólk sem greinst hefur með kransæðaþrengsli ætti ávallt að eiga og hafa meðferðis tungurót- artöflur, einnig kallaðar sprengi- töflur. Þær er hægt að fá án lyf- seðils í næsta apóteki. Þess ber að geta að þær eru viðkvæmar fyrir ljósi og hnjaski og hafa stuttan gildistíma. Ef brjóstverkur hverfur ekki í hvíld eða eftir inntöku þriggja tungurótartaflna sem teknar eru inn með fimm mínútna millibili skal strax hafa samband við lækni og/eða hringja í 112. Mikilvægt er að greina snemma eða útiloka kransæðaþrengsli frá öðrum orsökum brjóstverks til að árangursrík meðferð geti hafist sem fyrst. Afleiðingar krans- æðasjúkdóma geta haft varanleg áhrif á heilsu og lífsgæði. Fræðslunefnd fagdeildar hjarta- hjúkrunarfræðinga, ÁSTA JÚLÍA BJÖRNS- DÓTTIR, BJÖRK HARALDSDÓTTIR, KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR, ÓLÍNA BJÖRG EINARSDÓTTIR, SIGURBJÖRG VALSDÓTTIR, STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingar á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Brjóstverkur: Er það hjartaverkur? Frá fræðslunefnd fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga Í DAG verður lagður hornsteinn að Kárahnjúkavirkjun. Eftir þrjá mán- uði verður álfleygurinn endanlega rekinn í hjartað á þessari þjóð – þá stendur til að fylla Hálslón en það eru stærstu umhverfisspjöll okkar tíma. Hvernig á okkur eftir að líða þegar landið sekkur? Þessar ár renna um æðar okkar, þetta land ber okkur, þetta landslag gefur okkur kraft. Árnar hverfa, foss- arnir hljóðna og enginn hugsar um hvað tekur við þegar lónið verður orðið fullt af drullu eins og óhjá- kvæmilegt er. Erlend álfyrirtæki taka íslenska pólitíkusa í nefið. Valgerður Sverr- isdóttir virðir vísindarannsóknir að vettugi, blikkar álbossana og segir „Icelandic energy at very competi- tive prices.“ Friðrik Sophusson hjá Landsvirkjun fer fyrir her verk- fræðinga í eyðileggingunni en Finnur Ingólfsson og Siv Friðleifs- dóttir hösluðu þeim völl. For- ystumenn stóriðjuflokkanna á þingi tilheyra fortíðinni. Þeirra frægð- arsól mun hníga um leið og lónið fyllist. Ekki láta ykkur samt dreyma um að Kárahnjúkavirkjun sé enda- stöð. Æðið heldur áfram og stjórn- völd rembast við að telja fólki trú um að þeir sem eru andsnúnir ál- verum og virkjunum séu á móti landsbyggðafólki. Fólkið í landinu á betra skilið. Ímyndum okkur að í stað þess að stjórnvöld hefðu beint fé og kröft- um í þetta arðlitla risaríkisfyr- irtæki Kárahnjúkavirkjun, hefði frumkvæði einstaklinganna og hug- myndauðgi fengið að ráða. Við hefðum getað byggt upp háskóla, þekkingariðnað, fyrsta flokks ferða- þjónustu og blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf fyrir þetta hundrað millj- arða lánsfé sem landsmenn allir og afkomendur þeirra verða að end- urgreiða. Allt er þetta mun arð- bærara en stóriðjan og getur af sér glæsilegra og mannvænlegra sam- félag. Hvað eiga afkomendur okkar eftir að segja við okkur? „Þið gáfuð þjóðargersemarnar – og það til að setja fólk inn í álbræðslur í eigu er- lendra stórfyrirtækja sem hugsuðu bara um eigin hag og hlógu að stjórnvöldum sem gáfu landið og seldu orkuna á útsöluverði!“ Enn er tími til að stöðva ódæðið. Enn eru þrír mánuðir þar til byrjað verður að fylla lónið. Höfum hug- rekki til að hætta við! Sýnum af- komendum okkar og umheiminum að við bregðumst ekki á ögur- stundu, að við höfum manndóm til að að víkja af leið og losa okkur úr álögum álfyrirtækjanna sem vilja gleypa okkur með húð og hári! Það er áhugavert sumar fram- undan. Mótmæli verða á Kára- hnjúkasvæðinu frá og með 21. júlí. Allir landsmenn sem hafa áttað sig og sjá gegnum virkjana- og stór- iðjubrjálæðið eru hvattir til að fara á staðinn og andmæla. Einnig er vert að benda á skipulagðar ferðir í sumar um þessa glæsilegu og víð- áttumiklu náttúruparadís sem á að fara undir vatn. Ekki missa af því! Farið um þetta land og njótið þess á meðan það er hægt. Og það er fleira í farvatninu. Þann 27. maí standa Íslandsvinir fyrir göngu með lifandi tónlist og fleiri uppákomum um miðbæ Reykjavíkur, göngu fyrir hugviti, sköpunarkrafti og frumkvæði og gegn efnahagslegu ósjálfstæði, ein- hæfu atvinnulífi og áframhaldandi stóriðjuframkvæmdum. Enn fremur hvetjum við alla til að mæta á Austurvöll í dag kl. 15 til að segja: „Hættið þessari vit- leysu!“ Það er ekki of seint núna. Eftir þrjá mánuði getur það verið orðið of seint. Fyrir hönd Hætta!-hópsins, ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR, GRÍMUR ATLASON, HELENA STEFÁNSDÓTTIR, INGA DÓRA JÓHANNSDÓTTIR, MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR, ÓSK VIL- HJÁLMSDÓTTIR, SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR. Við viljum ekki verða náttúrulaus! Frá Hætta!-hópnum: Allt hálendið undir: Virkjanaáform stjórnvalda samkvæmt 1. áfanga rammaáætlunar. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.