Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FJÖLMÖRG tækifæri eru fyrir íslensk fyr- irtæki að stunda viðskipti í Kanada en til þess þurfa að verða nokkrar úrbætur eins og í skattamálum og flugsamgöngum. Enn er þess beðið að Kanada geri fríversl- unarsamning við EFTA-ríkin og að loft- ferðasamningur komist á milli Íslands og Kanada. Þetta er meðal þess sem kom fram í gær á kynningarfundi Íslensk- kanadíska viðskiptaráðsins, sem stofnað var fyrir þremur árum en meðlimir eru um 80 talsins. Gordon J. Reykdal, formaður við- skiptaráðsins og ræðismaður Íslands í Ed- monton, og Walter Sopher, varaformaður ráðsins og eigandi fyrirtækisins Snorri Icelandic-Goods, kynntu viðskiptaráðið og viðhorf sín til viðskipta milli Íslands og Kanada. Markús Örn Antonsson, sendi- herra Íslands í Kanada, flutti einnig erindi á fundinum. Reykdal sagði viðskiptaráðið kjörinn vettvang til að auka viðskipti og samskipti landanna. Þar hefðu íslensk fyrirtæki ýmsa möguleika og nefndi hann t.d. sjáv- arafurðir, vatn, ullarvörur, lambakjöt og fleiri landbúnaðarafurðir. Til marks um aukin viðskipti væru tveir íslenskir bankar að opna útibú í Halifax; Glitnir og Lands- bankinn. Hann sagði mikið verk framundan við að koma í veg fyrir viðskiptahindranir sem fyrirtækin væru að upplifa. Einnig þyrfti ráðið að standa fyrir frekari kynningu á kanadískum vörum sem fluttar væru til Ís- lands. Bæta þarf samgöngur milli Íslands og Kanada Morgunblaðið/Jim Smart Viðskipti Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins var vel sóttur í gær af íslenskum, kanadískum og vestur-íslenskum áhugamönnum um aukin viðskipti og samskipti landanna. HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) eftir skatta var 626 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi en var á sama tíma í fyrra 1.431 milljón króna. Þetta er talsvert verri afkoma en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir, en KB banki hafði t.d. spáð 1.680 millj- óna króna hagnaði á fjórðungnum. Hreinar tekjur félagsins námu 3.094 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 2.995 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingatekjur námu 1.711 milljónum króna og drógust lítillega saman en á sama tíma í fyrra voru þær 1.765 milljónir. Eigin iðgjöld félagsins jukust um rúmlega 12% á sama tíma og námu 1.383 milljónum króna. Eigin tjónakostnaður jókst um 18% frá fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá var hann 1.288 milljónir króna en 1.522 milljónir nú í ár. Rekstr- artap af vátryggingastarfsemi á tímabilinu nam 215 milljónum króna sem skýrist fyrst og fremst af tapi á rekstri ökutækjatrygg- inga, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Aukinn tjónaþungi Rekstrarkostnaður TM var 421 milljón á tímabilinu samanborið við 472 milljónir á sama tíma í fyrra. Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir í tilkynningu að afkoma af vá- tryggingastarfsemi sé ekki viðun- andi en hún skýrist af auknum tjónaþunga og af harðri samkeppni á vátryggingamarkaði. „Því er ljóst að taka þarf ið- gjaldaskrá félagsins til endurskoð- unar þar sem iðgjöld rísa ekki und- ir tjónum,“ segir Óskar. Tap TM af vátrygg- ingum 215 milljónir AFKOMA Actavis Group á fyrsta fjórðungi ársins var jákvæð um 31,3 milljónir evra, sem samsvarar tæplega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins tæplega 11,1 milljón evra og er því um að ræða þreföldun á hagnaði. Þetta er vel yfir spám því meðal annars hafði greiningardeild Landsbankans gert ráð fyrir 20,4 milljóna evra hagnaði. Tekjur Actavis hækkuðu einnig talsvert á milli ára eða um 236% ef miðað er við öll félög sem Actavis á nú, voru 341,9 milljónir evra nú en 101,8 milljónir í fyrra. Ef aðeins er miðað við þá eignarhluti sem félagið átti á fyrsta ársfjórðungi 2005 er tekjuvöxtur 20% á föstu gengi. Gjöld félagsins jukust að sama skapi, voru 291,8 milljónir evra nú en 82,9 milljónir evra í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 72,3 milljónum evra og jókst um 21,2%, en hann var 24,6 milljónir evra árið áður. Arðsemi eiginfjár nam 14,3% en var 15,7% í fyrra, Eiginfjárhlutfall nam 40% en var 42% í fyrra. Í tilkynningu frá Actavis til Kauphallar Ís- lands er haft eftir Róbert Wessman forstjóra að fjórðungurinn sé enn annað tímabil mikils vaxtar hjá félaginu og þetta sé þriðji fjórð- ungurinn í röð þar sem afkomumet hafi verið slegið og farið hafi verið fram úr væntingum markaðarins. Hagnaður Actavis þrefaldast BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hélt í gær fyrirlestur í Tívolí í Kaup- mannahöfn á ráðstefnu fyrir viðskiptavini og starfsmenn Baugs. Forsvarsmenn Baugs vildu raunar ekki staðfesta fréttir danskra fjölmiðla í vikunni um að Clinton væri væntanlegur á fundinn, sem aðeins var fyrir sérstaka boðsgesti. Clinton er dýr fyrirlesari. Hann hélt fyrirlestur á ráð- stefnu Børsen í Kaupmanna- höfn árið 2001 og tók þá að jafnvirði um 10 milljóna ís- lenskra króna fyrir. Á með- fylgjandi mynd má sjá Clint- on þegar hann mætti í gær. AP Clinton flutti fyrirlestur fyrir boðs- gesti Baugs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.