Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 41
en þurfti oft að hafna handritum, sem er afar erfitt verk þar sem við- komandi er með sköpunarverk sitt í hendi. Annar félagi okkar Sophus Guð- mundsson, skrifstofustjóri Almenna bókafélagsins, féll frá fyrir skömmu og hafa nú tveir lærifeður mínir yfirgefið sjónarsviðið, skilið eftir hjá mér snefil af þekkingu en þó fyrst og fremst þakklæti fyrir að fá að vera vinur þeirra. Ég færi Jóhönnu, börnum og barnabörnum innilegustu samúðar- kveðjur. Brynjólfur Bjarnason. Eiríkur Hreinn Finnbogason var næsti nágranni minn í yfir tuttugu ár. Við þekktumst áður, en ná- grennið batt okkur traustum vin- áttuböndum. Eiríkur hafði þægilega nærveru og bar með sér traust og virðingu. Það var ánægjulegt að ræða við hann um lífið og tilveruna. Eiríkur setti sig vel inn í þjóðmálin og hafði sterk rök fyrir skoðunum sínum og sannfæringu. Hann var sérstaklega ljúfur í allri framkomu, rólegur og yfirvegaður, en jafnframt glaður og skemmtilegur. Gaman var að fylgjast með Eiríki þegar hann var að dytta að húsinu sínu og vinna í garðinum. Hann var ekkert að flýta sér. Á meðan ná- granni hans hljóp um með mótor- sláttuvélina og reyndi að ljúka þessu leiðindastarfi á sem stystum tíma var engu líkara en Eiríkur væri að treina sér starfið með hægð sinni og yfirvegun og verðlaunaði sig með vindli svona við og við. Það var gott að leita til Eiríks með ritað mál, sama hvers eðlis það var. Þá setti hann í þriðja gír og var fljótur að yfirfara texta. Hann lagði sig fram um að gefa bestu ráð sem kostur var á og var reiðubúinn að velta ýmsum möguleikum fyrir sér. Hann var ekkert að þykjast í ráð- gjöf sinni og lét ekkert fara frá sér fara fyrr en eftir vandlega íhugun. Lífsförunautur Eiríks var Jó- hanna Pétursdóttir, kölluð Gógó. Þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau áttu sælureit á Hjalteyri þaðan sem Gógó á ætt sína að rekja. Það er ekki unnt að segja að þau hafi verið lík, en þau voru sérstaklega sam- hent og hamingjusöm og eignuðust þrjú mannvænleg börn. Með þessum minningarorðum sendi ég Gógó og hennar fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hafsteinn Hafsteinsson. Hjá okkur gekk hann undir sæmdarheitinu Sigurvegarinn og þótti honum það ekki miður. Í Sund- hallarflokknum er alvaran ekki hátt skrifuð, þar liggur reyndar strangt bann við því að tala af viti og ábyrgð. Flestum okkar hefur reynst þetta auðvelt en það tók Eirík Hrein nokkurn tíma að venjast þessu. Sigurvegaranafnbótina fékk hann eftir að hafa verið dæmdur sigur í golfkeppni á vegum Sund- hallarflokksins, en þeirri íþrótt hafði hann aldrei komið nálægt áð- ur, og ég hygg ekki heldur síðar. En bæði hann og við allir höfðum af þessu ósvikna skemmtun, en það var tilgangurinn. Eiríkur Hreinn var góður félagi sem gaman var að glettast við. Hann var aldrei hávær og þurfti aldrei að brýna raustina til að eftir væri tekið. Hann kom stundum með í vorferðir okkar sem farnar voru þegar líða tók að veturnóttum. Þar voru þær systur gleði og ánægja í hásæti og hann tók að fullu þátt í margvíslegum tiltækjum okkar. Við vorum stoltir í hvert sinn sem hann treysti sér til að koma með. Hann naut virðingar og vinsælda meðal okkar og við munum sakna hans og minnast. Heiðursnafnbót hans mun lifa þegar við rifjum upp afrek sem aðeins er hægt að drýgja í okkar hópi. Sundhallarfélagarnir þakka Ei- ríki Hreini að leikslokum ótal ánægjulegar samverustundir og votta aðstandendum hans samúð sína. Sundhallarfélagarnir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 41 MINNINGAR ✝ Björg KarítasEyþórsdóttir Forchhammer var fædd á Hamri í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 12. maí 1911. Hún lést 3. nóvem- ber 2005 á elliheim- ilinu Bakkegården í Gladsaxe utan Kaupmannahafnar. Björg Karítas var yngsta barn hjónanna á Hamri, Eyþórs Árna Bene- diktssonar, f. á Bjarnastöðum í Austur-Húnavatnssýslu, og Bjarg- ar Jósefínu Sigurðardóttur, f. á Auðólfsstöðum í Austur-Húna- vatnssýslu. Sammæðra Björgu Karitas og institut for talelidende. Þau skildu. Seinni maður Bjargar var Povl Søndergaard, myndhöggvari og kennari við Danmarks Kunstaka- demi, en hann lést 1986. Björg eignaðist eitt barn, Birgit Guð- rúnu Forchhammer, f. 21. nóvem- ber 1947. Birgit Guðrún á eitt barn, Simon Klint Forchhammer, f. 4. janúar 1982. Björg lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1932. Eftir að hafa verið barna- kennari í Nauteyrarhreppi einn vetur fór hún til náms við Statens institut for talelidende í Kaup- mannahöfn til að nema kennslu málhaltra barna, fyrst Íslendinga. Hún stundaði síðan meðferð mál- haltra, bæði barna og fullorðinna, fram á efri ár, lengst af sem sjálf- stætt starfandi sérfræðingur. Árið 1983 var hún kjörin fyrsti heiðurs- félagi Félags talkennara og tal- meinafræðinga. Björg var búsett í Kaupmannahöfn til æviloka. Björg var jarðsungin frá Sankt Pauls kirkju í Kaupmannahöfn föstudaginn 11. nóvember 2005 að viðstöddum nánustu vinum og vandamönnum. elsti bróðir var Sig- urður Nordal pró- fessor, 1886–1974. Alsystkin Bjargar voru: Jón Pétur Ey- þórsson, veðurfræð- ingur, 1895–1968, Guðrún Hólmfríður Eyþórsdóttir, handa- vinnukennari, 1897– 1983, Benedikt Ey- þórsson, smiður, 1902–1992, Jónína Jórunn Eyþórsdóttir, feldskeri, 1905–1952, Margrét Sigríður Ey- þórsdóttir, húsfreyja, 1909–1979. Fóstursystir systkinanna á Hamri var Guðmunda Guðmundsdóttir, húsfreyja. Fyrri maður Bjargar var Egil Forchhammer, skólastjóri Statens Fyrir sex mánuðum lést í Kaup- mannahöfn föðursystir mín, Björg Karítas Eyþórsdóttir Forchham- mer, en hún hafði verið þar búsett í 72 ár. Útför þessarar merkiskonu fór fram í kyrrþey og var hennar lítið minnst hér heima. Finnst mér ekki seinna vænna að úr því sé bætt í dag, 12. maí, á 95 ára afmælisdegi hennar. Björg fæddist á Hamri í Svína- vatnshreppi, Austur-Húnavatns- sýslu, yngst sex barna Eyþórs Árna Benediktssonar bónda þar og Bjarg- ar Jósefínu Sigurðardóttur, en Sig- urður Nordal var hálfbróðir hennar sammæðra. Var hún skírð Björg Karítas í höfuðið á frænku sinni dr. Björgu Karítas Þorláksdóttur Blön- dal, sem Íslendingum er nú orðin vel kunn af marglofaðri ævisögu hennar eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdótt- ur, en hún og Björg Jósefína voru systradætur. Urðu það örlög Bjarg- ar Karítasar Eyþórsdóttur, eins og nöfnu hennar Þorláksdóttur, að fara ung til náms í Danmörku og ala þar aldur sinn upp frá því. Mér er í barnsminni þegar þessi unga frænka mín kom að norðan, átján ára gömul, til að setjast í Kenn- araskólann, lífsglöð og björt yfirlit- um svo að mér fannst lifna yfir öllu þegar hún var nálæg. Eftir að hún lauk kennaraprófi 1932 var hún einn vetur kennari í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Líkaði henni það ekki illa þótt aðstæður og mannlíf væru um margt ólíkt því sem hún átti að venjast. Hugur hennar stóð hins vegar til meira náms og varð það að ráði fyrir meðmæli fræðslumála- stjóra að hún færi til Danmerkur haustið 1933 til að læra kennslu mál- haltra barna, en engin fagkunnátta á því sviði var þá enn fyrir hendi hér á landi. Hóf hún nám í Statens institut for talelidende í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kennaraprófi tveimur ár- um síðar, en byrjaði þó ekki strax að starfa í sérgrein sinni, þar sem hún gekk skömmu síðar að eiga ungan kennara við skólann, Egil For- chhammer. Saman dvöldu þau síðan um skeið í Vínarborg þar sem Egil lauk doktorsprófi og Björg aflaði sér frekari menntunar á sínu sviði. Eftir heimkomuna tók Egil aftur við kennarastarfi við Statens institut for talelidende, og rúmum áratug síðar var hann skipaður þar skóla- stjóri. Björg réð sig hins vegar ekki til fasts starfs en hóf smám saman að vinna sjálfstætt við að hjálpa börn- um og fullorðnu fólki sem stamaði eða átti við hliðstæða tal- og tján- ingarerfiðleika að stríða. Lagði hún sig sérstaklega eftir að kanna og komast fyrir sálrænar orsakir slíkra vandamála og aflaði sér viðbótar sál- fræðilegrar þekkingar á því sviði. Komst hún í starfi sínu að þeirri meginniðurstöðu, sem þótti nýstár- leg á þeim tíma, að ástæðurnar fyrir því að fólk stamar séu oftar sálrænar en líkamlegar og því þurfi að grafast fyrir rætur þessara vandamála sem oftast mætti rekja til atlætis og ann- arra aðstæðna á bernskuárunum. Ég hef sjálfur takmarkaða kunnáttu til að dæma um störf hennar, en mér er vel kunnugt að hún vakti með tím- anum athygli fyrir mjög góðan ár- angur á þessu sviði og ávann sér við- urkenningu fagmanna fyrir frum- legar starfsaðferðir. Vann hún meðal annars lengi fyrir Konunglega leik- húsið og Ríkisspítalann, auk fjölda einstaklinga sem til hennar leituðu. Björg var sjálfstæð í hugsun og óhrædd að fara sínar eigin leiðir, og ég er sannfærður um að hún naut þess öðru fremur í þessu starfi hve mikill mannþekkjari hún var og glöggskyggn á sálarástand fólks, en ég kynntist því áþreifanlega þegar haldið var upp á áttræðisafmæli hennar hversu margir stóðu í djúpri þakkarskuld við hana fyrir þá hjálp sem hún hafði veitt þeim. Þótt þannig færi að Björg ynni allt sitt ævistarf í Danmörku, í stað þess að verða brautryðjandi í grein sinni hér heima eins og að var stefnt í upp- hafi, var henni framgangur tal- kennslu hér heima ætíð áhugamál. Þegar Félag talkennara og talmeina- fræðinga var stofnað hér á landi bar hún starf þess fyrir brjósti, hélt fyr- irlestra á vegum þess um störf sín og kenningar og hvatti til útgáfu blaðs um málefni félagsins. Árið 1983 var hún kjörin fyrsti heiðursfélagi þess. Björg og Egil eignuðust eina dótt- ur, Birgit Guðrúnu, en síðar skildu þau og var Birgit eftir það hjá móður sinni. Birgit lagði stund á grafíska hönnun og giftist arkitektinum Lars Klint og eiga þau eitt barn, Simon Klint Forchhammer, sem var ömmu sinni til mikillar gleði á elliárunum. Seinni maður Bjargar var Povl Sön- dergård, þekktur myndhöggvari og kennari við Danmarks Kunstaka- demi. Munu margir Íslendingar kannast við eitt þekktasta verk hans, minnismerki um landkönnuðinn Knud Rasmussen sem stendur við Kystvejen norðarlega í Kaupmanna- höfn. Povl lést árið 1986. Eftir að hann dó var það Björgu mikils virði að vera sjálfstæð í starfi svo að hún gat haldið áfram að sinna hugðarefn- um sínum og aðstoða þá sem til hennar leituðu, eftir því sem kraftar hennar leyfðu, allt fram á níræðis- aldur. Björgu var ætíð mikið í mun að halda sem mestu sambandi við ætt- fólk sitt og vini hér heima þótt sam- fundir væru fáir lengi framan af meðan samgöngur voru erfiðari en nú og rofnuðu jafnvel alveg á stríðs- árunum. Þetta breyttist svo smám saman eftir að heimurinn fór að fær- ast í eðlilegt horf eftir styrjöldina og flugsamgöngur urðu greiðari. Fór þá ferðum Bjargar til Íslands fjölgandi og ferðaðist hún m.a. um landið með Birgit og Povl en hann hreifst mjög af íslenskri náttúru. Þótt hressandi væri að fá hana í heimsókn fannst okkur ættingjum hennar ekki minna um vert að eiga hana að þegar við vorum á ferð eða dvöldum í Kaup- mannahöfn þar sem hún alltaf tók á móti okkur fagnandi og við fengum að njóta gestrisni hennar og gefandi samræðna. Átti þetta ekki aðeins við um okkur systkinabörn hennar held- ur ekki síður börn okkar og barna- börn. Lýsti það best hve síung og lif- andi í anda hún var að unga fólkið í fjölskyldunni sóttist eftir að hitta hana og vera með henni allt fram á efstu ár hennar, enda hafði hún ein- stakt lag á að setja sig inn í hugs- unarhátt þess og vandamál og miðla ungum sem gömlum af lífsreynslu sinni og mannþekkingu án uppá- þrengjandi predikana. Það er því bjart yfir öllum minn- ingunum sem við eigum um Björgu, en hún sameinaði með óvenjulegum hætti glaðlegt og jafnvel gáskafullt fas alvarlegri og leitandi hugsun. Þess vegna var alltaf jafn skemmti- legt og lærdómsríkt að koma á henn- ar fund. Það verður tómlegt að koma til Kaupmannahafnar eftir að hún er horfin á braut. Jóhannes Nordal. Hvað er það sem gerir sumar manneskjur svo miklar? Þessi spurning leitar á hugann þegar Bjargar Forchhammer er minnst. Hún var einstök kona, hrífandi, skapmikil og sífellt ung í anda. Í dag, 12. maí, hefði Björg orðið 95 ára gömul en hún lést í nóvembermánuði sl. Ég kynntist Björgu fyrst þegar ég hafði lokið framhaldsnámi mínu í tal- meinafræði í Danmörku fyrir margt löngu og var að kynna mér starfs- aðferðir Dana í þeim fræðum. Þá rat- aði ég heim til Bjargar. Hún vann sjálfstætt á heimili sínu að meðferð stamara. Þessir stamarar höfðu flestir farið í gegnum margar með- ferðir hjá ýmsum öðrum talmeina- fræðingum og voru margir orðnir áttavilltir og flestir vonlitlir um bata. Það var sterk lífsreynsla að fylgj- ast með vinnuaðferðum Bjargar. Hvernig hún greindi hvern og einn skjólstæðing sinn nánast niður í frumeindir og síðan hvernig hún markvisst byggði þá upp að nýju. Hún fór langt út fyrir þær hefð- bundnu aðferðir sem ég hafði numið nokkru áður. Björg nýtti sterkan persónuleika sinn við meðferð stam- ara samhliða mikilli faglegri færni. Það fór ekkert á milli mála að á heim- ili Bjargar gerðust kraftaverk í stammeðferð sem mætti skrifa um margar greinar. Björg lauk kennaraprófi hér heima 1932 og eftir eitt starfsár sem kennari tók hún sig upp til náms í Kaupmannahöfn. Hún hóf nám í tal- meinafræði haustið 1933 og lauk því námi 1935. Í námi sínu kynntist hún mannsefni sínu, Egil Forchhammer. Egil varð síðar eitt af stóru nöfnun- um í danskri talmeinafræði. Björg starfaði allan sinn starfsald- ur í Kaupmannahöfn. Þvert á ríkjandi hefðir á þessum tíma sóttist Björg ekki eftir fastráðningu hjá op- inberum aðilum því hún vildi vinna sjálfstætt í sínu fagi. Hún varð fljótt þekkt langt út fyrir Danmörku fyrir starfsaðferðir sínar. Haustið 1983 fengum við félagarn- ir í Félagi talkennara og talmeina- fræðinga Björgu til að halda fyrir okkur námskeið um stam og fræða okkur um reynslu sína sem talmeina- fræðingur. Þetta var fyrsta nám- skeið hins tveggja ára gamla félags. Það er ekki eingöngu það faglega fóður Bjargar sem við minnumst heldur einnig öll sú persónulega hvatning, sem hún hamraði á okkur, hverju og einu. Hún bókstaflega hristi upp í okkur, ýtti okkur m.a. út í blaðaútgáfu og hún vildi virkja alla til að félagið byggðist upp og hún vildi koma faginu hér á hærri stall. Í kjölfar námskeiðsins var Björg kosin fyrsti heiðursfélagi Félags talkenn- ara og talmeinafræðinga, eini fé- laginn, sem borið hefur þann titil. Blaðaútgáfan hefur verið árleg síðan og hægt er að fullyrða að félag- ið hefur braggast og þroskast í flest- ar áttir. Fyrir tilstilli félagsins sjáum við m.a. hilla undir að nám í tal- meinafræði verði tekið upp við Há- skóla Íslands á allra næstu misser- um. Það verður mjög í anda Bjargar. Fyrir hönd Félags talkennara og talmeinafræðinga þakka ég þér Björg allan stuðninginn og væntum- þykjuna í okkar garð. Við sem feng- um að kynnast þér urðum ríkari sem persónur og fagmenn. Friðrik Rúnar Guðmundsson. BJÖRG EYÞÓRSDÓTTIR FORCHHAMMER Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og frænka, ANNA BIRNA ÞORKELSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 25. apríl sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Geir Sigurðsson, Ása Birna Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Þórný Pétursdóttir, Baldur Bragason, Ómar Rafn Stefánsson, Ragnhildur Birna Stefánsdóttir, Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BÆRINGSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Tilraunastöðinni að Keldum, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 16. maí kl. 13.00. Þórunn Gunnarsdóttir, Maurice Deeley, Elísabet Gunnarsdóttir, Dagbjört Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Paul Griggs, Carol Meriwether, Caitlin og Ásdís Griggs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.