Morgunblaðið - 12.05.2006, Page 14

Morgunblaðið - 12.05.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum eldri borgara og önnur stefnumál á betriborg.is TÍMI TIL AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN UM LAUSN Í MÁLEFNUM ELDRI BORGARA opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 afmælisveisla 2 ára Full búð af spennandi afmælistilboðum 10–40% afsláttur 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum húsgögnum Nýtt kortatímabil HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Ol- íufélagið ehf. af 4,8 milljóna kr. skaðabótakröfu konu sem vann á bensínstöð félagsins og slasaðist við vinnu sína þegar hún datt af háum afgreiðslustól. Konan mun hafa verið að setjast upp í stólinn en annar hluti hvíldargrindar fyrir fætur hafði þá verið fjarlægður af honum. Talið var að stóllinn hefði runnið undan kon- unni svo hún datt í gólfið. Slasaðist hún þannig að hún hlaut útbreidd tognunareinkenni, verki í höfði, herðum, hálsi og mjóbaki. Var hún metin með 20% örorku og 10% miska. Héraðsdómur felldi sökina á Essó og taldi stólinn óhentugan við þær aðstæður sem voru á bensínstöðinni. Vinnuaðstæður væru á ábyrgð Essó og væri félagið því bótaskylt vegna slyssins. Fékk konan því 4,8 millj- ónir í bætur. Hæstiréttur hnekkti hins vegar þessari niðurstöðu og féllst ekki á það með konunni að stóllinn hefði ekki almennt hentað til þeirra nota sem hann var hafður á vinnustaðn- um. Fyrir lá að Vinnueftirlitið hefði ekki gert athugasemdir við ástand stólsins og taldi dómurinn að konan hefði getað sest upp í hann með því að sýna eðlilega aðgæslu. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Páll Arnór Pálsson hrl. flutti málið fyrir konuna og Hákon Árnason fyrir Essó. Essó sýknað af kröfu vegna vinnuslyss HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt refsingu karlmanns á sextugsaldri vegna skatta- og hegningarlaga- brota, sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags, og dæmt hann í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða ríkinu 25 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt karlmanninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 19 milljóna króna. Í niðurstöðum Hæstaréttar kemur fram að ákærði sé fundinn sekur um undanskot virðisauka- skatts, tekjuskatts og útsvars í rekstri sem hann stundaði á ár- unum 1997–2001, samtals rúmar 8,4 milljónir. Framdi ákærði brot- in ýmist með því að skila röngum skýrslum til skattayfirvalda eða með því að skila ekki skýrslum. Að auki hefur hann gerst sekur um bókhaldsbrot. Vegna þess hversu stórfelld brot ákærða eru þótti Hæstarétti ekki unnt að takmarka sektarfjárhæð við lágmörk viðeigandi laga en með hliðsjón af því að sektarfjár- hæð er umfram lögbundið lágmark þótti vararefsing hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson og Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson og Har- aldur Henrysson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Hróbjartur Jón- atansson hrl. varði manninn. 25 milljóna króna sekt vegna skattalagabrota ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.