Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ NÚ Í KI LJU ÓVÆNT virkni sýklalyfs gæti bætt líðan fólks sem þjáist af langvinnri lungnateppu og slím- seigjusjúkdómi í lungum, að því er fram kemur í íslenskri rannsókn, en fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar í bandarísku læknatímariti sem kom út í byrjun maí. Það voru rannsóknir á sýklalyfinu Azithrom- ycin sem gerðar voru í Ástralíu og Bandaríkj- unum sem urðu kveikjan að íslensku rannsókn- inni, niðurstöður þeirra rannsókna voru þær að sýklalyfið bætti líðan sjúklinga með slímseigju- sjúkdóm, án þess að drepa sýklana. „Sjúklingunum batnaði ekki, en leið mun bet- ur og lungnastarfsemin batnaði. Þá vaknaði þessi lykilspurning, hvað er sýklalyfið að gera í lungunum úr því að það upprætir ekki sýklana?“ segir Ólafur Baldursson, lungnalæknir og lektor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og sviðs- stjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Slímseigjusjúkdómur er arfgengur, og veldur því að sjúklingarnir geta ekki varist sýkingum í lungum. Því þarf að beita sýklalyfjum gegn þrá- látum sýkingum. Ólafur segir að íslenska rann- sóknin hafi miðað að því að komast að því hvort lyfið styrkti yfirborðsvarnir lungnanna, og því skoðuð áhrif lyfsins á slímhúðina í lungunum. Rannsakaðar voru lungnafrumur, en sérstak- lega tengslin milli frumnanna í slímhúðinni. „Það kom í ljós að þegar við notuðum lyfið á lungnafrumurnar þá virtust tengslin milli frumnanna styrkjast. Þannig virðist þetta lyf, sem upphaflega er sýklalyf, efla varnir lungna með því að styrkja þessi tengsl,“ segir Ólafur. „Markmiðið er að fara með þetta hringinn, úr sjúklingarannsóknum, í frumurannsóknir, og svo aftur til baka til sjúklinganna. Að það verði að lokum hægt að hanna lyf sem er með styrkj- andi eiginleika, eflir varnir líkamans og ver lungun gegn sýkingum.“ Gæti fækkað innlögnum Í raun er því lokamarkmiðið að skoða efna- formúlu lyfsins Azithromycin, komast að því hvað í því hefur þessa styrkjandi eiginleika, ein- angra þann hluta lyfsins og framleiða. Ólafur leggur þó áherslu á að rannsóknir af þessu tagi séu hænuskref, næst þurfi að vinna að fram- haldsrannsóknum, og ómögulegt sé að spá fyrir um hversu langt sé í að nýtt lyf verði til. Það sé þó ný hugsun að reyna að nota lyf með þessum hætti til að bæta varnir sjúklinga í stað þess að vinna gegn sýkingunum sjálfum. Verði til lyf sem hefur styrkjandi áhrif á varn- ir lungna getur það – auk þess að bæta líðan sjúklinga – leitt til þess að hægt sé að draga úr notkun sýklalyfja. Einnig er mögulegt að hægt verði að minnka innlagnir fólks með langvinna lungnateppu verulega, en í dag eru nokkur þús- und sjúklinga hér á landi sem þarf að leggja inn vegna lungnasýkingar í 5–10 daga í senn, tvisvar til þrisvar á ári. Ólafur segir þessa rannsókn sérlega áhuga- verða vegna þess að hún dregur saman heil- brigðisstéttir og vísindamenn sem vinna að grunnrannsóknum á frumum. Mikilvægt sé að hlúa að slíkum rannsóknum, enda séu oft gerðar merkilegar uppgötvanir þegar þessir hópar vinni saman. Ásamt Ólafi unnu að rannsókninni þrír ís- lenskir vísindamenn; Valþór Ásgrímsson líf- fræðingur, en hans þáttur í rannsókninni var meistaraverkefni hans við læknadeild; Þórarinn Guðjónsson, doktor í líffræði og sérfræðingur í stofnfrumum og frumuræktun; og Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin var að mestu unn- in á rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Ís- lands. Mögulegt að beita sömu aðferðum á krabbamein Niðurstöðurnar birtust í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Antimicrobial agents and chemotherapy, sem fjallar um nýjungar í sýkla- lyfjameðferð og baráttu gegn sýkingum, gefið út af Bandaríska örverufræðifélaginu (Americ- an Society for Microbiology). Rannsóknirnar voru styrktar af Rannís, LSH og Actavis. Rann- ís hefur þegar veitt markáætlunarstyrk til fram- haldsrannsóknar. Í framhaldsrannsókninni er ætlunin að víkka sjóndeildarhringinn og skoða varnir lungna gegn sýkingum og krabbameinsmyndun, skoða líffræði innra yfirborðs lungnanna nánar. Ólafur segir að mögulegt sé að sömu lyf og bæti líðan sjúklinga með því að styrkja frumutengsl geti haft áhrif á krabbameinsfrumur, en það þurfi að rannsaka nánar. Rannsókn bendir til að sýklalyf efli varnir lungnanna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Ólafur Baldursson lungnalæknir (t.v.) og Valþór Ásgrímsson líffræðingur voru meðal þeirra sem unnu að rannsókninni. SLÍMSEIGJUSJÚKDÓMURINN er arfgeng- ur og veldur galla í yfirborðsvörnum í lungnapípum. „Við erum alltaf að anda að okkur gríðarlega miklu af ögnum og ýmsu öðru og yfirborðsvarnirnar inni í lungnapíp- unum eru mjög mikilvægar. Þetta fólk getur ekki varið sig gegn þeim, og er því alltaf að fá sýkingar sem smám saman leiða til lungnabil- unar sem er alvarlegasti fylgikvilli sjúkdóms- ins,“ segir Ólafur Baldursson lungnalæknir, en hann vann að grunnrannsóknum á slím- seigjusjúkdóminum í doktorsnámi sínu í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn er þó afar sjaldgæfur, og enn sjaldgæfari hér á landi en í nágranna- löndunum. Í dag eru níu sjúklingar með slím- seigjusjúkdóm á Íslandi, sem jafngildir því að einn af hverjum 33 þúsund séu með sjúkdóm- inn. Algengt er að einn af hverjum 2.500 séu með sjúkdóminn í Norður-Evrópu. Afleiðingar sjúkdómsins, sýkingar í lung- um, eru þó sambærilegar við afleiðingar langvinnrar lungnateppu, sem er reyk- ingasjúkdómur og hrjáir um 20 þúsund manns hér á landi. Þannig má nota rann- sóknir á sjaldgæfum sjúkdómi eins og slím- seigju til að rannsaka sýkingar í lungum, sem hefur þýðingu fyrir mun fleiri en eru með slímseigjusjúkdóminn, segir Ólafur. Geta ekki varist sýkingu í lungum JARÐBORANIR hafa nýverið gert stærsta samning sinn til þessa vegna verkefna á erlendri grund. Upphæð samningsins nemur um 500-700 milljónum króna. Jarðboranir, sem eru hluti Atorku Group, undirrituðu ásamt dóttur- félaginu Iceland Drilling (UK) Ltd. samning við orkufyrirtækið Geo- Terceira um borun á rannsóknar- og vinnsluholum til undirbúnings há- hitavirkjun á eyjunni Terceira á Azoreyjum. Fyrsta verkefni Jarð- borana á Azoreyjum var borun eftir drykkjarvatni á þessari sömu eyju. Samkvæmt tilkynningu frá Jarð- borunum gefa rannsóknir sem farið hafa fram á Terceira vísbendingu um að þar sé um gjöfult háhitasvæði að ræða. Jarðboranir ráðgera að hefja boranir í haust og gangi allt eftir væntingum er ljóst að framkvæmdir verða með hléum fram á árið 2008. Þetta er í fyrsta sinn sem reynt er að beisla háhita á Terceira. Fyrirhugað er að nýta orkuna á eyjunum á fjölbreyttan hátt og hefur verið ákveðið að tvöfalda framleiðslu á vistvænni orku á árinu 2007. Háhit- inn, sem aflað verður á Treceira, verður nýttur til raforkuframleiðslu og er ætlunin að reisa 12 MW gufu- aflstöð árið 2009 sem mun anna um 37% af raforkuframleiðslu á eyjunni. Að sögn Bents S. Einarssonar, for- stjóra Jarðborana, hefur fyrirtækið sinnt ýmsum verkefnum á Azoreyj- um frá árinu 1992. Fyrstu verkefnin voru smá en fyrirtækið sannaði sig fyrir heimamönnum, ávann sér traust og fjárfesti í reynslu á svæð- inu. Í heild nemur verðmæti samn- inga sem Jarðboranir hafa gert á Azoreyjum á þriðja milljarð króna og eru eyjarnar mikilvægt markaðs- svæði fyrir Jarðboranir. Í tilkynningu Jarðborana er haft eftir Þór Gíslasyni, framkvæmda- stjóra Iceland Drilling (UK), að alls muni 25 manns vinna að borfram- kvæmdunum á Terceira og verði um helmingur þeirra Íslendingar. Að sögn Þórs er ætlunin að flytja borinn Jötun út í byrjun september og hefja svo framkvæmdir síðar í þeim mán- uði. Í sumar er von á nýjum, stórum hátæknibor í flota Jarðborana og verða þar með tveir stærstu landbor- ar á Norðurlöndum í eigu félagsins. Azoreyjar eru portúgalskur eyja- klasi í Atlantshafi sem liggur um 1.500 km vestur af Portúgal. Eyjarn- ar eru níu að tölu og allar í byggð. Íbúafjöldi er svipaður og á Íslandi en flatarmál eyjanna er þó aðeins rúmir 2.000 ferkílómetrar. Stærsti samningur Jarðborana erlendis taka sæti í bæjarstjórn meðan þessi mál hans ganga yfir. Það gefur því auga leið að það verður ekki.“ Sjálfstæðisfélögin í Árborg efndu til félagafundar í gærkvöldi þar sem mál Eyþórs var rætt við félagsmenn. Í yfirlýsingu Eyþórs frá því í fyrrakvöld segist hann munu taka sér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi í Árborg, nái hann kjöri, meðan á máli hans stendur og hann taki út mögulega ökuleyfissviptingu eða aðra refsingu, eins og lög segja til um. Eyþór var handtekinn fyrir ölvun- arakstur aðfaranótt sunnudags eftir að hafa ekið á ljósastaur við Klepps- veg í Reykjavík. Hann flúði af vett- vangi en var handtekinn í Ártúns- brekku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tekur afgreiðsla mála af þessum toga hjá lögreglunni nokkr- ar vikur. „ÞAÐ hefur aldrei verið hefðbundin venja hér í Árborg að efsti maður á lista hafi verið sjálfkjörinn bæjar- stjóri,“ segir Ólafur Hafsteinn Jóns- son, formaður fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Árborg, þegar hann er spurður hver verði bæjarstjóraefni flokksins í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, efsti maður á framboðslista sjálfstæðismanna, ákvað að draga sig í hlé í kosningabaráttunni. Hann segir að Eyþór hafi því aldrei verið formlegt bæjarstjóraefni, þótt hann sé oddviti listans. Ólafur Hafsteinn segir að ef flokk- urinn næði hreinum meirihluta í kosningunum yrði það ákveðið af bæjarfulltrúum listans hver yrði bæjarstjóri. Spurður hvort það komi þá til álita að Eyþór verði bæjar- stjóri nái flokkurinn meirihluta segir Ólafur Hafsteinn: „Það kemur fram í yfirlýsingunni að hann muni ekki Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg Efsti maður ekki sjálfkjörinn bæjarstjóri „EF VIÐ fáum afdráttarlaust svar frá ríkinu að það hreinlega geti ekki veitt þessa þjónustu þá er auðvitað búið að stilla borginni upp við vegg og við þurfum að taka á þessum mál- um með öðrum hætti,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, um málefni barna með hegðunar- og geðraskan- ir. Eins og fram hefur komið í frétta- skýringum Sigríðar Víðis Jónsdóttur í Morgunblaðinu eru dæmi um veru- legar brotalamir á meðhöndlun barna sem einhverra hluta vegna passa ekki inn í þrönga skilgrein- inguna á því sem telst eðlilegt, t.d. ef þau eru ofvirk með athyglisbrest. Skilyrði fyrir því að grunnskóli í Reykjavík fái fjármagn til að sinna barni með geðröskun eða hegðun- arfrávik er greining frá Barna- og unglingadeild Landspítalans (BUGL). Biðlistar hjá BUGL lengj- ast sífellt og nú er allt að ársbið eftir greiningu. Það þýðir um leið árs bið eftir að barnið fái aðstoð nema skól- inn sjái sér fært að greiða fyrir að- stoðina með öðrum hætti. BUGL hefur gagnrýnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa án samráðs sett þessa reglu. Stefán Jón vísar hins vegar í reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélag- anna, sem veitir fé með börnum utan Reykjavíkur, en þær kveða á um að peningar fylgi aðeins barni ef það hefur greiningu. „Við viljum að börn- in okkar fái sömu þjónustu og börn annars staðar á landinu. Þetta er ekki bara til þess að fá stimpil heldur eiga líka foreldrar, skólastjórnend- ur, kennarar og ekki síst barnið sjálft rétt á þessu óháða sérfræði- áliti,“ segir Stefán Jón en bætir við að sú ákvörðun hafi verið tekin hjá borginni að í erfiðum tilvikum skyldi ekki beðið með að veita fjármagn þar til greining er komin. Þarf utanaðkomandi mat Stefán Jón telur hæpið að skólinn gæti sinnt greiningum og leggur áherslu á að það þurfi sjálfstætt ut- anaðkomandi mat. „Annars verður þetta bara krani sem allir skrúfa frá.“ Stefán Jón spyr hvort BUGL og þar með heilbrigðisráðuneytið geti vísað þessum málum frá sér. Hann segist hins vegar skilja vel örvænt- ingu foreldra. Reykjavíkurborg mun taka á þessu ef ríkið gerir það ekki Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.