Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðarblómið hefði kannski átt að vera gleymmérei, til að minna á það sem þarf að gera núna en ekki það sem á að gera eftir 10 ár. Fulltrúar framboð-anna í Reykjavíkvið borgarstjórnar- kosningarnar í vor hafa miklar efasemdir um flutn- ing Árbæjarsafns út í Við- ey, ef þeir eru ekki beinlín- is andvígir því, en telja þó eðlilegt að málið sé yfirfar- ið. „Mér finnst þessi um- ræða komin langt framúr sjálfri sér, því bæði Viðey og Árbæjarsafn heyra undir menningar- og ferða- málaráð, sem ekki hefur fjallað um þetta mál,“ sagði Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og ferðamálaráðs. Hann sagði að erindið um flutn- inginn hefði komið til borgarstjóra og borgarráðs og þar hefði verið ákveðið að taka málið til skoðunar á meðal embættismanna borgar- innar, sem væri auðvitað sjálfsögð kurteisi þegar erindi af þessu tagi bærist. Hugmyndum um flutning safnsins hefði oft verið varpað fram áður og margir meinbugir væru á slíkri hugmynd. Til að mynda væri ljóst að rekstrarkostnaður safnsins mundi aukast gríðarlega, auk þess sem flutningur safnsins og upp- bygging á lóð safnsins væru alger- lega ótengd mál. „Það verður að fara í þetta á grundvelli hagsmuna safnsins í fyrsta lagi og hagsmuna Viðeyjar í öðru lagi og þessi skoðun hefur ekkert farið fram.“ Stefán Jón segist sjálfur hafa haft ýmsar efasemdir í þessum efn- um. Hann sjái ekki alveg hvernig það geti orðið safninu til góða að fara út í Viðey, þó ýmsir aðrir telji það. Hins vegar finnist honum safnið ekkert sérstaklega vel stað- sett í borginni þar sem það sé. „Ef það er eindregin andstaða á meðal þeirra sem gerst þekkja til, þ.e. starfsfólksins og fagmann- anna, er ég ekki hlynntur flutningi, enda tel ég að ekki geti af þessu orðið nema í góðri sátt við Árbæj- arsafn, starfsfólk þess og íbúa í nágrenninu,“ sagði Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins. Hann segir að það hafi komið upp ýmsar góðar hugmyndir um flutning annarra gamalla húsa annað, en honum heyrist fólki ekki hugnast að flytja það, sem núna er, burt með ærinni fyrirhöfn og kostnaði, því það sé greinilegt að Árbæjarsafn sé mjög vel þokkað af borgarbúum þar sem það sé. „Svo er það meira okkar stefna að vernda gömul hús í sínu upp- runalega umhverfi þar sem saga þeirra er skráð með tilvist þeirra heldur en að rífa þau eða flytja þau,“ sagði Ólafur ennfremur. Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, sagði að það að efla starfsem- ina í Viðey tengdist í sjálfu sér ekki flutningi Árbæjarsafns sem væri mjög dýr framkvæmd. „Það varð þverpólitísk samstaða um það í borgarstjórn að setja málið í skoð- un, en mér finnst full ástæða til þess að hlusta eftir sjónarmiðum starfsfólks safnsins, sem ætti að vita best um stöðu þess og framtíð- armöguleika. Við höfum til dæmis viljað taka undir þeirra vangavelt- ur um það að opna safnið dalsmeg- in, þ.e.a.s. að komið sé að því neðan úr dalnum og það sé endapunktur á útvistarmöguleikum þar. Ég held að það væri alveg við hæfi að efla safnið í tilefni af 50 ára afmæli þess á næsta ári og styðja myndarlega við bakið á því metnaðarfulla starfi sem þar er unnið,“ sagði Svandís. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna, segir að full ástæða sé til þess að skoða þessa hugmynd um flutning Árbæjar- safns út í Viðey og athuga hvort þarna sé um raunhæfa hugmynd að ræða. Þetta sé hins vegar ekki eitt af stefnumálum flokksins, enda nýbúið að kynna hugmyndina. „Það er sjálfsagt að skoða þessa hugmynd, en það er ekki gott að segja hver niðurstaðan verður,“ sagði Vilhjálmur. Hann bætti því að eðlilegt væri að skoða kosti og galla flutnings og meta síðan málið í ljósi þess sem það myndi leiða í ljós. Það væri ekki góð latína til dæmis að ákveða flugvöll einhvers staðar áður en búið væri að rannsaka þá kosti og galla sem við það séu. Óskar Bergsson, annar maður á lista Framsóknarflokks, segir að hann hafi átt fund með starfs- mönnum safnsins í gær, þar sem honum hafi verið kynnt starfsemin. Þeim finnist að þau séu ekki höfð með í ráðum. „Það sem mér finnst kannski meginmálið er að safnið sé metið eins og það er rekið. Það er að styrkjast og heimsóknum þar að fjölga. Elliðaárdalurinn er eitt helsta útivistarsvæði borgarinnar. Umferð þar er alltaf að aukast og safnið vill bara styrkjast með daln- um og við styðjum safnið á þeim stað sem það er,“ sagði Óskar. Hann sagði að brýnustu úr- lausnarefni skipulagsyfirvalda í borginni væru staðsetning flugvall- ar, Sundabraut og hvernig nægt lóðaframboð yrði tryggt. „Það koma mjög margir í Ár- bæjarsafn. Það koma um þúsund manns á góðviðrisdegi á sumrin og eins á aðventunni og ég er hrædd- ur um að gestum fækki við það að flytja safnið út í Viðey. Við erum á því að það megi styrkja Viðey og gera hana öflugri, en mér finnst ekki að það eigi að gera á kostnað Árbæjarsafns,“ sagði Óskar. Fréttaskýring | Framtíð Árbæjarsafns Efast um flutn- inginn í Viðey Borgarfulltrúar hafa efasemdir um flutn- ing, en telja eðlilegt að málið sé skoðað Mörg falleg hús eru á Árbæjarsafni. Árbæjarsafn verður hálfrar aldar gamalt á næsta ári  Á næsta ári eru 50 ár frá því Árbæjarsafn var sett á lagg- irnar. Þá var samþykkt að byggja upp Árbæ, sem þá var orðinn illa farinn og koma þar upp almenningsgarði og safni gamalla húsa sem hefðu menn- ingarsögulegt gildi. Smiðshús var flutt þangað 1960, síðan Dillonshús 1961 og Suðurgata 2 og þannig koll af kolli, en nú er á safninu á annan tug gamalla húsa. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is UNNIÐ hefur verið að stofnun Pólý- fónfélagsins að undanförnu, en að stofnun þess stendur hópur fyrrver- andi félaga Pólýfónkórsins sem starfaði frá árinu 1957 allt til ársins 1989. Að sögn Ólafar Magnúsdóttur, forsvarsmanns hins óstofnaða fé- lags, verður meginstarfsemi félags- ins að gefa út geisladiska með öllu því sem kórinn hefur tekið upp. Ólöf sagði að ógrynni af efni lægi í geymslum Ríkisútvarpsins og -sjón- varps og það yrði fyrsta verk óstofn- aðs félags að koma þessum upptök- um á stafrænt form. Ólöf sagði að margir hefðu beðið eftir því að koma þessu í verk en það væri ekki mögu- legt nema með utanaðkomandi að- stoð til að komast í hirslur RÚV. Hún vildi skora á forráðamenn RÚV og menntamálaráðherra að hlutast til um í fyrsta lagi að bjarga upp- tökum á efni Pólýfónkórsins frá glöt- un, og láta kórnum í té afrit allra not- aðra hljóðritana til útgáfu úrvals og í öðru lagi að styrkja útgáfu á því besta frá Pólýfón á þremur geisla- diskum á næstu tveimur árum. Ferðast um slóðir Bachs Auk fyrrgreindrar plötuútgáfu stefnir hið óstofnaða félag að því að ferðast til fremstu listaborga Þýska- lands dagana 10.–20. ágúst næst- komandi. Verður ferðast um borg- irnar Dresden, Leipzig og Berlín með sérstakri áherslu á líf og starf Jóhanns Sebastian Bach. Farastjóri verður Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi Pólýfónkórsins, og sagðist Ólöf búast við skemmtilegri ferð og aldrei væri að vita nema að lagið yrði tekið. Öllum er frjáls aðgangur að fé- laginu og er hægt að gerast meðlim- ur með því að hafa samband við Ólöfu. Skora á ráðherra að bjarga upptökum Pólýfónkórsins Pólýfónkórinn söng á sínum tíma fyrir Jóhannes Pál páfa II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.