Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 25 UMRÆÐAN ÍSLAND er vaxandi ferðamanna- land og hingað koma árlega fleiri gestir en sem nemur íbúatölunni. Ferðaþjónustan keppir um efstu sætin í gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins. Hvernig má það vera ef ferðaþjónusta er bara sumarvinna? Ástæðurnar eru gíf- urleg fjölgun ferðafólks á háönn og ferðaþjón- usta að vetri er í gíf- urlegum vexti á heims- vísu. Nágrannaþjóðir okkar, sérstaklega Finnar, hafa markaðs- sett skammdegið og kuldann sem áhuga- verða ferðareynslu að vetrarlagi. Þessi straumur beinist einnig til Íslands. En er þetta enn eitt tækifærið til verðmætasköpunar sem við landsbyggðarfólk látum suð- vesturhorninu eftir? Skipulag og ímynd Góð ímynd er fjöregg ferðaþjón- ustunnar. Skipulagsmálin eru af- drifarík fyrir ímynd sveitarfélags, þau koma öllum íbúum við, en ferða- þjónustuaðilum sérstaklega. Sveitar- félag sem vill efla ferðaþjónustu þarf að vanda til skipulagsmála. Ímynd og skipulag fara saman: Ef ímynd Skagafjarðar er blómlegt landbún- aðarhérað þarf landbúnaður að vera sýnilegur í skipulaginu. Ef ímyndin er söguhérað með lifandi menningar- arf verður sú ímynd að koma fram. Skipulag sem vanrækir t.d. merking- ar sögustaða rýrir þessa ímynd. Skipulagið er grundvöllur fyrir framtíðaráætlunum. Aðili sem ætlar að byggja sumarhúsahverfi þarf skipulagið til þess að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir. Verður lögð hitaveita, hvenær er það fyr- irhugað? Hvaða starfsemi er leyfð og/eða fyrirhuguð í ná- grenninu? Hvað með samgöngumál, eru lík- ur á að einhverjar breytingar verði á um- ferð í næsta nágrenni fyrirtækisins? Verða lagðar reiðleiðir eða merktar gönguleiðir sem geta skapað mark- aðstækifæri fyrir við- komandi? Það á að vera aug- ljóst hvert stefnir fyrir fólk sem er að sækja um lóð, hvort sem er fyrir verkstæði, sumarbústað eða íbúðarhús. Skipulagsmál snúast ekki bara um virkjanir og vegastæði, þau snúast um vaxtarskilyrði samfélags- ins. Aðlaðandi og aðgengilegt um- hverfi er umgjörð um gott mannlíf. Sveitarfélag sem sýnir snyrti- mennsku og gott viðhald eigin eigna er að sýna metnað íbúa og óbeint að leggja ferðaþjónustunni lið. Útivist- arsvæði með göngustígum, borðum og bekkjum til að tylla sér á og njóta stundarinnar, leikvellir og íþrótta- mannvirki eru meðal þess sem sveit- arfélag ber ábyrgð á og gerir staðinn aðlaðandi sem áfangastað. Sterkt umhverfissvið er því mikilvægur stuðningur við ferðaþjónustuna. Ferðafólk spyr eins og íbúar hvort snyrtimennska sé einungis á yf- irborðinu, eða er raunverulegur áhugi á verndun umhverfisins? Er sveitarfélagið með sjálfbæra stefnu í sorpmálum, eru fráveitumál í lagi? Fyrirtæki sækjast eftir umhverf- isvottun, ábyrg meðferð á sorpi er skilyrði fyrir vottun í mörgum vott- unarkerfum. Meðan slíkt er ekki í boði í sveitarfélaginu búa fyrirtækin við skert starfsskilyrði. Öryggi er lykilatriði í markaðs- setningu Íslands sem áfangastaðar, m.a. er því haldið fram að hér megi drekka vatnið beint úr krananum og að hér sé friðsamlegt samfélag. Því eru uppákomur eins og mengun vatnsveitu eða smit í afurðastöðvum, ofbeldi og/eða ofneysla á skemmti- stöðum ógnun við ímynd staðarins. Eftirfylgni með slíkum öryggis- þáttum er því hagur allra íbúa. Vaxtarmöguleikar Íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir ógnum og tækifærum, ofsetning áfangastaða er ógnun að sumarlagi. Henni verður að mæta með uppbyggingu og markaðs- setningu fleiri áfangastaða og þar liggur m.a. tækifæri fyrir Skaga- fjörð. Önnur leið er að stýra straumnum inn á lágönn með til- boðum og markaðssetningu á áfangastaðnum að vetrarlagi. Töluvert hefur þegar verið lagt í þjónustu utan háannar, skíðasvæðið í Tindastól, uppbyggingu gistiað- stöðu og menningarstofnana með að- dráttarafl á öllum árstímum. Í skipu- lagi helstu áfangastaðanna þarf að gera ráð fyrir aukningu þjónustu ut- an háannar. Í því sambandi bendi ég á að lágönnin er einmitt tíminn til að rækta heimamarkaðinn, þjónusta nágrannana þannig að þeir meti þessa atvinnugrein í samfélaginu. Ferðamannastraumur víða um land er enn lítill yfir veturinn, enda liggur þjónustan meira og minna niðri. Þó fer hann vaxandi og gestir koma þá jafnvel heim á helstu ferða- mannastaðina en fá enga þjónustu. Þótt þar sé „opið eftir samkomulagi“ þýðir það bara lokað. Það þarf að vera mjög augljóst fyrir gestunum hvert þeir eiga að snúa sér og að þeir séu velkomnir. Ferðaþjónusta er hluti af þjónustustigi samfélagsins. Íbúar hafa ekki síður þörf fyrir af- þreyingu og aðgengi að veitinga- húsum en gestirnir. Markaðssetning áfangastaðarins Skagafjarðar er lið- ur í sjálfsmynd samfélagsins. Slag- orðin sem við höldum á lofti til að laða að gestina eiga að endurspegla það, sem við íbúarnir erum stolt af. Uppbygging á þessu sviði er því liður bæði í að gera atvinnulífið fjölbreytt- ara og mannlífið skemmtilegra. Ferðaþjónustan á að vera gæði og gleði, hún er fyrir alla. Ferðaþjónustan og samfélagið Guðrún Helgadóttir fjallar um ferðaþjónustuna ’Ferðaþjónustan á aðvera gæði og gleði, hún er fyrir alla.‘ Guðrún Helgadóttir Höfundur er kennari við ferða- máladeild Háskólans á Hólum. ÞAÐ hefur þegar vakið athygli að Orkuveita Reykjavíkur í sam- starfi við Klasa ehf. hyggst standa fyrir meiriháttar sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn og úthluta þar lóð- um, til að byrja með við vestanvert vatnið, allt frá Úlf- ljótsvatnskirkju skammt frá búðum skátanna, í átt að norðurenda vatnsins þar sem Steingríms- stöð er. Þetta svæði á að bita niður í 181 lóð, leggja vegi, vatn, skolpveitu og annað tilheyrandi. Á síðasta þingi voru sett lög nr. 85/2005 um verndun Þingvalla- vatns og vatnasviðs þess. Þar segir m.a. í 2. gr. laganna: „Landsvæði innan eftirgreindra marka og Þingvalla- vatn skulu vera sérstakt vatns- verndarsvæði, verndarsvæði Þing- vallavatns: Að sunnan eru mörkin úr Stapa við Úlfljótsvatn (marka- punktur jarðanna Kaldárhöfða og Efribrúar) þvert yfir vatnið í Sauðatanga, þaðan bein lína í horn- punkt jarðanna Úlfljótsvatns og Hlíðar efst í Baulugili (við Þrí- vörðuflatir)…“ Lýsing 2. gr. heldur svo áfram allt í kringum vernd- arsvæðið. Svo segir í 3. gr.: „Innan vernd- arsvæðisins er óheimilt að gera nokkuð það sem getur spillt vatni eða mengað það, bæði yfirborðs- vatn og grunnvatn.“ Til glöggvunar fyrir lesendur fylgir grein þessari kort, þar sem markalína verndarsvæðisins er dregin eftir 2. gr. laganna. Allt svæðið norðan og vestan megin við (þ.e. vinstra megin og ofan við) lín- una er á verndarsvæði Þingvalla- vatns. Aðeins smáræma á einum stað meðfram Úlfljótsvatni kynni að liggja utan þess. Í greinargerð með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Gríms- ness- og Grafningshrepps 2002– 2014, dagsettri 2. nóvember 2005, er hins vegar reynt að komast und- an því að viðurkenna að vernd- arsvæði ofangreindra laga sé eins og það er í raun skilgreint í lög- unum. Í greinargerð- inni segir m.a. á bls. 10: „Mynd 2 sýnir af- mörkun á verndar- svæði vatnasviðs Þing- vallavatns og mörk vatnasviðs Þingvallavatns skv. fylgiskjali með lögum nr. 85/2005 um vernd- un Þingvalla og vatna- sviðs þess.“ Síðan fylgir umrædd mynd með skýrslunni, og undir henni er enn áréttað að þetta sé fylgiskjal með lögum nr. 85/2005. En þá hefur myndinni verið breytt frá fylgiskjali því sem var með lög- unum, þótt látið sé líta svo út, að kortið sé tekið úr lögunum beint. Breytinganna er hvergi getið. Í lögunum sjálfum er umrætt kort titlað „Verndarsvæði Þing- vallavatns“, en skýrsluhöfundar hafa breytt titlinum í „Vatnasvið Þingvallavatns“. Breytingin er með nákvæmlega sama letri og á kortinu með lög- unum, greinilega til að villa um fyr- ir lesendum. Síðan hafa höfundar bætt inn tveim nýjum línum á sitt kort sem ekki eru í lögunum. Önnur á að sýna „mörk vatnsviðs Þingvalla- vatns“. Þessara síðarnefndu marka er hvergi getið í lögunum, heldur eru þau tekin upp úr bókinni Þingvalla- vatn frá 2002, og hafa ekkert laga- gildi. Í skýrslunni segir á bls. 10, í kafla 3.2.7: „Fyrirhuguð byggð lendir að litlum hluta innan vernd- arsvæðis vatnsviðs Þingvalla og enn minna svæði, eða u.þ.b. 5 ha, nyrst á svæðinu lendir innan vatnsviðsins sjálfs…“ Þetta er ekki rétt. Eins og fyrr segir og sjá má á meðfylgjandi stækkuðu korti þá liggur nær allt sumarhúsasvæðið innan vatns- verndarsvæðis, verndarsvæðis Þingvallavatns. Það er því ekki annað að sjá en að skýrsluhöfundar hafi viljað falsa framsetningu á grunnforsendum skipulagstillögunnar til að fá hag- stæða niðurstöðu fyrir seljanda landsins, Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef lesið margar opinberar skýrslur um dagana, en svona föls- un – að taka fylgiskjal með lögum frá Alþingi og breyta því til að halla réttu máli – hef ég ekki séð áður. Fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn Björn Matthíasson fjallar um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn ’Það er því ekki annað að sjá en að skýrsluhöf- undar hafi viljað falsa framsetningu á grunn- forsendum skipulagstil- lögunnar til að fá hag- stæða niðurstöðu …‘ Björn Matthíasson Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. Íslensk stjórnsýsla í samtímaspegli Kynntu flér lokaverkefni meistaranema í opinberri stjórns‡slu MPA vi› Háskóla Íslands 18. maí 2006 í Öskju, náttúrufræ›ahúsi Háskóla Íslands Dagskrá: 13:15 Setning: Dr. Ómar H. Kristmundsson, skorarforma›ur stjórnmálafræ›iskorar HÍ Málstofa 1 Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, forstö›uma›ur 13:30-14:00 Skilvirkni, föst stær› e›a breytileg – Sigur›ur Björnsson 14:00-14:30 Stefnumótun fyrir unga og smáa skipulagsheild – Sigurlaug fiorsteinsdóttir 14:30-14:50 Kaffihlé 14:50-15:20 Prófun á a›fer›afræ›i vi› stefnumótun í opinberum stofnunum – Jón Gauti Jónsson 15:20-15:50 Starfsmannasamtöl í framhaldsskólum – Bryndís Sigurjónsdóttir 15:50-16:05 Kaffihlé 16:05-16:35 „Af vondu le›ri gerast ei gó›ir skór“ – Gissur Pétursson Málstofa 2 Fundarstjóri: Dr. Ómar H. Kristmundsson, lektor 13:30-14:00 Heildstæ› stefnumótun í heilbrig›ismálum: Íslenskar heilbrig›isáætlanir í fortí› og nútí› – Gu›rún fiórey Gunnarsdóttir 14:00-14:30 Sta›lar og stjórns‡sla: Framkvæmd „N‡ju a›fer›arinnar“ á Íslandi – Gu›rún Rögnvaldardóttir 14:30-14:50 Kaffihlé 14:50-15:20 Breytingar á vísinda- og tæknikerfinu á Íslandi ári› 2003 – Edda Lilja Sveinsdóttir 15:20-15:50 Sameining fljónustuskrifstofa Evrópuáætlana - kostir og gallar – Ásta Sif Erlingsdóttir 15:50-16:05 Kaffihlé 16:05-16:35 Hlutverk hins opinbera í atvinnuflróun – Páll Magnússon Málstofa 3 Fundarstjóri: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor 13:30-14:00 Félagsau›ur og netnotkun: Kenningar, rannsóknir og tengsl – Svavar Jósefsson 14:00-14:30 Hva› veldur ásókn nemenda í fjarnám á háskólastigi? – Ragnhei›ur fiorgrímsdóttir 14:30-14:50 Kaffihlé 14:50-15:20 Landsa›gangur a› gagnasöfnum og rafrænum tíma- ritum – Ingibjörg Sverrisdóttir 15:20-15:50 Rafræn lyfjafyrirmæli – Esther Gu›mundsdóttir 15:50-16:05 Kaffihlé 16:05-16:35 Hvatar a› mótun heildarstefnu: Um uppbyggingu og rekstur me›fer›arstofnana – fiorger›ur Ragnarsdóttir 16:35-16:45 Stofnun félags stjórns‡slufræ›inga Léttar veitingar í rá›stefnulok og flar munu forsvarsmenn MPA-námsins veita uppl‡singar um námi›. Stjórnmálafræ›iskor Háskóla Íslands Dagskráin er öllum opin og hægt er a› sækja einstaka fyrirlestra www.mpa.hi.is E in n t v e ir o g þ r ír 3 98 .0 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.