Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 40
Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÚ ERT ÞREMUR KLUKKUTÍMUM OF SEINN Í MATINN!!! ÉG NEITA AÐ STANDA Í ÞESSU LENGUR!!! SPÆGIPYSLUR ERU HÁLF HRÆÐILEGAR. HVAÐA FLEKKIR ERU ÞETTA? ER ÞETTA EÐLUKJÖT? OG ÞESSI RÆMA HÉRNA. EINU SINNI VAR UMGJÖRÐIN ÚR INNYFLUM EN ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ ÚR PLASTI ÞEIR BLANDA AUÐVITAÐ LITAREFNUM Í ÞETTA OG BERA Á ÞAÐ VAX SVO ÞETTA LÍTI BETUR ÚT ...OG MAMMA ER HISSA Á ÞVÍ AÐ ÉG SÉ SVÖNG EFTIR SKÓLA BAKKELSI ER ÞAÐ EINA SEM HELDUR Í OKKUR LÍFINU! VEÐUR- FRÆÐINGAR ÞURFA LÍKA AÐ OPNA SIG KONAN MÍN ER SVO KÖLD! HÚN ER EFLAUST 10 GRÁÐUM UNDIR FROST- MARKI! MANSTU EFTIR BRÉFINU SEM VIÐ SENDUM BÍÓINU? VIÐ ERUM BÚIN AÐ FÁ SVAR STRAX! BÁÐUST ÞEIR AFSÖKUNAR? EKKI BEINT! ÞEIR SETTU OKKUR Á PÓSTLISTANN SINN 25% AFLSÁTTUR Í BÍÓ! FÖRUM OG SJÁUM „TUNDERPANTS“ AFTUR! ÉG LOFAÐI M.J. AÐ HALDA MIG FJÆRRI HENNI OG KRAVEN ÞAU ERU Í AUSTUR- BÆNUM ÞANNIG AÐ ÉG TEK STEFNUNA Á VESTURBÆINN EN SPENNANDI! Á MEÐAN... ÉG ÆTLA AÐ KOMA ÞÉR AÐ ÓVART ÉG ÆTLA AÐ HÆTTA AÐ NOTA ÞETTA TEPPI, KALLI ÉG VIL AÐ ÞÚ GEYMIR ÞAÐ OG LÁTIR MIG EKKI FÁ ÞAÐ SAMA HVAÐ ÉG GRÁTBIÐ ÞIÐ LÁTTU MIG FÁ ÞAÐ AFTUR, ÉG HEF SKIPT UM HÉRNA ÞÚ ERT VEIK- LYNDARI EN ÉG!!! Kalvin & Hobbes MAMMA, MÁ ÉG LOSA GÓLFPLÖTURNAR Í HERBERGINU MÍNU TIL ÞESS AÐ BÚA TIL GÖNG AUÐVITAÐ EKKI KALVIN! LÁTTU EKKI EINS OG KJÁNI AF HVERJU EKKI? VEGNA ÞESS AÐ ÞÁ KEMUR ÞÚ NIÐUR UM ELDHÚSLOFTIÐ. ÞÚ MÁTT EKKI GERA GÖNG! ALLT Í LAGI! HVERSU HLJÓÐLEGA HELDUR ÞÚ AÐ VIÐ GETUM NEGLT ÞÆR AFTUR NIÐUR? Dagbók Í dag er þriðjudagur 16. maí, 136. dagur ársins 2006 Víkverji keypti sérreiðhjól á dögun- um. Ósköp sakleysis- legt borgarhjól fyrir tuttugu þúsund krón- ur í Hagkaupum. Eftir einn mánuð verður það búið að borga sig upp í bensínkostnaði, þar sem stuttar ferðir brenna upp bensíni eins og unglingar sinu. Víkverji finnur líka mikið fyrir því bæði hvað varðar líkamann og tíma, því allt í einu er hann kominn með miklu betra þol, farinn að léttast og tíminn virðist nýtast miklu betur. Það er mælt með því að fólk hreyfi sig í hálftíma á dag. Fullt af fólki keyrir í vinnuna og keyrir síðan í ræktina þar sem það hreyfir sig í hálftíma og dólar svo í búningsklef- anum, keyrir í leikskólann og sækir börnin og keyrir með þau heim. Hversu mikill tími fer í allt þetta vesen? Væri ekki fljótlegra að hjóla þessar ferðir og sleppa bara rækt- inni, þar sem maður væri orðinn fínt úthreyfður eftir allan hjólatúrinn? Svo fékk Víkverji skemmtilegar fréttir á dögunum. Það fylgir því óþefur að hjóla meðfram umferðar- götunum, en evrópskir vísindamenn og læknar segja að gang- andi og hjólandi veg- farendur fái samt minna af mengun í sig, þar sem þeir fái bara óþefinn. Fólkið í bíl- unum fær eitrið beint úr púströrinu og nagladekkjunum á næsta bíl fyrir framan. Bónus! Víkverji er kátur þegar hann puðar upp brekkurnar og lætur sig síðan renna niður að áfangastaðnum. Hann finnur líkamann fagna þessu átaki og vorkennir öllu fólkinu sem er fast í bílunum sínum, fast í ein- öngruðum veruleika einkabílsins. Víkverji fær að hitta fólk út á götu, rabba við það og halda svo áfram. Hann er berskjaldaður fyrir heim- inum og ekki lokaður inni í neinni prísund. Vissulega á Víkverji einka- bíl, en hann notar hann nú orðið bara ef hann þarf að fara út á land eða upp í sveit (upp fyrir Elliðaár). Víkverji mun örugglega taka einkabílinn í sátt í nóvember þegar fer að kólna almennilega, en þangað til ætlar hann að sitja hjólhestinn sem fastast. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Borgarleikhúsið | Danshátíð sú sem stendur yfir á Listahátíð heldur áfram í kvöld, en þá verður önnur sýning að þessu sinni á verkinu „Við erum öll Marlene Dietrich FOR“, eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin. Það er Ís- lenski dansflokkurinn sem flytur verkið. Verkið hefur ferðast mjög víða um heiminn, en er nú sýnt örfáum sinnum á heimaslóðum í tilefni af hátíðinni. Danshátíð á Listahátíð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Rómv. 12, 14.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.