Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Afmæli Mozarts Hljómsveitarstjóri og einleikari ::: Ernst Kovacic Frank Martin ::: Ouverture en hommage à Mozart Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert í D-dúr Gottfried von Einem ::: Wandlungen op.21 Wolfgang Amadeus Mozart ::: Sinfónía nr. 40 FIMMTUDAGINN 18. MAÍ KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 19. MAÍ KL. 19.30 græn tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Í ár eru liðin 250 ár frá fæðingu meistarans og af því tilefni efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands til glæsi- legra tónleika til að heiðra minningu hans. Á efnisskránni eru sérlega skemmtileg verk unnin út frá tónheimi Mozarts auk verka meistarans: Fiðlukonsert og eitt vinsælasta hljómsveitarverk allra tíma, Sinfónía nr. 40. FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 20/5 kl. 14 Su 21/5 kl. 14 UPPS. Su 28/5 kl. 14 SÍÐ. SÝN. Í VOR FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö19/5 kl. 22:30UPPS. Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 UPPS. Má 5/6 kl. 20 Þri 6/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Forsýningar miðaverð 1.500 Í kvöld kl. 20 UPPS. Mi 17/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20 Mi 31/5 kl. 10 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 Lau 3/6 kl. 20 LEIKLESTRAR Norðurlandahraðlestin-sviðsettir leiklestrar. Í dag kl. 17 Noregur: Svefn e. Jon Fosse Svíþjóð: Kynlíf, eiturlyf og ofbeldi e. Mathias Andersson Mi 17/5 kl. 17 Finnland: Rauðir úlfar e. Kari Hotakainen Danmörk: Aska Gosa e. Jokum Rohde Allir velkomnir-Ókeypis aðgangur MARLENE DIETRICH-Íd Í kvöld kl. 20 Mi 17/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR BELGÍSKA KONGÓ Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR NAGLINN Fi 1/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING TENÓRINN Fi 18/5 kl. 20 Lau 27/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. HLÁTURHÁTIÐ HLÁTURHÁTÍÐARVIÐBURÐIR Fi 18/5 kl. 22:30 LEiKTU FYRIR MIG MIÐAVERÐ 1.000 Leikarar leika eftir pöntun þín uppá- haldsatriði úr Áramótaskaupunum. Fi 25/5 kl. 22:30 BANANABIKARINN MIÐAVERÐ 1.000 Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfé- lagi Akureyrar, keppa í leikhússporti Su 28/5 kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000 Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason kenna hláturjóga. Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar gríðarlegrar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Allt að seljast upp! Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sala hafin! KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju í kvöld, þriðjudag- inn 16. maí og föstudaginn 19. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30. Á tónleikunum verða m.a. flutt lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þá verða flutt tvö lög eftir Tómas R. Einarsson við eigin texta. Einnig verða flutt nokkur tónverk sem Hróðmar I. Sigurbjörnsson samdi sérstaklega fyrir Léttsveitina við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur í tilefni af tíu ára afmæli kórsins í fyrra. Þessi ljóð orti Ingibjörg þeg- ar hún bjó á Kúbu fyrir um það bil 30 árum. Á dagskránni eru líka spænsk og kúbönsk lög í anda Léttsveitarinnar enda kórinn nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleikaferð frá Havana á Kúbu, þar sem hann tók þátt í al- þjóðlegu kóramóti. Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari Að- alheiður Þorsteinsdóttir. Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, Eggert Pálsson, slagverksleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Kristín Jónsdóttir, Stína bongó, slagverksleikari, munu ennfremur leika undir á tónleikunum. Heitar frá Havana HÚN fór ekki hátt, heimsókn þjóð- leikhúss Sama til Íslands að þessu sinni. Enda voru áhorfendur næsta fáir í Norræna húsinu á sunnudag- inn þegar þau sýndu seinni sýn- ingu sína á jojkóperunni Skuolfi. Samt er þetta víðfrægt leikhús með gott orðspor og sterka Ís- landstengingu í gegnum Hauk Gunnarsson sem um árabil var leikhússtjóri og hafði mótandi áhrif á listræna stefnu leikflokksins. Og einhvern tíma hefði því nú verið haldið fram að íslenskt leikhús væri fábrotnara en svo að leikhús- iðkendur og -áhugamenn hefðu menningarleg efni á að láta jafn- framandi sýningu og þessa fram hjá sér fara. Og það er framandleikinn sem heillar í Skuolfi. Seiðurinn í tónlist- inni, hljómur tungumálsins, ein- lægnin í andlitunum. Innihald sýn- ingarinnar er næsta óljóst, textinn virðist upphafinn og óræður, en sagan sem samkvæmt leikskrá kemst tæpast til skila. Að ein- hverju leyti er vitaskuld um að kenna tungumálinu, en ég hef séð nógu mikið af sýningum á málum sem ég skil ekkert í til að vita að hér hefði verið hægt að miðla mun skýrar. Sterkari andstæður og minni óræðni hefði hjálpað okkur að skilja og samlíða með nátt- úrubarninu Jovna Nilas sem nefnd- ur er Uglan í tilraunum hans til að fóta sig í breyttum heimi nútíma lifnaðarhátta. Sýningin virðist ekki miðla því efni sem upplýsingarnar benda til að sé tilgangurinn. Á hinn bóginn er það sem fyrir augu og eyru ber áheyrilegt og áferð- arfallegt í sjálfu sér. Tónlistin ein- föld en sterk, hljóðmynd slagverks, bassaklarínetts og sópransaxófóns skemmtileg og söngurinn látlaus og hreinn. Umgjörðin falleg og óvenjuleg, með hálfu hvítu tjaldi og hálf-þjóðlegum búningum. Ingor Ántte Áilu Gaup og Egil Keskitalo buðu af sér látlausan þokka í hlutverkum Nilas og prests, en það var Mary Sarre sem fangaði hugann í torræðu hlutverki einhvers konar náttúruanda (að ég held) með skýru og óvenjulegu lík- amsmáli, sem jaðraði við dans, og fjölbreyttri raddbeitingu. Skuolfi er torskilin sýning en fal- leg. Það er alltaf þakklátt að fá að skyggnast inn í framandi heima, en leikhúsið býður upp á talsvert öfl- ugri hjálpartæki við að skilja ann- að fólk en þau sem Beaivvás Sámi Teáhter beitti hér. Ugluspil LEIKLIST Norræna húsið Eftir Johan Sara jr. og Harriet Nordlund. Beaivvás Sámi Teáhter. Norræna húsinu 8. maí 2006. SKUOLFI Jojk-ópera Þorgeir Tryggvason ÞÁ HEFUR Útlendingahersveitin komið saman í þriðja sinn og hald- ið sex tónleika víða um land, sem allir voru hljóðritaðir. Það verður gaman að heyra þann disk og vís- ast að hann verði betri en tónleik- arnir í FÍH, því nokkur þreytu- merki voru á köppunum eftir mikla spilamennsku. Það eru aðeins Jón Páll og Pétur sem spila á sín hljóð- færi á tónleikum árið um kring. Tónleikarnir hófust á Time After Time sem Jule Styne and Sammy Cahn skrifuðu fyrir Sinatra og þar var sóló Jóns Páls gulls ígildi, en honum tekst ævinlega að koma við kviku áheyrenda í ballöðunum sem þessari. Aðrir söngdansar voru ekki á dagskrá nema Soon eftir Gershwin, sem alltof sjaldan heyr- ist, og frábærlega skemmtileg út- setning Péturs Östlunds á Out of Town eftir Cole Porter, en þar var hann í aðalhlutverki með marsinn á hreinu; meira þó í ætt við Art Blakey en gömlu New Orleans trommarana. Jón Páll lék frumsaminn bopópus með Pétri og Árna Egils, JPQ, og mátti þar m.a. heyra Salt Peanuts. Eftir Árna Scheving lék sveitin stórskemmtilegan blús í rímnastíl. Þjóðlegur blús nefndist hann og sólóar höfundar, Jóns Páls og Þórarins hver öðrum krafmeiri í léttri fjórskiptri sveiflu hrynsveit- arinnar þarsem burstaleikur Pét- urs trónaði í hásæti. Tveir eldri ópusar eftir Scheving voru á dag- skrá. Fjörutíu ára vals, nefndur Brúðarlagið í söngleiknum Jazz- Inn og Rivers, sem er á geisladiski þeirra félaga. Flest verkin á dagskrá komu úr penna Árna Egilssonar, sem hefur mjög lagt sig eftir tónsmíðum eftir að hann hætti bassaleik í hljóð- verum. Song of The Gartners var grípandi melódía með sálarsvip, Sorry ljúf ballaða og hljómaði sveitin þar á stundum einsog MJQ með gítar, Relife var fingurbrjótur sem hæft hefði Niels-Henning og víbrafónsóló Schevings þar glæsi- lega byggður. Þórarinn, fyrsti ís- lenski djassimpressjónistinn, lék fallegan inngang að minningarljóði um Andrés Ingólfsson saxófón- meistara, og svo lék Árni minning- arljóð sitt um Niels-Henning, We Try To Go On, með upphafstóna Porters úr Yoúd Be So Nice To Come Home To og Samba Petit svífandi yfir vötnunum. Niels lék þá sömbu á síðustu tónleikum sín- um hérlendis með Árna og Bass Ecounters og þá léku þeir líka út- setningu Árna á lagi Jóns Þór- arinssonar við ljóð Laxness: Ís- lenskt vöggulag á hörpu. Það hljómaði ekki síður í meðförum Út- lendingahersveitarinnar og svo tók Árni Egils á öllu sínu í Ennþá NHØP og þarf engan að undra. Fjögurra stjörnu tónleikar fimm stjörnu sveitar. Vernharður Linnet Íslenska djassstjörnusveitin TÓNLIST Tónleikasalur FÍH Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafsson píanó, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Östlund trommur. Sunnudagskvöldið 30. apríl. Útlendingahersveitin SÝNING á mál- verkum Eiríks Smith var opnuð síðastliðinn föstu- dag á Hrafnistu í Hafnarfirði, en Eiríkur er einn ást- sælasti listmálari landsins. Stendur sýningin til 12. júní og eru allir vel- komnir. Eiríkur Smith sýnir á Hrafnistu Morgunblaðið/Einar Falur Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sig- urð Jónsson frá Arnarvatni hefur nú bæst í safn- ið Vefbækur Eddu. Vefbækur Eddu eru safn uppflettirita á vefnum sem býður upp á fjölmarga notk- unarmöguleika. Í safninu er Íslensk orðabók, Dönsk- íslensk orðabók, Íslensk-dönsk orða- bók, Samtíðarmenn, Kortabók Ís- lands og Nöfn Íslendinga. Undanfarin ár hefur verið unnið við útgáfu vandaðra uppflettirita á vefn- um hjá Eddu útgáfu. Útgáfan hófst veturinn 2004–2005 en þá var fram- haldsskólum boðið upp á frían að- gang að Íslenskri orðabók og Dansk- íslenskri orðabók á vefsvæðinu gagnasafn.is. Haustið 2005 var vef- svæðið vefbaekur.is opnað og þá höfðu Kortabók Íslands, Samtíð- armenn og Íslensk-dönsk orðabók bæst við. Stórvirkin Orðstöðulyklar Laxness og Íslendingasagna hafa frá upphafi verið hluti af útgáfu Eddu á vefnum. Nýjasta útgáfurit Eddu á þessum vettvangi er Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran, forstöðumann Orðabókar Háskólans, og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil og verður ekki endurútgefin á bókarformi, því er mikill fengur í útgáfu hennar á netinu. Verð: 5.990 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.