Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 17 ERLENT Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2006, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2006 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2006, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, van- skilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, ið- gjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipu- lagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöld- um, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2006 Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Laugarnesskóli 70 ára Afmælishátíð Laugarnesskóla og hverfishátíðin „Laugarnes á ljúfum nótum“ verður haldin laugardaginn 20. maí n.k. kl. 11:00-16:00 Hátíðin verður sett með því að syngja morgunsöng. Margt verður í boði s.s. myndir frá fyrri árum. Hátíðin fellur að hluta til að dagskránni „Laugarnes á ljúfum nótum“. Ánægjulegt væri að sjá sem flesta koma og njóta dagsins með okkur. Fylgist með á www.laugarnesskoli.is. Hjartanlega velkomin. Starfsfólk og nemendur Laugarnesskóla. AÐ MINNSTA kosti 81 hafa fallið í átökum lögreglu og meðlima um- fangsmikilla glæpasamtaka í Bras- ilíu frá því á föstudag. Strætis- vagnar, bankar og lögreglustöðvar eru meðal skotmarka samtakanna, sem halda að auki á þriðja hundr- að manns í gíslingu í tugum fang- elsa í landinu. Luiz Inacio Lula da Silva, for- seti Brasilíu, hefur boðið Claudio Lembo, ríkisstjóra Sao Paulo-ríkis, aðstoð við að kveða niður aðgerð- irnar. Ríkisstjórinn hefur hins vegar hafnað slíkri aðstoð og sagt að sínir menn muni ráða við ástandið. Brasilíuforseti boðaði engu að síður ríkisstjórn sína á neyðarfund í gær vegna ástandsins, sem talið er geta haft neikvæð áhrif á ferða- þjónustu landsins. Aðgerðirnar komu í kjölfar þess að lögreglan flutti 765 félaga glæpasamtakanna Fyrsta Herdeild Höfuðborgarinnar (PCC), þar af átta þekkta glæpaforingja, í fang- elsi með hámarks öryggisgæslu. Markmið flutninganna var að koma í veg fyrir að fangarnir gætu stjórnað aðgerðum PCC utan fangelsanna. Það þykir því til marks um útbreiðslu PCC að að- gerðunum nú sé stjórnað úr fjöl- mörgum fangelsum í Sao Paulo og nágrenni. Þá hefur verið tilkynnt um of- beldisaðgerðir í borgunum Guar- uja, Santos og Cubatao, sem liggja við strönd landsins. Herma fjöl- miðlar á svæðinu að glæpagengin hafi notað vélbyssur, handsprengj- ur og heimatilbúnar sprengjur í árásum í Sao Paulo og borgunum þremur, en hefndaraðgerðirnar vegna flutninganna hafa reynst mun umfangsmeiri en ráð var fyrir gert. Alls hafa 36 lögreglumenn fallið í árásum PCC, en áætlað er að árásir á stöðvar þeirra séu ekki undir 100. Glæpagengi í Brasilíu hafa áður staðið fyrir blóðugum aðgerðum, en aldrei með jafn um- fangsmiklum hætti og nú. Að sögn Enio Lucciola, talsmanns örygg- isráðuneytis Sao Paulo-ríkis, hafa uppreisnarmenn PCC í fangelsum landsins hins vegar hvorki lagt fram formlegar kröfur né valdið gíslum sínum skaða. Stofnuð eftir fangauppreisn Samtökin PCC voru stofnuð í Sao Paulo árið 1993 af félögum ýmissa glæpagengja í Taubate- fangelsinu, í Sao Paulo, eftir að 111 fangar voru myrtir þegar lög- reglan reyndi að kveða niður fangauppreisn. Lítið þótti fara fyrir samtökun- um þar til í febrúar 2001, þegar þau skipulögðu umfangsmestu fangauppreisn í sögu landsins. Umsvif samtakanna þykja síðan hafa aukist mjög á síðustu árum, en frá því í ársbyrjun hafa þau staðið fyrir tugum uppreisna í fangelsum landsins. AP Ungur Brasilíumaður horfir á leifar strætisvagns í einu úthverfa borgarinnar Sao Paulo í gær. Stjórn Brasilíu á neyðarfundi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fréttir í tölvupósti Sydney. AP. | Nýja-Sjáland er ekki til sölu, að sögn uppboðsvefjarins eBay, þótt Ástrali nokkur hafi reynt að selja landið hæstbjóð- anda á netinu. Fyrsta tilboðið var aðeins eitt ástralskt sent en hæsta boðið var 3.000 ástralskir dollarar, sem samsvarar um 165.000 krónum, þegar eBay ákvað að stöðva upp- boðið. Ástralinn hafði þá fengið alls 22 tilboð í landið. „Nýja-Sjáland er auðvitað ekki til sölu,“ sagði Daniel Feiler, tals- maður eBay í Ástralíu. „Hér eru aðallega seldar heimilisvörur en endrum og eins eru ýmsir skringilegir hlutir boðnir upp. Við skoðum þá og ef allt er eins og vera ber þá látum við þá vera en ef við sjáum eitthvað sem ekki er hægt að selja þá tökum við það af vefn- um.“ Nýja-Sjáland ekki til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.