Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 36
✝ Bára Björns-dóttir fæddist 16. maí 1927. Hún lést á heimili sínu 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- björg Jónsdóttir, f. í Bárugerði á Mið- nesi 20. október 1894, d. 21. nóvem- ber 1993, og Björn Eiríksson, f. á Hall- dórsstöðum á Vatnsleysuströnd, f. 9. september 1894, d. 7. maí 1983. Þegar foreldrar Báru giftust fluttu þau á Sjón- arhól í Hafnarfirði. Börn þeirra urðu sex talsins: Ættleiddur Bjarni Vestmar Björnsson, f. í Reykjavík 14. nóvember 1925, d. 27. desember 1986; Bára, sem hér er kvödd; Bragi Vestmar Björns- son, f. 18.6. 1929, kvæntur Ernu Guðmundsdóttur, d. 1996; Jón Boði Björnsson, f. 4.12. 1931, kvæntur Ernu Ragnarsdóttur; Ágúst Einar Birgir, f. 22.2. 1935, Dagný Emma, f. 29.3. 1960, gift Hirti Kristinssyni. Þau eiga tvö börn, Heru og Björn. Þau hafa síðastliðin 12 ár búið á Nýja-Sjá- landi, þar sem þau reka eigið fyr- irtæki sem heitir Gimle. Tvö barnanna dóu mjög ung, drengur við fæðingu, nefndur Sveinn Magnússon, og annar, Jón Magn- ús, dó þriggja vikna gamall. Bára var fyrst í barnaskólanum við Lækinn í Hafnarfirði, minntist hún oft á söngkennslu Friðriks Bjarnasonar tónskálds og þeirra góðu stunda sem hún naut í söng- tímunum, enda var hún lagvís og söngelsk. Þegar barnaskólanum lauk nam hún í Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 18 ára gömul. Bára hafði ávallt aðstoðað móður sína samhliða námi, því Guðbjörg rak smáversl- un með matvörur. Eftir skólaslit á vorin var Bára mörg ár í sveit, fyrst sem barnapía, og síðan kaupakona. Ávallt á sama bænum, Kagaðarhóli í Austur-Húnavatns- sýslu. Bára starfaði við ýmislegt, alhliða fiskverkun og síðari ár í Hannyrðabúðinni í Hafnarfirði og Garðabæ, hjá Guðlaugu systur sinni. Bára verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. kvæntur Ingu Magn- úsdóttur; og Guðlaug Berglind, f. 21.2. 1937, gift Halli Ólafssyni. Bára giftist 1946 Magnúsi Þórðarsyni, sjómanni og verka- manni ættuðum frá Staðarhól í Höfnum, f. 9. september 1925. Bára og Magnús eignuðust sex börn, þau eru: 1) Björn, f. 23.7. 1947, kvæntur Aðalbjörgu Reynis- dóttur, þau eiga tvo syni, Bjarna Vestmar og Birgi Vestmar. Þau reka verslunina B. Magnússon hf. 2) Guðrún Elín, f. 13.11. 1948, gift Jan Anton Juncker Nielsen, þau eiga einn son, Kim Magnús. Guð- rún hefur unnið undanfarin ár við verslun hjá Birni bróður sínum. 3) Þórður Rúnar, f. 10.1. 1953, kvæntur Önnu Lárusdóttir, þau eiga þrjár dætur, Báru Mjöll, Jónu Dögg og Tinnu. Þórður og Anna reka Flísabúðina hf. 4) Þó svo að hún mamma mín hafi ekki verið há í loftinu er hún stærsta manneskja sem ég hef þekkt. Þegar ég hugsa um hana mömmu er gjafmildi fyrsta orðið sem kemur upp í huga mér og ótaldar eru húfurnar, hosurnar og peysurnar sem hún gaf vinum og vandamönnum. Hannyrðir voru hennar yndi og hún saumaði út heilu ævintýrin. Mamma var alltaf boðin og búin að kenna öðrum og þær voru ófáar ungu konurnar sem leituðu leiðsagnar hennar við að búa til eitthvað fallegt. Alltaf hafði hún tíma til að hjálpa öðrum. „Komið þið bara til mín, við skulum sjá hvað við getum gert,“ voru hennar svör. Hvar sem hún mamma fór var hún eins og storm- sveipur og það eru ekki margir sem gátu unnið eins hratt og vel og hún. Þegar við systkinin vorum að koma okkur upp heimilum var mamma mætt fyrst á svæðið til að hjálpa og var alltaf síðust út. Það er ekki nema ár síðan hún kom til að hjálpa syni mínum og fjölskyldunni hans að flytja og lét hún ekki sitt eftir liggja og heyra mátti „frá“ áður en ruslapokarnir komu fljúgandi niður stigann. Guð geymi þig elsku mamma mín. Ég mun minnast þín með gleði í hjarta það sem eftir er. Þín dóttir, Guðrún Elín. Að leiðarlokum með þakklæti í huga bið ég guð um að blessa minn- ingu elskulegrar tengdamóður minnar með þessum orðum. Skyndilega slökknar logi sem yljaði og allt gaf Ljós eitt fjarar út Allt verður ískalt Rödd deyr út maður uppgötvar skyndilega að ekkert verður sem áður. Þinn tengdasonur, Jan Nielsen. Hún elsku hjartans amma Bára er látin. Amma Bára var einstök kona sem fyllti líf allra þeirra sem á vegi hennar urðu af hamingju og hlýju. Hún var sannkallaður gleði- gjafi. Hver sá sem hana þekkti veit að hún tók öllum opnum örmum og var ávallt til staðar, sama hvað bjátaði á. Þótt vel væri leitað fynd- ist ekki jafn óeigingjörn og hjartahlý manneskja og hún amma Bára var. Hún var alltaf tilbúin að veita öllum þá hjálp sem þeir þörfnuðust og setti þarfir annarra á undan sínum eigin. Við systurnar erum mjög sam- rýndar og áttum ætíð í góðu og nánu sambandi við ömmu Báru. Al- veg frá barnæsku spilaði amma Bára stórt hlutverk í lífi okkar. Hún var ekki bara amma okkar, heldur vinkona og maður gat ávallt treyst á hana. Hún var sannkölluð „fairy grandmother“. Við ólumst upp í næstu götu við hana og eigum margar góðar minningar frá Hraunhvamminum og Hraunbrún- inni. Ævintýrasögurnar sem hún sagði okkur og aðdáun á þeim er nokkuð sem við áttum sameigin- legt. Amma var alltaf á fleygiferð og minnumst við hennar á þönum að gleðja aðra. Amma Bára sat aldrei auðum höndum. Hún prjón- aði ófáar peysur, sjöl, trefla og húf- ur á okkur systurnar jafnt og aðra. Haframjölskökurnar hennar gleymast aldrei og verður sárt saknað sem og góðu heimabökuðu brauðin sem hún bakaði. Það var virkilega erfitt þegar í ljós kom hvað amma var veik. Okk- ur óraði ekki fyrir að veikindi hennar væru svona alvarleg og að hún ætti svona stutt eftir ólifað. Amma stóð sig eins og hetja í veik- indum sínum. Dugnaðurinn, já- kvæðnin, þrautseigjan og áræðið er eitthvað sem við munum ætíð muna eftir og erum svo stoltar af. Hún amma Bára var sannkölluð hetja og engill í mannsmynd. Við biðjum góðan guð að styrkja afa Magnús á þessum erfiðu tím- um. Minningin um elsku ömmu Báru mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Bára Mjöll, Jóna Dögg og Tinna. Elsku amma Bára. Ég minnist þín hlaupandi á milli barnanna þinna með heitar vöfflur og rjóma. Eftir að þú tókst bíl- prófið sextug að aldri gastu farið hraðar yfir sem var þér að skapi. Vinir mínir sáu stundum til þín á öðru hundraðinu á leiðinni til Reykjavíkur. Hvert sem erindið var var það eflaust til að gleðja ein- hvern. Já, þú áttir engan þinn lík- an. Önnur eins kjarnorkukona verður vandfundin. Ég er ánægður með að þú náðir að sjá Ísbjörgu Elínu og að sjálf- sögðu heklaðir þú á hana fína kápu og húfu í stíl. Ég vil að lokum þakka þér fyrir alla hlýjuna og við fjölskyldan minnumst þín um ókomna tíð. Eins og ég sagði alltaf, þá varst þú besta amma í heimi. Kim Magnús J. Nielsen. Elsku amma Bára, við sem höf- um haft þann heiður að kynnast þér, erum svo heppin. Það er enginn hér á jörðinni sem hefur eins fallega mynd af lífinu og þú hafðir. Þegar ég var hjá þér, leið mér alltaf eins og ég væri stödd í æv- intýri, Man alltaf þegar ég var lítil og við frænkurnar klæddum okkur í náttkjólana þína og vorum prins- essur að læra að hekla. Takk fyrir allt sem þú kenndir og sýndir mér, þín list deyr aldrei, og umvefur okkur öll. En þú varst svo mikil manneskja, orka og kraftur á við tíu manns, og sama hversu mörg ár líða, mun ég alltaf búast við að sjá þig þeytast framhjá í rauðu káp- unni, á 120, prjónandi á ljósum. Þú varst fallegust, best og æðislegust, elsku amma Bára. Hera Hjartardóttir. Elsku amma Bára. Aldrei gleymi ég stundunum þegar þú settir mig upp á borð og gafst mér hafragraut. Það voru miklar ánægjustundir, grauturinn alltaf mátulegur. Það var aðeins öðruvísi þegar ég gisti hjá þér síðastliðið sumar. Enda mörgum árum síðar og ég orðinn of stór til að vera skellt upp á eldhúsborð. Ást sem hefur verið gefin eins og þú og mamma hafið gert, er mér ómetanlegur fjársjóður um ókomna tíð. Ég minnist einnig þess þegar ég fór á Hebron Course. Að hafa þig í hjartanu gerði mér kleift að kom- ast vel í gegnum þennan erfiða tíma. Ég þakka fyrir samleiðina og að fá að hafa þig og þína góðu minn- ingu sem leiðarljós í lífi mínu. Björn Hjartarson. Amma Bára var alltaf svo góð við mig. Hún gaf mér svo mikið. Mér varð aldrei kalt á höndunum eða höfðinu og ég átti alltaf eitthvað til að setja um hálsinn svo ég yrði ekki veik. Við amma Bára vorum líka mjög hrifnar af Mjallhvíti. Hún gaf mér mjög fallega mynd sem ég er með í herberginu mínu. Eins sung- um við stundum saman og lékum, það var frábært. Amma Bára bak- aði líka bestu haframjölsköku í öll- um heiminum. En Amma Bára er núna dáin og fær að hvíla sig með hinum englunum. Ég var mjög heppin að fá að vera svona mikið með henni. Guð geymi ömmu Báru. Agla Bríet. Bára systir mín er dáin. Svo blíð og góð og öllum mikill gleðigjafi. Allt gerðist svo hratt, aðdragand- inn að láti hennar var svo stuttur og hugur minn er í molum. Minn- ingar streyma fram í hugann, augnablik, atburðir, augnatillit, ómur af rödd og dillandi hlátri, það er erfitt að staldra við eitthvað eitt. Nú svífur hún ekki lengur um gólf- ið í Hannyrðabúðinni í léttum valsi og syngur, geislandi af lífsgleði. Hún sem gat breytt hverjum degi í ævintýri með brosinu sínu einu saman, og allt varð svo skemmti- legt og gott. Strax eftir fæðingu mína fékk hún mig í fangið og var sagt að gæta mín vel. Það gerði hún svo sannarlega. Hún verndaði mig og studdi með takmarkalausri syst- urást og umhyggju alla sína ævi. Fyrsta minning mín um Báru er þegar hún var ráðin sem kaupa- kona með barn norður í land. Þá var ég tveggja ára en hún nýlega orðin tólf. Ég man hvað mér þótti óskaplega gott að eiga Báru systur og kúra hjá henni í baðstofurúminu í þessum gamla torfbæ. Um haustið tókum við gamla Laxfoss frá Borg- arnesi til Reykjavíkur á leiðinni heim. Það var vont í sjóinn og áhyggjufull kona sagði: „Komdu hingað væni minn meðan mamma þín er að gubba.“ Ég hélt af öllum kröftum í Báru þar sem hún stóð við borðstokkinn. Okkur var báðum mikið niðri fyrir heima, þegar við sögðum frá þessari fávísu konu sem sá ekki að við værum systur. Oft síðan höfum við hlegið saman að þessari sögu. Bára hafði svo sítt og þykkt hár að þegar hún sat í stól með hárið slegið náði það niður á gólf. Þannig var það þurrkað á veturna við eld- inn í stóra ofninum á gamla Sjón- arhól. Á sumrin var valinn sólríkur dagur og þá sat hún á klöppinni framan við eldhúsgluggann með glitrandi hárið allt í kringum sig og ég gat falið hana í því. Þegar Bára kynntist drauma- prinsinum sínum, honum Magnúsi, gladdi hún mig með því að gefa mér Kapítólu, fyrstu bókina sem ég eignaðist. Ég var vonsvikin yfir því að engar myndir voru í bókinni og þá las hún hana alla fyrir mig. Bók- in hefur fylgt mér alla tíð síðan. Á skólaárum sínum var Bára af- burða nemandi. Hún var alla tíð mannglögg og svo minnug að undr- um sætti. Í návist hennar opnaði ég aldrei símaskrá því hún mundi öll símanúmer þótt hún hefði aðeins séð eða heyrt þau einu sinni. Svona gæti ég haldið áfram því hún systir mín var engum lík. Síð- ustu þrjátíu til fjörutíu árin höfum við unnið saman. Aldursmunurinn hvarf einhvern tímann fyrir langa löngu. Hún var alla tíð sama létt- stíga og glaðværa stúlkan og sú allra, allra besta sem hægt var að hafa í kringum sig. Bára er nú hjá drengjunum sín- um tveimur sem dóu svo ungir og hún saknaði alla tíð svo sárt. En hugur minn er í molum og ég finn aðeins sorg og svo mikinn söknuð. En það birtir upp um síðir og Bára lætur eftir sig hóp afkomenda sem hún eftirlét eiginleikana sína góðu. Þegar endalokin nálguðust margbað hún mig að skila góðri kveðju til allra okkar góðu við- skiptavina í Hannyrðabúðinni. Það geri ég hér með. Veit ég fyrir víst að margir þeirra munu sakna henn- ar sárlega. Guð styrki okkur öll. Guðlaug. Við lát mágkonu minnar, langar mig að minnast hennar með nokkr- um orðum. Hún átti ættir sínar að rekja til Suðurnesja. Faðir hennar var Björn Eiríksson, frá Halldórsstöð- um á Vatnsleysuströnd, og móðir hennar Guðbjörg Jónsdóttir, frá Bárugerði á Miðnesi. Þau bjuggu á Sjónarhól í Hafnarfirði, þegar Bára og Magnús bróðir minn byrjuðu að búa. Voru þau ung að árum, hún nítján ára, en hann rúmlega tvítug- ur. Þau byrjuðu sinn búskap uppi á lofti, í gamla Sjónarhóls húsinu hjá foreldrum Báru. Seinna byggðu þau sér hús á Hraunhvammi 4, og hafa búið þar allan sinn búskap. Þau eignuðust 6 börn. Þessi kyn- slóð, sem nú er í kringum áttræðis aldurinn, var alin upp á kreppuár- unum, og kom inn á vinnumark- aðinn í byrjun stríðsins, þegar fór að rakna úr atvinnumálum þjóð- arinnar. Unnu þá margir langan vinnudag, og var Bára þar engin undantekning. Hún var með stórt heimili, og vann lengi frameftir í fiskvinnslu, þar sem Magnús var verkstjóri. Seinni ár þegar Magnús fór að vinna í Straumsvík, fór Bára að vinna í Hannyrðabúðinni við Strandgötu hjá Gullu systir sinni, og síðar í Garðabæ eftir að Gulla flutti búðina þangað. Bára útskrifaðist frá Kvenna- skólanum í Reykjavík þegar hún var átján ára gömul, hún var ágæt- lega fær í ensku, og gat bjargað sér á fleiri tungumálum. Hún skrifaðist á við nokkra útlendinga sem hún hafði stofnað til kynna við. Hún stofnaði til kynna við marga, ekki síst við þá sem stóðu frekar höllum fæti í lífinu, og veitti þeim hjálparhönd eftir því hvað getan leyfði. Bára var að mörgu leyti lík Guðbjörgu mömmu sinni, sem var mikil gæða- og sómakona. Það fór enginn svangur frá þeim mæðgum. Bára var mikil hannyrðakona, saumaði út, prjónaði og heklaði og gaf það barnabörnum og fleirum, sér og þeim til ánægju. Hinn 27. febrúar veiktist Bára við útför lítils frænda okkar, Emils BÁRA BJÖRNSDÓTTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýju og stuðning vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, JÓHANNESAR HELGA JÓNSSONAR, Hvassaleiti 56, áður Álftamýri 30. Elísabet Pétursdóttir, Gylfi N. Jóhannesson, Hrefna Einarsdóttir, Guðrún J. Jóhannesdóttir, Guðjón J. Jensson, Anna Jóhannesdóttir Hjörvar, Ari Hjörvar, Pétur Þ. Jóhannesson, Kolbrún Bessadóttir, Sigríður J. Jóhannesdóttir, Hans Waack, barnabörn, langafabörn og systur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, ömmu og systur, SONJU WERNER GUÐMUNDSDÓTTUR, Fossheiði 62, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur. Guðmundur Þór Werner Magnússon, Gabríel Werner Guðmundsson, Ingibjörg H. Werner Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.