Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENSKT efnahagslíf er komið yf- ir erfiðasta hjallann og ró er að fær- ast yfir. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra á þeim hluta ráðstefnu breska stjórnmála- og við- skiptatímaritsins The Economist, sem opin var fjölmiðlum, en ráð- stefnan var haldin hér á landi í gær. Halldór sagði ljóst að það væri al- mennur skortur á þekkingu á ís- lensku efnahagslífi erlendis. „Það er ein helsta lexían sem óróleikinn að undanförnu getur kennt okkur og það er lexía sem við tökum ekki létt á. Við höfum tekið mikilvæg skref til að auka upplýsingarnar um íslenskt efnahagslíf erlendis. Þetta á jafnt við um íslensk fyrirtæki sem starfa á al- þjóðamarkaði, bankana og stjórn- völd.“ Hann sagði að þegar upplýs- ingarnar hefðu skilað sér og ró komist á í umræðunni, þá kæmi í ljós að íslenskt efnahagslíf sé eitt það auðugasta og samkeppnishæfasta í heimi og þar sem vöxtur er hvað mestur. Halldór fór í ræðu sinni yfir stöð- una í íslensku efnahags- og atvinnu- lífi og sagði meðal annars að sú mikla umræða sem verið hefur erlendis að undanförnu sýndi að Ísland væri ekki lengur einangrað land langt í norðri. Óróleikinn á íslenskum fjár- málamarkaði hafi komið fram víða um heim, á mörkuðum sem eru mun stærri en sá íslenski. Þetta sýni hve íslenskt efnahagslíf sé í nánum tengslum við efnahagskerfi heims- ins. Þetta hafi bæði í för með sér kosti og galla. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að ókostirnir vegi sem minnst.“ Óróleikinn stendur stutt við Fram kom í máli Halldórs að lækkun á gengi krónunnar að und- anförnu hafi verið fyrirséð og ekki komið á óvart, nema hve hratt geng- ið hefur lækkað á skömmum tíma. „Ég er sannfærður um að núver- andi óróleiki í íslensku efnahagslífi muni standa stutt yfir,“ sagði Hall- dór. „Viðskiptahallinn stafar að stórum hluta af hinum miklu fram- kvæmdum í áliðnaði og mun minnka hratt eftir að þeim lýkur. Lækkun á gengi krónunnar mun einnig stuðla að betra jafnvægi í efnahagslífinu því eftirspurn mun minnka og þann- ig stuðla að minni viðskiptahalla. Þá tel ég einnig að núverandi verðbólga sé tímabundin og að þegar á næsta ári muni verðbólgan verða nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans.“ Sagði hann að nú þegar séu komin fram skýr merki um að það versta sé yfirstaðið og að horfur framundan í íslensku efnahagslífi séu betri en verið hefur. Mikilvæg uppbygging Að lokinni ræðu Halldórs spurði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, hvort til stæði að einka- væða fyrirtæki í orkugeira. Sagði Vilhjálmur það sína skoðun að orku- og stóriðjuframkvæmdir myndu ekki vera eins umdeildar og raun ber vitni ef ríkið væri ekki eins ríkur þátttakandi í þeim og nú er. Halldór svaraði því til að í framtíð- inni muni ýmsir sjóðir hugsanlega koma að orkufyrirtækjum, en engar áætlanir séu uppi um að ríkið selji hlut sinn í Landsvirkjun. Þá sagði hann að það væri ekki hvað síst vegna hinna miklu framkvæmda í orkumálum og áliðnaði sem tekist hafi að byggja upp mikla þekkingu á þessum sviðum hér á landi, sem væri mikils virði. Halldór var einnig spurður um hugsanlega aðild Íslands að Evrópu- sambandinu og sameiginlegu mynt- svæði sambandsins. Sagði hann að því fylgdu ýmis vandamál að vera með sjálfstæðan og lítinn gjaldmiðil, en ekkert einfalt svar væri við þeirri spurningu hvað heppilegast væri að gera. Þessi spurning sé meðal þeirra sem svara þurfi í framtíðinni, og ekk- ert sé útilokað í þeim efnum. Aukinn ójöfnuður Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, steig í pontu og sagði að ójöfnuður í þjóðfélaginu hefði aukist að undanförnu. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann vildi hafa orð á þessu í fyrirspurn- artíma á ráðstefnunni sé að benda á að Hagstofan, sem heyrir undir for- sætisráðuneytið, neiti því að birta upplýsingar sem sýni fram á aukinn ójöfnuð. Mikilvægt sé hins vegar að fá þessar upplýsingar fram nú þegar kosningar eru í nánd. Halldór sagði Þorvald hafa flutt pólitíska ræðu sem hann væri ekki sammála. Skattar hefðu lækkað og hann viti ekki til þess að til séu töl- fræðiupplýsingar hjá Hagstofunni sem sýni fram á aukinn ójöfnuð í þjóðfélaginu, eins og Þorvaldur hafi haldið fram. Heimila fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, spurði forsætisráðherra hvort til greina komi að opna fyrir fjárfest- ingar útlendinga í sjávarútvegi. Í svari Halldórs kom fram að hann hafi verið annarrar skoðunar en hann er nú fyrir tíu árum. Þá hafi hann talið það áhættusamt fyrir Ís- land að útlendingar ættu hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Hann sjái það hins vegar ekki sem jafn áhættusamt í dag og því telji hann rétt að breyta lögum sem komi í veg fyrir slíkar fjárfestingar. Morgunblaðið/RAX Pallborðið Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við Nenad Pacek, framkvæmdastjóra Evrópumála hjá Economist, að hringborðsumræðum lokn- um á Nordica-hóteli í gær. Framan við þá sést m.a. í Þór Sigfússon, forstjóra Sjóvár, sem sat í pallborði ásamt Halldóri og Pacek. „Efnahagslífið er komið yfir erfiðasta hjallann“ Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is                !  "# #                                  !  " # $% &'  & #     $   ( ) #  (!# ' * $  +  *  ,  , &    -  ./ 0 1 &21$   3    ! " #     & .  0+  *  4  *  4 . 02  5 *   672  89&   8  . :;## # . 0 !0  <   !0  $ %    & & * =;2 2 0  -1 > #-0 *   & '()  5?=@ -A0 0  0          /     / / / / / / / / /  ; #1 ;  0  0 / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / BCD / B/ CD B/CD B/CD B/CD BCD B/CD B CD / B/ CD / / / / BCD / / / / / / / / / / / 4 *  0   * #  : $ 0A * # E ( -              /        / / / / /  / / / /                                             < 0   A)%  :4F #  &2!* 0       /    / / / / / / / / / RÁÐSTEFNUDEILD Economist sendi frá sér tilkynningu í lok ráð- stefnunnar í gær, m.a. þess efnis að framámenn í viðskiptalífinu væru hóflega bjartsýnir um framtíð ís- lensks efnahagslífs. Gestir á ráð- stefnunni hefðu verið ríflega 120 og samhljómur hefði verið í umræðu- hópi erlendra fjárfesta þar sem fjallað var um stöðu Íslands í al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi. „Það var mál manna að það væri Íslendingum nauðsynlegt að auka fjölbreytni til þess að jafna út vaxt- arsveiflur í efnahagslífinu,“ sagði Neil Prothero, ritstjóri gagnaöfl- unardeildar Economist. Hann sagði svigrúm vera til frekari vaxtar ann- arra greina en stóriðju, t.d. í lyfja- framleiðslu, banka- og ferðaþjón- ustu. Allar þessar greinar hefðu vaxið mjög að undanförnu. Að auki væri Ísland kjörinn vettvangur fyr- ir hvers kyns þekkingariðnað, t.d. upplýsingatækni. „Árangur íslenskra fjárfesta er- lendis hefur verið ótrúlega góður. Styrkur og fjölhæfni íslensku fyr- irtækjanna og þau verðmæti sem þau hafa skapað hvíla á traustum undirstöðum. Þær munu verða þeim grunnur til framtíðar,“ sagði Hannes Smárason, forstjóri FL Group, m.a. í erindi sínu. Engin brotlending „Það ríkir skilningur á því að hægja mun á hagvextinum en það verður engin brotlending,“ sagði Neil Prothero ennfremur. „Það er almennt viðurkennt að í náinni framtíð þurfi að draga úr þeim sveiflum sem einkennt hafa núver- andi hagvaxtarskeið.“ Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði m.a. í sinni ræðu: „Það er ánægjulegt að skynja að styrkur íslensks efna- hagslífs endurspeglast aftur á raunhæfari hátt í aðstæðum á markaði. Íslenskir bankar hafa áfram skilað góðum hagnaði og uppgjör fyrsta ársfjórðungs undir- strikar stöðu þeirra enn frekar. Hagvaxtarhorfur á árunum 2008– 2010 eru jafnframt góðar, það er meira en 3% í kjölfar lægri vænts vaxtar á árinu 2007.“ Hóflega bjartsýnir 6 * G -H8        C C &:-= "I        C C ?? J,I      C C J,I(! 6        C C 5?=I " KL        C C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.