Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar AÐ BJÓÐA sig fram til sveitarstjórnarstarfa er að sækja um vinnu hjá samborgurum sínum. Það er ekki fyrst og fremst valdastaða að vera í sveitarstjórn, það er vinna í þágu samfélagsins, það er þjónusta. Þessu gleyma stundum kjörn- ir fulltrúar, sem er ekki gott. Í sveit- arstjórn, eins og í íþróttum, þarf að hugsa „við“ en ekki „ég“. Eftir áralanga reynslu af íþrótta- iðkun og þjálfun er það mín reynsla að samvinna, skýr markmið og öflug liðs- heild er það sem skilar árangri. Á síð- asta kjörtímabili var of mikið um ósætti í meirihluta- samstarfinu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Kom það niður á starfi sveitarstjórnar, málefnavinnu, starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum öllum. Þessu verður að breyta. Á þjálfaranámskeiði fyrir nokkrum árum lærði ég um örvakenninguna og hef ég notað hana mikið síð- an. Örvakenningin gengur út á það að ef hópar vilja ná árangri verða allir að stefna í sömu átt. Þetta geta ver- ið ýmsir hópar, eins og starfshópur í fyrirtæki, skóla- bekkur, knattspyrnulið eða sveitarstjórn. Til að ná ár- angri verða hóparnir að setja sér sameiginleg markmið sem allir samþykkja og þar með stefna allir í sömu átt. Þá aukast líkurnar á að markmiðunum verði náð, lík- legt er að samkennd og samhugur ríki og þar með er auðveldara að mynda sterka liðsheild og góðan anda. Markmiðin geta t.d. verið Íslandsmeistaratitill í knatt- spyrnu eða stefna sveitarfélags í skólamálum. Ef þetta tekst ekki, þ.e. að einstaklingarnir í hópnum eru ekki með sömu markmið og ekki er verið að stefna í sömu átt, þá er ólíklegt að markmiðum verði náð. Á sama tíma aukast líkur á ósamlyndi og ágreiningi. Þetta getur t.d. verið að í íþróttaliðinu séu einstaklingar sem eru þar einungis af því að vinir þeirra eru í liðinu, Ís- landsmeistaratitillinn skiptir ekki máli. Hvað sveit- arstjórnina varðar má segja að þetta lýsi ágætlega sveitarstjórn Skagafjarðar á því kjörtímabili sem nú er að líða. Með þessu er ég ekki að segja að í sveitarstjórn Skagafjarðar sé óhæft fólk, alls ekki en þó er ljóst að ekki stefna allir í sömu átt. Einhverjir gætu sagt að það sé ekkert óeðlilegt, að það sé eðli stjórnmála að vera ósammála. Ég geri mér vel grein fyrir að í stjórn- málaflokkum er fólk með mismunandi skoðanir en það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að vinna saman. Auk þess eru flokkarnir í sveitarstjórnarmálum yfirleitt sammála um flesta þá þætti sem vinna þarf að og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að starfa saman að sameiginlegum markmiðum. Samfylkingin í Skagafirði hyggst vinna af heilum hug í þágu Skagfirðinga. Jákvæðni, samstaða og vinnu- gleði eiga að einkenna störf sveitarstjórnar og við vilj- um leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Ég tel það vera til hagsbóta fyrir alla íbúa í Sveitarfé- laginu Skagafirði ef vinnubrögðum í sveitarstjórn yrði breytt í þá átt sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Þar með erum við að taka upp vinnuaðferðir sem gilda ekki einungis um íþróttahópa, heldur um alla þá hópa sem vilja ná árangri. Allir með í Skagafirði Eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur Höfundur er knattspyrnuþjálfari og er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Skagafirði. ÞAÐ ER tilhlökkunarefni að lesa viðhorfspistla Krist- jáns Jónssonar í Mogganum því hann tekur á ýmsu og er óhræddur að kryfja til mergjar. Í blaðinu 4. maí fjallar hann um kosningarnar. Þar undirstrikar hann það sem æ fleiri borgarbúar upp- götva þessa dagana, að Svandís Svav- arsdóttir, oddviti Vinstri grænna, „kem- ur svo vel fyrir að öfundin bókstaflega lekur af öðrum flokkum“. Þar með er raunar ekki öll sagan sögð því hún hefur einnig fágætan hæfileika, a.m.k. meðal stjórnmálamanna, að geta hlustað á aðra en sjálfa sig og lært af því sem við hana er sagt. Því er ekkert skrítið að Kristján og ótal margir fleiri sjái í henni stjórnmálaforingja sem getur unnið þarfaverk með borgarbúum, en ekki fyrir þá eins og sumum öðrum framboðum virðist mikilvægara. VG taka nefnilega mið í verki af slagorði öryrkja: „Ekkert um okkur án okkar.“ En Svandís er ekki ein á ferð og Kristján talar um að það sé „dæmalaust margt hæfileikafólk“ innan raða VG. Þá rekur hann í strand. Honum finnst þversögn í því að þetta klára fólk sé í flokki með „afleitar og úreltar skoð- anir“. Hér hefði hann fremur átt að staldra við og líta í eigin barm. Eru það meginforsendur framboðsins um virðingu fyrir umhverfinu og verndun þess sem eru af- leitar og úreltar? Er það stefnan um félagslegan jöfnuð og fjölbreytni, kynjajafnrétti, að vilja brjóta niður hindr- anir í vegi lýðræðislegrar þátttöku allra í samfélaginu? Varla. Því trúi ég ekki upp á hann. Þetta eru nefnilega brýnustu mál 21. aldarinnar. Er það kannski Kristján sjálfur sem er fastur í úreltum frösum um að vinstri- menn séu alltaf á móti og gegnsýrðir af forræðishyggju? Það gagnast lítið að yfirfæra stjórnmálabaráttu lið- inna áratuga beint á samtímann ef niðurstaðan á að vera vitræn. Þeir sem skoða baráttumál VG af sanngirni sjá strax að markmið framboðsins er að auðvelda borgar- búum þátttöku í því lýðræðislega samfélagi sem borgin á að vera. Það þýðir að við verðum að líta á samfélagið sem heild í stað þess að skoða þætti þess sem afmörkuð vandamál. Staða mála eins og hún er í dag er staðreynd og við hjá VG kjósum að horfa á hana sem tækifæri, möguleika til að byggja á betri framtíð og fyrir fleiri. Kristján, um leið og ég þakka þér fyrir vel skrifaðar greinar er best ég sendi þér dreifirit með stefnu VG. Þá sérðu að hæfileikafólkið og heilbrigðu skoðanirnar fara saman hönd í hönd hjá Vinstri grænum. Þar er engin þverstæða. Um viðhorf og úreltar skoðanir Eftir Friðrik Dag Arnarson Höfundur skipar 14. sæti V-lista, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Reykjavík. KÓPAVOGUR hefur stækkað ört á liðnum árum og teygir byggðin sig nú upp að Elliðavatni. Með stækkandi byggð og auknum umsvifum þarf ætíð að huga að náttúruvernd og mengunarvörnum.Verndarákvæði svæða og áætlanir um mengunarvarnir eru ekki skrautmunir, sem draga má fram við hentugleika. Huga þarf að vernduðum svæðum í bæjarlandinu alla daga og gera ráð fyrir þeim í framtíðaráætlunum bæjarfélagsins. Þegar fyrstu áform voru uppi um að skipuleggja Hvarfahverfin uppi á Vatns- enda, snerust deilur um þær fyrirætlanir m.a. um þær hugs- anlegu hættur sem þétt byggð við Elliðavatn myndi geta haft á lífríki svæðisins. Þetta er svæði sem er hluti af svo- kölluðum fjarsvæðum vatnsverndarsvæða höfuðborgar- svæðisins, er á náttúruverndaráætlun sem Kópavogsbær hefur þar að auki sett í svokallaða bæjarvernd. Frá umferð bíla og skepnuhaldi geta margs konar óæskileg efni borist ýmist með ofanvatni (t.d. af götum) beint út í vatnasvið Elliðaánna eða borist niður í grunnvatn. Öll byggð á svæðinu var skipulögð með tilliti til þessa. Lausn ráðamanna Kópavogsbæjar á þessum tíma fólst í að teikna nokkrar svokallaðar settjarnir inn á deiliskipulags- uppdrætti, svo draga mætti úr álagi á vatnsból og lífríki. Settjarnir geta verið ákveðin lausn á slíkum vanda, í þær er hægt að leiða óhreinsað of- anvatn frá götum eða afrennsli frá hesthúsahverfum. Hin óæskilegu efni í vatninu falla til botns og hreinsað vatn fær svo að renna áfram út í um- hverfið. Setinu úr botni tjarnanna er síðan dælt upp reglulega og urðað með viðeigandi hætti. Settjarnirnar á Vatnsendasvæðinu áttu að verða nokkrar. Stækkun sem leyfð var á hesthúsasvæðinu á Heimsenda fyrir fjórum árum, var háð því skilyrði að þar yrði fyrst gerð settjörn. Engin ný hesthús hafa verið byggð þar, því settjörnin hefur ekki orðið að raunveru- leika. Neðan við athafnasvæðið sem nú rís við Breiðholtsbrautina voru fyr- irhugaðar settjarnir og stór settjörn átti að koma við Elliðavatnsstífluna sjálfa. Einu tjarnirnar sem sjáanlegar eru í grennd við þetta svæði eru handan við landamerkjaskilti Kópavogsbæjar, því í landi Reykjavíkur, samhliða uppbyggingu Norðlingaholtsins hefur verið gerð settjörn og jafn- framt í Elliðarárdalnum sjálfum. Í Kópavogi finnast hins vegar engar sett- jarnir, ekki einu sinni í fjárhagsáætlun bæjarins. Hvarfahverfið er nær fullbyggt, athafnasvæðið rís hratt og sífellt fleiri hverfi rísa. Álagið á vatnasvæði Elliðavatns hlýtur að vaxa dag frá degi. Eiga settjarnirnar á skipulagsuppdráttunum að duga til að taka við óhreinsuðu ofanvatni frá byggðinni eða voru þær bara settar þar til þess að dempa gagnrýnisraddir sem á sínum tíma deildu á stórkallalega uppbyggingu svæðisins? Ljóst er að ekki hafa gengið eftir loforð og áætlanir um mengunarvarnir við Elliða- vatn. Samfylkingin í Kópavogi vill vinna af alvöru að umhverfismálum í bænum og vill því strax hefjast handa við gerð settjarna áður en umhverfi Elliðavatns hlýtur skaða af. Mengunarvarnir við Elliða- vatn, loforð og efndir Eftir Rut Kristinsdóttur Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 17. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Kristinn Pétursson: Endur- vinna gagnagrunna ICES og Hafró. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 Magnús Helgi Björgvinsson: „Kópavogsbúar skuldsettir um 110 þúsund.“ Gunnar G. Bjartmarsson: Kosningaloforðin. Magnús Helgi Björgvinsson: „Sjálfstæðismenn lesa Mogg- ann.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.