Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LISTASKÓLI Mosfellsbæjar er nýstofnaður skóli sem ætlað er að efla listnám og auka fjölbreytnina í listalífi bæjarfélagsins. Væntingar standa til þess að innan fárra ára verði það ótvírætt að stofnun skólans hafi örv- að sköpunargleði bæjarbúa. Fjölbreyttara listnám Með stofnun Listaskóla Mosfellsbæjar hefur verið lagður grundvöllur til eflingar listnáms í bæjarfélaginu. Í Lista- skólanum er annars vegar starfrækt tónslistarskóladeild (tónlistarskóli) með hefðbundnu tónlistarnámi og hins veg- ar fjöllistadeild sem nær nú til starfsemi Skólahljómsveit- arinnar auk samstarfssamninga við Myndlistarskóla Mos- fellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar. Hér hefur því verið komið á samstarfi ólíkra listgreina með því að mynda eins konar regnhlíf yfir list- kennslu og listnám í bæjarfélaginu. Sérstaklega ánægjulegt er að hér hefur tekist að koma á samstarfi frjálsra félagasamtaka, einkaaðila og bæjarfélagsins um starfsemina. Aðkoma bæjarfélagsins verður markviss- ari og samstarfið skapar meiri festu í starfi frjálsu félagasamtakana og einkaaðila sem taka þátt í skólanum. Það er verkefni komandi ára að efla Listaskólann enn frekar og ná til fleiri listgreina og auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins. Markmiðið er að ná fleiru undir regnhlífina og auka þar með fjölbreytnina í þeirri þjónustu sem bæjarbúum stendur til boða. Víðtækara samstarf Það samstarf sem fjallað hefur verið um hér fyrir framan er vissulega mikilvægt listalífinu í Mosfellsbæ. Fleiri sóknarfæri felast þó í stofnun skólans. Breyta þarf hugsun varðandi skipulag á tómstundastarfi yngri barna. Mögulegt er að koma á samstarfi Listaskólans, grunnskólanna og íþrótta- og tómstundafélaganna í bænum til að auðvelda börnum að sinna áhugamálum sínum áður en of langt er liðið á daginn og auka þannig gæðatíma fjölskyldunnar. Þá þarf að auka möguleika barna til að sinna listnámi innan leik- og grunnskólanna í samvinnu við Listaskóla Mosfells- bæjar. Listir, skólar og íþróttir eru hluti lífsgæða í Mosfellsbæ. Gróskumikið listalíf Í Listaskóla Mosfellsbæjar er unnið metnaðarfullt og árangursríkt starf sem þegar hefur borið hróður bæjarfélagsins víða. Mosfellingar eru stolt- ir af Listaskólanum sínum og því frábæra starfi sem þar er unnið. Enda er starfsemin sprottin úr gróskumiklu listalífi bæjarins. Á næstu árum á bæjarfélagið að styðja enn frekar við bakið á Listaskóla Mosfellsbæjar ásamt þeim sem þar starfa og að honum koma. Listaskóli Mosfellsbæjar – einstakur á landsvísu Eftir Hafstein Pálsson Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. ÓTAL hlutir greina okkur hvert frá öðru. Kyn, háralitur, húðlitur, gáf- ur á mismunandi sviðum, miklar eða litlar. Með auknum launamun og ríki- dæmi eykst einnig veraldleg aðgreining okkar. Við erum þrátt fyrir allt ein þjóð og eitt samfélag, við höfum enn sam- kennd hvert með öðru þegar eitthvað bjátar á og við berum virðingu hvert fyrir öðru. Þetta er ekki sjálfgefið. Nýja Ísland Þjóðfélagið sem við búum í hefur tekið miklum stakkaskiptum. Þær breytingar eru margar til góðs og hafa aukið almenna hagsæld í land- inu. En þær eru líka varhugaverðar. Í samfélaginu eykst mismunun. Við lif- um á tímum breytinga og í því felast tækifæri og hættur. Við verðum að grípa tækifærin, eflast sem samfélag og einstaklingar, halda í okkar gildi um mannkosti, virðingu fyrir fólki, vinnu þess og fjölbreytni. Á sama tíma verðum við að varast hroka og firringu og varast einangrun hópa og einstaklinga. Hvert stefnum við? Við þekkjum lönd þar sem börn efnafólks ganga í aðra skóla en börn almennings. Þar veltur það á efnahag hverjir fá heilbrigðisþjónustu, mennt- un og aðhlynningu. Ég þekki engan Íslending sem vill slíkt samfélag á Íslandi. En ég þekki þó nokkra sem viðra hugmyndir um að fólk geti keypt sér forgang í heil- brigðiskerfinu. Þær raddir verða einnig háværar að æskilegt sé að auka veg einkaskóla og að nauðsynlegt sé að flokka börn í almenna skólakerfinu, jafnvel með því að skikka hópa nemenda til að vera í sérskólum, úr augsýn, úr öllu samneyti. Svona hugmyndir vega að samheldni í samfélaginu og mann- virðingu. Skóli án aðgreiningar Góður grunnskóli er grunnurinn að þroska einstaklinga og samfélagsvit- und. Með góðum almennum grunn- skólum tryggjum við að allir skilji vanda og takmarkanir hver annars. Skóli án aðgreiningar gerir okkur þannig að hæfari samfélagsþegnum, hæfari til að lifa í samfélagi sem er ekki einsleitt, heldur fjölbreytt. Grunnskóli á að undirbúa fólk fyrir lífið, lífið er ekki bara orð á bók, það væri auðvelt ef svo væri. Það væri bæði auðvelt að undirbúa fólk undir það og það væri líka auðvelt að lifa því. Skóli án aðgreiningar er grund- völlur þess að einstaklingar þroski samskiptahæfileika og grundvöllur þess að við þekkjum hvert annað og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gott samfélag Ég er í pólitík af því ég vil hafa áhrif á borgina sem ég bý í, ég vil vera stolt af samfélagi mínu. Þjón- ustan sem skólarnir og velferðar- kerfið veita á að vera nógu góð til að allir geti verið stoltir af. Þannig stuðl- um við að grósku í samfélaginu, sam- heldni og uppbyggingu sem verður okkur öllum til góðs. Hinn 27. maí göngum við til kosn- inga, þar sem við veljum það fólk sem við treystum til að móta borgina. Það er mikilvægt að fólk geri það upp við sig í hvernig samfélagi það vill lifa og hverjum það treystir best til að þróa það í rétta átt. Ég býð fram krafta mína fyrir Samfylkinguna og ég veit í hvernig samfélagi ég vil lifa. Allir með Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur Höfundur er markaðsstjóri, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í 6. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. HVER kannast ekki við að þurfa sífellt að vera að hafa áhyggjur af barni/börnum sínum þegar dagurinn er brotinn upp með áhugamálum barnanna. Orð eins og „ætlar þú að skjótast og skutla honum/henni á æf- ingu núna“ eða þá að hringja í aðra foreldra og semja um að skipta niður keyrslu eftir vikum. Æfingar hjá yngri börnum geta verið að byrja um kl. 4, þá eru flestir annaðhvort enn í vinnu eða við það að stimpla sig út. Hitt er svo æfingatíminn um eða rétt eftir kvöldmatartíma, frá 7–9, sem brýtur upp og riðlar sam- verutíma fjölskyldunnar. Svo er nú í dag að á flestum heimilum eru tvær fyrirvinnur og starfsdegi er ekki að ljúka fyrr en á bilinu 5–6 hjá flestum okkar (ef ekki seinna). Það skapar vandræði við að geta leyft börnunum að stunda sín áhugamál án þess að hafa uppi mikið tilstand. Þessu vilja framsóknar- menn breyta með því að færa þetta inn í skólastarfið. Framsóknarflokk- urinn hefur sett fram skýra stefnu í þessum málum þar sem ástundun íþrótta og annarra áhugamála sé innan ramma vinnudagsins, slíti ekki í sundur daginn eða þeyti fólki í allar áttir. Þess eru dæmi að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um þeirra áhugamál vegna þess eins að foreldrar gátu ekki verið á mörgum stöðum í einu. Með því að koma þessu í framkvæmd ávinnast margir þættir. – Þjálfarar og kennarar hinna ýmsu greina geta þá haft vinnu sína á „eðlilegum“ tíma – Börnin geta stundað sín áhugamál á eðlilegum tímum – Íþróttafélögum og hinum ýmsu félögum er tryggt ákveðið fjármagn til launagreiðslna – Starf frístundaheimila ÍTR breytist og færist meira yfir í skipulagn- ingu hinna ýmsu verka varðandi samþættingu hvers hverfis fyrir sig og jafnvel aðstoð barna við ákvörðun á frístundarnámi sem þeim hentar – Fjölskyldan fær meiri tíma saman að loknum vinnudegi – Skipulagðar ferðir til og frá skóla/frístundaheimili og frístundaiðkun barna – Betri yfirsýn á hópamyndun og einelti, því hægt að bregðast við á fleiri sviðum en eingöngu innan veggja skólans Því ætti nokkur að vilja annað en koma þessu skipulagi í framkvæmd? Hvað gæti nokkur haft á móti skipulagi sem þessu? Framsóknarflokkurinn er og hefur verið flokkur fjölskyldunnar. Flokkurinn sem er fyrir miðju og tekur ávallt hagsmuni fjölskyldunnar ofar öllu öðru þegar teknar eru ákvarðanir og stefnur myndaðar, ekki einstaka hagsmunahópa. Það er kjarni þess að vera framsóknarmaður og að kjósa Framsókn í kosningum. Það eru hagsmunir fjölskyldunnar að sjá til þess að Framsóknarflokkurinn hljóti gott brautargengi í komandi kosningum. Samþætting skóla og frístunda barna Eftir Heimi Jóhannesson Höfundur er í 12. sæti XB í Reykjavík. Í REYKJAVÍK er öflugt íþróttastarf sem byggist á sameinuðu átaki iðkenda, áhugafólks og borgarinnar. Fjöldi iðkenda er mikill í mörgum greinum og árangur oft prýðilegur. Íþróttahreyfingin hefur sett sér markmið fyrir ýmsa aldurshópa sem miða bæði að því að auka fjölda og bæta færni. Við í Samfylkingunni viljum skapa aðstöðu til að þessum markmiðum verði náð. Uppbygging íþróttamannvirkja á undanförnum árum hefur verið mikil og stuðningur við íþróttastarf ríkulegur, en samt eru verkefnin framundan óþrjótandi. Samfylkingin vill gefa sem flestum tækifæri til að stunda íþróttir, því þær efla hreysti, bæta geð og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Þess vegna hefur Reykjavíkurlistinn varið miklum fjármunum á hverju ári í fjárfestingar til íþróttamannvirkja, í rekst- ur þeirra og stuðning við íþróttastarfið í hverfum borg- arinnar og í sérgreinum af ýmsu tagi. Eftir sem áður geta ýmsar hindranir verið í vegi. Þótt æfingagjöldum fé- laga sé stillt í hóf geta þau verið þröskuldur að stíga yfir. Þess vegna höfum við verið að skoða þá leið sem Sam- fylkingin í Hafnarfirði hefur farið, þ.e. að greiða alveg niður iðkendagjöld fyrir börn upp að vissum aldri. Við viljum að íþróttafélögin og fjölskyldur fái stuðning í þessa veru. Jafn- framt þurfum við að vinna betur að því að tengja íþróttastarfið og al- mennt tómstundastarf við skólastarfið þannig að dregið verði úr óþörfu skutli með börn hingað og þangað síðdegis og á kvöldin vegna tóm- stundastarfs. Þetta hefur reynst vel þar sem unnið hefur verið að þessu í borginni og þessu starfi þarf að halda áfram. Þegar rætt er um íþróttastarf verðum við að hafa í huga að stór hluti starfs íþróttafélaga er unninn í sjálfboðavinnu áhugafólks sem lætur sér annt um íþróttina, félagið og hverfið sitt. Ef foreldrar og áhugafólk væru ekki í þessu stússi, hvort sem er í undirbúningi ferða, móta, dóm- gæslu og þess háttar, væri íþróttastarf barna og unglinga mun fátæk- legra en það er. Þetta samfélagsframtak verður seint fullþakkað. Það má heldur ekki gleyma því að fjölmörg fyrirtæki styrkja almenn- ingsíþróttir og afreksíþróttafólk sem getur þá helgað sig betur íþrótt- inni. Við í Samfylkingunni viljum samt og ætlum að gera betur. Við viljum skapa góðan grunn fyrir börn og unglinga til að standa á og jöfn tæki- færi fyrir alla. Borgarbúar þekkja verk okkar í Reykjavíkurlistanum síð- ustu 12 árin. Íþróttahreyfingin þekkir hina miklu uppbyggingu sem hef- ur átt sér stað eða er í gangi í hinum ýmsu íþróttagreinum og öllum hverfum. Þess vegna getur fólk treyst því að vel verði unnið í þessum málum undir forystu Samfylkingarinnar. Öflugt íþróttastarf í Reykjavík Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er hagfræðingur og skipar 8. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu úrslitin send í símann þinn Framsækinn ríkisrekstur Árangursstjórnun í tíu ár Fimmtudaginn 18. maí 2006 verður haldin ráðstefna á veg- um fjármálaráðuneytisins í tilefni þess að tíu ár eru síðan hafin var innleiðing árangursstjórnunar í ríkisrekstri. Ráðstefnan verður í Súlnasal Hótel Sögu. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 16:00. Kl. 13:00 Góður árangur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra Kl. 13:10 Ávinningur af árangursstjórnun Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrverandi rektor Tæknihá- skóla Íslands. Kl. 13:30 Að ná árangri Katrín Pétursdóttir, formaður nefndar fjármálaráðherra um val á ríkisstofnun til fyrirmyndar 2006 Kl. 13:40 Stofnanir sem ná árangri Ólafur Sigurðsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Einar Solheim, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Umferðarstofu og Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Fyrirspurnir Kl. 14:40 Kaffi Kl. 15:00 Reynsla ráðuneyta af árangursstjórnun Samgönguráðuneytið: Unnur Gunnarsdóttir skrifstofustjó- ri, dóms- og kirkjumálaráðuneytið: Jónas Ingi Pétursson rekstrarhagfræðingur og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson lög- fræðingur. Fyrirspurnir Kl. 15:45 Vænlegt til árangurs Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi Kl. 16:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri er Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.