Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 21 MINNSTAÐUR Fjarðabyggð | Fjarðabyggð hefur ráðið Ingibjörgu Ólafsdóttur sem upplýsinga- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Ingibjörg gegnir stöðu deild- arstjóra upplýsingamála hjá um- hverfisráðuneytinu í hlutastarfi fram í júníbyrjun en þá flyst hún austur. Ingibjörg vinnur í hluta- starfi að ýmsum kynningarmálum fyrir Fjarðabyggð í Reykjavík fram að þeim tíma. Þá hefur Hörður Þórhallsson fyrriverandi sveitarstjóri á Reyð- arfirði verið ráðinn sem þjónustu- fulltrúi íbúa og mun hann vinna að kynningar- og upplýsingamálum ásamt Ingibjörgu en sveitarfélagið mun á næstu misserum efla allt kynningarstarf. Í því sambandi kynnir sveitarfé- lagið sig undir áherslunni „Þú ert á góðum stað“ en það var einkenni Fjarðabyggðarblaðsins sem gefið var út í mars sl. Fjarðabyggð ræður upplýs- inga- og kynning- arfulltrúa Austfirskir ásatrúarmenn | Ása- trúarfólk á Austurlandi hittist um liðna helgi ásamt stjórn Lögréttu og fór yfir innri málefni félags síns og almenn málefni önnur er tengjast ásatrúarfélögum á landsvísu. M.a. var þar rætt um hofbyggingu í Reykjavík. Var eftir á efnt til blóts þar sem m.a. vori og gróanda var fagnað. Í félagi ásatrúarfólks á Austur- landi eru nú hátt í fjörtíu félags- menn og hefur fjölgað ört síðustu tvö árin. Austfjarðagoði er Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri Bruna- varna á Héraði. ♦♦♦ Vogar | Samanlagður aldur íbú- anna sex sem tóku fyrstu skóflu- stunguna að íbúðum og þjónustu- miðstöð fyrir eldri borgara í Vogum á Vatnsleysuströnd er 512 ár. Var það gert við athöfn sem fram fór síðastliðinn föstudag og markaði upphaf framkvæmda. Verkefnið er unnið í samstarfi Sveitarfélagsins Voga og húsnæð- issamvinnufélagsins Búmanna. Tækifærið var notað til að kynna málið. Markmiðið er að bjóða upp á bú- setukost í heimabyggð þar sem eldri borgarar geti búið sem lengst án þess að missa sjálfstæði sitt eins og gerist á dvalarheim- ilum. Leitað ráða hjá eldri borgurum Í boði verða þrettán íbúðir, mis- munandi að stærð. Þær stærstu eru 68 fermetrar og þær minnstu 47 fermetrar. Íbúar 67 ára og eldri geta keypt búseturétt í íbúðunum og síðan valið þá þjónustu sem þeir óska í þjónustumiðstöðinni. Allt húsið, alls um 1.400 fermetrar, er undir sama þaki og er inn- angengt úr íbúðunum í þjónustu- miðstöðina. Fram kom hjá Jóhönnu Reyn- isdóttur bæjarstjóra við kynn- inguna að eldri borgurum verði gefinn kostur á að taka þátt í að móta starfsemi þjónustumiðstöðv- arinnar og hvað boðið verði upp á. Hún nefndi að þar yrði boðið upp á heitan mat, kaffiveitingar, þrif og þvotta, félagslegan stuðning, félagsstarf aldraðra og heilsurækt en þrektæki verða á staðnum sem og púttvöllur. Öll þjónusta við eldri borgara flyst í þjónustumiðstöðina. Samið hefur verið um að Trésmiðja Snorra Hjaltasonar sjái um bygg- ingu mannvirkjanna. Íbúðirnar eiga að vera tilbúnar til afhend- ingar í september 2007. Búmannaíbúðir í parhúsum Á sömu lóð verða byggðar sex íbúðir í parhúsum sem munu lúta hefðbundnum úthlutunarreglum Búmanna. Þær eru allar með bíl- skúr, samtals 125 fermetrar að stærð og ætlaðar fyrir íbúa 50 ára og eldri. Liðlega 500 ár að baki skóflustungunni Ljósmynd/Sverrir Agnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.