Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VIÐSKIPTARÁÐ Íslands kynnti í London í gær skýrslu þeirra Frede- ricks Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar um fjármálastöð- ugleika á Íslandi. Fundurinn var vel sóttur af starfsmönnum erlendra fjármálastofnana, lánshæfismats- fyrirtækja og greiningaraðila og er sambærilegur þeim sem Við- skiptaráð hélt í New York nýverið. Á fundinum fjölluðu Mishkin og Tryggvi Þór um fjármálastöð- ugleikann og svöruðu spurningum frá fundargestum um íslenskt hag- kerfi, segir í tilkynningu frá Við- skiptaráði. Fram kom í máli Mishkins að hann teldi allan samanburð á Ís- landi og nýmarkaðsríkjum afar misráðinn. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að koma áleiðis til greiningaraðila upplýsingum um íslenskt hagkerfi og að hann væri þeirrar skoðunar að mikið af þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á síðustu mánuðum hefði að mörgu leyti verið óréttmæt. Íslenskt efnahagslíf og stöðug- leiki á landinu hafa verið mikið í umræðunni á alþjóðlegum vett- vangi að undanförnu og fram kom í máli Höllu Tómasdóttur, fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs, að fundirnir væru innlegg í umræðu um íslenskt hagkerfi og það væri von hennar að það myndi dýpka umræðuna og ljá henni fræðilega vigt. Fundað um Mishkin- skýrsluna í London Glersalur Fundur Viðskiptaráðs í London um skýrslu Mishkins og Tryggva Þórs um íslenskt efnahagslíf var ágætlega sóttur í gær. ● SAMKVÆMT fregnum breskra miðla í gær er samkomulag að kom- ast á um að Baugur fái að fram- kvæma áreiðanleikakönnun á House of Fraser verslanakeðjunni. Orðróm- ur hefur verið uppi á Bretlandi um að Baugur hyggist taka keðjuna yfir en forráðamenn fyrirtækisins hafa ekk- ert viljað tjá sig um málið. Reiknað er með samkomulagi í þessari viku. Könnun á House of Fraser ● HAFT er eftir framkvæmdastjóra Søndagsavisen í Politiken í gær að eigendur fríblaðs Dagsbrúnar í Dan- mörku, Nyhedsavisen, geti átt eftir að lenda í vanda með að ráða blað- burðarfólk til starfa, svo hægt sé að koma blaðinu tímanlega í hús til allt að milljón heimila í landinu. Mads Dahl Andersen hjá Søndagsavisen segir við Politiken að milli 1.500 og 2.000 blaðbera þurfi til starfans, og þeir megi ekki vera yngri en 18 ára. Fær Nyhedsavisen blaðbera? ● SENDINEFND Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, kynnir í dag niður- stöður heimsóknar sinnar til Íslands undanfarna daga þar sem efnahags- málin hafa verið rædd við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífsins. Sendi- nefndin hefur verið undir forystu Benjamin Hunt, en hliðstæðar við- ræður fara fram árlega við nær öll aðildarríki IMF, 184 að tölu. Á ráð- stefnu Economist í gær sagðist Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra sannfærður um að skýrsla IMF myndi stuðla að auknum stöð- ugleika í íslensku fjármálalífi. IMF kynnir niður- stöður sínar í dag ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Á MEÐAN flestar hlutabréfa- vísitölur í heiminum lækkuðu í gær, þá hækkaði úrvalsvísitalan í Kaup- höll Íslands um 0,13%, endaði í 5.626 stigum. Viðskipti í Kauphöll- inni námu 14,7 milljörðum, þar af með íbúðabréf fyrir 5,8 milljarða og hlutabréf fyrir rúma 5 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf Actavis, fyrir 2,6 milljarða, og hækkuðu bréfin um 1,5%. Bréf nokkurra félaga lækkuðu í verði, mest hjá Bakkavör, eða um 1,4%. Viðskipti með bréf bankanna voru óveruleg. Hækkun í Kauphöll ● SAMKVÆMT frétt danskra miðla í gær hefur verðmiðinn á snyrti- vörukeðjunni Matas hækkað, sam- fara sívaxandi kaupáhuga á fyrirtæk- inu. Talað er um að keðjan sé föl á 4,2 milljarða danskra króna, um 50 milljarða íslenskra króna. Baugur hefur verið orðaður við kaup á Matas, auk norska félagsins Validus og fleiri fjárfesta. Sagt er að vænt- anlegt tilboð til hluthafa Matas, sem ætti að berast þeim í pósti í dag, sé svo girnilegt að þeim muni svelgjast á morgunkaffinu og rúnstykkin standa í þeim! Verðmiðinn á Matas hækkar Miðvikudagur 17. Maí FiMMtudagur 18. Maí Kl. 9:00 - 9:45 Stofa 201 Kl. 10:00 - 10:45 Stofa 231a Kl. 11:00 - 11:45 Stofa 201 Kl. 12:00 - 12:45 Stofa 231a Kl. 13:00 - 13:45 Stofa 201 Kl. 14:00 - 14:45 Stofa 231a Kl. 15:00 - 15:45 Stofa 201 Kl. 16:00 - 16:45 Stofa 101 Kl. 17:00 - 17:45 Stofa 101 OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is Nemendur sem eru að íhuga nám við skólann eru sérstaklega hvattir til að mæta. Bo›i› ver›ur upp á kaffi veitingar á milli kynninga. Leikskólakerfið Bangsinn Nýtt og aðgengilegt viðmót fyrir leikskólakerfið Bangsann var þróað í .NET umhverfinu ofan á MainManager gagnagrunn ICEconsult. Samstarfsaðili: ICEconsult Nemendur: Eysteinn Óskar Einarsson, Frímann Benediktsson og Magnús Magnússon. IDEAS Interest inventory Smíðaður var umsjónarvefur til að taka og greina áhugasviðspróf, ætlaður fagfólki í ráðgjöf og starfsmannahaldi. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við notendur og lögð var áhersla á skalanleika lausnarinnar. Samstarfsaðili: Nema ehf. Nemendur: Anna Christina Stollberg og Ýrr Geirsdóttir. WorkHour.NET Smíðaður var þjónustuvefur fyrir vakta- og viðverukerfið Workhour. Aðgangur er fyrir margskonar notendur og boðið upp á tvö tungumál. Áhersla var lögð á endurnýtanleika lausnarinnar fyrir aðrar vörur. Samstarfsaðili: Skýrr Nemendur: Friðrik Hafberg, Monica Roismann, Rósa Anna Björgvinsdóttir og Sigurður Páll Behrend. Manpower Management System Kerfi fyrir Línuviðhaldsdeild Air Atlanta Icelandic sem áætlar og meðhöndlar mannaflaþörf fyrir viðhaldsstöðvar fyrirtækisins, m.v. fjölda og staðsetningu flugvéla og flugvirkja. Samstarfsaðili: Air Atlanta Icelandic Nemendur: Daníel Máni Jónsson og Pétur Sigurðsson. Heimilis- og húsfélagabókhald í KB Netbanka Byggð var ný eining í KB Netbanka fyrir heimili og húsfélög, þar sem auðvelt er að fá heildaryfirsýn yfir fjármál þeirra, skiptingu tekna og gjalda eftir mánuðum og fleira. Samstarfsaðili: KB banki Nemendur: Edda Ósk Ólafsdóttir, Halldór Guðnason og Kjartan Örn Júlíusson. Frétta- og tilkynningakerfi Netbanka Glitnis Byggt var nýtt frétta- og tilkynningakerfi fyrir netbanka Glitnis til að birta fréttir og tilkynningar fyrir ákveðna markhópa. Einnig var smíðaður nýr birtingarhluti inn í Netbankann sem birtir færslur úr kerfinu á ákveðnum stöðum innan hans. Samstarfsaðili: Glitnir Nemendur: Arnar Þór Sigurðarson, Gunnar Reyr Sigurðsson og Sigurður Bjarnason. Gæðastýring í hrossarækt Starfsmenn Landgræðslu ríkisins skrá upplýsingar í lófatölvu um beitarálag jarða þegar matsmaður er á staðnum á auðveldan og aðgengilegan hátt. Samstarfsaðili: Landgræðsla Ríkisins Nemandi: Skúli Ragnarsson. The WWG Software Library for Web Workload Generation Smíðað var kerfi sem greinir hegðunarmynstur notenda vefleitarvéla. Kerfið getur svo búið til langar fyrirspurnarunur sem líkja eftir raunverulegum notendum. Rannsóknarverkefni við HR Nemandi: Ebenezer Þ. Böðvarsson. OPiN kYNNiNg á lokaverkefnum í tölvunarfræði við Háskólann í reykjavík. Haldin í húsakynnum Háskólans í reykjavík, Ofanleiti 2. Samþætting upplýsingakerfa Skjöl sem vistuð eru í Sharepoint Portal Server eru gerð aðgengileg í Microsoft Dynamics CRM án þess að notendur verði þess varir að upplýsingarnar eru vistaðar annars staðar. Samstarfsaðili: Opin Kerfi Nemendur: Einar Birgir Einarsson, Hans Arnar Gunnarsson og Þröstur Þór Höskuldsson. Portal fyrir reikningagerð Smíðaður var miðlægur brunnur og vefviðmót sem auðvelda reikningagerð. Upplýsingar um notkun eru fluttar inn í brunninn frá ýmsum kerfum s.s. afritunarkerfi og diskastæðum og tengdar viðskiptavini. Reikningar eru fluttir yfir í bókhaldskerfi til útprentunar. Samstarfsaðili: TM Software - Skyggnir Nemendur: Ármann Guðjónsson og Halldór Hrafn Gíslason. EVE mobile Biðlari fyrir EVE Online leikinn var smíðaður fyrir þráðlaus sítengd smátæki þ.e. lófatölvu eða síma, þar sem leysa má ýmsar grunnaðgerðir leiksins. Samstarfsaðilar: CCP og HEX Nemendur: Guðmundur Már Einarsson, Gylfi Þór Guðmundsson og Hlynur Tryggvason. Live Betting Terminal Smíðað var kerfi fyrir snertiskjá, sem gerir notendum kleift að veðja á íþróttaleiki á meðan á þeim stendur t.d. á skemmtistöðum. Samstarfsaðili: Betware Nemendur: Eiríkur Jónsson og Tobias Klose. MARS is address registration and snooping Smíðaður var gagnagrunnur með vefviðmóti þar sem skráð eru MAC-föng (e. MAC addresses) stolinna tölva. Njósnarar (e. agents) nota MAC-föngin til að fylgjast með hvort skráð tölva tengist inn á almenn net t.d. í skólum eða á kaffihúsum. Samstarfsaðili: Netsetur HR Nemendur: Alfreð Hall, Arnar Páll Arnarsson og Bjarki Guðlaugsson. Tournament Play Smíðaður var rammi (e. framework) til að stýra mótum fyrir tölvuleiki. Notendur skrá sig inn á mót fyrir ákveðinn tölvuleik og kerfið sér um að stýra riðlum og heldur utan um úrslit þeirra. Samstarfsaðili: Betware Nemendur: Borgar Erlendsson, Ólafur Hrafn Hilmisson, Sigurður Ingvar Ámundason og Steindór Frímannsson. Auglýsingakerfið Strimill Smíðuð var frumgerð sem sýnir hvernig mögulegt verður að birta auglýsingar og skilaboð á greiðslukortastrimla. Dreifing auglýsinga verður stýrt á ákveðna markhópa. Samstarfsaðili: Blitz Advertisment Nemendur: Einar Valur Kristinsson, Einar Sigurmundsson, Halldór Gíslason og Pálmi Örn Pálmason. Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð Í verkefninu er fjallað um notkun formlegra eða stærðfræðilegra aðferða í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á stærðfræðileg líkön og sannprófun þeirra. Rannsóknarverkefni við HR Nemandi: Helgi Sigurgeirsson. Improved Dynamic Pathfinding through Precomputation Í verkefninu voru bornar saman aðferðir við að finna leiðir í stórum leikjakortum með það að markmiði að halda minnisþörf í lágmarki. Rannsóknarverkefni við HR Nemandi: Grétar Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.