Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sædís Sigur-björg Karlsdótt- ir fæddist á Bónda- stöðum í Hjalta- staðaþinghá 8. maí 1934. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Magnús- son, f. 5. apríl 1884, d. 5. maí 1968, og Margrét Elísabet Sigurðardóttir, f. 20. september 1894, d. 19. mars 1986. Systkini Sædísar voru: Sigurður, f. 19. júlí 1922, d. 18. október 2005, og Guðbjörg, f. 14. júní 1924, d. 7. júlí 1971. Árið 1956 giftist Sædís Herði Rögnvaldssyni kennara, f. 5. októ- ber 1928. Foreldrar hans voru þeirra eru Tómas Biplab, f. 2000, og Alma Gui, f. 2003. 3) Katrín Rögn iðnaðartæknifræðingur, f. 16. júní 1969, maki Jón Þór Daníelsson byggingaverkfræðingur, f. 13. júlí 1968. Börn þeirra eru Þórdís Rögn, f. 1997, og Daníel Ingi, f. 2002. Sædís ólst upp á Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá og stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum. Hún var einn vetur við nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli og lauk kennaraprófi frá Húsmæðra- kennaraskóla Íslands. Hún vann víða við matreiðslu og kenndi einn- ig á námskeiðum við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Sædís lauk síð- ar stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og námi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Hún kenndi í mörg ár við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og við Menntaskólann í Kópa- vogi. Sædís og Hörður bjuggu lengst af í Garðabæ en síðan í Hafn- arfirði. Sædís verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Rögnvaldur Tímóteus Þórðarson og Ingi- björg Árnadóttir. Sæ- dís og Hörður eignuð- ust þrjár dætur. Þær eru: 1) Margrét Elísa- bet Harðardóttir sér- kennari, f. 6. maí 1957, maki Andrés Þórarinsson vélfræð- ingur, f. 29. desember 1960. Synir þeirra eru Daníel Freyr, f. 1989, og Þórarinn Guð- mundur, f. 1991. Mar- grét á tvo syni með Sigurði Einarssyni: a) Einar Örn, f. 1977, maki Elín Björg Ragnarsdótt- ir. Þau eiga tvær dætur. b) Hörð Heimi, f. 1982. 2) Ingibjörg, f. 2. nóvember 1961, matvælafræðing- ur, maki Ólafur Tryggvi Mathiesen arkitekt, f. 1. apríl 1960. Börn Nei, ekki vil ég út í hafsins geima en inn til landsins sem við stefnum frá, ég þrái móans blóm og huliðsheima, hólana sem ég forðum lék mér á, klettana, lækinn: þar á þrá mín heima, þangað um bláinn hvítir vængir sveima. (Snorri Hjartarson.) Ég þekkti Sædísi Karlsdóttur, tengdamóður mína að heiðarleika, að einurð, að dugnaði og iðjusemi, að gjafmildi og ekki síst að ósérhlífni. Ég þekkti Sædísi að ást hennar á sinni æskusveit, stolti af ættarbönd- um sínum, að djúpum kærleik á sín- um ættboga. Ég þekkti Sædísi að einlægri trú hennar á sinn guð. Und- ir það síðasta þekkti ég Sædísi að æðruleysi hennar. Og ég vona einlæglega að ég geti miðlað því sem Sædís kenndi mér til barna minna. Blessuð sé minning tengdamóður minnar, Sædísar Karlsdóttur. Ólafur Mathiesen. Elsku amma, þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á hjálp að halda og kenndir mér svo margt. Á svona tíma rifjast upp allar bernskuminningarnar. Ég mun allt- af muna eftir hrísgrjónagrautnum sem ég fékk alltaf hjá þér í hádeginu á laugardögum. Morgunbarnatíman- um var jafnvel fórnað fyrir grautinn. Einnig man ég alltaf eftir laufa- brauðsbakstrinum fyrir jólin þar sem öll fjölskyldan hittist og bakaði laufabrauð saman. Jólaboðinu sem þú hélst alltaf á öðrum í jólum, þar sem öll fjölskyldan hittist og spilaði félagsvist, beið ég eftir allt árið. Bridskvöldin okkar mömmu, þín og afa eru líka eitthvað sem situr eftir í minningunni. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og allir vissu að þeir gætu leitað til þín ef eitthvað bjátaði á. Þú passaðir upp á að allir hittust reglulega og hélst fjölskylduboð. Þessi boð voru í mikl- um hávegum höfð þar sem vitað var að veitingarnar voru alltaf fyrsta flokks og ekkert til sparað. Jafnvel þó að þú værir orðin mjög veik léstu það ekki stöðva þig í að bjóða fjöl- skyldunni í afmælisveislu. Þú sem baðst mig aldrei um neitt, en varst alltaf tilbúin til að aðstoða mig á allan hátt. Allt frá því ég var lítill strákur hef ég alltaf vitað að ég gæti leitað til þín ef eitthvað bjátaði á. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var á erfiðum stað í lífinu og þið afi stiguð fram og buðuð mér alla þá hjálp sem þið gátuð veitt mér. En það sem stendur upp úr eru þau gildi sem þú kenndir mér að væru mikilvægust í lífinu. Að mann- orðið, heiðarleiki og hreinskilni væri það sem skipti mestu máli. Þú sagðir mér að ef þessir hlutir væru í lagi væru manni allar leiðir færar. Aldrei varð ég var við annað en þú lifðir líf- inu sjálf eftir þessum gildum. Ég mun leggja mig fram við að kenna börnum mínum þau gildi sem þú kenndir mér. Þú hvattir mig alltaf til dáða og það gladdi mig alltaf ósegjanlega mikið að sjá hversu stolt þú varst af mér þegar mér tókst vel upp. Elsku amma mín, þú varst mér svo dýrmæt. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, fyrir stuðn- inginn og umhyggjuna í gegnum ár- in. Einar Örn. Elsku amma mín, þá er komið að því að leiðir skilja. Mér er það minnisstætt hvað þú varst mér alltaf góð og hvernig þú barst alltaf hag minn fyrir brjósti. Alltaf þegar þú heyrðir að eitthvað ylli mér hugarangri voruð þið afi tilbúin til að gera allt fyrir mig til að bæta úr. Þegar ég var í grunnskóla og hafði tekið að mér blaðburð man ég svo vel eftir því að þegar stundaskráin var óheppileg hjá mér komuð þið afi til skjalanna og hjálpuðuð mér með blaðburðinn. Eins þegar þú heyrðir fyrir stúdentsprófin hjá mér að ég hefði áhyggjur af vanþekkingu minni á stærðfræði varst þú fljót til og út- vegaðir mér aukatíma hjá konu sem þú þekktir. Þetta var líka það sem einkenndi þig alltaf, það var röggsemin, þú tókst af skarið og hafðir ákveðnar skoðanir á því hvernig þú vildir hafa hlutina. Þetta gat komið sér vel þeg- ar maður vissi ekki í hvorn fótinn maður átti að stíga og var búinn að ýta vandanum á undan sér. Alveg eins og með stærðfræðitímana fyrr nefndu, þú sást bara um að koma þessu í kring og eina sem ég þurfti að hafa áhyggjur af var að mæta á stað- inn. Líka er það minnisstætt þegar ég var að vandræðast með það að mig langaði svo að byrja í líkams- rækt en það stoppaði á því að ég hefði engan til að æfa með. Þá sagðir þú mér að ég skyldi bara fara sjálfur, það væri ekkert mál, og ég gerði það og er þér mjög þakklátur fyrir að hafa komið mér af stað. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir dýnuna sem þið afi gáfuð mér um daginn, en ég gleymdi að þakka þér fyrir hana í afmælisboðinu þínu og ætlaði að þakka þér fyrir hana næst þegar ég hitti þig. Ég vona að þú sofir vel á þeim stað sem þú ert nú komin á og guð blessi þig. Hörður Heimir. Elsku amma mín, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég man svo vel þegar við bræðurnir gistum hjá ykkur afa þegar við vor- um yngri. Þá spiluðum við oft Kana og fleiri spil. Það var líka alltaf gaman í sum- arbústaðnum hjá ykkur. Þá var oft spilað og farið í heita pottinn. Alltaf áður en við fórum heim úr bústaðn- um baðst þú okkur bræðurna að skrifa í gestabókina og teikna mynd. Mér hefur fundist gaman að fletta gestabókinni og skoða myndirnar sem ég teiknaði í hana þegar ég var lítill. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þinn Þórarinn. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið. Ég gleymi því aldrei þegar við Þórarinn komum í heimsókn til ykk- ar afa, það var alltaf svo gaman. Þið gáfuð okkur alltaf eitthvað gott að borða og oft fóruð þið með okkur á Kentucky. Þið áttuð líka fullt af dóti sem við gátum leikið okkur að tím- unum saman. Ég man líka hvað mér fannst gaman þegar þið voruð búin að kaupa fullt af efni í jólakortagerð fyrir ein jólin og við bjuggum saman til jólakort handa öllum í fjölskyld- unni, hlustuðum á jólalög og borð- uðum smákökur. Blessuð sé minning þín, amma mín, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Þinn Daníel Freyr. Mitt í vorkomunni þegar allt er að lifna af vetrardvala barst mér and- látsfregn Sædísar föðursystur minn- ar, eða Dísu eins og hún var kölluð af frændfólkinu. Dísa var mikill persónuleiki, vel gefin og feikilega dugleg. Hún lét sér annt um afkomendurna og frænd- fólkið og lagði sitt af mörkum til að rækta fjölskyldutengsl, var alltaf í góðu sambandi, boðin og búin að leggja frændfólkinu lið ef með þurfti. Hún var ætíð tilbúin að greiða götu pabba sem oft þurfti á aðstoð að halda vegna læknisferða sinna til Reykjavíkur. Hún var í nánu sam- bandi við föður minn alla tíð og okk- ur í Laufási. Það var ævinlega mikil tilhlökkun þegar Dísa og Hörður maður hennar voru væntanleg hingað austur. Við komuna var oftast sest að kaffiborði. Ríkti þá ávallt gleði og hlýleiki, setið gjarnan langt fram á kvöld og skipst á fréttum úr bæ og sveit. Þegar horft er til baka streyma SÆDÍS SIGURBJÖRG KARLSDÓTTIR ✝ Kristín Bærings-dóttir fæddist í Stykkishólmi 18. júlí 1914. Hún lést í Reykjavík 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Guðrún Guð- mundsdóttir frá Brennu á Hellis- sandi, f. 5. mars 1892, d. 5. desember 1980, og Bæring Breiðfjörð Níelsson frá Sellátri á Breiða- firði, f. 28. júlí 1892, d. 23. ágúst 1976. Eftirlifandi bræð- ur Kristínar eru Sæmundur, f. 16. maí 1923, og Valdimar, f. 21. mars 1925. Látin systkini hennar eru: Níels, f. 1916, Guðmundur Ólafur, skólakennari, f. 21. maí 1945. 3) Dagbjört, verslunarmaður, f. 19. mars 1950. Eiginmaður hennar er Bjarni Gunnarsson, framhalds- skólakennari. Kristín ólst upp í Stykkishólmi til átta ára aldurs en þá fluttust for- eldrar hennar til Selláturs þar sem hún dvaldist þar til hún fór að heiman fyrir tvítugt. Hún stundaði ýmis störf í Reykjavík og víðar, t.d. fatasaum. Hún var kaupakona á Sámsstöðum er hún kynntist Gunn- ari manni sínum og síðar starfaði hún sem ráðskona á ýmsum stór- býlum sunnan lands þar sem eig- inmaður hennar var bústjóri, lengst af á Tilraunastöðinni á Keld- um. Eftir lát Gunnars flutti hún til Reykjavíkur og vann þar við ræst- ingar, t.d. á veirurannsóknastofu Háskóla Íslands til 75 ára aldurs. Síðustu árin bjó hún á Ásvallagötu 25. Útför Kristínar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 1917, Bjarni, f. 1918, og Dagbjört, f. 1921. Kristín giftist árið 1940 Gunnari Ólasyni frá Kumlavík á Langanesi, f. 2. sept- ember 1905, d. 5. des- ember 1973. Dætur þeirra eru: 1) Þórunn, fyrrum bóksali, f. 16. júlí 1940. Sambýlis- maður hennar er Maurice Deeley, dýralæknir. Fyrri eiginmaður hennar var Paul Griggs sr. Sonur þeirra er Paul Griggs, jarðfræðingur, kvæntur Carol Meriwether, sagn- fræðingi. Dætur þeirra eru Caitlin og Ásdís. 2) Elísabet, framhalds- Kristínu Bæringsdóttur, tengda- móður minni, kynntist ég fyrst árið 1989. Hún var lágvaxin og snör í snúningum og mér er minnisstætt hvað hvað hún var smekkleg og nú- tímaleg í klæðaburði. Ekki vantaði hana viljann til verka. Fyrst þegar við Dagbjört vorum að byrja að búa vantaði okk- ur þvottavél. Bauðst Kristín til að taka að sér þvott fyrir okkur. Það kom iðulega fyrir að henni var farið að leiðast eftir sendingu og var þá spurt hvernig þetta væri nú, hvort við ættum ekkert núna. Kristín hafði mjög gaman af að ferðast, m.a. hélt hún upp á áttræð- isafmæli sitt með ferð til Akureyrar sem lengi verður minnst. Eitt var mjög ánægjulegt við jólahald Krist- ínar að Þórunn dóttir hennar kom gjarnan til Íslands og dvaldist yfir áramótin. Voru þá haldin tvenn jól og ekkert til sparað í mat og drykk. Voru þetta eftirminnilegar veislur og ánægjustundir. Svo voru það pönnukökurnar sem ég fékk fyrir að slá garðinn á Ásvallagötunni með sítrónu og sykri að ekki sé minnst á vínarterturnar og smá- kökurnar sem alltaf stóðu til boða. Það var einkar gaman að fara með henni á tónleika því hún hafði yndi af tónlist. Mest þótti henni varið í góða tenóra: „Hann Placido, það er minn maður,“ sagði hún gjarnan. Síðari árin var Kristínu erfitt um gang. Var það henni skapraun að komast ekki áfram með þeim hraða sem hún var vön en mér er í minni hve hart hún lagði að sér til að bjarga sér sjálf. Kristínar er sárt saknað en einn- ig skal hér þakkað fyrir ánægju- legar samverustundir og vináttu sem seint gleymist. Hún hvíli í friði. Bjarni Gunnarsson. KRISTÍN BÆRINGSDÓTTIR Móðir okkar, ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 14. maí. Magnús Skúlason, Margrét Skúladóttir, Páll Skúlason, Þórgunnur Skúladóttir, Skúli Skúlason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIF ÁSLAUG JOHNSEN, Hrísmóum 1, (áður Holtagerði 65), lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi föstudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudag- inn 24. maí kl. 13.00. Lárus Johnsen Atlason, Nanna Guðrún Zoëga, Guðmundur Halldór Atlason, Atli Helgi Atlason, Dóra Elín Atladóttir, Birgir G. Bárðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, (Lóa), Hringbraut 45, lést á Víðinesi föstudaginn 12. maí. Helga Jóna Ásbjarnardóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.