Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 27 Mikill vöxtur hefur verið í ál-vinnslu hér á landi und-anfarinn áratug og stórtálver, Fjarðaál, í bygg- ingu austanlands sam- hliða stækkun álversins á Grundartanga. Þessu hefur fylgt stóraukin raf- orkuframleiðsla, en segja má að rafgreining súráls sé aðferð til að nýta og flytja út raforku. Eins og rifjað var upp í grein sama höfundar hér í blaðinu hinn 6. apríl sl. má ætla að framleiða megi hérlendis 50 tera- vattstundir af raforku á ári (TWh/a), þar af 25–30 úr vatnsorku en 20–25 eða jafnvel meira úr jarð- hita. Framleiðslan á síð- asta ári nam tæpum 9 TWh, en þar af fór megn- ið, eða nær tveir þriðju, til orkufreks iðnaðar, einkum álveranna tveggja. Þegar nýja álverið fyr- ir austan hefur að fullu tekið til starfa og stækk- unin á Grundartanga er komin í gagnið, sem verður á árinu 2008, mun raforkuframleiðslan verða komin í 16 TWh/a eða um þriðjung af ætl- aðri heildarorkugetu. Ár- leg álframleiðsla verður þá komin í um 760 þús. tonn, en hún nam um 270 þús. tonna á síðasta ári. Komið hefur fram að uppi eru hugmyndir um þrjá nýja álversáfanga á næsta áratug eða svo. Rætt er um ál- ver við Húsavík, sem í tveim áföngum næði 250 þús. tonna ársframleiðslu; annað við Helguvík á Reykjanesi með sömu afköstum og síðan stækkun á ál- veri Alcan í Straumsvík um 280 þús. tonn. Gangi þetta allt eftir yrði árs- framleiðslan á áli komin í um 1,5 millj- ón tonn og raforkunotkunin komin í tæplega 29 TWh eða ríflega þrefalt það sem hún er nú. Hlutur stóriðj- unnar í raforkunotkuninni yrði þá um eða yfir 85%. Meðfylgjandi stöplarit sýnir hvern- ig orkuþörfin myndi þróast næsta áratuginn ef öll þessi áform gengju eftir. Orkukostir fyrir ný álver Orkustofnun hefur metið hvort afla megi raforku til þessara þriggja nýju álvershugmynda á tilskildum tíma, þ.e.a.s. einhvern tímann fram til 2015. Gerð er grein fyrir mögulegum orku- kostum í meðfylgjandi töfluyfirliti. Auk þessara hugsanlegu nýju álvera er orkuöflun til álversstækkunarinnar á Grundartanga og álversins í Reyð- arfirði með í myndinni. Orkunnar er aflað jöfnum höndum úr vatnsorku og jarðhita. Jafnframt er gengið út frá því að raforkan verði ekki flutt lands- horna á milli í auknum mæli, heldur verði að afla orkunnar annars vegar norðan- og austanlands en hins vegar á syðri helmingi landsins. Í yfirlitstöflunni koma fram tvenns konar einkunnir sem viðkomandi virkjunarkostir fá í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þar eru orkukostirnir annars vegar dregnir í dilka í fimm flokka, a–e, eftir vaxandi óæskilegum umhverfisáhrif- um. Fram hefur komið hjá stjórnvöld- um að vart verði framar leitað fanga víðar en í flokkum a–c þegar hugað sé að nýjum virkjunarkostum. Af þeim kostum sem hafa fengið mat í ramma- áætluninni og hafa ekki þegar verið ákveðnir eru engir í þessu yfirliti með lakari umhverfiseinkunn en c. Hagkvæmni virkjunarkostanna í yfirlitinu er allbreytileg og þá um leið óljóst hvort orkuverð sem kann að bjóðast frá hinum aukna áliðnaði ger- ir orkusölu álitlega í öllum tilvikum. Í töflunni má sjá hvernig þeir virkj- anakostir sem búið er að fjalla um í rammaáætluninni eru flokkaðir eftir vissri arðsemiseinkunn. Sést þar að breytileiki í arðseminni er enn meiri en í umhverfiseinkunninni. Fleiri fyrirvara verður að hafa; svo sem þann að virkjun háhitasvæða þar sem ekki er komin nein vinnslureynsla er oftast óvissu undirorpin. Og ekki þyrfti síður að huga að því hvort það væri tæknilega og efnahags- lega unnt að sinna öllum þeim framkvæmdum sem hér um ræðir á ára- tug þótt ekki væri það samtímis. Að lokum er það mikilvægur fyrirvari að fæstir af umræddum virkjunarkostum hafa farið í gegnum hið form- lega mat á umhverfis- áhrifum. Á móti þessum fyrirvörum kemur að raforkuvinnslan, sem fengist með virkjun allra þessara kosta, væri komin í nær 32 TWh/a sem er ríflega 3 ein- ingum umfram þarfir. Því mætti leggja ein- hverja af kostunum á hilluna. Orka til annarra þarfa Yrði af öllum um- ræddum álversfram- kvæmdum væri búið að nýta um þrjá fimmtu af ætlaðri virkjanlegri vatnsorku og háhita og eðlilegt að spurt sé hvort þá væri ekki farið að þrengjast um hvað aðrar orkuþarfir varðar. Fyrst er þess að geta að hinn almenni markaður, raforka til heimila og almenns atvinnureksturs, vex hægt í samanburði við þau risastökk sem tekin eru með hverju álveri. Vöxturinn í almennu eftirspurninni er aðeins um 0,06 TWh/a á hverju ári. Þannig tekur það almenna markaðinn nær hálfa öld að vaxa sem nemur orkuþörf eins miðl- ungsálvers upp á 250 þús. tonna árs- framleiðslu. En álver eru ekki eini möguleikinn til að koma íslenskri orku í verð. Beinn útflutningur um sæstreng er annar slíkur. Tæknilega er það mögulegt en hagkvæmnin er þó enn sem komið er hæpin. Slíkur beinn útflutningur raf- orku skapaði lítil atvinnuumsvif hér innanlands; væri eins og útflutningur á óunnu hráefni. Á hinn bóginn myndi það óneitanlega styrkja íslenska raf- kerfið að vera tengt því evrópska. Það gæti aukið samkeppni á raforkumark- aðinum og drægi jafnframt að nokkru úr stærðarþörf miðlunarlóna. Slík tenging mun því efalaust koma á næstu áratugum; að minnsta kosti inn- an þeirrar hálfrar aldar sem nefnd er hér á undan. Og aukist verð og eft- irspurn eftir grænni orku gæti sæ- strengur orðið fýsilegri fyrr. Hvað þarf þá mikla orku til? Hagkvæmir jarðstrengir nú flytja um 750 MW, sem er ríflega það sem fæst úr Kára- hnjúkavirkjun. Og viss rök eru fyrir því að æskilegra væri að leggja tvo kapla samtímis. Miðað við nær fulla nýtingu yrði orkuflutningur um 6 TWh/a um hvorn streng. Önnur ákjósanleg notkun á rafork- unni er að nýta hana í stað olíu og bensíns í samgöngum og fiskveiðum. Tækni til þess er ekki enn orðin hag- kvæm, hvort sem það er með þeim hætti að rafmagnið sé geymt í raf- hlöðum eða því fyrst breytt í tilbúið eldsneyti, svo sem metanól eða vetni. Þó kann að vera skammt í það að viss- ar málamiðlunarleiðir verði færar; svo sem tvinnbílar sem unnt er að hlaða rafmagni til grunnaksturs. En eðlilega er spurt hvort nægilegt rafmagn væri til staðar þegar að því kæmi að nýta mætti raforku alfarið til að knýja bíla og fiskiskip. Slegið hefur verið á stærðir í þessu sambandi en svarið fer mjög eftir þeirri tækni sem beitt yrði og hve langt yrði gengið. Minnst þyrfti af rafmagni ef unnt er að geyma það á rafhlöðum, meira ef vetnisleiðin er farin og þá samfara efnarafölum. Enn meira þarf til ef tilbúið eldsneyti er notað á sprengi- hreyflum. Ætla má að líkleg raf- orkuþörf í þessu skyni sé um 5 TWh/a en gæti farið í allt að 10. Miðað við það mat að raforkugetan sé um 50 TWh/a og að almenn notk- un ásamt fyrrgreindri hámarks- ráðstöfun til álvera verði alls um 30 TWh/a er enn allnokkuð borð fyrir báru, en þó er við því að búast að þeir orkukostir sem þá væri ekki búið að ráðstafa væru ekki þeir hentugustu, hvorki hagrænt né umhverfislega. Jafnframt verður þó á það að líta að við erum komin inn í markaðsvætt raforkuumhverfi þar sem einar þarfirnar geta rutt öðrum úr vegi. Þannig er ekkert sjálfgefið um rekstrartíma álver- anna. Orkusamningar við þau eru gerðir til afmarkaðs tíma. Ef svo færi að meira fengist fyrir rafmagn til annarra nota yrðu álverin að draga saman seglin allt eins og nú er að gerast í Evrópu þar sem sam- fléttun raforkumarkaðarins er að ryðja álverunum úr vegi. Er því mikilvægt að samningar um orku- sölu séu nægilega sveigjanlegir og til sem skemmst tíma. Jafnvægi í orkubúskapnum Með hinum óbeina útflutningi á orku sem felst í rafgreiningu á áli er- um við Íslendingar orðnir stórútflytj- endur á raforku. Þessi útflutningur er að orkugildi til þegar orðinn ámóta og innflutningur á eldsneyti og enn frekar svo eftir þann vöxt í ál- iðnaðinum sem þegar er ákveðinn. Ef hyggilega er haldið á málum ætti þjóðarbúið því til lengdar að verða nokkuð varið fyrir sígandi hækkun orkuverðs, enda hlýtur til lengdar allt orkuverð að fylgjast að, raf- orkuverð líka. Og takist að nýta inn- lenda orku í stað innflutts eldsneytis erum við enn betur sett. Við eigum ekki að þurfa að vera bangin í viðsjálum heimi orku- framboðs og orkuverðs. En í því skyni þarf langtímastefnu; ekki að- eins um álver eða ekki heldur og um aðrar þarfir, þ.m.t. vegna nátt- úruverndar. Viðvörun sú sem felst í snarhækkun olíuverðs undanfarið ætti að verða okkur hvati til að hugsa allan okkar gang í orkumálunum. Hér hefur verið skýrt frá því hvað þyrfti að virkja til að mæta ýtrustu álvershugmyndum. En svo er það annað mál hvort þjóðin vill hafa þann hraða á nýtingu orkulindanna. Má þá m.a. horfa til þess að fátt bendir til annars en að orkuverð fari almennt hækkandi. Því kann að vera skyn- samlegt að fara ekki of geyst í bráð. Orka handa álverum Eftir Þorkel Helgason ’Við eigum ekkiað þurfa að vera bangin í við- sjálum heimi orkuframboðs og orkuverðs. En í því skyni þarf langtímastefnu; ekki aðeins um álver eða ekki heldur og um aðrar þarfir, þ.m.t. vegna náttúruverndar.‘ Þorkell Helgason Höfundur er orkumálastjóri.  !%  " "      :NFN , - O   N11 ./ 1 + & $ 2  $3 ' 4 2  $3 ' 44 %5'&36$  ! 2 &  ! 2&$  ! 2 &3/' 7' &"8! & 9"&8+& : '&)$$  ! 2  $3 ' 444 ;&'& < ;&'& << . &) 6 & (=$!/ . &) 6  ! 2$6  ! %&&  ! %  $ $)" >8&! ? 8!36$ .& &$  #/   # O   J 2  N11             P.  /  A Q .. / 1M  0 . /  A  .. / 1M  0 ( %    2  ,N & & & & & & 8 & A & A & A & A B & B B B 8 B B A B B B & B A B B B B            < 2   0 ( % %  (6&35 &  ! .  !C&&)$$ D&'&6  &  %&&)& (&)&  $ !$' (")!  ! $  ! E $ & +  >6$ + ;&'& < ;&'& << . & &$ &'&  ! . 6)&8&) .& &$          & & & A B B A B B A B 8 8       !%  " "  1  2 32 <M # .  7 # 2 0 17. .2 0 M0.       .0$M   7  12 0 M0. R RR 0  ! 75 &8 $  '& .  !7'!6$/2&) ' D&'&6/1 +'&) ' .  !/. &!$/   '2 !/   '25$&/ .13:N 12:N .1:N                  4 -   % 5 !    þeim yrði lagður í hornsteininn. Þegar forsetinn hafði samband við forsvarsmenn Landsvirkjunar og sagði þeim frá þessum óskum tók hann sérstaklega fram að hann myndi ekki beita sér í málinu. Vissulega getur það orkað tví- mælis að leggja í hornsteininn texta andstæðinga framkvæmdarinnar enda hefur slíkt ekki tíðkast hingað til þótt oft sé deilt um opinberar byggingar og önnur mannvirki. Í ljósi þeirra deilna sem hafa orðið um virkjunina taldi Landsvirkjun engu síður eðlilegt að halda til haga andstæðum sjónarmiðum í blýhólk- inum. Kárahnjúkavirkjun er staðreynd Bygging Kárahnjúkavirkjunar er langt á veg komin. Nánast allir verkþættir hafa verið boðnir út og u.þ.b. 60% verksins er lokið. Að mínu áliti lýsir beiðni virkjunar- andstæðinga því að þeir viðurkenna að virkjunin sé staðreynd þótt hún verði að sjálfsögðu áfram umdeild. Búrfellsvirkjun var afar umdeild á sínum tíma og þá voru hrakspár ekki sparaðar af andstæðingum virkjunarinnar. Í dag ríkir sátt um þá virkjun. Það er von mín að sú ákvörðun að koma til móts við sjón- armið virkjunarandstæðinga sýni að borin er virðing fyrir mismun- andi sjónarmiðum. Gagnkvæmur skilningur er öllum til góðs. irkj- ðra rð- ns. að yrir am- væð- - gn 1. virkj- il - við na ein- um- ngar um num d- for- ví að xti frá a ds- Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. meðaltali tæplega 4 lítra af gosi og svaladrykkjum á viku en 9 ára börnin tæpa 2,5 lítra. Unnt væri að minnka neyslu á viðbættum sykri með því að minnka neyslu á sykruðum gos- og svaladrykkj- um. Fiskur 1,5 sinnum í viku Ráðlagður dagsskammtur af grænmeti er um 200 g á dag en níu ára börnin borðuðu að með- altali 36 g en 15 ára unglingarnir 45 g. Ávaxtaneyslan er meiri, eða 90 grömm og 62 g en tæplega 15% fylgdu ráðleggingum um ávaxtaneyslu sem hljóða upp á a.m.k. 200 g á dag. Þátttakendur borðuðu fisk að meðaltali 1,5 sinnum í viku en æskilegt væri að hafa hann á borðum að minnsta kosti tvisvar í viku, að sögn Ingibjargar. Stór hluti barna og unglinga á á hættu að fullnægja ekki joðþörf sinni vegna ónógrar fiskneyslu. 65% hópsins neyta hæfilegs magns af mjólkurvörum, sem eru tveir til fimm skammtar á dag, 21% borð- ar minna en 14% meira. ið af trefj- itinu fu du- blóð- af leið- rnun. meira g ga 4% af ðu- trefj- ru án ára m að mur úr æti, m og ð að æði“ ós að u að fá ¼ orku úr draslfæði Morgunblaðið/Ásdís barna er með því minnsta í Evrópu. Morgunblaðið/Eyþór nnir niðurstöður rannsóknarinnar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.