Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er í þann mund að verða uppiskroppa með eitthvað sem hann notar á hverjum degi. Nú áttu að nota tækifærið og auka varaforðann, þegar allt er á góðum kjörum. Athugaðu að ekki er víst að um sé að ræða eitthvað efnislegt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Hlustaðu vandlega þegar ást- vinir tala og hlustaðu á allt sem þeir hafa fram að færa. Ef þú hlustar ekki leiðir það bara til vandræða og misskiln- ings. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Lítillæti verður mikilvægur eiginleiki í dag og bæði kurteislegt og nauðsynlegt að þakka fyrir sig í dag. Þú segir það með þeim hætti að allir átta sig á því að þú vilt sýna raunverulegt þakklæti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef maður mætir erfiðri áskorun er ekki óeðlilegt að stíga skref afturábak. En það sem gefur besta raun er að standa kyrr og sýna sjálfstraustið án þess að depla auga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að skreppa úr hverfinu, borg- inni eða jafnvel landinu ef þú vilt leysa viðfangsefni sem tengist heimilinu. Net- ið auðveldar þér að leita svara í veröld- inni eins og hún leggur sig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Flókin viðskiptaskref koma við sögu. Meyjan er akkúrat rétta manneskjan til þess að dansa í slíkum meistaraballett. Almennt séð verður lífið auðveldara ef þú helgar þig því að hjálpa öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Kannski var það áreynslulaus hláturinn eða opinskátt brosið, en einhverra hluta vegna er vogin komin með fylgifisk. Vertu meira en kurteis. Gefðu þessari manneskju dálítið af tíma þínum. Þú sérð ekki eftir því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn glímir við meiriháttar áskoranir í vinnunni. Notaðu orðið ómögulegt eins lítið og þú getur, eða helst alls ekki. Einhver á eftir að sanna að þetta sé hægt, svo það gæti allt eins verið þú. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Svo gæti virst sem að maður eigi að leysa hagnýt verkefni fyrst, en hið gagnstæða er rétt. Viltu virkilega láta muna eftir þér fyrir það hversu skipu- lögð kvittanaskúffan þín er? Helltu þér út í það sem er duttlungafullt, fáránlegt og ástríðuþrungið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert manneskjan sem heldur voninni lifandi. Ef þú helgar þig göfugum mál- stað tekst þér að ná þínum metnaðar- fyllstu takmörkum. Öryggi sprettur af því að treysta sjálfum sér, ekki pening- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hinn gullni meðalvegur er töframantra. Þú kannt hana og öðrum líður betur með þér en ella þar af leiðandi. Taktu eftir: Þér er óhætt að fjárfesta í áhættu- fyrirtæki vinar, án þess að sambandið líði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn hefur látið heillast af nýrri persónu. Hvernig á hann að fara að því að nálgast þessa frábæru manneskju? Notaðu tækifærið og vertu barnalegur, galsafenginn og ómótstæðilegur. Stjörnuspá Holiday Mathis Orka jarðarmerkjanna einkennir daginn. Sól í nauti og tungl í steingeit eru gamlir vinir og félagar í verki. Nýttu þér afkastamikið samband þeirra með því að sökkva þér niður í verkefnin eftir klukkan fimm, sama hvort þú færð eitt- hvað í staðinn eða ekki. Þér finnst þú ábyggilega hafa komið að miklum notum þegar þú leggur höfuð á kodda í kvöld. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Í dag, 16. maí, mun Plextett Sextett spila kl. 21 og er frítt inn. Langholtskirkja | Vortónleikar kvennakórs Léttsveitar í Langholtskirkju verða í kvöld og 19. maí kl. 20.30. Flutt verða spænsk og ensk lög og lög eftir íslensk tónskáld. Kór- stjóri er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Miða- sala hjá kórkonum, í síma 897 1885, eða við innganginn. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Til 3. júní. Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist- arnemar úr Garðabæ með málverkasýn- ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir málverk, teikningar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní. DÍH | Málverkasýning Jóns Inga Sigur- mundssonar – Við ströndina – í Óðinshúsi, Eyrarbakka. Til 28. maí. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Myndirnar á sýningunni eru ellefu talsins og eru þær raunverulegar myndir úr mannlífinu, málaðar með blandaðri tækni – akríl á striga. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Myndlistasýning Ernu Guðmarsdóttur í Galleríi Galileo, Hafnar- stræti 1–3. Á sýningunni eru 26 myndverk og myndefnið sótt í íslenska náttúru. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjöl- ljóðahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira, Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ sem sýna bókverk. Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar er Guðrún Benedikta Elíasdóttir, hún sýnir akrílmálverk sem eru að mestu máluð í Frakklandi á síðastliðnu ári. Til 20. maí. Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sögur“ stendur yfir til 31. maí. Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafnarborgar ganga undir heitinu „Svart- hvítir dagar“. Til 29. maí. Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd- höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Til 29. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list- málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til 18. júní. Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð- mundsdóttir sýnir kröftug málverk til 9. júní. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu- málverk til 28. maí. Opið alla daga nema mánud. kl. 15–18. Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í Listasafni ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 28. maí. Listasafn Íslands | Sýningar á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Verkin á sýningunum spanna allan feril listamannanna. Vegleg fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna, sjá á: www.listasafn.is. Til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi- stofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær- eysk náttúra. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmundar- safns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam- starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem- endur í útskriftarárgangi myndlistar- og hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept- listamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn- ing á verkum Marissu Navarro Arason stendur nú yfir til 24. maí Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás- mundsson þróað með sér andlega tækni í málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru taldar hafa lækningarmátt hafa vakið sterk áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sigur- jónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí. Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmynd- irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Til 9. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Rjúpnaskyttur hjálpuðu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson að skapa listaverk. Skytturnar skutu haglaskotum á kort af miðborg Reykjavíkur. Gæludýrahúsin sem urðu fyrir skoti voru mynduð og eru til sýnis á Veggn- um. Líka var unnið með nemendum Austurbæjarskóla og má sjá afraksturinn á Torginu. Til 11. júní. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á kosningaminjum fyrri borgarstjórnarkosn- inga. Sýning sett saman af nemendum Guðmundar Odds í Listaháskóla og starfs- mönnum Borgarskjalasafns. Staðsetning Grófarhús, Tryggvagata 15, 1. hæð. Ókeypis aðgangur. Til 26. maí. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn frá kl. 10–17 alla daga nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sig- ríður myndir sem hún hefur tekið af börn- um. Til 7. júní. Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla dag kl. 11–18. Sjá nán- ar á www.hunting.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða  Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skro, 8 höst, 9 áleiðis, 10 ríkidæmi, 11 ágóði, 13 vesæll, 15 fáni, 18 slagi, 21 kvenmanns- nafn, 22 naut, 23 íshögg, 24 afundinn. Lóðrétt | 2 forræði, 3 brúkar, 4 trufla, 5 pen- ingum, 6 mestan hluta, 7 tunnur, 12 ótta, 14 dvelj- ast, 15 alið, 16 ávöxtur, 17 hrekk, 18 ritgerð, 19 ánægðu, 20 vinnusöm. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skjal, 4 þotur, 7 lepps, 8 rofið, 9 táp, 11 ólin, 13 saur, 14 ógóða, 15 fant, 17 lest, 20 hak, 22 norna, 23 ormur, 24 tíðni, 25 purka. Lóðrétt: 1 selló, 2 jeppi, 3 lost, 4 þorp, 5 tefja, 6 ruður, 10 ámóta, 12 nót, 13 sal, 15 fánýt, 16 nýrað, 18 eimur, 19 terta, 20 hani, 21 kopp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.