Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ hvíld um miðjan daginn, les blöðin, horfi á sjónvarpið. Ég sest ekki niður í tuttugu mín- útur til að japla á samloku, ég sest niður í tvo tíma. Það mætti segja að ég reyni að koma einhvers konar skipulagi á þetta öng- þveiti sem oft fylgir lífi tónlistarmannsins (hlær). Menn hafa oft hrokkið upp af of snemma, eins og rokksagan hefur sýnt okk- ur. Ég hef hins vegar alltaf verið nokkuð íhaldssamur á það hvernig maður eigi að haga sér í þessum efnum.“ – Þú ert semsagt lítill „rokkari“? „Ég hef aldrei litið á mig sem rokktónlist- armann. Þegar ég var að byrja í þessu stússi var maður í órafmögnuðu deildinni. Ég hlustaði aðallega á djass og blús og hef alltaf haft mestan áhuga á lágstemmdri, óraf- magnaðri tónlist. Mér fannst ég alltaf vera órafmagnaði gaurinn í rokkhljómsveitinni.“ – Ertu þá mögulega að fara aftur til baka með þessari tónlist sem þú hefur verið að fást við undanfarið? „Ég held að tónlistarmenn séu stöðugt að leita til baka, þegar þeir eru að skapa. Þú ert alltaf að fara yfir það sem þú hefur áður gert, og notar það, meðvitað eða ómeðvitað, þegar þú ert að fást við eitthvað nýtt.“ – Það mætti segja að Tull sé einslags „költ“-sveit. Það fer lítið fyrir henni, þannig séð, í fjölmiðlum, en hún á sér engu að síður dygga stuðningsmenn um gervallan heim… „Já … þetta er ástand sem fjölmargar sveitir og listamenn búa við í dag, held ég samt. Frank Zappa til að mynda. Captain Beefheart á harða aðdáendur … og það er ekkert sérstaklega opinbert enda synti hann aldrei í meginstraumnum. Deep Purple, Yes og Jethro Tull eiga sér hóp aðdáenda, þar sem þessar sveitir eru stór partur af lífi þeirra. En þetta fólk er ekki endilega að ganga um stræti og torg í bolum með mynd af hljómsveitunum eða eitthvað þess háttar. Þetta fólk er jafnvel hætt að fara á tónleika og kaupa plötur en þetta fólk er þarna enn engu að síður. Frægasta dæmið um svona hljómsveit, en þar voru/eru aðdáendur líkt og trúflokkur, er The Grateful Dead. Í til- felli Tull myndi ég segja að við höfum topp- að í vinsældum rétt eftir 1970, þegar Aqual- ung og Thick as a Brick komu út. Við vissum hins vegar að það myndi ekkert end- ast þar sem við vorum ekki popphljómsveit og höfðum ekki hug á að feta þá slóð. Okkur langaði ekki að semja hallærisleg popplög eins og Elton John og Rod Stewart. Vinsæl- asta hljómsveit samtímans er án efa Coldplay og það verður athyglisvert að sjá hvað þeir munu gera til að halda sér þar. U2 hafa haldið sér vinsælum mjög lengi, sem er óvenjulegt, en þeir eru líka mjög útsjón- arsamir í því að halda sér gangandi. Þeir kunna á skemmtanaiðnaðinn. Ég hef hins vegar aldrei haft áhuga á þessari hlið tón- listarbransans.“ Leiðtogi Jethro Tull, Ian Anderson, mun flytja lög Jethro Tull í Laugardalshöllinni hinn 23. maí næstkomandi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meistarann og stóð á einni löpp á meðan. Ian Anderson: „Við vissum hins vegar að það myndi ekkert endast þar sem við vorum ekki popp- hljómsveit og höfðum ekki hug á að feta þá slóð. Okkur langaði ekki að semja hallærisleg popplög eins og Elton John og Rod Stewart.“ ’Þetta snýst um að halda sér átánum, að geta tekist á við eitt- hvað nýtt tónlistarlega. Ég vil vakna á hverjum degi, vitandi að það sé eitthvað þarna úti sem ég get bætt í reynslubankann.‘ Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar í Smáralind, Kringlunni og Laugavegi. Í versl- unum BT á Selfossi og Akureyri. Netsala fer fram á www.midi.is. Nánari upplýsingar má nálgast á www.performer.is. arnart@mbl.is T ónleikarnir sem um er að ræða bera yfirskriftina Ian Anderson plays The Orchestral Jethro Tull. Mun Anderson leika ásamt eigin sveit, félögum úr Reykjavik Chamber Sessions Orchestra og bandaríska fiðluleikaranum Luciu Micarelli. Viðtalið tafðist um klukkutíma og þegar loks náðist í Anderson hóf hann spjallið með langri afsökunarbeiðni. Hafði víst verið upp- tekinn með bókhöldurunum sínum! Röddin var auðþekkjanleg, og Anderson einkar kurteis, líkt og um enskan hefðarmann væri að ræða og er hann þó skosk- ur. – Hvernig líst þér að vera að koma til Íslands á nýjan leik? „Bara vel. Ég haf alltaf fundið til tengsla við Ísland, líkt og ég geri hvað Færeyjar varðar, Noreg, Skotland og þessi lönd sem eiga strönd að Atlantshafinu. Við erum öll hluti af stærra sjávarsam- félagi og sögulega séð hefur þetta oft verið ströggl [And- erson var eitt sinn stórtækur laxabóndi en hefur dregið verulega úr þeim umsvifum. Nokkrir af textum Tull hafa þá fjallað á rómantískan hátt um hetjur hafs- ins]. En já, ég hef alltaf fundið fyrir sterkum tengslum við þessi lönd. Þar hefur lífsbar- áttan oft verið erfið og það ástand getur oft af sér mjög skapandi og orkurík samfélög. Við spiluðum í fyrra sem Jethro Tull í Fær- eyjum og það land heillar mig. Ég er sér- staklega áhugasamur um fiskiræktina þar eðlilega og fékk tækifæri til að skoða nokkr- ar eldisstöðvar. Því miður er þetta dálítið „inn og út“ hvað Íslandsförina varðar, ég mun stoppa stutt – í þetta sinnið alla vega.“ – Þú notast við tónlistarmenn á hverjum stað í þessu verkefni er það? „Jú, en það fer eftir því hvar ég er hverju sinni. Ég byrjaði á þessu fyrir fimm árum og þetta hefur verið að aukast. Þessi tónleikaröð sam- anstendur af lögum með Jethro Tull en einnig eru þarna lög sem hafa verið á sólóplötunum mínum. Ég fann á sínum tíma fyrir þörf til að gera eitt- hvað sem stæði utan við þennan Jethro Tull- ramma. Í Þýskalandi hafði ég færi á því að spila á tíu tónleikum með sömu sinfóníu- sveitinni en eins og þegar ég spilaði í Suður- Afríku t.a.m. var það ekki möguleiki eðli- lega. Þegar maður er farinn að fljúga til landanna verður kostnaðurinn svimandi hár, hyggi maður á að taka heila sinfóníusveit með sér!“ – Þú hefur verið einkar iðinn síðustu ár við alls kyns starfsemi sem liggur utan við Tull. Hver er ástæðan fyrir þessu? „Ja… aðallega af því að ég hef ekki gert neitt svona áður (hlær). Í langan tíma fór öll orkan, eða svo gott sem, í Tull. Ég er að passa upp á það núna að hafa nægan tíma til að sinna þessum ólíku verkefnum. Mér finnst spennandi að reyna eitthvað nýtt, eins og þetta klassíska dæmi en svo hef ég líka verið að spila með indverskum tónlist- armönnum. Þetta snýst um að halda sér á tánum, að geta tekist á við eitthvað nýtt tón- listarlega. Ég vil vakna á hverjum degi, vit- andi að það sé eitthvað þarna úti sem ég get bætt í reynslubankann. Þetta er ekki eins og hjá sumum læknum eða kennurum sem álíta sem svo að þeir séu búnir að læra og svo geti þeir hagnýtt sér það sem eftir er ævinn- ar. Svona haga ég ekki mínu lífi. Mér finnst að fólk eigi að bera skyldu til að bæta stöð- ugt við þekkingu sína og eigi að leitast við að víkka út sjóndeildarhringinn – svo lengi sem það lifir. Ég fæ t.d. mikið út úr því að vinna með öðru tónlistarfólki. Maður lærir eitthvað nýtt og getur líka miðlað sínu áfram. Tónlist er líka ótrúlega öflugt tjáskipta- form. Hún sker í gegnum allt; örðugleikar varðandi tungumál, siðvenjur og allt slíkt hverfur.“ – Sumir myndu segja að þú værir ofvirkur, þú virðist stöðugt að… „Nú veit ég ekki… núna er ég að slappa af í þægi- legum stól og er talandi í símann. Það er betra en að vinna við það að reisa fjölbýlishús t.d. Ég myndi þvert á móti segja að líf mitt væri fremur rólegt. Ég vil hafa nóg að gera að vísu, ég er þannig maður, en um leið sé ég alltaf til þess að dagurinn bjóði upp á einhvers konar slökun. Ég tek mér oftast Alltaf að Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið MI : 3 kl. 6, 9 og 11 B.i. 14 ára MI : 3 LÚXUS kl. 6 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4 og 6 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 The Hills have Eyes kl. 10.10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 og 6 FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl eee JÞP blaðið pénelope cruz Salma hayek Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 6 (KR 500) Inside Man kl. 8 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 Lucky Number Slevin kl. 10:20 B.i. 16 ára FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN S.U.S. XFM FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR 3 DAGAR Í FRUMSÝNINGU • FORSALA AÐGÖNGUMIÐ Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Magnaður spennutyllir sem fær hárin til að rísa! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.