Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR BARNA- og fjölskylduvænn bær, bættar almenningssamgöngur, gjaldfrjáls leikskóli, ný upplýsinga- miðstöð ferðamanna, kvenfrelsi, og engin stækkun hjá álveri Alcan í Straumsvík eru meðal stefnumála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í Hafnarfirði í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Þetta segir Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, sem leiðir lista flokks- ins. VG vilja gera Hafnarfjarðarbæ að eftirsóknarverðum vinnustað, með því að hækka lægstu launin, eyða kynbundnu misrétti og leggja nýja starfsmannastefnu sem stuðlar að starfsöryggi og starfsánægju. „Við viljum gera Hafnarfjörð að barna- og fjölskylduvænni bæ, hann er það í dag en við viljum ganga lengra,“ segir Guðrún. Hún segir mikilvægt að hagsmunir og sýn barna verði höfð í huga við ákvarð- anatöku, og hagsmunasamtök barna komi beint að ákvörðunarferlinu. Einnig þurfi að efla aðstöðu og jafna aðstöðu barna til að stunda tóm- stundastarf, íþróttir og listnám. Einnig telja VG að efla þurfi al- menningssamgöngur, og tryggja að börn og ungmenni á leið til og frá skólum, íþróttum og tómstunda- starfi fái ókeypis í strætisvagna til að foreldrar séu ekki að skutla börn- unum fram og til baka. Þannig sé hægt að byggja upp kynslóð sem venjist því að nota almennings- samgöngur. „Við höfum einnig lagt áherslu á að leikskólinn verði gjaldfrjáls, við teljum óeðlilegt að leikskólinn, sem talinn er fyrsta skólastigið, sé dýrari en einkarekinn háskóli,“ segir Guð- rún. Einnig telji VG það jafnréttis- mál að máltíðir í grunnskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Á móti stækkun álversins VG eru á móti því að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, og segir Guðrún afar mikilvægt fyrir bæinn að flokkurinn nái inn manni í bæj- arstjórn í komandi kosningum til að vera málsvari þeirra sjónarmiða. Hún útilokar þó ekki meirihluta- samstarf við flokk sem hafi það á stefnuskrá sinni að leyfa slíka stækkun, en þá gegn því skilyrði að bæjarbúar fái að kjósa um málið, og fái upplýsingar um allar hliðar þess áður en kosið er. VG í Hafnarfirði kynnti stefnu sína Morgunblaðið/Brynjar Gauti VG í Hafnarfirði kynnti áherslur sínar í gær. F.v.: Gestur Svavarsson, Svala Heiðberg, Jón Hallgrímsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Mar- grét Pétursdóttir, Árni Stefán Jónsson og Sigurður Magnússon. GRUNNFRAMFÆRSLA námslána hækkar um 5,9% samkvæmt nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna en gengið var frá samkomulagi stjórnar sjóðsins og námsmannahreyfinga á mið- vikudaginn. Framfærsluhækkunin þýðir að mánaðarlán námsmanns í eigin húsnæði hækkar í 87.400 krónur úr 82.500 krónum. Samkvæmt nýju reglunum, sem taka gildi 1. júní nk. er einnig kveðið á um að skerðing vegna tekna námsmanna lækki úr 14% í 12% og er það fjórða árið í röð sem dregið er úr tekjutilliti, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Lánasjóðnum. Í reglunum er ennfremur áréttað að námsmaður sem flýtir náms- lokum með sumarnámi getur átt rétt á námslánum í allt að 12 mán- uði á skólaárinu, húsnæðisliður framfærslugrunns LÍN er hækk- aður sérstaklega með hliðsjón af út- tekt námsmannahreyfinganna á húsnæðiskostnaði námsmanna, reglur um innheimtu vegna of- greiddra lána eru hertar, t.d. ef námsmaður hefur vanáætlað tekjur sínar en þá verður frekari náms- aðstoð stöðvuð og ofgreidd lán send í lögfræðiinnheimtu hafi þau ekki verið greidd innan tilskilins frests. Í framhaldi af nýju reglunum er áætlað að um 11 þúsund námsmenn taki námslán næsta vetur og að heildargreiðslur nemi um 9,7 millj- örðum króna. Grunnframfærsla námslána hækkar um 5,9% LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði 73 ökumenn sem óku bifreiðum sín- um á nagladekkjum á tímabilinu 10. maí til 15. maí. Á sama tímabili voru 60 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt um götur borgarinnar. Svo virðist sem ekkert sé að draga úr hraðakstri, að því er segir í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Lögreglubifreið, búin hraðakst- ursmyndavél, var staðsett í vest- urborginni þann 15. maí og á einni klukkustund voru 25 ökumenn myndaðir þar sem þeir óku bifreið- um sínum of hratt fram hjá skóla þar sem 30 km/klst hámarkshraði er. Lögreglumenn gripu einnig 14 ökumenn við að tala í farsíma. 18 ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur og þeir eiga von á sviptingu ökuréttinda og greiðslu á háum sektum. Athygli vekur að á tímabilinu voru settir sektarmiðar á 27 ökutæki þar sem hafði verið lagt ólöglega. Lög- reglumenn hvetja stjórnendur öku- tækja að huga að því hvar og hvern- ig þeir leggja bílum sínum. Sektaði 73 fyrir að aka á nagla- dekkjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.