Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 33 MINNINGAR ✝ John JosephCramer fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum 7. mars 1959. Hann lést af slysförum sunnudaginn 7. maí. John var eldri sonur þeirra hjóna Höllu Valrósar Jónsdóttur Cramer, f. 5.3. 1940, og Josephs J. Cram- er, f. 7.6. 1936, nú búsett í N-Carolina. Bróðir hans er Ro- bert M. Cramer, f. 26.2. 1962, búsettur í Maryland. Kona hans er Tammy og eiga þau þrjár dætur, Ashlee, Stephany og Halee. Föðurmóðir Johns er Mildred Miller, f. 5.4. 1918. For- eldrar Höllu Valrósar voru Jón L. Þórðarsson, f. 21.8. 1907, d. 22.11. 1977, og Brynhildur Pétursdóttir (Dadda), f. 23.7. 1910, d. 27.12. 1999. Mildred Birta, f. 11.9. 2004. 2) Dan- íel Joseph Cramer, f. 10.7. 1987, bú- settur í foreldrahúsum. Dóttir Ósk- ar og fósturdóttir Johns er Geirþrúður Ósk Geirsdóttir, f. 10.2. 1977, búsett í Keflavík. Eiginmað- ur hennar er Árni Jakob Hjörleifs- son, f. 11.10. 1974. Sonur þeirra er Kristófer Örn, f. 19.7. 1996. John og Ósk bjuggu öll sín bú- skaparár í Ytri-Njarðvík, nú síðast á Hæðargötu 10. John starfaði lengst af hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli sem flokksstjóri og hjá Steypustöð Suðurnesja sem bif- reiðarstjóri. Síðast starfaði hann hjá Rekunni hf. í Keflavík sem bif- reiðarstjóri og trúnaðarmaður starfsmanna. Einnig voru honum falin trúnað- arstörf fyrir bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Áhugamál Johns voru lengstum tengd körfuknattleik. Hann vann í mörg ár fyrir Körfuknattleiksdeild UMFN. Nú síðustu árin starfaði hann mikið innan mótorhjólasam- takanna Arna á Suðurnesjum. Útför Johns verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eiginkona Johns er Ósk Sigmundsdóttir, f. 9. maí 1952 í Ytri- Njarðvík. Foreldrar hennar eru Anna Magnúsdóttir frá Höskuldarkoti, f. 20.5. 1928, og Sig- mundur Baldvinsson, f. 4.10. 1918, d. 25.12. 2002. Bræður Óskar eru Magnús Þór, f. 28.8. 1948, og Brynj- ar, f. 11.8. 1950. Hálf- bræður samfeðra eru Baldvin og Pétur. John bjó í Bandaríkjunum til 19 ára aldurs eða þar til hann fluttist til Íslands. Hann kynntist Ósk 1979 og hófu þau búskap stuttu síðar. Eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Halla Mildred Cramer, f. 10.2. 1983, bú- sett á Akureyri, sambýlismaður hennar er Marinó Heiðar Svavars- son, f. 13.2. 1979. Þeirra barn er Elsku John minn, nú ert þú farinn og vonandi á góðan stað hjá Simba tengdapabba, góða vini þínum. Stóri maðurinn í lífi mínu, alltaf svo gott að faðma þig og leita til þín, alltaf tilbúinn að gera það sem þurfti að gera. Ég man svo vel eftir þegar við bjuggum á Reykjanesvegi 56. Þá var þröngt í búi enda fimm manna fjölskylda. En viti menn, íbúð sem hafði verið þriggja herbergja var orðin fimm herbergja og eitt herbergi á tveimur hæðum. Þú gafst svo sannarlega ekki upp og alltaf tilbúinn að gera vel við allt og alla. Þú gerðir vel við börnin þín og mig, tengdaforeldra og alla sem leituðu til þín, þú verður alltaf skýr í minningunni, John minn, því ég og allir sem þér kynntust elskuðu þig og munu sakna þín. Stór og mikil nærvera, alltaf hress, alltaf að létta lund annarra og gleðja í kringum þig. Elsku stóri maðurinn minn, ég þrái ekkert frekar en þinn stóra mjúka faðm en verð að bíða þar til minn tími kemur. Ég var farin að hlakka til þegar þú kæmir aftur frá Reykjalundi og bú- inn að fá bata á kvölum þínum. Þú áttir að ferðast um á mótorhjólinu og sjá íslenska náttúru og kynnast nýju fólki sem þú gerðir svo auðveldlega. Elsku John minn, ég vissi að þú hlakkaðir til að sýna hjólið þitt 13. maí með félögum þínum í klúbbnum Ernir, ég veit að þín verður saknað og þeir félagarnir minnast þín og munu finna fyrir nærveru þinni á sýningunni. Þú hafðir ákveðið að fara og heim- sækja ættingja þína í Bandaríkjun- um í haust með syni okkar. Af því verður ekki en ég veit að bara vitn- eskjan um að þetta stóð til yljar ást- vinum þínum um hjartað nú á þess- um erfiðu tímum. Elsku stóra ástin mín, ég vil þakka þér fyrir öll fallegu börnin mín, Höllu og Daníel, og fyrir hlutverk þitt sem stjúpföður Geirþrúðar frá fyrra hjónabandi. Ég elska þig og hugsa til þín alla daga. Þín Ósk. Það er erfitt að koma orðum að þeim hugsunum sem sækja að mér þessa dagana, John er dáinn, það einfaldlega nær varla nokkurri átt að hann sé horfinn á braut og eigi ekki afturkvæmt úr hjólaferðinni. John ól mig upp frá þriggja ára aldri, hann var óþreytandi að draga mig um á sleðanum mínum en ég elskaði það þegar hann hljóp með mig um göt- urnar svo snjórinn þyrlaðist um kaldar kinnarnar, hlæjandi og bað sí- fellt um meira og fékk aukaferð að sjálfsögðu. Hann gaf mér fyrsta hjól- ið mitt sem var BMX-hjól, keypt þegar við vorum um jólin hjá afa og ömmu í Bandaríkjunum, hjálpaði mér að læra á það og lagaði dekkin þegar sprakk hjá mér eftir að ég hafði skransað of mikið. Ég veit ekki hve oft hann kallaði á eftir mér að fara varlega eða gaf mér knús þótt ég færi bara rétt á milli húsa því hann vildi að ég vissi hve vænt hon- um þætti um mig. Að fara heim til mömmu og Johns var daglegt brauð fyrir mig og ætíð tekið á móti mér með orðunum „gefðu mér faðmlag“ og svo þrýst þar til maður varla náði andanum, en það var gott og alltaf vildi maður meira því ég vissi að þetta kom frá hjartanu. Í seinni tíð leitaði ég sífellt meira til hans með ýmis mál og leið varla dagur sem ég ræddi ekki eitthvað við hann enda kom hann mér ætíð í gott skap ef eitthvað bjátaði á og sagði bara: „Við björgum því,“ sem hann og gerði. Hann gerði alltaf sitt besta til að hjálpa ef mann vantaði eitt- hvað. John var flottasti pabbinn sem keyrði mig og vinkonur mínar á rokktónleika þegar við vorum 13 ára, eldaði matinn fyrir ferminguna mína en í hamaganginum gleymdi hann að skipta um föt því hann vildi að allt væri fullkomið og hélt partí fyrir mig og vini mína þegar ég varð 16 ára sem ég mun aldrei gleyma. Að sitja með honum í Benzanum og hlusta á öll gömlu góðu rokklögin er minning sem mun ylja mér um hjartarætur er ég set Steppenwolf eða Creedence Clearwater í græjurnar og spila þær eins og John sagði að maður ætti að gera það, hátt. Árni, eiginmaður minn, átti í John góðan vin og margar góðar minning- ar sem við eigum um okkar tíma með honum og mömmu eins og ferðirnar á Hjalteyri, óteljandi grillkvöldin þar sem John töfraði fram steikurn- ar, brosandi að venju, og kaffispjall- stundirnar heima. Ég var svo ánægð að sjá hve miklir vinir þeir voru enda taldi hann sig heppnasta tengdason í heimi. Þegar ég eignaðist son minn Kristófer var John ánægðasti maður í heimi, hann var orðinn afi og sá sko til þess að guttinn vissi að hann ætti besta „grandpa“ í heimi, þeir áttu sinn sérstaka húmor og var ég ánægð að sjá hve mikinn tíma hann gaf Kristófer. Jafnvel þótt hann væri upptekinn af einhverju öðru gaf hann sér alltaf tíma til að útskýra hlutina eða laga dótið ef það var bil- að. Kristófer var svo heppinn að eiga John sem afa, mann sem hann gat treyst fyrir öllu og vissi að myndi gera allt fyrir hann, sama hvað, og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég á svo mikið af minningum um hlátur og gaman með John að vafalaust get ég kallast rík, rík af því að hafa átt slíkan mann að í mínu lífi og er ánægð að hann skyldi fá að upplifa draum sinn en það var að fá sér mót- orhjól en þann draum hafði hann átt síðan hann kom til Íslands. Hann var vígalegur á mótorhjólinu sínu sem allir tóku eftir enda miklar drunur sem komu er hann gaf í á leið sinni út í ævintýrin. Það er sárt að vita til þess að John verði ekki með okkur í öllum þeim ævintýrum sem eru framundan, að sjá barnabörnin vaxa úr grasi og börn sín Höllu og Daníel sem eru svo dugleg og sterk og verða dugnaðar- fólk í framtíðinni enda var hann stoltur af þeim báðum. Ég veit að John er að upplifa ný ævintýri núna sem við getum ekki fylgst með en ég er þess fullviss að er við hittumst á ný bíður hann með faðminn sinn stóra, bros á vör og sögur af ótrúleg- um uppátækjum. Elsku mamma, Halla og Daníel, við Kristófer Örn sendum ykkur innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. John minn, hvíldu í friði, ég elska þig ætíð og vil bara segja „wuv u too“. Saknaðarkveðjur. Geirþrúður. Elskulegur sonur okkar. Ég geng að gröf í anda, með góðra vina fjöld en upp til lífsins landa, þó leita bak við tjöld; þar veit ég skrýðist skrúði þín skæra hreina sál, en Guði treysti og trúði og túlkar enn hans mál. Í háum himins sölum ég hylli bústað þinn, svo fjarri kvíða og kvölum þig Kristur leiðir inn; hann dýrðleg verðlaun veitir því verkin þín hann sá, og hverju sem hann heitir, hans hátign efna má. Ég kveð þig enn sem áður, með innilegri þökk, minn hugur reikar hrjáður, til himins lít ég klökk, og bið minn Guð að gjalda hið góða sem ég naut. Gakk þú um aldir alda óslitna sigurbraut. – (Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli, langamma Johns.) Ástarkveðjur. Mamma og pabbi. Elsku John. Í ljóðinu segir: „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Þú varst að vinna í því að fá betri heilsu á Reykjalundi. Þennan sunnudag, þegar kallið kom var yndislegt veð- ur, svo þú fórst að finna vini þína á hjólinu þínu, sem þú elskaðir að vera á, bæði einn og með vinum þínum. Ég á eftir að sakna þín elsku John. Eftir að ég varð ein varst þú hjálp- arhellan mín þegar ég þurfti ein- hvers með. Þú saknaðir hans Simba míns mikið er hann kvaddi þetta líf. Nú veit ég að þið hafið hist og munið báðir vaka yfir okkur. Þegar egg dauðans blá, sú er allt bítur á, ljúfan ástvin oss heggur frá hvað mun hugga oss þá, hver mun liðsemd oss ljá, sárið lykja með hendinni þýðu? Það er trúin á Krist, þann er fræddi oss fyrst og sem ferlegan sigraði dauða, sem fær hjartanu dug, veitir huganum flug, svo vér hræðumst ei skamma stund nauða. Því nú vitum það vel, okkra vina að hel eigi vináttu slitið fær bandið og að tíðin fer ótt, hún er fleyið það fljótt, er oss flytur á samvistalandið. (Jón Thoroddsen.) Guð geymi þig elsku tengdasonur. Þín Anna. Hann kallaði mig „Small Fry“, ég kallaði hann „Big John“. Orðið stór einkenndi hann líka á svo marga vegu. Hann var stór maður líkamlega, hávaxinn mjög og mikill og stóð þannig upp úr í fleiri en einum skiln- ingi. Rétt eins og maður gat sagt bæði í gamni og alvöru að það var ekki hægt annað en að líta upp til hans, því það gerði ég svo sannar- lega. Hann var með stórt bros. Raunar er næstum ómögulegt að finna mynd af honum eða minningu þar sem brosið er ekki allsráðandi, smitandi hláturinn háværasta hljóðið og brandarar og fyndnar athugasemdir fylgdu í kjölfarið. Hann var með stórt hjarta. Hann mátti ekkert aumt sjá. Þannig var hann ætíð fyrstur til að taka af skar- ið á erfiðum stundum, fyrstur til að koma með huggunarorðin, fyrstur með hughreystinguna. Hann var með stóran faðm. Þang- að leituðu allir, ekki síst börnin. Það var sama hvort þau voru hans eigin eða næstum bláókunnug, öll enduðu þau í faðmi frænda míns og fundu þar öruggt skjól, hlýju og síðast en ekki síst vináttu. Hann var stór maður í öllum skiln- ingi þess orðs. Hrókur alls fagnaðar, kletturinn sem allt braut á, skjólið sem allir leituðu í, vinurinn sem allir vildu eiga. Hann var svo stór að við sem þekktum hann vitum að hann mun alltaf eiga stórt pláss í huga og hjarta okkar allra. Hann var stór. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyj. frá Laugabóli.) Elsku Ósk, Geirþrúður, Addi og Kristófer, Halla, Matti og Birta, Daníel, Halla og Joe, Robert og fjöl- skylda, og allir aðrir aðstandendur og vinir, Guð styrki ykkur og gefi frið í þeirri vissu trú að „Big John“ verður alltaf stór, hvar sem hann er. Bestu kveðjur færi ég frá fjölskyldu minni, mömmu og Nonna og hans fjölskyldu. Steingrímur Sævarr Ólafsson. Það voru miklar sorgarfréttir sem bárust mér og fjölskyldu minni seinni part sunnudagsins 7. maí, þegar sonur minn hringdi og sagði mér að John Cramer væri dáinn. Ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem ég hitti John, það var fyrir um 22 árum síðan. Hann kom eftir göt- unni sem ég bý á. Ókunnugur strák- ur með sítt dökkt hár. Undrun mín var mikil þegar að hann stoppaði og fór að tala við mig eins og gamlan kunningja. Ég átti seinna eftir að komast að því að þessi vinalega framkoma var eitt af aðalsmerkjum Cramers. John og Ósk kona hans urðu ná- grannar mínir til margra ára, og syn- ir okkar fæddir með nokkra vikna millibili, leikfélagar og vinir. Það var því ósjaldan sem ég átti eftir að líta við hjá þeim, og alltaf var boðið upp á kaffi og spjall. Og alltaf var John eins, vinalegur og rólegur og hafði ekkert nema gott um allt og alla að segja. Árin liðu og fjölskyldan þeirra flutti burt úr hverfinu. En það var sama, ef ég rakst á John í búðinni eða einhverstaðar á förnum vegi, skein vináttan og góðmennskan af honum og alltaf gaf hann sér tíma í smá spjall og skildi eftir vinarorð. Það er mikill gróði að fá að kynn- ast góðu fólki á lífsleiðinni. Ég er rík- ari af því að hafa fengið að kynnast John. Góður drengur er farinn en vinarþel hans situr eftir. Elsku Ósk, Daníel, Halla, Geir- þrúður og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari miklu sorgarstund. Sigríður Dúa. JOHN J. CRAMER Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.