Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLÆSILEGUR ÁRANGUR Evrópuráðið efndi til sam-keppni um safn Evrópuárið 2006. Sextíu söfn voru tilnefnd og 35 þeirra komust í úr- slit. Vísindasafn í Barcelona var valið safn ársins en þrjú önnur söfn fengu sérstaka viðurkenn- ingu. Eitt þeirra þriggja safna er Þjóðminjasafn Íslands. Þetta er glæsilegur árangur. Ekki eru mörg ár liðin frá því að Þjóðminjasafnið, þessi gamla og merka menningarstofnun, var ekki hátt á hrygginn reist. Húsið hriplak og margvísleg óáran innan dyra hrjáði safnið. Síðan var tekin ákvörðun um að endurnýja húsið og það tók langan tíma. Margir veltu því fyrir sér hvort það hefði verið röng ákvörð- un á sínum tíma. Nú hefur Þjóðminjasafn Íslands risið úr öskustónni og það með af- gerandi hætti. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður: „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Þjóðminjasafnið því með þessu er það sett í hóp beztu safna í Evrópu og þykir hafa náð fram- úrskarandi árangri. Það var sér- staklega minnzt á að við hefðum komið með nýjungar, sem stuðla að framförum í safnastarfi í Evr- ópu og dómnefndin tók fram að hjá Þjóðminjasafninu væru nýjar áherzlur, sem brúuðu nútíð og for- tíð og sýndu að við værum spegill bæði sögunnar og samtíma, sem bæði vekti umræðu og veitti al- menningi aðgang að menningar- arfinum með fjölbreyttum og að- gengilegum sýningum.“ Fáir eiga jafn mikinn þátt í því, að svo vel hefur tekizt til og ein- mitt Margrét Hallgrímsdóttir sjálf og samstarfsmenn hennar. Það er ástæða til að óska Þjóð- minjasafninu og starfsfólki þess til hamingju með þennan glæsi- lega árangur. Þjóðminjasafnið endurspeglar fortíð okkar og minnir á sögu okk- ar. Það stuðlar að því að við miss- um ekki tengslin við uppruna okk- ar. Þess vegna er það ekki bara mikilvægt safn heldur ein helztu tengsl okkar við þá liðnu tíð, sem aldrei má gleymast. LANDNÁMSSETUR Í BORGARNESI Sl. laugardag var opnað land-námssetur í Borgarnesi og þar hefur verið sett upp sýning um Egil Skallagrímsson. Hug- myndina fengu hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, sem hafa kynnt sér menningartengda ferðaþjón- ustu og veitt því eftirtekt hvers konar lyftistöng hún hefur verið fyrir einstök byggðarlög. Í samtali við Morgunblaðið fyr- ir rúmri viku sagði Kjartan Ragn- arsson m.a.: „Alltaf þegar maður er að segja útlendingum sögurnar í sínu um- hverfi þarf maður að byrja að segja söguna af landnáminu, þessari einstöku sögu um hvernig fólk kom til Íslands. Þess vegna vildum við reisa Landnámssetur, þar sem maður segir útlendingn- um eða skólabarninu söguna, sem maður verður að segja hverjum manni áður en hann kemur til Þingvalla. Við segjum hana á ein- faldan, skýran og skemmtilegan hátt.“ Tvö gömul hús hýsa Landnáms- setrið í Borgarnesi. Annað er pakkhús, sem Thor Jensen byggði árið 1883 en hitt er Búð- arklettur, hús, sem byggt var árið 1903 á grunni húss, sem byggt var 1860. Landnámssetrið í Borgarnesi er samstarfsverkefni Kjartans og Sigríðar Margrétar og Borgar- byggðar. Stærstu bakhjarlar þessa verk- efnis eru Ólafur Ólafsson, for- stjóri og Ingibjörg Kristjánsdótt- ir, kona hans, en Ólafur er sonur Ólafs Sverrissonar, sem lengi var kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og á sér raunar dýpri rætur í Borg- arfirði. Landnámssetrið í Borgarnesi og sýningin um Egil Skallagríms- son eiga eftir að setja svip á bæ- inn, svo og aðrar framkvæmdir sem þar er nú unnið að til þess að minnast liðins tíma. Borgarnes er nú kjarninn á einu mesta vaxtar- svæði á Suðvesturlandi. Framtak þeirra Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur sýnir hverju tveir einstaklingar geta áorkað með hugmyndaauðgi og framtakssemi. Þess vegna hefur Borgarnes breytt um svip og á því verður vonandi framhald með frekari framkvæmdum, sem minna á liðna tíð. Með Landnámssetrinu í Borg- arnesi hefur aðdráttarafl Borgar- fjarðar fyrir ferðamenn, innlenda og erlenda, aukist mjög. Að kynn- ast Agli Skallagrímssyni á Borg og í Borgarnesi og Snorra Sturlu- syni í Reykholti á einni dagsstund er ekki lítið mál, ekki sízt fyrir yngstu kynslóðina. Eins og fram hefur komið ífréttum lagði forseti Ís-lands hornstein aðFljótsdalsstöð Kára- hnjúkavirkjunar sl. föstudag. For- setinn naut aðstoðar nokkurra grunnskólanema, en þeir höfðu skilað frábærum úr- lausnum á verkefnum um raforku í sam- keppni sem haldin var í tengslum við at- burðinn. Verkefni yngstu nemendanna voru byggð á stuttri sögu eftir verðlauna- rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur, en hún starfar sem verk- fræðingur við Kára- hnjúkavirkjun. Sú ákvörðun Landsvirkjunar að verða við ósk nokkurra nátt- úruverndarsamtaka um að leggja skjal í hornsteininn hefur vakið nokkra athygli. Yfirleitt hefur þessari ákvörðun verið vel tekið, en einnig hafa komið fram öndverðar skoðanir. Menn hafa komið að máli við mig og gert athugasemdir við að formælingar um mannvirkið skuli varðveittar í blýhólki, sem Samþykki eigenda Landsvi unar byggðist á athugun óháð sérfræðinga, sem staðfestu ar semisútreikninga fyrirtækisin Iðnaðarráðherra heimilaði ráðast í Kárahnjúkavirkjun fy hönd ríkisins. Borgarstjórn sa þykkti samninginn með 9 atkv um gegn 6 og bæjarstjórn Ak- ureyrar með 10 atkvæðum ge Opin umræða fór fram um v unaráformin. Tillit var tekið ti fjölda ábendinga og var fram- kvæmdinni breytt í samræmi það. Ákvörðunin var þess vegn bæði upplýst og lýðræðisleg. Umdeild framkvæmd Ekki hefur farið fram hjá n um að Kárahnjúkavirkjun er u deild framkvæmd. Andstæðin virkjunarinnar hafa með ýmsu ráðum komið sjónarmiðum sín til skila. Nokkur náttúruvernd arsamtök höfðu samband við f seta Íslands og óskuðu eftir þv hann beitti sér fyrir því að tex geymdur er í hornsteini mannvirk- isins. Grein þessi er rituð til að skýra þessa ákvörðun. Lýðræðisleg og upplýst ákvörðun Ákvörðun um virkjun fallvatna í Fljótsdal á sér margra áratuga að- draganda. Ákvörðun um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar var tekin á grundvelli viðamestu rannsókna sem farið hafa fram á Íslandi við mat á um- hverfisáhrifum. Umhverfis- ráðherra heimilaði virkjunina að upp- fylltum 20 skilyrðum eftir að Skipulags- stofnun hafði ekki viljað fallast á fram- kvæmdina. Höfðað var mál til að hnekkja úr- skurði ráðherra, en Hæstiréttur Ís- lands staðfesti réttmæti úrskurð- arins. Alþingi heimilaði virkjunina með lögum, sem samþykkt voru með 44 atkvæðum gegn 9 í apríl 2002. Stjórn Landsvirkjunar sam- þykkti orkusölusamning við Alcoa í ársbyrjun 2003. Í blýhólkinum Friðrik Sophusson ’Í ljósi þeirra deilnasem hafa orðið um virkjunina taldi Lan virkjun engu síður eðlilegt að halda til haga andstæðum sjónarmiðum í blý- hólkinum.‘ Eftir Friðrik Sophusson Íslensk börn og unglingarvirðast ekki borða nóg afgrófmeti og mættu veraduglegri að taka lýsi, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Land- spítala háskólasjúkrahúss, á mat- aræði níu og 15 ára barna og unglinga sem kynnt var í gær. Þá kom í ljós að grænmetis- neysla í könnuninni var sem sam- svarar hálfri meðalstórri gulrót á dag hjá 9 ára börnunum en hálf- um tómat hjá 15 ára krökkunum. Er þetta með því lægsta sem ger- ist í Evrópu. Jákvæðar breytingar virðast þó einnig hafa orðið á mataræði, til dæmis hefur vatnsdrykkja stóraukist, eða úr 2 dl á dag í 5 dl. Þá hefur neysla á grænmeti og ávöxtum einnig aukist frá síð- ustu könnun þótt hún sé enn lítil. Höfundar könnunarinnar eru Inga Þórsdóttir, prófessor við HÍ, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, dós- ent við HÍ. Hún var gerð á ár- unum 2003–2004 og 366 grunn- skólanemar tóku þátt. Svipuð könnun hjá þessum aldurshópum var síðast gerð 1992–1993. sem í heilkornunum sé miki vítamínum, steinefnum og t um sem séu ekki í hvíta hve sem búið sé að hreinsa. Gróf brauðin gefi líka meiri sedd tilfinningu, minnki líkur á b sykursveiflum og geti þar a andi nýst vel í þyngdarstjór „Bara það tvennt, að borða grófmeti og auka ávaxta- og grænmetisneyslu gæti líkleg dregið úr ofþyngd.“ Allt of mikið af orku úr draslfæði Í könnuninni kom í ljós að 2 orku krakkanna kom úr fæð flokkum sem gefa lítið af vítamínum, steinefnum og t um. Hjá níu ára hópnum vor þetta um 20% en hjá fimmtá hópnum um 30%. „Við sjáum fjórðungur heildarorku kem bætiefnasnauðum fæðuteg- undum, meðal annars sælgæ gosi, svaladrykkjum, kökum kexi,“ segir hún og bætir við mikil neysla á slíku „draslfæ valdi áhyggjum. Þá kom í ljó 15 ára unglingarnir drukku Aðeins 3% unglinganna tóku lýsi D-vítamínneysla var almennt ekki fullnægjandi, og segir Ingi- björg niðurstöðurnar benda til þess að ástæða sé til að hvetja fólk til að taka lýsi. 18% níu ára barnanna tóku lýsi en einungis 3% 15 ára unglinganna. Lýsi þurfi að vera hluti af fæðu á Ís- landi, sérstaklega á veturna þeg- ar lítil sól er. „D-vítamín myndast í húðinni í sólinni svo þetta er ekki eins mikið atriði á sumrin. Hins vegar eru ómega fitusýr- urnar í lýsinu líka góðar svo það er sjálfsagt að taka það á sumrin líka.“ Telja sig borða gróft brauð Trefjar voru af skornum skammti í fæðu þátttakenda en Ingibjörg segir eina af ástæð- unum vera að fólk telji sig oft borða gróft brauð sem sé ekki gróft í raun. „Fólk kaupir mikið af svokölluðu heilhveitibrauði, eins og þessu hefðbundna sam- lokubrauði, sem inniheldur í raun ekki nógu mikið af trefjum til að teljast gróft. Við þurfum að hvetja fólk til að kaup frekar rúgbrauð og eða önnur trefjarík brauð.“ Hún segir afar mikilvægt að auka neyslu á grófu brauði þar Könnun mataræðis sýnir að íslensk börn og unglingar f Þurfa að taka lýsi og borða meira grófmeti Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is * %   "  4    *  %. . * M0 . #M0 #*.  C M0 . # / #  *;       !"! #$ !$" %&!' (" ) $ !!  *+  ,&'   - (" ! . /$ 0&' C C C C  C!C "C "C C C Grænmetisneysla íslenskra Ingibjörg Gunnarsdóttir kyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.