Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
1
HÆST Í REYKJAVÍK
Í Reykjavík er vöruverð í mat-
vöruverslunum umtalsvert hærra en
í höfuðborgum hinna Norður-
landanna, að því er fram kom í verð-
könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét
gera í verslunum í Reykjavík, Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi, Ósló og
Helsinki dagana 9. og 10. maí síðast-
liðinn.
Mótmæla breyttu kerfi
Tugþúsundir Dana mótmæltu í
gær á útifundum í Kaupmannahöfn
og víðar tillögum um breytingar á
velferðarkerfinu sem ætlunin er að
leggja fram á þingi. Hægristjórn
Anders Fogh Ramussen forsætis-
ráðherra vill meðal annars hækka
eftirlaunaaldurinn og lækka náms-
lánin.
Varkár spá
Greiningarfyrirtækið Credit
Sights fer varlega í að spá lækkun á
tryggingaálagi á skuldabréfum ís-
lensku bankanna sem eru til
skamms tíma. Fyrirtækið segir að
ekki muni koma á óvart þó sveiflur
verði áfram á þessum markaði á
næstu vikum.
Prodi kynnir nýja stjórn
Ný ríkisstjórn vinstri- og miðju-
flokka undir forystu Romanos Prod-
is var kynnt á Ítalíu í gær og er hún
sextugasta og fyrsta stjórnin í land-
inu frá lokum síðari heimsstyrjaldar
1945. Níu flokkar eiga aðild að
stjórninni.
Ýmsar aðgerðir
Á fundi Sivjar Friðleifsdóttur
heilbrigðisráðherra og stjórnenda
Landspítalans var ákveðið að grípa
til ýmissa aðgerða m.a. til að draga
úr útskriftarvanda spítalans og
fjölga starfsfólki. Spítalinn hefur
staðið frammi fyrir mikilli manneklu
undanfarið.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 28/36
Fréttaskýring 8 Bréf 37
Úr verinu 15 Minningar 38/43
Erlent 16/17 Hestar 49
Minn staður 18 Myndasögur 50
Höfuðborgin 19 Dagbók 50/53
Akureyri 20 Víkverji 50
Landið 20 Staður og stund 52
Austurland 21 Leikhús 54
Daglegt líf 22/25 Bíó 58/61
Menning 26, 54/61 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
Viðhorf 34 Staksteinar 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
BENEDIKT S. Lafleur, formaður
Sjósundfélags Íslands, ráðgerir að
synda yfir Ermarsund í sumar, sem
er 32 km leið. Takist það verður
hann fyrstur Íslendinga til að
synda yfir Ermarsund.
Benedikt hefur þegar skráð sig
til sundsins á tímabilinu frá 30.
ágúst til 5. september næstkom-
andi. Hann fer til Englands 7. júní
til að kynna sér aðstæður og und-
irbúa ferðina. Tvenn samtök í Eng-
landi annast skráningu slíkra Erm-
arsundsferða, skipulagningu þeirra
og útvegun fylgdar- og aðstoðar-
manna. Uppfylla þarf ákveðin skil-
yrði og fylgja ströngum reglum til
að sundið fáist viðurkennt. Þessi at-
riði lúta m.a. að öryggisþáttum,
framkvæmd sundsins og hvernig
sundmaðurinn nærist á sundinu.
Hann má t.d. ekki snerta bátinn
heldur verður að rétta honum mat-
inn í háfi.
Engum Íslendingi hefur tekist að
synda alla leið yfir Ermarsund, en
Eyjólfur Jónsson sundkappi gerði
tilraunir til þess, að sögn Bene-
dikts. Í eitt skiptið var Eyjólfur
kominn nær alla leið þegar hann
lenti í óhagstæðum hafstraumi sem
bar hann af leið.
Benedikt kvaðst vilja þreyta
sund yfir Ermarsund í margþætt-
um tilgangi. „Þetta er leið mín til
að vekja athygli á sjósundinu. Hug-
myndin er að þetta verði hluti af
stærri verkefnum, bæði kvikmynd
um sögu sjósunds á Íslandi og von-
andi bók líka. Einnig hef ég hug á
að efna til áheitasöfnunar og er í
viðræðum við tvenn hjálparsamtök.
Ég hafði í huga að leggja barátt-
unni fyrir sakleysinu lið – gegn
mansali, klámvæðingu og öllu sem
vegur að sakleysinu. Mér finnst
sjórinn hafa táknrænt gildi. Hann
er hreinsandi fyrir sálina, hefur góð
áhrif á ónæmiskerfið og er mikil
forvörn.“
Benedikt undirbýr sig fyrir þol-
raunina með ýmsum hætti. Hann
segist synda mikið, bæði í sjó og
sundlaug. Einnig hleypur hann,
hjólar, gengur og reynir að stunda
þríþraut – hjólar, hleypur og syndir
í sjó. Þá gætir hann að mataræðinu
og er með kort í tveimur líkams-
ræktarstöðvum. Hann kveðst hafa
átt góð samskipti við fyrirtæki sem
hafa styrkt hann í kjölfar Vest-
fjarðasundsins í fyrra.
Sjórinn í Ermarsundi getur verið
yfir 20 stiga heitur í lok ágúst og
jafnvel hlýrri á yfirborðinu. Sam-
kvæmt reglum mega sundmenn-
irnir smyrja líkama sinn, sem auð-
veldar sundið. Benedikt segir þetta
snúast mikið um úthald og að geta
fært sér hafstraumana í nyt. Því er
mikilvægt að hafa góðan fylgdar-
mann. Að sögn Benedikts eru menn
nokkuð mislengi að synda yfir
Ermarsund, allt frá tæpum sjö
klukkustundum og upp í sólarhring.
„Ég er ekki mjög hraðsyndur og
þarf að búa mig undir að vera upp
undir sólarhring í sjónum. Maður
vill frekar einsetja sér að komast
þetta en að gefast upp og hætta,“
sagði Benedikt.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Benedikt S. Lafleur undirbýr sig fyrir þolraunina með ýmsum hætti.
Hyggst synda yfir Ermarsund
Benedikt Lafleur vekur athygli á sjósundi og styður sakleysið
Eftir Guðna Einarsson
gudna@mbl.is
ÍSLENSK erfðagreining greindi
frá því í gær að fyrsti sjúklingurinn
hefði hafið þátttöku í þriðja og síð-
asta fasa prófana fyrirtækisins á
nýju lyfi sem ætlað er til forvarna
við hjartaáföllum. Prófanirnar fara
fram í Bandaríkjunum og reiknað
er með að 3.400 hjartasjúklingar
muni taka þátt í þeim.
Í frétt frá fyrirtækinu er haft eft-
ir Kára Stefánssyni forstjóra að um
mikilvægt skref sé að ræða, bæði
fyrir fyrirtækið sem og lyfjaiðnað-
inn almennt. Þetta væri í fyrsta
sinn sem þekking á líffræðilegum
orsökum algengs sjúkdóms sem
fengist hefði með erfðarannsóknum
skilaði nýju lyfi í síðasta fasa lyfja-
prófana. Niðurstöður erfðarann-
sóknanna verða einnig notaðar til
að auka næmi lyfjaprófananna og
segir Kári líkur á að þær skili já-
kvæðum niðurstöðum. Markmiðið
sé að þróa og markaðssetja ný lyf
við algengum sjúkdómum á grunni
uppgötvana á sviði erfðafræði.
Prófanirnar munu einkum bein-
ast að svörtum hjartasjúklingum
með erfðabreytileika sem vísinda-
menn Íslenskrar erfðagreiningar
hafa sýnt fram á að auki verulega
hættu þeirra á hjartaáföllum. Þátt-
takendur munu taka 500 mg af lyf-
inu eða lyfleysu tvisvar á dag.
Kannað verður hvort færri hjarta-
áföll, heilablóðföll, innlagnir vegna
hjartakveisu eða bráðrar kransæða-
víkkunar verði meðal þeirra sem
taka lyfið en þeirra sem fá lyfleysu.
Lengd lyfjaprófananna mun ráðast
af fjölda sjúkdómstilfella meðal
þátttakenda. Bráðabirgðagreining
verður gerð á niðurstöðum þegar
prófanirnar verða hálfnaðar. Próf-
anirnar fara fram samkvæmt sér-
stöku samkomulagi (e. Special
Protocol Assessment, SPA) við
Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA).
Lyfjaprófanir á nýju
hjartalyfi eru hafnar
ALCOA, ríkisstjórnin og Húsavíkur-
bær hafa undirritað viljayfirlýsingu
um áframhaldandi rannsóknir á fjár-
hagslegri hagkvæmni nýs álvers á
Norðurlandi með 250.000 tonna
framleiðslugetu á ári, að því er segir
í sameiginlegri fréttatilkynningu
iðnaðarráðuneytis, Alcoa og Húsa-
víkurbæjar í gær.
Viljayfirlýsingin fylgir í kjölfar
samkomulags frá því í mars sl. um
staðarval fyrir hugsanlegt álver á
Bakka við Húsavík. Hún kveður á
um þá vinnu sem Alcoa, ríkisstjórnin
og Húsavíkurbær skuldbinda sig til
að inna af hendi svo unnt verði að
komast að niðurstöðu um hvort
Alcoa reisir álver á Bakka.
Hagkvæmnirannsóknin skiptist í
þrjá áfanga og lýkur þeim hverjum
um sig í október 2006, mars 2007 og
júní 2008. Samkvæmt yfirlýsingunni
verður hægt að byggja álverið í
áföngum en með því móti yrði hægt
að hefja framleiðslu ef orka kynni að
verða fáanleg fyrr en ráðgert hefur
verið. Orkuþörf álversins verður um
3.500 gígavattstundir á ári eða um
400 megavött. Samhliða viljayfirlýs-
ingunni sem ríkisstjórnin, Alcoa og
Húsavíkurbær undirrituðu mun
Alcoa semja við Landsvirkjun um
raforkusölu og við Landsnet um
orkuflutning. Fyrsta og öðrum
áfanga mun ljúka með áfanga-
skýrslum sem og ákvörðun um hvort
haldið verði áfram í næsta áfanga.
Samkvæmt þriðja áfanga mun Alcoa
skila Skipulagsstofnun skýrslu um
mat á umhverfisáhrifum álvers á
Bakka, ljúka útreikningum á fjár-
hagslegri hagkvæmni álversins og
staðfesta áframhaldandi þátttöku
sína í verkefninu.
Viljayfirlýsing um
álver á Húsavík
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra segir að samstaða sé um
það meðal ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar að gera þurfi ákveðnar breytingar
á frumvarpi hennar um Nýsköpunar-
miðstöð Íslands til að liðka fyrir af-
greiðslu þess. „Það er ekki verið að
tala um neina kollsteypu í þessu sam-
bandi heldur einungis ákveðnar
breytingar,“ segir hún en vill aðspurð
ekki upplýsa um það í hverju breyt-
ingartillögurnar felist. Þær séu þó
ákveðið skref í þá átt að reyna að ná
sátt um málið.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
starfsemi Byggðastofnunar, Iðn-
tæknistofnunar og Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins sameinist
undir merkjum nýrrar Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands. Frumvarpið var
afgreitt úr ríkisstjórn fyrr í vetur, og
er það nú til meðferðar í iðnaðarnefnd
þingsins. Allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni hafa hins vegar
lýst yfir efasemdum um frumvarpið.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins fundaði meirihluti iðnaðar-
nefndar með formönnum stjórnar-
flokkanna í síðustu viku þar sem
frumvarpið var rætt. Engin niður-
staða um lausn náðist á þeim fundi,
eftir því sem Morgunblaðið kemst
næst. Valgerður upplýsti hins vegar í
gær að forystumenn stjórnarflokk-
anna hefðu sammælst um ákveðnar
breytingar á frumvarpinu, eins og áð-
ur sagði. Hún segir að þær breyting-
artillögur verði lagðar fyrir iðnaðar-
nefnd. Ekki hefur verið ákveðið,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, hvenær næsti fundur iðnað-
arnefndar verður.
Valgerður Sverrisdóttir
Sammála
um breyt-
ingar á
frumvarpi
ALCOA Fjarðaál sf., Afl – Starfs-
greinafélag Austurlands, Rafiðnað-
arsamband Íslands og Verkalýðs-
félag Reyðarfjarðar skrifuðu í gær
undir vinnustaðarsamning sín á
milli.
Samningurinn gildir frá 1. júní
2006 til 30. nóvember 2010 og nær til
þeirra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls
sem munu vinna við framleiðslu- og
viðhaldsstörf í álveri fyrirtækisins á
Reyðarfirði. Alcoa Fjarðaál hefur
þegar ráðið um 50 manns til starfa.
Um 140 verða ráðnir á árinu.
Samningar
Alcoa í höfn
♦♦♦