Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR virðast ekki
vera í fararbroddi hvað varðar launajöfnuð karla
og kvenna þegar þau eru borin saman við Evrópu-
sambandsríkin 25. Þetta kemur fram í niðurstöð-
um norræna verkefnisins „Mælistikur á launajafn-
rétti á Norðurlöndum“, sem kynntar voru á
málþingi í Þjóðminjasafninu í gær. Þá kemur einn-
ig fram að launamunur kynjanna er mestur á Ís-
landi samanborið við öll aðildarlönd ESB og Nor-
eg, eða um 30%. Hin Norðurlöndin eru nær
meðaltali Evrópusambandsríkjanna, frá 14–18%.
Ein skýring á miklum launamun karla og
kvenna á Norðurlöndum er mikil atvinnuþátttaka
kvenna, sérstaklega ófaglærðra kvenna sem starfa
í láglaunastörfum í umönnunargeiranum, en í
mörgum Evrópuríkjum vinna konur þessa vinnu
kauplaust utan vinnumarkaðarins og teljast þær
því ekki inn í útreikninga.
Einnig kemur fram í lokaskýrslu verkefnisins að
einkageirinn stendur sig mun lakar en opinberi
geirinn hvað varðar launamun kynjanna, en konur
í opinbera geiranum hér á landi njóta bæði hærri
launa og meiri kynjajafnaðar en konur í einkageir-
anum.
Í skýrslu verkefnisins, sem dró saman niður-
stöður 19 rannsókna á leiðréttum kynbundnum
launamun á Norðurlöndunum, kom í ljós að starfs-
stétt, ásamt atvinnugrein og atvinnugeira, virðist
vera meginástæða launamunar karla og kvenna.
Þannig virðast „hefðbundin kvennastörf“ metin
mun lægra en „hefðbundin karlastörf“. Ennfremur
kom fram að Norðurlöndin eiga það sameiginlegt
að launamunur karla og kvenna er mestur meðal
vel menntaðra, en það má rekja til tiltölulega mik-
illar launadreifingar í þeim hópi. Fleiri konur en
karlar fá laun sem staðsett eru við lægri enda
launadreifingar, þannig að mikil dreifing innan
menntahóps skapar meiri launamun kynjanna.
Í skýrslunni er mælt með sérstökum aðgerðum
til að bæta úr launamun kynjanna bæði hér og ann-
ars staðar á Norðurlöndunum en einnig er mælst
til þess að hagstofur Norðurlandanna komi sér
saman um mælingaraðferðir til að gögn séu sam-
bærileg og nýtist betur í jafnréttisrannsóknum.
Tryggja þurfi aðgengi einstaklinga og fulltrúa
stéttarfélaga að upplýsingum um heildarlaun ein-
staklinga alls staðar á Norðurlöndum. Þá þurfi að
eiga sér stað meiri samhæfing í stefnumótun á
sviði vinnumarkaðs- og jafnréttismála. Ennfremur
þurfi að vera sektarákvæði í jafnréttislögum, svo
þau verði tekin alvarlega og síður brotin.
Í erindi sínu á málþinginu sagði verkefnisstjóri
rannsóknarinnar, dr. Lilja Mósesdóttir, prófessor
við Viðskiptaháskólann á Bifröst, m.a. að þróunin
til launajafnréttis á Norðurlöndum væri mjög hæg,
en svo virtist sem launamunurinn væri minnstur í
Noregi og Svíþjóð.
Ísland eftirbátur í launajafnrétti kynjanna segir í norrænni skýrslu
Launamunur kynjanna
er mestur hér á landi
Morgunblaðið/Eyþór
Dr. Lilja Mósesdóttir, verkefnisstjóri og prófessor
við Bifröst, kynnir niðurstöður verkefnisins, en
ljóst er að launajafnrétti á Íslandi á langt í land.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
„LAUNAMUNUR kynjanna er helsta áhyggju-
efni stúlkna á Norðurlöndunum,“ sagði Jón
Kristjánsson félagsmálaráð-
herra í ávarpi sínu á málþingi
um launajafnrétti á Norð-
urlöndum. „Þeim þykir óbæri-
leg sú tilhugsun að þrátt fyrir
góða menntun blasi það við að
þær fái lægri laun þegar þær
koma á vinnumarkaðinn.
Þessari framtíðarsýn þurfum
við að breyta. Ég tel því að
brýnasta málið á sviði jafn-
réttis í dag sé að vinna gegn
launamun kynjanna.“
Jón sagði launamun kynjanna staðreynd í öll-
um samfélögum. „En launamunur kynjanna er
mannanna verk, en ekki eitthvað óumbreyt-
anlegt náttúrulögmál,“ sagði Jón og bætti við að
efla þyrfti rannsóknir á launamun kynjanna. Þá
þyrftu allir aðilar samfélagsins að berjast fyrir
því að útrýma launamun kynjanna. Kveðjur Jón í
því skyni nauðsynlegt að virkja atvinnulífið til að
bæta þá stöðu sem þar ríkir og vekja athygli á
þeim staðreyndum sem rannsóknin leiddi í ljós.
Óbærileg
framtíðarsýn
Jón
Kristjánsson
GRÍN eða alvara? Íslenska eða
pólska? Gildir einu, því það vantaði
nauðsynlega tvo menn í vinnu hjá
glerfyrirtækinu Íspan og auglýsing
í Fréttablaðinu fyrir skemmstu
skilaði engum árangri. Auglýsingin
var á íslensku. Síðan kom sú hug-
mynd upp – hálfpartinn í gríni, en
þó í alvöru – að auglýsa hreinlega á
pólsku og að þessu sinni í Morg-
unblaðinu. Þetta segir Sveinn Geir
Sigurjónsson, verkstjóri hjá Íspan,
þar sem um tugur Pólverja vinnur
nú þegar. „Það gengur afar illa að
fá Íslendinga í verkamannavinnu,
en Pólverjarnir eru dugnaðarfólk,“
bendir hann á.
Allt um það. Auglýsingin á
pólsku kom í Morgunblaðinu 14.
maí og tveimur dögum síðar var bú-
ið að ráða í stöðurnar. „Mönnum
fannst þetta kannski hálfniðurlægj-
andi,“ segir Sveinn um viðhorf for-
svarsmanna fyrirækisins, að þurfa
að auglýsa á pólsku, en á góðri ís-
lensku mætti segja að þetta hafi
hreinlega svínvirkað.
„Dobre warunki pracy i
wypoczynku,“ sagði í auglýsing-
unni og þeir tóku til sín sem áttu.
Tveimur dögum síðar voru þeir
komnir í vinnu og þar með var
fullmannað hjá Íspan, sem er
„zakladem koty produkuje“, eins
og segir í auglýsingunni.
Borgaði sig að
auglýsa á pólsku
LEITIN að Pétri Þorvarðarsyni, 17
ára gömlum pilti frá Egilsstöðum,
hefur enn engan árangur borið. Hlé
hefur verið gert á stórleit fram að
helgi en björgunarsveitarmenn í
héraði munu leita á helstu leit-
arsvæðum þar til stórlið Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar verð-
ur kallað saman á ný á laugardag.
Um 400 manns hafa verið við leit-
ina.
Þyrla af danska eftirlitsskipinu
Triton og þyrla Varnarliðsins hafa
komið að leitinni samkvæmt samn-
ingi við Landhelgisgæsluna.
Leitin að Pétri
enn árangurslaus
NÚ GETA áskrifendur Símasjón-
varpsins fengið veðurupplýsingar.
Einungis þarf að velja Netið úr val-
mynd og þá birtist þessi möguleiki.
Fyrsta kortið sýnir veður eins og
spá segir til um á hverjum tíma og
síðan er hægt að velja hvern dag
fyrir sig með fjarstýringunni. Veð-
urkortið er fengið af veðurvef
mbl.is en gögnin sem kortið byggist
á koma frá Veðurstofu Íslands.
Einnig er hægt að skoða nýjustu
fréttir mbl.is í mismunandi frétta-
flokkum.
Veðurþjónusta á
Sjónvarpi Símans
„ÞAÐ má segja að það sé bara fyrir
fullfrískt fólk að vera á göngunum,“
segir Benedikt Gústavsson, bóndi á
Miðengi, en hann þurfti að vera
þrjár nætur á göngum Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) á dög-
unum þar sem ekki voru nein laus
pláss á stofum spítalans. Talsvert
hefur verið fjallað um ófremdar-
ástand það sem ríkt hefur á LSH
undanfarið, m.a. um að svokallaðar
gangainnlagnir, þar sem sjúklingar
liggja í rúmum á göngum spítalans,
séu viðvarandi.
Benedikt var lagður inn á hjarta-
deild LSH við Hringbraut til rann-
sókna eftir að það leið yfir hann, en
hann var kominn heim fyrir
nokkru þegar Morgunblaðið
náði tali af honum í gær.
Hann segir sína upplifun af
því að vera lagður inn á gang
spítalans ekki svo slæma, en
hún hafi verið öðrum erfið-
ari. Að jafnaði hafi verið 3–5
sjúklingar í þeirri stöðu að fá
ekki pláss í sjúkrastofu með-
an hann var þar.
„Þetta hrjáði mig svo sem
ekki mikið vegna þess hve
hress ég var, en ég vorkenndi
mikið fólki sem þurfti mikla
umönnun og lá á ganginum.
Manni finnst það alger hörm-
ung að fólk sem þarf aðstoð
við að fara á klósettið og að-
stoð við að klæða sig þurfi að
liggja á ganginum. En ég
vorkenni sjálfum mér svo
sem ekki mikið,“ segir Bene-
dikt.
Starfsfólk allt
af vilja gert
Hann segist hafa verið nægilega
frískur til að eyða dögunum sem
hann þurfti að dvelja á spítalanum á
fótum á setustofunni, en á næturnar
lá hann í rúmi á ganginum. „Það
eina sem ég bað hjúkkurnar um var
að fá að vita hvar rúmið mitt væri
þegar ég fór að sofa,“ segir Bene-
dikt. „Starfsfólkið var allt af vilja
gert, það vantaði ekkert upp á það.
Það var meira að segja farið að gera
grín að öllu saman og spyrja mig
hvar rúmið mitt væri þegar ástandið
var sem verst.“
Benedikt segir það mestu furðu
hvernig hafi gengið að sofa á gang-
inum, enda alltaf eitthvað ónæði.
Það sé þó ekkert ósvipað því að
liggja á stofu með öðrum sjúklingi
sem þurfi mikla ummönnun.
Sjúklingarnir sem voru í þessari
stöðu ræddu það þó ekki mikið sín á
milli þegar Benedikt lá inni, hann
segir að gríðarlegt álag á starfs-
fólkið hafi verið rætt mun meira.
„Það voru líka veikindi í gangi með-
al starfsfólks þegar ég var þarna og
maður var að horfa upp á sömu
stelpurnar á 16–17 tíma vöktum.“
Lá í þrjár nætur á göngum LSH þar sem ekki var pláss á stofu
„Bara fyrir fullfrískt fólk
að vera á göngunum“
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Benedikt Gústavsson, bóndi á Miðengi,
þurfti að vera þrjár nætur á göngum
Landspítalans.
Ljósmynd/Egill Bjarnason
FORSVARSMENN Sjónarhóls, ráð-
gjafamiðstöðvar fyrir foreldra
barna með sérþarfir, eru í samn-
ingaviðræðum við bakhjarla sína
um áframhaldandi fjárstuðning.
Þorgerður Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjónarhóls, segist
bjartsýn á að það takist að tryggja
starfseminni fjármagn til næstu
ára. Eins og staðan er nú er fjár-
magn tryggt fram á næsta ár, að
sögn Þorgerðar.
Bakhjarlar Sjónarhóls eru sex;
ríkisstjórn Íslands, Kvenfélagið
Hringurinn, Pokasjóður verslunar-
innar, Landsbankinn, Actavis og
Össur hf. Þorgerður segir að for-
svarsmenn Sjónarhóls séu einnig að
kanna leiðir til þess að tryggja fast
fjármagn.
Sjónarhóll var stofnaður árið
2004. Markmið hans er að fjöl-
skyldur barna með sérþarfir njóti
jafnréttis og sambærilegra lífs-
kjara á við aðrar fjölskyldur og búi
við lífsskilyrði sem geri þeim kleift
að lifa eðlilegu lífi.
Viðræður um
fjármögnun
Sjónarhóls