Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heilbrigðisverkfræði er nýlegt svið innan verkfræðinnar og
það sem hvað mestur vöxtur hefur verið í á undanförnum
árum. Í heilbrigðisverkfræði er fengist við verkefni sem
tengjast lækningum, s.s. þróun gerviliða og gervilíffæra, einnig
verkefni sem tengjast upplýsingakerfi mannslíkamans, rekstur
heilbrigðiskerfa og margvísleg önnur verkefni.
Heilbrigðisverkfræðingar starfa iðulega í hópum með læknum,
sjúklingum, framleiðslufyrirtækjum og markaðsfólki og eru
gjarnan í hlutverki þess sem brúar bilið á milli þessara aðila.
HEILBRIGÐIS-
VERKFRÆÐI
- verkfræði framtíðarinnar
Allar nánari upplýsingar
á www.ru.is
og hjá námsráðgjöfum
í síma 599 6200.
OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 599 6200 www.ru.is
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
UMHVERFISRÁÐHERRA, Sig-
ríður Anna Þórðardóttir, og sveit-
arstjórn Bláskógabyggðar undir-
rituðu í gær nýtt aðalskipulag
Þingvallarsveitar. Skipulagið gild-
ir frá 2004 til ársins 2016. Að sögn
Sveins Sælands, oddvita Blá-
skógabyggðar, er í skipulaginu
lögð megináhersla á náttúruvernd
og ásýnd svæðisins.
Skipulagið hefur verið tilbúið
frá því í nóvember sl. Ástæðan fyr-
ir því að það hefur ekki verið stað-
fest fyrr er að í vetur hefur verið
unnið að reglugerð um vatnsvernd
svæðisins og ráðuneytið vildi ekki
undirrita skipulagið fyrr en ljóst
væri að reglugerðin og skipulagið
stönguðust ekki á í neinum atrið-
um.
Takmörkuð uppbygging
á sumarhúsum leyfð
Það mál sem einna helst var
deilt um við gerð skipulagsins var
uppbygging sumarhúsabyggðar. Í
dag eru um 500 sumarhús á svæð-
inu og um 190 óbyggðar sumar-
húsalóðir. Niðurstaðan varð sú að
leyfa takmarkaða uppbyggingu á
sumarhúsabyggð á 2–3 stöðum.
Öll frekari uppbygging verður á
láglendi og eru settar skýrar regl-
ur um stærð lóða og fleira.
Skipulagið gerir ráð fyrir að
Gjábakkavegur verði endurbætt-
ur í nýju vegstæði. Miðað er við að
vegurinn verði lagður í samræmi
við tillögu Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur lagt fram tillögu um aðra
veglínu, en náttúruverndarsamtök
hafa mótmælt henni. Það mál
verður því áfram til umræðu þó að
þetta nýja skipulag hafi verið stað-
fest.
Sveinn Sæland sagði við undir-
ritun skipulagsins að það væri
ekki nokkur vafi á því að Þing-
vallasveit geymdi helstu náttúru-
perlur og söguminjar landsins,
sem bæri að vernda af fremsta
megni. Jafnframt væri ljóst að eft-
irspurn eftir útvist og orlofsdvöl á
svæðinu væri mikil og færi vax-
andi.
„Verkefni sveitarstjórnar, að
móta aðalskipulag þar sem sjón-
armið verndar og nýtingar fara
saman, var því mjög vandasamt.
Meginleiðarljós sveitarstjórnar
við mótun stefnunnar var að
vernda lífríki og ásýnd svæðisins
en jafnframt, eins og framast var
unnt, að gæta sanngirni og jafn-
ræðis gagnvart landeigendum
sem lýst höfðu áhuga á að byggja
og nýta sína landskika.“
Aðalskipulag Þingvallasveitar til ársins 2016 staðfest
Áhersla lögð á náttúru-
vernd og ásýnd svæðis
Morgunblaðið/Þorkell
Nýtt aðalskipulag Þingvalla gerir ráð fyrir að Gjábakkavegur verði
endurbættur í nýju vegstæði en nokkrar deildur stóðu um málið.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, keypti fyrsta Álfinn þegar
árlegri söfnun SÁÁ var hleypt af
stokkunum í gær. Forsetahjónin
heimsóttu sjúkrahúsið Vog í gær-
morgun, heilsuðu upp á starfsfólk
og kynntu sér starfsemina þar.
Einnig var haldið að Vík og að-
staðan þar og starfsemin skoðuð.
Álfasalan er nú haldin í 17. sinn
og er langstærsta og mikilvægasta
fjáröflunarleið samtakanna. Í fyrra
lögðu þau 70 milljónir til lögbund-
innar sjúkrahússtarfsemi. Í ár verð-
ur athyglinni beint að hlutskipti
fjölskyldunnar og aðstandenda
þeirra sem eiga við sjúkdóm áfeng-
is- og vímuefnafíknar. Í október
næstkomandi verður opnað fjöl-
skyldu- og forvarnarhús SÁÁ í
Efstaleiti.
Morgunblaðið/ÞÖK
Álfasala
SÁÁ hafin
STARFSMANNARÁÐ Landspítala – há-
skólasjúkrahúss ítrekar eindreginn stuðn-
ing við byggingu nýs háskólasjúkrahúss
við Hringbraut. Þetta kemur fram í álykt-
un sem samþykkt var í gær. „Húsakostur
LSH er orðinn gamall og stendur starf-
seminni fyrir þrifum. Þá er spítalinn á
mörgum stöðum í dag, sem er afar óhag-
stætt. Það er því ljóst að endurnýjun er
nauðsynleg og má ekki dragast. Ákvörðun
hefur verið tekin um uppbyggingu spít-
alans við Hringbraut og hefur skipulegur
undirbúningur byggingar staðið frá árinu
2000. Starfsmenn LSH hafa tekið virkan
þátt í þeirri vinnu. Þá hafa stjórnendur
ríkis og borgar átt ríkan þátt í því að leiða
málið til lykta. Með nýjum spítala batna
aðstæður sjúklinga, starfsmanna og nem-
enda verulega.“ Þá segir að undirbúning-
urinn er í eðlilegum farvegi og frá honum
megi ekki hvika, segir í ályktuninni.
Húsakostur stendur
starfsemi fyrir þrifum
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hef-
ur dæmt tvo karlmenn á tvítugsaldri til
greiðslu 80 þúsund króna til ríkissjóðs,
auk þess sem annar þeirra var sviptur
ökuréttindum næstu tíu mánuði.
Ákærðu, sem eru félagar, er gefið að
sök að hafa annars vegar ekið bifreið und-
ir áhrifum áfengis en hins vegar að hafa
blekkt lögreglumenn. Annar mannanna
var farþegi hjá félaga sínum sem ákvað að
aka bifreið eftir að hafa drukkið ótæpi-
lega af áfengi. Hringdi farþeginn í Neyð-
arlínuna áður en akstur hófst og kallaði að
ástæðulausu eftir hjálp handa manni sem
hann sagði ranglega þurfa aðstoð og vera
á bak við húsnæði sem þeir voru staddir í.
Með athæfinu gerði hann sér og félaga sín-
um kleift að komast óséðir burtu frá hús-
næðinu. Það dugði þó skammt því þeir
voru gripnir nokkru síðar á bifreiðinni.
Halldór Halldórsson kvað upp dóminn.
Blekktu lögreglu til
að komast undan
SINUBRUNAR hafa nokkrir orðið í Öskjuhlíðinni und-
anfarið, tveir á mánudag og aftur tveir í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins ollu brunarnir nokkrum skemmdum á trjám og
öðrum gróðri. Eldarnir á mánudag kviknuðu nálægt
veginum um Öskjuhlíð. Þá var fenginn mjög öflugur
dælubíll með vatnsbyssu frá Reykjavíkurflugvelli til að
bleyta í gróðrinum. Sá flytur sex þúsund lítra af vatni
og getur sprautað þeim út um einn stút á tveimur mín-
útum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinubrunar í Öskjuhlíð
„VIÐ FINNUM fyrir því að at-
vinnuástandið er gott,“ segir
Hanna María Jónsdóttir, rekstrar-
stjóri stúdentamiðlunar Fé-
lagsstofnunar stúdenta. Miðlunin
hefur milligöngu um það að útvega
námsmönnum á aldrinum 18 til 30
ára sumarstörf.
Hanna María tekur sem dæmi
að á bilinu 180 til 250 námsmenn
hafi fengið störf í gegnum miðl-
unina í síðustu viku. „Það eru allir
að fá sumarvinnu,“ segir hún.
Selma Árnadóttir, forstöðumað-
ur Vinnumiðlunar ungs fólks
(VUF), tekur í sama streng. VUF
sér um að útvega fólki, sautján ára
og eldra, sumarvinnu hjá Reykja-
víkurborg.
„Við erum með 1.200 störf innan
borgarinnar og gengur ágætlega
að manna þau.“ Hún segir að 2.400
hafi sótt um störf í vor og þar af séu
um þúsund manns enn á skrá. Hún
segir þó nóg af störfum á almenna
markaðinum. Allir ættu því að geta
fengið sumarstarf sem bera sig eft-
ir því, og fylgja umsóknum eftir.
Kannski ekki draumastarfið, segir
hún, en þó sumarstarf.
Flest hefjast sumarstörfin í lok
maí eða í byrjun júní.
Ungu fólki geng-
ur vel að fá vinnu
MANNRÉTTINDASTEFNA
Reykjavíkurborgar hefur verið
samþykkt í borgarstjórn með 14
samhljóða atkvæðum. Stefnan er
byggð á jafnræðisreglunni og mið-
ar að því að allar manneskjur fái
notið mannréttinda, án tillits til
uppruna, þjóðernis, litarháttar,
trúarbragða, stjórnmálaskoðana,
kynferðis, kynhneigðar, aldurs,
efnahags, ætternis, fötlunar, heilsu-
fars eða annarrar stöðu.
Stefnan kemur í stað jafnrétt-
isstefnu og fjölmenningarstefnu. Í
nýju mannréttindastefnunni er
kveðið á um að starfsmönnum
borgarinnar af erlendum uppruna
sé gefinn kostur á að stunda starfs-
tengt íslenskunám sé þess þörf.
Sérstök mannréttindanefnd á að
fylgja stefnunni.
Setur sér stefnu
í mannréttindum