Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 8

Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, Haarde minn, hún er ekki ó-ó. Þegar þær þenjast svona út allt í einu þá er það nú bara verðbólgu-skot. Frístundabyggð viðÚlfljótsvatn hefurverið í umræðunni að undanförnu en þar ráð- gerir Orkuveitan í sam- starfi við fasteignafélagið Klasa, sameinuð í eignar- haldsfyrirtækinu Úlfljóts- vatn – frístundabyggð, að selja um sex til sjö hundr- uð lóðir undir sumarbú- staði. Athugasemdir hafa m.a. borist frá Bandalagi íslenskra skáta, Starfs- mannafélagi Reykjavíkur og öðrum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi Orku- veitunnar í gærdag og lagði Guð- laugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, fram tillögu þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir verði dregnar til baka og að málið verði allt endur- skoðað frá grunni. Á fundinum kom fram að ekki verði tekin af- staða til tillagna sjálfstæðismanna að svo komnu máli. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er nú að yfirfara athugasemdir sem gerðar voru við auglýst skipulag við Úlfljótsvatn og niðurstöðu það- an verði að bíða. Oddvitar framboðanna til borg- arstjórnarkosninganna í Reykja- vík hafa á málinu skiptar skoðanir en sameinast um að taka verði til- lit til allra athugasemda. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, segist styðja áform Orkuveitunnar heilshugar. „Ég held að um málið hafi verið góð samstaða. Á sínum tíma þegar þessar hugmyndir komu upp þá vildu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins helst selja þetta einkaað- ilum en ég hef hins vegar talið að það væri sniðugt fyrir Orkuveit- una, sem er að nýta sín verðmætu lönd til orkuvinnslu, að nýta þau einnig með öðrum hætti og gefa al- menningi kost á að vera með sum- arbústaði á slíku landi sem hefur auk þess mjög gott aðgengi,“ segir Björn Ingi sem gefur lítið fyrir rök sjálfstæðismanna. „Orkuveitan hefur m.a. lögum samkvæmt rétt og skyldur til að vera í nýsköpun fyrir starfsemi sína og mér finnst alveg sjálfsagt að skoða hvernig tekst til.“ Orkuveitan á ekki að standa í slíkum rekstri Skoðun sjálfstæðismanna hefur helst verið áberandi í umræðunni að undanförnu og tekur Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, fyrsti maður á lista, undir tillögu Guðlaugs Þórs. „Það eru komnar fram mjög ítar- legar ábendingar og athugasemd- ir frá bæði Bandalagi íslenskra skáta og Starfsmannafélagi Reykjavíkur og þetta eru allt ábendingar sem þarf að skoða mjög vel,“ segir Vilhjálmur sem vill að málið sé endurskoðað á nýj- an leik frá grunni. „Ég er ekki þar með að útiloka að það verði ein- hvern tíma byggð upp frístunda- byggð þarna en það verður að gera með þeim hætti að friður sé um málið.“ Vilhjálmur bendir jafnframt á að sjálfstæðismenn hafi ekki kom- ið að þessu skipulagi og hafi jafn- framt lýst því yfir að Orkuveitan eigi ekki að taka þátt í slíkum rekstri og að eðlilegra sé að aðrir aðilar sjái um framkvæmdina. Ástæða sé til að láta fleiri sjón- armið en hagnaðarsjónarmið ráða þegar ákvarðanir um almenn- ingsútivistarsvæði eru teknar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, telur að við Úlf- ljótsvatn eigi að vera útivistarað- staða skáta og útivistarmöguleik- ar annarra Reykvíkinga til framtíðar. Frístundabyggð á svæðinu megi og eigi ekki að úti- loka það. „Í yfirstandandi skipu- lagsferli hafa komið fram rök- studdar athugasemdir við að fyrirliggjandi hugmyndir gangi of langt. Mikilvægt er að fara vel yfir þær til að um málið geti skapast góð sátt. Sérstaklega þarf að passa upp á að ekki sé gengið of nærri vatninu,“ segir Dagur sem telur það Orkuveitunni góðu heilli á valdi sínu vegna þess að ekki var farið að vilja sjálfstæðismanna um að selja þróun svæðisins alfarið í hendur einkaaðila. Ólafur F. Magnússon, fyrsti maður á lista Frjálslynda flokks- ins, segir afar mikilvægt að ráðast ekki í framkvæmdir á svæðinu sem spillt geta náttúru svæðisins með óafturkræfum hætti. „Við Úlfljótsvatn og Sog er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Svæðið er afar mikilvægt vetrardvalarsvæði fugla svo sem straumanda, húsanda og gulanda. Á sumrin verpir fjöldi anda við bakkana, auk þess sem þar er oft að sjá sjald- gæfa flækinga,“ segir Ólafur sem jafnframt bendir á að stærsti hluti deiliskipulags sumarhúsabyggð- arinnar sé innan vatnsverndar- svæðis Þingvallavatns. Kynnt á röngum forsendum Svandís Svavarsdóttir, sem skipar efsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík, segist telja að áformin hafi verið kynnt á röngum forsendum á sínum tíma. „Þegar ljóst var hvað lá að baki var einboðið að við Vinstri græn myndum leggjast gegn þeim og beita okkur fyrir því að tillögurnar yrðu dregnar til baka,“ segir Svandís. Fréttaskýring | Frambjóðendur um fyrir- hugaða frístundabyggð við Úlfljótsvatn Sátt verður að ríkja Frístundabyggðin í biðstöðu á meðan far- ið er yfir athugasemdir hagsmunaaðila Útivistarsvæði skáta við Úlfljótsvatn. Ekki tekin afstaða til til- lagna að svo komnu máli  Nokkur umræða hefur skap- ast um frístundabyggð við Úlf- ljótsvatn þar sem ráðgert er að selja 600–700 sumarhúsalóðir. Málið var tekið fyrir á stjórn- arfundi Orkuveitunnar í gærdag og var þá m.a. lögð fram tillaga sjálfstæðismanna um að draga framkvæmdir til baka. Fram kom að ekki verði tekin afstaða til tillagnanna fyrr en athuga- semdir við auglýst skipulag við vatnið séu yfirfarnar. Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.