Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÆRA á verkefni á sviði skipulags- mála yfir til einkaframtaksins í eins ríkum mæli og hægt er. Þar sem þess er ekki kostur á að fela sem flestum aðilum að koma að þessum málum og forðast eins og heitan eldinn að mið- stýra skipulagsmálum. Það er versti kosturinn sem fyrir hendi er og er það kerfi sem fyrir hendi er á Bretlandi þar sem miðstýrt stjórnvald heldur utan um skipulagsmál í heilum borg- um og felur sveitarstjórnum og hér- aðsstjórnum að framkvæma ákvarð- anir sínar. Þetta var niðurstaðan í erindi dr. Marks Penningtons, lektors í stjórn- málafræði við University of London, sem hann flutti á vegum Rannsókn- arstofnunar um samfélag og efna- hagsmál (RSE) í Háskólanum í Reykjavík í gær um rökin fyrir einka- framtaki í skipulagsmálum og hversu vel hið opinbera væri fallið til þess að sjá um skipulagsmál. Pennington benti á í erindi sínu að miðstýrt efnahagskerfi, þar sem ríkið ætti stóran hlut að máli, hefði beðið skipbrot á síðustu öld og fæstir mæltu því bót lengur. Það væri hins vegar þversögn í því fólgin að ekki væri mikið um að sett væru spurningar- merki við hlutverk hins opinbera á sviði skipulagsmála. Það virtist vera litið þannig á að það væri betur til þess fallið að sjá um þennan mála- flokk heldur en einkaaðilar, en því væri ekki þannig farið. Pennington rakti síðan rök og gagnrök fyrir því að einkaaðilar sæju um verkefni á sviði skipulagsmála. Taldi hann að markaðslögmálin gætu fyllilega notið sín á því sviði og að rök- semdir gegn því ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppni í gegnum verð- lagningu á markaði væru besta stýr- ingin á þessu sviði og mun betri held- ur en miðstýrt opinbert vald sem þyrfti einungis að sækja umboð sitt til kjósenda á margra ára fresti og væri illa í stakk búið til þess að standa gegn vel skipulögðum litlum þrýsti- hópum. Þá væru hagsmunir stærri hópa sem væru illa skipulagðir fyrir borð bornir í slíku kerfi. Samkeppni milli einkaaðila á þessum markaði væri best til þess fallin að tryggja íbú- unum á hverjum stað það umhverfi sem þeir óskuðu eftir. Pennington nefndi tvö dæmi máli sínu til stuðnings. Annars vegar Eng- land á 19. öld þar sem mörg borg- arhverfi hefðu verið byggð upp af einkaaðilum. Búsetu í slíkum hverf- um fylgdu oft ýmsar sérstakar kvaðir, til að mynda um umgengni utanhúss, sem sýndi að það þyrfti ekki eitthvert miðstýrt opinbert vald til að setja ýmsar reglur á þessum sviðum. Hitt dæmið væri fjöldinn allur af borgar- hverfum í Bandaríkjunum sem reist væru af einkaaðilum og miðuðust oft við þarfir sérstakra hópa. Að lokinni framsögu voru pall- borðsumræður með þátttöku Egils Helgasonar blaðamanns, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mos- fellsbæjar, Þórs Sigfússonar, for- stjóra Sjóvár, og Þorkels Sigurlaugs- sonar, framkvæmdastjóra þróunar- sviðs Háskólans í Reykjavík. Byggja stofnbrautir og skóla Fram kom meðal annars að þróun- in hér á landi væri að sumu leyti kom- in inn á þessa braut. Einkaaðilar tækju að sér skipulag víða á höfuð- borgarsvæðinu og skipulegðu það í samráði við stjórnvöld á hverjum stað frá grunni og allt til sölu eignanna. Var til að mynda nefnt í því sambandi hverfi í Mosfellsbæ, þar sem einkaað- ilinn á landið og skipuleggur þar sér- býlishúsabyggð, samkvæmt samningi við sveitarstjórn, og byggir stofn- brautir og skóla til að mynda. Þegar húsin hafa verið seld fær sveitarfélag- ið landið afhent til eignar og getur þá innheimt lóðaleigu og önnur gjöld af íbúunum. Spurt var úr sal af hverju sveitarfélagið fengið landið afhent til eignar, en ekki þeir sem keypt hefðu húsin á landinu og svaraði Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, því til að þannig hefði ver- ið samið að þessu sinni. Þá kom fram að ástæða væri til að einkaaðilar kæmu í auknum mæli að framkvæmdum í samgöngumálum, eins og hvað vegakerfið snerti. Skipulagsmál í nýju ljósi voru umræðuefnið á málfundi RSE í Háskólanum í Reykjavík Færa á skipulagsverk- efni til einkaframtaksins Morgunblaðið/Kristinn Dr. Mark Pennington, lektor í stjórnmálafræði, á málfundi um skipulagsmál í Háskólanum í Reykjavík í gær. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is VILJI stendur til að breyta og draga úr tekjuskerðingu lífeyris- greiðslna og tekjuskerðingu á greiðslur úr almannatryggingar- kerfinu, ef marka má pallborðsum- ræður á þjóðfundi um mál aldraðra í Háskólabíói í fyrrakvöld. Þá voru þátttakendur einnig sammála um að einfalda þyrfti almannatrygginga- kerfið eins og kostur er. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær fjallaði Stefán Ólafsson pró- fessor í erindi sínu á fundinum um aukna skattbyrði eldri borgara og öryrkja undanfarin ár, misjafna kaupmáttaraukningu ólíkra tekju- hópa og hve ríkið taki mikið til sín af lífeyrisgreiðslum með sköttum og skerðingum, eins og sjá má á töflum á síðunni. Flestir þátttakendur í pallborði voru sammála um að draga ætti úr skerðingum og voru ýmsar leiðir nefndar í því sambandi. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði að eðlilegt væri að greiða skatt af lífeyri en skattur af bótum væri meira álitamál. Hann vakti athygli á að eignaskattar hefðu verið afnumdir og sagði að breytingar á tekjuskerðingum væru til skoðunar í nefnd undir forystu Ásmundar Sveinssonar og þá væri sérstaklega verið að skoða atvinnu- þátttöku aldraðra. Árni sagðist vilja að þeir sem þurfi fái greitt en ekki þeir sem hafi nóg og uppskar hann misjöfn viðbrögð fundargesta við þessum ummælum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifj- aði upp þingsályktunartillögu Sam- fylkingarinnar á Alþingi í vetur um svonefnda afkomutryggingu fyrir lífeyrisþega. Þar var lagt til að grunnlífeyrir yrði jafn því sem hann var árið 1995 þegar núverandi rík- isstjórn hóf að skerða lífeyrinn og að sögn Ingibjargar er munurinn um 15 þúsund krónur á mánuði. Þar hafi einnig verið lagt til að draga úr skerðingu á grunnlífeyri og tekju- tryggingu þannig að fólk gæti haft meiri tekjur en nú er. Einnig hafi falist í tillögunni að greiddur yrði 10% fjármagnstekjuskattur af líf- eyrisgreiðslum í stað fulls tekju- skatts eins og gert er nú. Hún sagð- ist telja heildarendurskoðun al- mannatryggingakerfisins tímabæra. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, rifjaði einnig upp tillögu sem flokkurinn lagði fram á þingi á síðasta kjör- tímabili um að komið yrði á frítekju- marki upp á 50 þúsund krónur og svo stighækkandi skerðingu eftir það. Sú breyting hefði haft góð áhrif og sagði Guðjón að sama gilti um baráttumál flokksins í síðustu kosn- ingum um að persónuafsláttur yrði hækkaður og sagði hann ljóst að sú leið hefði komið sér betur en flöt prósentulækkun. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra sagði að til skoðunar væri að draga úr tekjutengingum og sama gilti um tekjutengingu við maka en þó stæði ekki til að afnema þær al- gjörlega enda væri áherslan á að koma til móts við þá sem verst eru settir. Hún sagði að hins vegar þyrfti að auka hvata fólks til að vinna. Varðandi einföldun kerfisins sagði Siv að stjórnmálamenn yrðu að sýna ákveðna ábyrgð í umræðum um þessi mál og hafa í huga að það væri eðli málsins samkvæmt ekki hægt að hafa kerfið mjög einfalt, ákveðnar reglur þyrfti til að tryggja að greiðslur skili sér til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Eiga að geta borið út Moggann Steingrímur J. Sigfússon sagði að vandamálið væri fyrst og fremst að skattleysismörk hefðu ekki hækkað sem skyldi og sagði hann að þau væru 130–140 þúsund krónur í dag ef þau hefðu fylgt launaþróun frá 1988. Steingrímur sagði að auka þyrfti hvata fyrir eldra fólk að vinna og fá hæfilegar tekjur, t.d. ætti það að geta borið út Moggann án þess að þær tekjur kæmu til skerðingar og yrðu skattlagðar. Varðandi tekjutengingu við maka sagði Steingrímur að hana ætti að afnema og rifjaði í því sambandi upp Öryrkjadóm Hæstaréttar. Hann sagðist telja rétt að skipta lífeyri í þrep þannig að í grunninn væri ótekjutengdur grunnlífeyrir sem væri óháður sambúðarformi og allir ættu rétt á. Dagur B. Eggertsson sagði að verst setti þriðjungur eldri borgara ætti að njóta mestrar athygli og benti á að stór hluti þess hóps væru konur. Hann gat þess einnig að kerfið í dag væri of flókið og nefndi í því sambandi að alls væru 272 bóta- flokkar hjá Tryggingarstofnun. Í slíkum aðstæðum væri kerfið farið að vinna gegn upprunalegum til- gangi sínum og sagðist Dagur telja nauðsynlegt að taka grundvallarum- ræðu um almannatryggingakerfið og breytingar á því. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók undir að fara ætti í heildarendur- skoðun á kerfinu, enda væru afar fá- ir sem skildu það til fulls. Hann sagðist vilja afnema tekjutengingar á grunnlífeyri, minnka skerðingar vegna lífeyrissjóðs- og atvinnutekna og sagðist telja eðlilegt að álagning á fasteignir væri hófsöm. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði að koma þyrfti til móts við það hve fólk hér á landi vinni lengi. Hann sagði að skerðingin væri of mikil í dag og taldi að skoða ætti upptöku sérstaks frítekjumarks. Þátttakendur voru svo spurðir hvort þeir teldu komið að því að aldraðir stofnuðu sérstakan stjórn- málaflokk. Forsvarsmenn flokkanna svöruðu því allir til að sú stund væri ekki komin en þeir Dagur og Vil- hjálmur sögðu að slíkan möguleika ætti þó ekki að útiloka fyrirfram og aldraðir yrðu að gera það upp við sig. Fjörugar pallborðsumræður sköpuðust á þjóðfundi um málefni aldraðra Minni skerðingar, meiri hvati til vinnu og einfaldara kerfi                  !   !              !" #$  ##%& "##$% &' % &' '            !      Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Stefán Ólafsson kynnti þessar töflur á fundinum og sýna þær hlut ríkisins í lífeyrisgreiðslum og hvað ráðstöfunartekjur ólíkra tekjuhópa hafa aukist. ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir það villandi hjá Stefáni Ólafssyni prófessor að skipta skatt- greiðendum í tíu jafnstóra hópa eftir hjónum og sambúð- arfólki. „Þegar allir eru inni í myndinni kemur allt önnur mynd út. Þá sést að lægsta tekjutíundin hefur aukið kaup- mátt ráðstöfunartekna næstmest [af flokkunum tíu] og kaupmátturinn eykst ef skattaáhrifin eru tekin inn í,“ segir Árni og bætir við að rangt sé að lægsta tekjutíundin hafi fengið minnsta aukningu kaupmáttar ráð- stöfunartekna. Árni segir að Stefán beri í umfjöll- un sinni saman hvað lífeyrissjóðir muni greiða hátt hlutfall af meðalat- vinnutekjum þegar greitt hefur verið í lífeyrissjóði í 45 ár og að þar taki Stefán eitt dæmi úr riti OECD. Í rit- inu sé hins vegar að finna þrjú dæmi og segir Árni að dæmið sem Stefán velji miði við meðaltekjur en þegar lágar tekjur séu skoðaðar séu Íslend- ingar yfir meðaltali. Þá verði einnig að hafa í huga varð- andi umræður um lífeyrissjóðsmál að margar þjóðir séu með gjaldþrota líf- eyrissjóði sem muni leggja miklar byrðar á ríkissjóði viðkomandi landa. Þegar Árni er spurður út í umfjöll- un Stefáns um hlut ríkisins í lífeyris- greiðslum segir hann að Stefán snúi hlutunum á haus þegar hann leggi saman skatt af lífeyrisgreiðslum og skerðingar vegna lífeyrisgreiðslna. Árni bendir á að iðgjöld til lífeyris- sjóða séu frádráttarbær frá skatti og lífeyrissjóðirnir sjálfir undanþegnir skatti og því sé eðlilegt að skatt- leggja lífeyrisgreiðslurnar sjálfar. Almannatryggingakerfinu sé svo ætlað að greiða ákveðna uppbót sem sé hlutfallslega meiri eftir því sem greiðslur úr lífeyrissjóði séu minni. „Til þess að ná þessu tekjujöfnun- armarkmiði eru notaðar skerðingar,“ segir Árni og bætir við að Stefán kalli það að taka af lífeyrisgreiðslum þeg- ar reynt sé að jafna stöðuna. Umfjöllun Stefáns villandi Árni M. Mathiesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.