Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 12

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 3 2 7 6 9 0 5 /2 0 0 6 Lokaútkall í næstu viku Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is 4.900 kr. í viku* Verð á mann 49.900 kr. í 2 vikur *Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði. Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir í næstu viku Flug Til Brottför Hlið Ath. FI 940 Portúgal, Brisa Sol 23. maí 4 Lokaútkall FI 902 Mallorca, Marina Plaza 23. maí 2 Lokaútkall FI 968 Krít, Helios 22. maí 1 Lokaútkall FI 968 Tyrkland, Forum 22. maí 1 Lokaútkall FI 906 Benidorm/Albir, La Colina 24. maí 3 Lokaútkall Takm arka ð fram boð Fyrs tur k emu r - fy rstu r fæ r! SÚ framtíðarstefna sem Háskóli Íslands hefur markað fellur vel að endurskoðun á námi í Kennarahá- skóla Íslands sem skólinn hefur unnið að sl. tvö ár og styrkir hug- myndir um sameiningu skólanna. Þetta sagði Ólaf- ur Proppé, rekt- or Kennarahá- skóla Íslands, á kynningarfundi í Háskóla Íslands í gær. Hann seg- ir að ef við horf- um á þessa til- lögu um sam- einingu út frá hagsmunum landsins sé engin spurning að hrinda eigi henni í framkvæmd. Það sé hins vegar mikilvægt að vanda undirbúninginn vel. Menntamálaráðherra hefur lýst stuðningi við tillögu um samein- ingu Kennaraháskólans og Há- skóla Íslands. Starfshópur er nú að fara yfir fyrirliggjandi tillögur. Háskólinn hefur ennfremur sent þær til einstakra deilda til um- sagnar. Ólafur sagði að hann liti svo á að ef ekki kæmu fram alvar- legar málefnalegar mótbárur við þessum tillögum ætti hann von á að menntamálaráðherra legði fram frumvarp um sameiningu skólanna í haust. Ólafur sagði að markmiðið með sameiningu skólanna væri að efla kennaramenntun í landinu og að styrkja kennslu og rannsóknir í nýjum sameinuðum skóla. Kennaraháskólinn tók ákvörðun fyrir tveimur árum um að end- urskipuleggja allt nám í skólanum. Ólafur sagði að það hefði lengi verið baráttumál að lengja kenn- aramenntun í landinu, en kenn- aranám á Íslandi væri eitt það stysta sem þekktist á Vesturlönd- um. Skólinn hefði ákveðið að breyta námi í grunndeild. Boðið yrði upp á B.Ed. nám með svip- uðum hætti og verið hefði, auk BA- og BS-náms sem tengdist ákveðnum fagsviðum og kennslu- greinum. Þetta gerði nemendum kleift að sérhæfa sig meira í námi. Samhæfing mikilvægasta og erfiðasta verkefnið Ennfremur yrði tekið upp tvenns konar meistara- og dokt- orsnám, annars vegar nám sem er meira starfstengt og hins vegar nám sem er meira rannsóknar- tengt. Í dag eru 90% nemenda í Kennaraháskólanum í grunndeild og 10% í meistaranámi. Markmiðið væri að fjölga nemendum í meist- aranámi þannig að þeir yrðu orðn- ir 33% nemenda árið 2015 og 64% stunduðu þá nám í grunndeild. Markmiðið væri einnig að 2% nem- enda yrðu í doktorsprófi árið 2015, en þeir eru langt innan við 1% í dag. Stefnan væri því að frá og með hausti 2007 yrði boðið upp á heildstætt fimm ára kennaranám við skólann. Ólafur Harðarson, prófessor og deildarforseti félagsvísindadeildar, sagði á fundinum að mestur ávinn- ingur af sameiningu skólanna væri að samhæfa fagnám í einstökum deildum HÍ því námi sem boðið hefur verið upp á í KHÍ, t.d. í greinum eins og dönsku, íslensku, stærðfræði og fleiri greinum. Þetta væri jafnframt erfiðasta verkefnið við sameiningu skólanna. Ólafur Proppé tók undir þetta og sagði að það væri útilokað frá sjónarmiði KHÍ að sameina skólana með þeim hætti að Kenn- araháskólinn yrði 12. deildin í Há- skóla Íslands. Hann sagði, með fullri virðingu fyrir kennurum í HÍ, að það mætti kannski segja að kennarar í Háskóla Íslands hefðu ekki verið nægilega meðvitaðir um kennaramenntunarhlutverk sitt. Með þessu væri hann að benda á að stór hluti af nemendum við HÍ færi í kennslu að loknu námi og að þessari staðreynd þyrfti að huga. Á fundinum komu fram áhyggj- ur af því að menn myndu sameina skólana án þess að hafa almenni- lega hugsað hvernig það yrði gert og menn gætu þess vegna vaknað upp við það síðar að þetta væri ekki hægt. Ólafur Proppé sagði að það mætti mikið læra af reynslu ná- grannaþjóða okkar af sameiningu háskóla. Það yrði verkefni há- skólamanna að framkvæma sam- eininguna, ef farið yrði út í þetta verkefni. Frumvarp ráðherra yrði væntanlega einfalt að efni til. Endurskoðun á námi í KHÍ fellur vel að stefnu HÍ Ólafur Proppé Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EIN MESTA byltingin í jafnréttis- málum var þegar öllum börnum frá tveggja ára aldri var úthlutað leik- skólaplássi. Þetta er mat Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra, en hún ræddi stöðu jafnréttismála í Reykjavíkurborg við samfylkingar- konur í gær. Nú seinustu vikurnar fyrir kosn- ingar hafa konur í Samfylkingunni staðið fyrir hádegisfundum í Al- þjóðahúsinu á miðvikudögum og stendur til að gera hið sama einu sinni í mánuði næsta vetur. Steinunn Valdís benti á að áður hefði verið litið á leikskóla sem fé- lagslegt úrræði, einkum fyrir náms- menn og einstæðar mæður, og að það hefði komið sér mjög illa fyrir margar konur sem vildu hasla sér völl á vinnumarkaðinum. Á fundinum vakti Steinunn Valdís athygli á þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur gripið til frá því að R-listinn komst til valda árið 1994 í því skyni að vinna að jafnrétti kynjanna, m.a. með ráðningu jafn- réttisfulltrúa. „Árið 1995 fór fram launakönnun þar sem 15,5% óút- skýrður launamunur milli kynja kom í ljós og þykir mér tími til kominn að gera aðra launakönnun til að sjá hvort allar jafnréttisframkvæmdir hafi haft eitthvað að segja,“ sagði Steinunn Valdís. Nú starfi um 8.000 manns hjá Reykjavíkurborg og af þeim eru 75% konur. Konur séu í meirihluta í stjórnunarstörfum, sem sýni að þróunin er búin að vera mikil síðustu ár því ekki væri mjög langt síðan að engin kona var í stjórnunar- starfi hjá borginni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fór yfir stöðu jafnréttismála með samfylkingarkonum á hádegisverðarfundi í gær. Leikskólar ein mesta byltingin Eftir starfsnemana Ólafíu Ingvars- dóttur, Ingibjörgu Rúnarsdóttur og Dagnýju Valgeirsdóttur FYRRVERANDI heims- og Evr- ópumeistarar í samkvæmisdönsum, Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, tilkynntu fyrir skömmu að þau hygðust hætta keppni en þau hafa keppt saman síð- ustu átta ár með glæsilegum ár- angri. Karen Björk sagði í samtali við Morgunblaðið að komið væri nóg af keppni að svo stöddu en gríðarlegt álag fylgir því að ferðast á milli landa vegna móta og sýninga. Meðal ann- ars hafa þau sýnt dans víða um Evr- ópu, Ameríku og Asíu. Karen sagðist ennfremur vera ánægð með ákvörð- unina „Ég er ánægð og sátt með þessu ákvörðun, en samt er þetta ei- lítið sorglegt. Ég hef dansað síðustu 19 ár og Adam síðustu 27 en við vilj- um frekar hætta á toppnum en að dala með tímanum og hætta gömul og grá,“ en Karen og Reeve hafa meðal annars orðið Ástralíumeistar- ar sex sinnum. Aðspurð um fram- haldið sagði Karen að þau myndu halda sér í góðri þjálfun áfram og sýna dans auk þess sem þau myndu þjálfa dansara. Á prjónunum er að opna dansskóla í Sydney í Ástralíu og er áætlað að hann opni hinn 1. júlí. Karen og Adam hætta keppni Karen og Adam keppa á móti í Ástralíu fyrir skömmu. DADI Janki, ein þekktasta kona heims á sviði hugleiðslu og and- legra málefna, mun á föstudaginn næstkomandi heimsækja Lótushús- ið í Kópavogi, en húsið er hug- leiðslu- og fræðsludeild á vegum Brahma Kumaris-háskólans, sem Janki veitir forstöðu. Að sögn Sig- rúnar Olsen, forstöðukonu Lótus- hússins, er Brahma Kumaris-há- skólinn gríðarlega stór stofnun með 7.000 miðstöðvar í 84 löndum með á milli 800 og 900 þúsund nemendur, en Janki lagði grunn að stofnun hans árið 1937. Þrátt fyrir háan ald- ur ferðast Janki víða um heim til að heimsækja miðstöðvar Brahma Kumaris auk þess sem hún situr í stjórnum eða verndar fjölda alþjóð- legra félaga og samtaka og má þar nefna að hún er einn fjögurra verndara mannréttindasamtakanna Rights and humanity ásamt Des- mond Tutu erkibiskupi, Hassan Jórdaníuprinsi og Dalai Lama, and- legum leiðtoga Tíbeta. Sigrún sagði ennfremur að þetta væri í fyrsta skiptið sem Janki heimsækti Ísland en hún mun hafa mikinn áhuga á að kynna sér land og þjóð. Hún mun ferðast um landið auk þess sem hún mun funda með forseta Íslands. Að- spurð sagði Sigrún aldrei að vita nema Janki og forsetinn myndu setjast á teppi á Bessastöðum og hugleiða. Þekktur andlegur leið- togi á leið til landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.