Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 13 FRÉTTIR SIGRÍÐUR Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra tók í vikunni við 20 milljón króna styrk frá Alcoa til uppbygg- ingar þjóðgarða í Jökuls- árgljúfrum og Skaftafelli. Að- stoðarforstjóri Alcoa, Bernt Reitan, afhenti Sigríði styrk- inn í Ráðherrabústaðnum. Í fréttatilkynningu frá Al- coa segir að upphæðin verði m.a. notuð til að fjármagna uppsetningu sýningar á um- hverfi, sögu og menningar- arfleifð friðlandsins við Jök- ulsárgljúfur sem sett verður upp í Upplýsingamiðstöð Jökulsárgljúfra. Einnig verði féð notað til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn í Lakagígum innan þjóðgarðsins í Skafta- felli og lagfæra gönguleiðir þar. Þá segir í tilkynningunni að búist sé við að stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs muni laða fjölda ferðamanna til landsins og auka þannig tekjur af ferðaþjónustunni umtalsvert. Vatna- jökulsþjóðgarður mun í endanlegri mynd ná yfir landsvæði sem er um 15.000 ferkílómetrar. Áætlað er að uppbygging hans gæti tekið nokkur ár en henni gæti lokið á árunum 2010 til 2012. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Aloca, af- henti Sigríði Önnu Þórðardóttur styrkinn í Ráðherrabústaðnum í gær. Alcoa veitir styrk vegna þjóðgarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti SETUVERKFÖLLUM stuðnings- fulltrúa og félagsliða sem starfa á sambýlum og öðrum starfstöðvum fyrir fatlaða var aflýst í fyrradag, eftir að stofnanasamningur SFR (Stéttarfélags í almannaþjónustu) við svæðisskrifstofur fatlaðra var samþykktur. Kostnaðaráhrif samn- ingsins eru metin á 16,6%. Lokadrög að samningnum voru handsöluð um helgina og trúnaðar- menn samþykktu hann síðan í fyrra- dag, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að sögn Árna Stefáns Jóns- sonar, formanns SFR. Að sögn Árna Stefáns hækka laun starfsmannanna mismikið; allt frá ellefu prósentum upp í ríflega 18%. Hluti hækkananna tekur gildi frá og með 1. maí sl. en hluti þeirra tekur gildi 1. september nk. Að óbreyttu hefðu laun þessara starfsmanna hækkað um 3,6% hinn 1. maí sl. skv. kjarasamningi SFR. Samningaviðræður vegna stofn- anasamnings starfsmanna innan SFR sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) hafa legið niðri, að sögn Árna Stefáns, í nokkr- ar vikur. Hann segir að þær viðræð- ur verði teknar upp að nýju við starfsmannastjórn LSH í dag, mið- vikudag. Starfsmennirnir sem þar eiga í hlut, eru m.a. stuðningsfulltrúar á geðdeildum. Setuverkföllum aflýst Mjódd, sími 557 5900 JENSEN dagar Galla- og hörfatnaður, bolir, skyrtur og m.fl. Spennandi tilboð í gangi Verið velkomnar ÁÐUR en rithöfundarnir Einar Kára- son og Ólafur Gunnarsson lögðu af stað í ferðalag þvert yfir Bandaríkin, eftir þjóðvegi 66 voru þeir félagar vigtaðir. Ætlunin er að vigta þá aftur í lok ferðar og kanna hvaða áhrif ferðalagið hefur haft á holdafarið. „Þeir voru að spá í hvort það þyrfti að borga yfirvigt af okkur, Jóhann Páll Valdimarsson frá JPV-forlagi, sem mun gefa ferðasöguna út, var að athuga hvort hann færi nokkuð á hausinn við það að senda okkur út,“ sagði Einar spurður út í þessa uppá- komu. Þeir félagar verða aftur vigt- aðir þegar þeir koma heim svo Einar segir þá verða með aðhald á sér gagnvart öllum kræsingunum í Am- eríku. Bílinn á myndinni er samskonar og sá sem þeir munu keyra um í Bandaríkjunum. Á myndinni eru frá vinstri Sveinn M. Sveinsson frá Plús- film, sem gerir heimildamynd um ferðina, Ólafur Gunnarsson, Einar Kárason, Þorsteinn í Svissinum bíl- stjóri og Jóhann Páll Valdimarsson frá JPV. Yfirvigtin athuguð hjá Einari og Ólafi Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.