Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Verð frá19.900 kr. Billund – 27. maí, 12. og 19. ágúst. 200 sæti í boði til -korthafa. Má vísa þér á lægsta verðið? Lágmúla 4 • Sími 535 2100 Flug 23.900 kr. - 4.000 kr. afsláttur á mann = 19.900 kr. Verð frá 33.117 kr. Mallorca* – 6., 23. og 30. maí. Gisting á Ben Hur í 7 nætur 40.117 kr. - 7000 kr. afsláttur á mann. Verð frá 39.990 kr. Krít* – 22. maí og 5 júní. Gisting á Malou í 7 nætur 43.930 kr. - 7000 kr. afsláttur á mann. Verð frá 33.800 kr. Portúgal – 23., 30. maí, 13. og 20. júní. Gisting á Elimar í 7 nætur 40.300 kr. - 7000 kr. afsláttur á mann. Verð frá 39.150 kr. Marmaris* Tyrkland – 23., 30. maí, 6.,13. og 20. júní. Gisting á Club Ilayta í 7 nætur 46.150 kr. - 7000 kr. afsláttur á mann. Verð frá 33.190 kr. Benidorm* – 31. maí, 7. og 14. júní Gisting á Buenavista í 7 nætur 40.190 kr. - 7000 kr. afsláttur á mann. *Verðdæmi til VISAkorthafa og miðast við að 4 ferðist saman. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið er flug, gisting fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti í gær ráðherra sína við hátíðlega athöfn í forsetahöllinni í Róm, eftir að Giorgio Napolitano, nýkjörinn forseti landsins, hafði samþykkt nýju stjórnina, sem er sú sextugasta og fyrsta frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar 1945. Myndun stjórnarinnar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Samningavið- ræður á milli níu flokka stjórnar- samsteypu Prodis stóðu langt fram á nótt í gær og þykir úthlutun emb- ætta benda til að hún verði lengra til vinstri frá miðjunni en búist var við. Forsætisráðherrann lagði í gær hins vegar áherslu á að stjórnin yrði öflug liðsheild. „Stjórnarliðið er mjög sameinað og mun samheldnara en nokkur lýsing á henni hefur gefið til kynna,“ sagði Prodi í gær. Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing sé þvert á spár andstæðinga hennar, sem bentu á afar nauman sigur Prodis í þingkosningunum 9. og 10. apríl og tveggja sæta meirihluta í efri deild þingsins. Nákvæmlega 10 ár voru í gær liðin frá því þegar Prodi var fyrst svarinn í embætti for- sætisráðherra og þreytt- ust andstæðingar hans ekki á að minna á að fyrri stjórn hans féll í kjölfar þess að kommúnistar neituðu að samþykkja traustsyfir- lýsingu á hendur henni. Líkt og búist var við var Massimo D’Alema, fyrrver- andi forsætisráð- herra, skipaður í embætti utanríkis- ráðherra, ásamt því að Tomasso Padoa- Schioppa, fyrrver- andi stjórnarmaður í Evrópska seðlabank- anum, var skipaður ráðherra efnahags- mála. Skipun Padoa- Schioppa þykir benda til að Prodi sé í mun að afla stjórn sinni trausts á meðal frammámanna í atvinnulífinu og að Padoa-Schioppa verði falið að draga úr mikilli skuldasöfnun í tíð hægri stjórnar Silvios Berlusconis. Stjórnin lengra til vinstri en búist var við? Dagblaðið Corriere della Sera fjallaði um nýju stjórnina á forsíðu sinni í gær og komst að þeirri nið- urstöðu að hún væri lengra til vinstri en ráð var fyrir gert. „Ný stjórn er fædd sem er lengra til vinstri, ef höfð er í huga samsetning hennar og tilfinning meirihluta þeirra sem kusu hana,“ sagði í Corr- iere della Sera. Prodi er fæddur 1939 í bænum Scandiano í Norður-Ítalíu. Hann er gjarnan uppnefndur „prófessorinn“ og þykir harla litlaus í samanburði við fyrirrennara sinn, hinn umdeilda Berlusconi. Prodi er trúrækinn kaþ- ólikki og kvæntur tveggja barna faðir. Prodi tekinn við völdum Sextugasta og fyrsta ríkisstjórn Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Romano Prodi Amsterdam. AP. | Rita Verdonk, ráðherra innflytj- endamála í hollensku ríkisstjórninni, ætlar að endurskoða þá ákvörðun að svipta þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti, en Verdonk sætti mikilli gagnrýni í gær í kjölfar þess að Hirsi Ali greindi frá því á þriðjudag að hún hygðist segja af sér þingmennsku og flytja frá Hollandi. Hirsi Ali sagði, er hún greindi frá afsögn sinni á þriðjudag, að útilokað væri fyrir sig að sinna starfi sínu á meðan hún jafnframt ætti í lagalegri bar- áttu fyrir því að halda ríkisborgararétti sínum. Hirsi Ali er fædd og uppalin í Sómalíu en fékk landvistarleyfi í Hollandi 1992. Hún laug hins veg- ar til um hagi sína þegar hún fékk landvistarleyfið og var það ástæða þess, að Verdonk leit svo á að hún yrði á ný að sækja um ríkisborgararétt. Heimskunn fyrir baráttu sína Hirsi Ali er heimskunn fyrir andstöðu sína við íslamska öfgamenn og hefur í nokkur ár verið undir lögregluvernd vegna líflátshótana þeirra. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra í Hol- landi, var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem lýstu undrun sinni á þeirri hörku sem Verdonk hefði sýnt í málinu. Líta margir þingmenn svo á að ráðherrann hafi þarna hengt sig í tæknileg atriði – en ýmsir telja raunar að aðgerðir hennar skýrist af því að hún sækist eftir formennsku í hollenska hægriflokknum VVD og vilji af þeim sökum sýna hörku í innflytjendamálum. Skoðanakönnun sem gerð var í Hollandi á þriðjudag sýndi á hinn bóg- inn, að 49% aðspurðra voru sammála ákvörðun Verdonk á meðan 43% voru henni andsnúin. Heldur Hirsi Ali ríkisborgararéttinum? SVARTFELLINGAR ákveða nú um helgina hvort síðustu leifar hinnar gömlu Júgóslavíu heyri sögunni til, en þá munu þeir greiða at- kvæði um að slíta sambandinu við Serbíu og gerast sjálfstæð þjóð. Að Sambandsríkinu Júgóslavíu stóðu sex ríki en eru nú aðeins tvö, Serbía og Svartfjallaland. Í kosningunum á sunnudag verða svartfellskir kjósendur, 485.000 talsins, spurðir þessarar spurningar: „Viltu að Svartfjallaland verði sjálf- stætt ríki með þeim réttindum og skyldum, sem því fylgja?“ Þær reglur gilda um atkvæðagreiðsluna, að 55% kjósenda verða að svara spurningunni ját- andi til að af sjálfstæði verði og kjörsókn má ekki vera minni en 50%. Eru þessar kvaðir komnar frá Evrópusambandinu, ESB, og und- irrótin gamall ótti við ókyrrð á Balkanskaga. Sú var líka ástæðan er ESB neyddi í raun Svart- fjallaland til að mynda sambandsríki með Serb- íu 2003. Margir hafa gagnrýnt þessi skilyrði harðlega og benda á, að hefðu þau gilt almennt, væru ESB-ríkin nokkru færri en þau eru nú. Þéttbýlið gegn landsbyggðinni Skoðanakannanir að undanförnu benda til, að rúmlega 56% landsmanna muni kjósa sjálfstæð- ið en andstæðingarnir, Sósíalíski þjóðarflokk- urinn, sem vill áframhaldandi samband við Serbíu, er samt bjartsýnn á, að sjálfstæðissinn- arnir nái ekki tilskildum meirihluta. Fylgis- menn sjálfstæðisins eru flestir í borgum og bæjum en andstæðingar þess eru einkum á landsbyggðinni, aðallega í fjallahéruðunum við Serbíu þar sem fornar hefðir eru í hávegum hafðar og fólk lítur almennt á sig sem Serba. Tungumálið er enda það sama og trúin og sag- an sjálf að mestu leyti. Varla þarf að taka fram, að Serbíustjórn vill viðhalda sambandsríkinu og hingað til hefur hún ekki viljað ræða við svart- fellsk stjórnvöld um það, sem við taki, verði sjálfstæðið samþykkt. Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svart- fjallalands, eini framámaðurinn sem segja má að hafi lifað af umrótið á síðasta áratug, segir, að Svartfellingar vilji ekki láta Serba stjórna sér en að óskin um sjálfstæði beinist þó ekki í raun gegn Serbum, heldur snúist hún um það meginmarkmið að fá aðild að ESB. Svartfellingar greiða atkvæði um sjálfstæði Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Opinber starfsmaður í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, gengur framhjá kosningaspjöldum þar sem kjósendur eru hvattir til að segja já við sjálfstæði í kosningunum á sunnudag. „Við viljum sjálf bera ábyrgð á framtíð okkar í Evrópu,“ segir Djukanovic og bendir á, að sambandið við Serbíu hafi verið þeim fjötur um fót. Serbar dragnist með drauga úr fortíðinni, menn eins og Ratko Mladic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, og enginn viti enn hvað verð- ur um Kosovo. Þetta bitni síðan illa á Svartfell- ingum, ekki síst efnahagslega. Mikið hitamál Hugsanlegt sjálfstæði er mikið hitamál í Svartfjallalandi og hefur oft komið til átaka milli manna, stuðningsmanna þess og andstæð- inga. „Svartfjallaland verður sjálfstætt,“ sagði Nedjo Spasojevic, þrítugur bifvélavirki, þar sem hann sat og sötraði kaffi á veitingastað í bænum Budva. „Það verður hrein martröð, verði ekki af því.“ „Nei, ekki til að tala um,“ sagði Marko Djuric við næsta borð. „Við og Serbar erum eitt.“ Margir óttast, að til verulegrar ókyrrðar geti komið í Svartfjallalandi að loknum kosningum, hver sem úrslitin verði. Undir það tekur serbneski stjórnmálaskýr- andinn Braca Grubacic, en hann segir, að sér- staklega sé ástæða til að óttast, að upp úr sjóði, verði sjálfstæðið samþykkt með meirihluta at- kvæða en þó ekki nægum samkvæmt skilyrðum ESB. SVARTFJALLALAND er lítið land, alls 13.812 ferkm. Íbú- arnir eru um 650.000, þar af rúmlega 150.000 í höfuðborg- inni, Podgorica. Tungumálið er serbneska og langflestir tilheyra rétttrúnaðarkirkj- unni. Svartfjallaland var um aldaraðir hluti af Aust- rómverska ríkinu og síðar Ottómanaríkinu en á ráð- stefnu í Berlín 1878 var furstadæmið Svartfjallaland viðurkennt sem sjálfstætt ríki. Landið féll síðar undir Austurrísk-ungverska keis- aradæmið, að því loknu undir konungdæmi Serba, Króata og Slóvena en varð síðar eitt af sambandsríkjunum sex, sem mynduðu Júgóslavíu. Fátækt hefur alltaf verið mikil í Svartfjallalandi en hagvöxtur hefur þó verið að aukast og var 4,1% á síðasta fjárlagaári. Nota Svartfell- ingar evruna sem gjaldmiðil þótt ekki séu þeir orðnir að- ilar að Evrópusambandinu. Lítið land og fátækt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.