Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 18
Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson
Grænfáni Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra aðstoðaði nemendur við að draga að húni.
Reykjavík | Nemendur og
kennarar við Öskjuhlíðarskóla
fögnuðu því í gær að skólinn
hlaut Grænfánann, alþjóðlega
viðurkenningu fyrir umhverf-
isstarf í skólanum. Það voru
fulltrúar Landverndar sem af-
hentu fánann við hátíðlega at-
höfn í skólanum í gærmorgun,
að viðstaddri Sigríði Önnu Þórð-
ardóttur umhverfisráðherra, en
að því loknu hófst hátíð þar sem
gestir gátu m.a. skoðað sýningu
nemenda með verkum sem unn-
in voru í umhverfisfræðslu.
Hátíð í Öskjuhlíðarskóla
Grænfáni
dekkar allt
Hjólkó Smiðjuvegi 26, Hjólbarðaviðgerðin Akranesi, Gúmmívinnustofan Skipholti.
530 5700
Hjólbarðahöllin
Fellsmúla 24 Réttarhálsi 2
Gúmmívinnustofan
587 5588
Ægisíðu 102
HjólVest
552 3470
www.hollin.iswww.gvs.is
Söluaðilar
23
64
/
TA
K
TÍ
K
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
Sendinefnd frá risakjötvinnslufyrirtæki á
Írlandi kemur í dag með einkaþotu til Ak-
ureyrar, gagngert til að kynna sér tækni-
væðinguna í kjötvinnslu Norðlenska. Þar er
hún að skoða vinnslulínuna frá Marel sem
þykir með því framsæknasta í dag og
Morgunblaðið sagði frá í greininni Úr haga
í maga í fyrra.
Forráðamenn BM-Vallár hafa viðrað þá
hugmynd að flytja aðsetur fyrirtækisins til
Akureyrar og byggja háhýsi á núverandi
lóð. Um er að ræða svæðið við bakka Glerár
þar sem Möl og sandur stóð lengi – og gerir
líklega enn í hugum margra, en BM-Vallá
keypti fyrirtækið fyrir nokkrum misserum.
Kristín Sigfúsdóttir, sem skipar 2. sæti á
lista VG í bæjarstjórnarkosningunum,
vakti athygli á því á dögunum að á Akureyri
væru 713 bifreiðar á hverja 1000 íbúa en
talað væri um mettun í Danmörku þegar
samsvarandi tala væri orðin 600.
Heimspeki- og menningarfélag MA sýnir
um þessar mundir leikritið Fyrir luktum
dyrum eftir Jean-Paul Sartre í nýrri þýð-
ingu Ásgeirs Bergs Matthíassonar, fyr-
irliða sigurliðs MA í Gettu betur. Ég hef
ekki komist vegna flensu en fólk sem ég
treysti segir vel þessi virði að fara og rúm-
lega það. Tvær sýningar eru eftir, á sunnu-
dag og mánudag.
Mér er líka sagt að útskriftarsýning nema í
Myndlistarskólanum sé fín. Þangað hef ég
ekki heldur komist en á enn möguleika; hún
var framlengd og lýkur kl. 18 í dag.
Knattspyrnuliðið Vinir Nunna á Akureyri
mætir í kvöld Þór í bikarkeppninni á Árs-
skógsvelli. Í Dagskránni í gær var leik-
urinn auglýstur. „Einn leikmanna Þórs er
með samningstilboð frá Hollandi. Nokkrir
leikmenn Vina Nunna hafa komið til Hol-
lands,“ segir m.a. í auglýsingunni!
BLOGG: www.skapti.blog.is
firði. Færðu þær Leik-
hólum nokkur teppi
handa börnunum til að
leika sér að.
Fyrir nokkru komu„Tíurnar“ fær-andi hendi á leik-
skólann Leikhóla á Ólafs-
Tíurnar eru félags-
skapur kvenna sem koma
saman og sauma búta-
saum.
Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Gáfu leikskólanum
bútasaumsteppi
Rúnari Kristjánssyniá Skagaströndblöskrar „Löngu-
skerjadella“ framsóknar-
manna:
Framsókn með sinn fyrsta mann
frökk á degi hverjum,
glaðbeitt sýnir garpinn þann
glotta á Lönguskerjum.
Vafinn þangi og þaraglás
þar með kynnisbjöllur,
„Kjósið mig“ hann hrópar hás,
„hér skal koma völlur!“
Áróðurs þó bylgjan brött
blekki kannski suma.
Öll er myndin út í hött,
ýmsir mikið skruma!
Einar Kolbeinsson yrkir
að vori:
Ógurlega aukast sé,
auð í lífs míns högum,
af því ég á fleira fé,
en fyrir nokkrum dögum.
Og Björn Ingólfsson:
Hirðir vel um sína sauði,
sér í hilling blómatíð,
stöðugt rakar að sér auði
Einar Group í Bólstaðarhlíð.
Af
Lönguskerjum
pebl@mbl.is
Vestmannaeyjar | Bæjarráð Vestmanna-
eyja hefur falið bæjarstjóra að reyna, í
samráði við bæjarráðsmenn, að ná samn-
ingum við Landsflug, meðal annars um
aukið sætaframboð í áætlunarflugi í sumar
og lækkun flugmiða. Kemur þetta fram á
vefnum sudurland.is.
Á fundi bæjarstjórnar síðasta fimmtu-
dag kom fram að Landsflug muni þurfa að
leita til Flugfélags Íslands um leigu á
Fokker 50 flugvél. Jafnframt kom fram á
fundinum að fulltrúar bæjarins hafa átt í
viðræðum við Landsflug um kynningar og
markaðsmál vegna flugsins til Eyja.
Arnar Sigurmundsson, formaður bæjar-
ráðs, sagði við sudurland.is að á bæjarráðs-
fundi sl. þriðjudag hefði verið farið yfir
hugmyndir um aukið sætaframboð í sumar
og fargjöld á flugleiðinni. Jafnframt hefði
verið rætt um aðkomu Vestmannaeyjabæj-
ar til þess að tryggja aukið sætaframboð
og nokkra lækkun fargjalda.
Leita samn-
inga um aukið
sætaframboð
Laugarvatn | Umhverfisdagur verður
haldinn á Laugarvatni á morgun, föstudag-
inn 19. maí og hefst dagskrá kl. 15, við
Vígðulaug. Byrjað verður á að fara hreins-
unarferð um þéttbýlið og strandlengjuna
umhverfis Laugarvatn. Það eru ung-
mennafélagið og björgunarsveitin ásamt
visthópum íbúanna og grunnskólinn sem
standa að þessu átaki.
Bátaleigan og björgunarsveitin leggja til
farkosti á vatninu, menntaskólinn skip-
stjóra og áhaldahúsið traktor, ökuþór og
ruslapoka.
Eftir hreinsunina verður boðið uppá
svaladrykki og grillmat. Þá verður einnig
settur upp markaður þar sem fólk getur
komið með hluti sem það nýtir ekki lengur
og skipt þeim út. Það sem ekki gengur út í
skiptum eða prútti verður farið með til
Rauðakrossins. Samhliða markaðnum
verður farið í alls konar leiki, leitt undir á
gæðingum, sullað í vatninu, byggðir sand-
kastalar, fluttir leikþættir og stiginn dans
fram til kl. 19, við undirleik Bjargarbands-
ins. Einnig verður búið að opna í Gufunni.
Umhverfis-
dagur og
markaður
♦♦♦