Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 20

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Vestmannaeyjar | Kristinn Pálsson lét af störfum hjá Vestmannaeyjabæ eftir rúmlega hálfrar aldar starf um síðustu áramót. Í daglegu tali er hann Kiddi á heflinum en hans að- alstarf frá upphafi var malarnám og grjótmulningur. Malarnám skilur eftir sig sár en þau hefur Kiddi viljað græða á einhvern hátt og hans að- ferð er að útbúa grjótskúlptúra og efnið sækir hann í nágrennið. Þegar Kiddi byrjaði í malarnám- inu 1952 var það inni í Herjólfsdal og fyrsta verkefnið var að mala grjót í hús Útvegsbankans, síðar Íslands- banka og enn síðar Glitnis, sem var verið að byggja í Eyjum. „Þá var ekki sami tækjabúnaður og í dag og vorum við peyjarnir sendir upp í brekkuna til að losa stuðla sem átti að mala. Þegar þeir voru komnir nið- ur þurftum við að brjóta þá með sleggjum og bera á börum að möl- unarvélinni,“ sagði Kiddi þegar hann rifjaði upp fyrstu árin hjá bæn- um. Auk þess að mala grjót var hann á veghefli bæjarins og við hann er Kiddi kenndur. „Það var svo í lok síðasta árs að mér og nokkrum öðr- um voru boðnir starfslokasamningar og hættum við um áramótin.“ Byrjaði með Auróru Kiddi hefur lengið gert sér dælt við listagyðjuna, var á yngri árum í myndlistarskóla hjá Páli Stein- grímssyni sem í dag er þekktastur fyrir kvikmyndir sínar. Það var svo fyrir tíu árum að hann fór að reisa grjótskúlptúrana sína sem reyndar hafa sumir orðið að víkja fyrir fram- kvæmdum. „Þetta byrjaði með henni Auróru,“ segir Kiddi og vísar til fjögurra metra skúlptúrs sem horfir til hafs á brekkubrúninni vest- an við Viðlagafjöru á Nýja hrauninu. „Hún er kennd við Auróru Friðriks- dóttur sem á þessum árum var for- maður umhverfisnefndar bæjarins. Hún lét til sín taka í umhverf- ismálum og þegar einn vinnufélag- inn sagði að þarna væri Auróra lif- andi komin fannst mér það passa og hefur nafnið fest við hana. Þetta var árið 1995 og var upphafið að þessari skúlptúragerð minni. Nafnið passar líka vel því Auróra er upprisan og sólin.“ Malarnám bæjarins er nú í Við- lagafjöru og þar er efniviðurinn allt um kring. „Þegar ég fæ hugmynd byrja ég á að leita að steinum sem passa og fæ svo strákana á hjóla- skóflunni til að draga þá á staðinn.“ Þar sem við stöndum við mal- arnámið í Viðlagafjöru blasa við nokkur af verkum Kidda og er eitt áberandi stærst. Það heitir Óðurinn til hafsins og var framlag hans til verkefnisins „Hraun og menn“ en í því tóku þátt myndlistarmenn frá öllum Norðurlöndunum og er verk þeirra að finna víða á Heimaey. Munurinn er sá að þeir fengu verk sín merkt með skildi, en ekki Kiddi. „Ég veit ekki hvað verkin mín eru orðin mörg en sum eru horfin og bara til í minningunni,“ sagði Kiddi að lokum. Sum verkin bara til í minningunni Morgunblaðið/Sigurgeir Steinar í mannsmynd Kristinn Pálsson hefur ekki lengur tölu á skúlptúr- um sínum. Margir þeirra eru í hrauninu við malarnámið á Nýja hrauni. Eftir Ómar Garðarsson AKUREYRI Kirkjubæjarklaustur | Skaftár- hreppur hefur samið við Listasmíði ehf. um byggingu sundlaugar og uppsteypu þjónustubyggingar fyrir íþróttamiðstöðina á Kirkjubæjar- klaustri. Listasmíði tekur að sér að byggja sundlaug, vaðlaug, pott, búnings- klefa og heilsuræktaraðstöðu og eru framkvæmdir hafnar. Sund- laugin verður 16,7 sinnum 8 metrar að stærð og er áætlað að hún verði tekin í notkun upp úr miðjum júlí í sumar. Nýir búningsklefar verða teknir í notkun síðar auk heilsu- ræktaraðstöðu.    Samið um byggingu sundlaugar Landnemar | Fyrsti hópurinn í svokölluðum Landnemaskóla var útskrifaður fyrir skömmu við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands hafði veg og vanda af náminu sem ætlað er fullorðnu fólki á vinnu- markaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið byggist á fjór- um námsþáttum: íslensku, sam- félagsfræði, tölvum og sjálfstyrk- ingu og samskiptum.    fullkomlega samkeppnisfær,“ segir Oddur. Um er að ræða fullkomna punktsuðuvél, plötuklippur og beygjuvél af fullkomnustu gerð, allt tölvustýrð verkfæri. Oddur sagði að þar sem Ak- ureyri væri langstærsti mark- aður Blikkrásar fyndist eig- endum þess vel við hæfi „að láta samtök sem láta sér samfélagið hér varða og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu njóta afmælisins með okkur [og við] vonum [ ] að þessum nýju vélum fylgi sú gæfa og gildi, sem einkenna þessi samtök.“ Það var fulltrúi Mæðra- styrksnefndar, Jóna Berta Jónsdóttir, sem vígði plötu- klippurnar og fulltrúi Hjálp- ræðishersins, Sigurður Ingi- marsson, sem vígði beygjuvélina. Á myndinni er: Siggerður Tryggvadóttir og Jóna Berta Jónsdóttir frá Mæðrastyrks- nefnd, Oddur Helgi Hall- dórsson frá Blikkrás og Rannvá Olsen og Sigurður Ingimarsson frá Hjálpræðishernum. Í TILEFNI 20 ára afmælis Blikkrásar afhenti eigandi fyr- irtækisins í vikunni tvo styrki að upphæð 100 þúsund kr. hvorn, annars vegar Hjálpræð- ishernum á Akureyri og hins vegar Mæðrastyrksnefnd. Við sama tækifæri tók fyr- irtækið í notkun þrjár nýjar vél- ar og þiggjendur styrkjanna vígðu þær. Eigandi Blikkrásar er Oddur Helgi Halldórsson, blikk- smíðameistari, og fjölskylda hans. Blikkrás hóf starfsemi 2. janúar 1986. Lengst af var fyr- irtækið í leiguhúsnæði við Hjalteyrargötu en fluttist í eigið 660 fermetra húsnæði við Ós- eyri í október 2001. „Til að standast samkeppni verður maður að hafa góðan mannskap og góðar vélar. Ég er svo hepp- inn að hafa einvalalið í vinnu og er starfsmannavelta mjög lítil. Nú erum við að bæta tækja- kostinn verulega. Þær þrjár vél- ar, sem eru nýjar og við vígjum í dag, koma okkur í fremstu röð blikksmiðja á landinu, með þessum nýju vélum erum við Blikkrás styrkir Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn Enginn Bónus á Höfn | Bónus telur ekki grundvöll til að opna verslun á Höfn í Hornafirði. Um 770 Hornfirðingar skrifuðu undir áskorun til fyrirtækisins um að opna verslun á staðnum. Á vefnum horn.is er haft eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að markaðs- svæðin séu stærri þar sem opnaðar hafi verið Bónusverslanir á lands- byggðinni. VILJAYFIRLÝSING var í gær und- irrituð af forráðamönnum Þekkingar- varða ehf. og Landsafls hf. um bygg- ingu annars áfanga Borga – rann- sókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra var við- staddur athöfnina í anddyri Borga. Um er að ræða 4.000 fermetra bygg- ingu annars áfanga vísindagarða við háskólann og á húsið, sem ætlað er fyr- irtækjum er vinna með háskólanum, að verða tilbúið haustið 2007. Húsið sem vígt var fyrir hálfu öðru ári er 5.700 fermetrar. Þekkingarvörður ehf. er þróun- arfélag fyrir Háskólann á Akureyri og hefur það meginverkefni að byggja upp vísindagarða og þekkingarþorp við skólann, þar sem saman koma háskóla- og rannsóknastofnanir ásamt þekking- arfyrirtækjum til að sinna öflun, miðl- un og hagnýtingu þekkingar. Að félag- inu standa ólíkir aðilar á borð við Samtök iðnaðarins, KEA, Iðn- tæknistofnun, Akureyrarbæ og at- vinnuþróunarfélög. Landsafl hf. er fasteignafyrirtæki sem er sérhæft í uppbyggingu á stærri mannvirkjum til útleigu. Það félag á og rekur m.a. Borgir við Norðurslóð á Ak- ureyri. Gert er ráð fyrir að Þekkingarvörður leigi til lengri tíma tvær af fimm hæð- um í umræddri viðbyggingu við Borgir. Þar af er gert ráð fyrir að einni hæð hins leigða húsnæðis verði ráðstafað undir þekkingarsetur og skóla um end- urnýjanlega orkugjafa. Fyrirhugað er að upplýsingatæknifyrirtæki og sprota- fyrirtæki starfi í hinni nýju byggingu. Vonir standa til þess að IMPRA ný- sköpunarmiðstöð flytji starfsemi sína í hið nýja húsnæði og byggi þar upp ný- sköpunaraðstöðu, háskólasamfélaginu og atvinnulífi á Norðurlandi til heilla. Rektor Háskólans á Akureyri, Þor- steinn Gunnarsson, segir viljayfirlýs- ingu um bygginguna undirstrika tvennt: Annars vegar hversu mikilvægt það er háskólanum að hafa Þekking- arvörður sem bakhjarl og stuðnings- aðila. Hins vegar undirstriki hin nýja bygging þann kraft sem býr að baki Háskólanum á Akureyri. „Með bygg- ingu Borga fyrir einu og hálfu ári urðu vísindagarðar við Háskólann á Ak- ureyri að veruleika, þeir fyrstu í land- inu. Nú er stigið enn eitt skrefið í að byggja upp þekkingarþorp við Háskól- ann á Akureyri“, segir Þorsteinn. Benedikt Sigurðarson, stjórnar- formaður Þekkingarvarða ehf., sagði þetta vera mikilvægan dag fyrir félag- ið. „Það er trú okkar að háskólinn verði áfram sú aflstöð sem hann hefur verið fyrir norðlenskt samfélag. Það verður einungis með því að leiða betur saman fyrirtæki og háskólasamfélagið á einum stað.“ Hann segir að í hinu nýja húsi verði lögð meiri rækt við nýsköpun. „Við trúum á mátt nýsköpunar í að treysta stoðir atvinnulífs hér á lands- byggðinni,“ segir Benedikt. Byggt við Borgir á næsta ári Mynd frá ASK arkitektum af Borgum. Nýja álman – sem er til vinstri á myndinni – verður byggð austur af húsnæðinu sem fyrir er. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stækkun Skrifað undir viljayfirlýsingu um 2. áfanga Borga. Sitjandi frá vinstri: Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður Þekkingarvarða ehf., Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, sem vottuðu undir- skrift. Í ræðustóli er Úlfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Landsafls, fast- eignafyrirtækis sem byggir og rekur húsnæðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.