Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Egilsstaðir | Launakönnun leiðir í ljós að karlar hafa að meðaltali 28% hærri meðalgrunnlaun á mánuði en konur í Verslunarmannafélagi Aust- urlands og Vökli, stéttarfélagi og helmingur karla hefur 31% hærri grunnlaun á mánuði en helmingur kvenna. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi könnunina í nóvember sl. og var tilgangur henn- ar að draga upp heildstæða mynd af launum og launakjörum félaga. Fólkið hafði að meðaltali 240 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði og 203 þúsund í grunnlaun. Helmingur fé- lagsmanna hafði 222 þúsund eða minna í heildarlaun á mánuði og 180 þúsund eða minna í grunnlaun. Kom einnig í ljós að karlar hafa að meðaltali 34% hærri meðalheildar- laun á mánuði en konur og helming- ur karla 37% hærri heildarlaun en helmingur kvenna. Skýra má hluta af þessum launamun karla og kvenna með mismun á uppbyggingu launa þeirra. Mun fleiri karlar en konur hafa fasta yfirvinnu innifalda í grunnlaunum sínum, yfirvinnan veg- ur mun hærra hlutfall af launum og mun fleiri karlar fá ýmis hlunnindi. Karlar að jafnaði með 28% hærri grunnlaun Egilsstaðir | Bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs hefur samþykkt að meg- instef sveitarfélagsins skuli vera þrjú; velferð, þar sem lífsgæði ein- staklinganna eru í forgrunni, þjón- usta, þar sem innviðir samfélagsins og atvinnulíf mynda öflugan þjón- ustukjarna og sóknarkraft og þekk- ing, þar sem mannauður sveitarfé- lagsins er skilgreindur sem mesta auðlind samfélagsins. Unnið hefur verið að stefnu sveit- arfélagsins í rúmt ár, eða allt frá því að haldið var íbúaþing í sveitar- félaginu þar sem þarfir íbúa voru krufðar til mergjar. Er hinni nýju stefnu ætlað að vera drifkraftur framþróunar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn hefur í bókun hvatt þau framboð sem nú undirbúa sig fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2006, til að nýta sér stefnuna sem mikilvægt innlegg inn í þá vinnu. Lagt er til að næsta haust verði stefnan tekin til endurskoð- unar og staðfest af nýrri bæj- arstjórn sem þá hefur tekið til starfa. Meginstefin eru velferð, þjónusta og atvinnulíf Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stefnan reifuð Áherslur Fljótsdalshéraðs voru kynntar á svokölluðu Vísindakaffi, en þar eru mánaðarlega kynnt mál er varða samfélagið. Fjarðabyggð | Kjarnaboranir til undirbúnings framkvæmda við ný jarðgöng milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar gætu kostað 50 til 100 millj- ónir. Almennt er ekki ráðist í slíkar boranir fyrr en ákvarðanir hafa verið teknar um gerð jarðganga. Oddsskarðsgöngin milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar valda erfið- leikum í samgöngum innan Fjarða- byggðar. Þau liggja hátt og eru svo þröng að stórir flutningabílar geta lent í vandræðum. Gangamálin komu til umræðu í heimsókn Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra til Austurlands og á fundi um sam- göngumál sem hann hélt á Eskifirði á mánudagskvöld. Samgönguráð- herra kynnti sér einnig aðstæður í Oddsskarðsgöngum af eigin raun með því að aka þangað flutningabíl. Á fundinum rifjaði Sturla upp jarðgangaframkvæmdir, meðal ann- ars göngin til Fáskrúðsfjarðar og um Almannaskarð. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að fylgja þyrfti eftir uppbyggingunni á Austurlandi með áframhaldandi samgöngubótum og nefndi frekari rannsóknir á jarð- göngum milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar í því sambandi. Áður hefur Sturla sagt í viðtali í Morgunblaðinu að hann telji eðlilegt að næstu áform um jarðgöng á Austurlandi yrðu ný göng í stað Oddskarðsganga. Búið er að gera grunnjarðfræði- kort af fjallinu og áætlun um það hvar hentugast væri að grafa ný göng. Syðri munninn yrði stutt innan við þéttbýlið á Eskifirði, nálægt veg- inum yfir fjörðinn, og göngin kæmu út í Fannardal inn af Norðfirði, í lið- lega 100 metra hæð. Oddskarðs- göngin eru í um 600 metra hæð. Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, segir að næst þurfi að ráðast í kjarnaboranir til undirbún- ings sjálfra framkvæmdanna. Hann segir að það sé almennt ekki gert fyrr en framkvæmdir hafi verið ákveðnar en þó helst með þriggja ára fyrirvara. Hann segir hugsan- legt að slíkar rannsóknir kosti 50 til 100 milljónir kr. Kjarnabor- anir gætu kostað 50– 100 milljónir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.