Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 33
lega og með tilheyrandi skaða. „Við höfum í vaxandi mæli rek- ið okkur á að þessi hópur fer stækkandi og spillir fyrir heild- inni. Þeir grafa sér gröf og hana djúpa, því Landgræðslan kemur sífellt að lokuðum dyrum þegar rætt er við landeigendur og sveit- arfélög með það í huga að opna æfingasvæði. En viðbrögð þess- ara aðila eru orðin þannig að þeir væmum svæðum svo í óefni stefnir að mati fagstjóra hjá Landgræðslunni lóðirnar m allt“ Torfæruhjólin skildu eftir sig djúp sár í mýri við Djúpavatn um helgina. „Enginn segir neitt,“ segir Andrés Arnalds. tund og m að mál- torfæru- ðinu í all- rar nú að flega úti gir neitt. utan það Sveitar- ð. ð Djúpa- Morgunblaðið/Einar Falur Fjórir menn á torfæruhjólum voru nýverið á ferð við Kleifar- vatn, en á svæðinu er bannað að aka vélknúnum ökutækjum. vatn á Reykjanesi um helgina og sá þar langar slóðir yfir við- kvæma mýri. Þetta voru ljót og djúp sár í gróðrinum og viðkom- andi mönnum til mikillar skamm- ar.“ En hver er lausnin að mati Andrésar? Hann telur nauðsyn- legt að koma upp aksturssvæðum fyrir torfæruhjólin og hefur Landgræðslan átt gott samstarf við vélhjólaklúbbana VÍK og ÞÓR í þeim efnum. „Þeir hafa unnið geysilega gott starf,“ segir hann. Æfingasvæði hafa verið útbúin í Þorlákshöfn, Jósepsdal, Álfsnesi og víðar. Og umgengnisreglur þar eru strangar og þær virtar á staðnum. En vandinn snýst um þá sem ekki vilja virða boðskap þessara klúbba né landslög, og aka hvar sem þeim þóknast, ólög- treysta ekki lengur mótorhjóla- mönnunum sem mæta á svæði sem í boði eru uns allt fer úr böndunum. Fleiri og fleiri öku- menn mæta þangað til þeir spýt- ast út fyrir svæðin án þess að virða lög og reglur. Staðan er því orðin sú að menn þora ekki að hleypa ökumönnunum nálægt sér. Í mínum huga felst lausnin á þessum vanda í þjónustu, þ.e. að vélhjólamenn fái þá þjónustu og að- stöðu sem þeir eiga vissulega rétt á því það eru háar upphæðir sem greiddar eru í aðflutningsgjöld af hjólunum. En það gengur ekki að koma þessu á skrið og áhugi um- hverfisyfirvalda og lögreglu er því miður ekki nægur. Ég get séð fyrir mér að ef ekki tekst að koma þessu í skaplegt horf, þá stefni hreinlega í óefni.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 33 a- g- r- m u ki d- ús u u að ur rá ur n- t- ar st verður rithöfundaríbúð hér og rithöfundar styrktir til að vera hér, hálft ár í senn, næstu fimm árin. Það á örugglega eftir að auðga mannlífið hér. Þessi samningur gerir það að verkum að draumur okkar um að koma bókasafninu fyrir í hent- ugra húsnæði rætist.“ Heimamenn munu sjá um við- hald húsnæðis Vatnasafns en eignast bygginguna síðan aftur að samningstímanum liðnum. Fólk dragist að staðnum Listakonan sagðist eftir undir- ritunina vera lánsöm að fá að þróa þetta verk, þessa samfélags- miðstöð, á einstökum stað. „Ég vil tjá þakklæti mitt og vona að Vatnasafn verði gjöfult fyrir samfélagið og leggi sitt af mörk- um til aukinna lífsgæða fólks hér.“ Artangel hefur komið að fjár- mögnum margra umfangsmikilla verkefna listamanna á liðnum ár- um. Meðal þeirra má nefna fræg- an skúlptúr Rachel Whiteread, „House“, og allar Cremaster- kvikmyndir Matthews Barneys. Þetta er í fyrsta sinn sem Artangel kemur að uppsetningu verks á borð við Vatnasafn utan Bretlands, en áætlað er að kostn- aðurinn verði á þriðja hundrað milljónir króna. James Lingwood, stjórnandi Artangel, ítrekaði að rætur Vatnasafns væru algjörlega í Stykkishólmi. „Hér verður til margskonar merking og margs- konar starfsemi mun fara hér fram. Það kann að vera að þetta sé eins og að kasta litlum steini út í stórt vatn. En ef steinninn fellur á réttan hátt í vatnið myndast sí- fellt stærri hringir sem færast út yfir yfirborðið. Þannig vonum við að raunin verði með Vatnasafn. Það hafi áhrif hér í bænum, síðan á fólkið í landinu og loks á fólk í öðrum löndum. Við vonumst til að það dragist að þessum stað.“ Vatnasafn mun standa fólki opið til skoðunar og fyrir hvers- kyns uppákomur. smiðstöð með verkum Roni Horn í Stykkishólmi um Vatnasafn Morgunblaðið/Einar Falur wood, Þorgerður Katrín Gunn- stjóri samgönguráðuneytis. Roni Horn segir stefntað því að Vatnasafnopni í Stykkishólmi í byrjun maí á næsta ári, en ýmislegt þurfi að gera áður. „Skipta þarf um þak á hús- inu og breyta neðri hæð- inni, þar sem eru geymslur í dag, í rithöfundaríbúð,“ segir Horn við blaðamann þegar gengið er um bygg- inguna. „Við munum end- urgera aðalhæðina og koma fyrir því sem einhverjir kjósa að kalla skúlptúr en ég vil kalla ramma utan um rýmið sem fólk mun nota hér. Verkið tekur ekki yfir rýmið heldur rammar það inn. Vatnasafnið er byggt á jökulvatni, helgað framtíð Íslands.“ Listakonan er að hanna glersúlur en í hverri þeirra verður vatn úr ólíkum jökl- um og jökulám Íslands og verður þeim stillt upp í byggingunni. Hún hlær þegar hún er spurð að því hvort safna þurfi miklu vatni. „Það verður meira en ég hélt upphaflega, þar sem súlurnar taka býsna mikið magn. Ef ég get fengið þig til að taka þátt í vatnssöfn- uninni þá þigg ég það með þökkum! Ég er að skrá fólk í vinnu.“ Hún útskýrir að grunn- hugmyndin sé að Vatnasafn verði samfélagsmiðstöð. „Byggingin verður al- gjörlega aðgengileg fyrir samfélagið, fólk getur verið með þær uppákomur sem það kýs og Vatnasafn mun einnig vera með ákveðna dagskrá í gangi. Annan þátt sem hér birt- ist og heyrist vil ég kalla uppsafnaða sjálfsmynd Ís- lands, sem ég set saman sem skuggahöfundur. Systkinin Oddný Eir og Uggi Ævarsbörn eru að safna viðtölum fyrir mig, þar sem fólk segir sögur af veðri. Veðrið sameinar okk- ur öll, við eigum öll okkar sögur um veðrið. Við hljóð- ritum þessar sögur og gef- um út íslenska útgáfu og enska útgáfu til alþjóð- legrar dreifingar. Við setj- um upp vef þar sem fólk getur lagt inn sögur. Freud sagði að þegar þú talar um veðrið sértu að tala um þig sjálfan. Og í dag er veðrið við sjálf,“ segir hún og vísar í veðrabreytingar af manna- völdum. Áhugavert umhverfi „Ég er mjög spennt fyrir því að virkja samfélagið hér, það er lykilatriði. Ég vil búa til umhverfi þar sem fólki finnst áhugavert að gera eitthvað, þar sem fólk getur fundið þörf til að taka þátt í einhverju nýju. Bygg- ingin er á einstökum stað, umlukt hafi, og einn þáttur endurbyggingar hússins er að leggja áherslu á tilfinn- inguna fyrir staðsetning- unni. Þú getur komið hing- að inn um nótt og lesið, eða gert hvað sem þú vilt gera.“ Horn segir þessa bygg- ingu bókasafnsins vera grundvallaratriði; hún hafi hrifist af henni fyrst þegar hún kom til Stykkishólms snemma á níunda áratugn- um. „Ég man hvað ég var hissa á að þetta væri bóka- safnið. Það er ekki vani að setja bókasafn á dýrmæt- asta byggingarland bæj- arins. Þar er alltaf kirkja eða hús einhvers auðjöfurs. Byggingin er ekki neinn gimsteinn hvað arkitekt- úrinn varðar en hún er sér- stök. Mér finnst hún vera eins og samruni bensín- stöðvar og vita, hvað útlit varðar. Ég breyti ekki arki- tektúrnum og heldur ekki anda hans. Staðsetningin er einstök, hér horfum við yfir hafið. Svo var Stykkishólmur fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem reglulega var farið að skrá veðrið og það teng- ist verkinu einnig sterkt.“ Veðrið verður einnig til staðar í verki á gólfi Vatna- safns, þar sem textar úr You Are the Weather- verkum listakonunnar, á ís- lensku og ensku, verða felldir í gúmmíefni á gólf- inu. Spennt fyrir að virkja samfélagið hér Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Roni Horn og James Lingwood, stjórnandi list- stofnunarinnar Artangel, við hið fyrirhugaða Vatnasafn. ur sem heitir Vopnalág en þar var farið á m í fyrra og djöflast í farveginum eins og á isbraut. Fjöldinn af þessum hjólum er orðinn legur og torfærumenn sem aka utanvega ggja fyrir öllum hinum með því að haga sér g skepnur. Þeir eyðileggja fyrir öllum hinum u heiðarlegir og umhverfisvænir. a er virkilegt vandamál og það sem ég hef þá eru þetta ekki krakkabjánar heldur ríg- nir menn á sumum þessara hjóla og ættu að mati að hafa þroska til að nota þau svo að ríki um þau,“ segir Snorri. tnsheiði fékk ekki frið inum braut“ LÖGREGLAN í Keflavík hef- ur haft afskipti af nokkrum vélhjólamönnum vegna ólög- legs utanvegaaksturs frá í vor eftir að kærur hafa bor- ist frá fólki sem hefur staðið lögbrjóta að verki. Hefur sumum málunum lokið með sektargreiðslum. Lögreglan segir vélhjólamenn beina sjónum sínum talsvert að Sandvík auk þess sem Krýsu- víkursvæðið sé talsvert not- að. Eftirlit er með utanvega- akstri á svæðunum að sögn lögreglu og reynt er að fylgj- ast með og bregðast við ábendingum. Lögreglan segir ný náttúruverndarlög hafa auðveldað að taka á utan- vegaakstri þar sem lögin séu skýrari og allur utanvega- akstur sé nú fortakslaust bannaður. Þar með verði auðveldara að koma lögum yfir þá sem gerast brotlegir. Lögreglan sektar vél- hjólamenn „ARTANGEL hefur tekið þátt í alþjóðlegum verk- efnum, sem hafa verið fram- kvæmd í Englandi, Banda- ríkjunum, Þýskalandi og víðar, eins og Cremast- er-myndir Matthews Barn- eys. En þetta er fyrsta verk- efnið sem við fjármögnum sem er staðsett utan Eng- lands; Vatnasafn er með ræturnar hér í Stykkis- hólmi,“ sagði James Lingwood, stjórnandi list- stofnunarinnar Artangel, sem fjármagnar verkefnið. „Þetta er nokkuð sem við höfum reynt að framkvæma um hríð, en við þurftum rétta listamanninn, rétta staðinn og réttu samstarfs- aðilana. Það tók okkur síðan tvö, þrjú ár að ná þessu öllu saman hér að gera Vatna- safn að veruleika.“ Hann sagði að fyrst og síðast væri þetta þó verk Roni Horn. „Hún leggur gíf- urlega mikið af mörkum. Hún gefur þetta verkefni til Stykkishólms og fær ekki krónu fyrir. En það sýnir hversu mikið hún vill leggja af mörkum hér á Íslandi, og þakka fyrir hvernig Ísland hefur verið henni upp- spretta og næring.“ Lingwood segir Artangel safna peningum til að greiða fyrir breytingu bygging- arinnar, og fyrir verkin, eins og veðurskráninguna. Þá greiðir stofnunin einnig laun rithöfundanna. „Við gleðjumst yfir því að leggja þetta fram. Í von um að verkefnið muni endur- óma um samfélagið, þrátt fyrir að það sé ekki hávært. Við vonum að það nái að óma út fyrir Ísland, til um- heimsins alls.“ Vonum að verkið ómi til umheimsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.