Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 34

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M iklar framfarir hafa orðið í ís- lensku stjórn- málalífi síðustu áratugina og einkum er það áferðin sem hefur lagast. Kosningabarátta er orðin svo miklu sætari og krúttlegri en áður. Við kjósendur urðum að sætta okkur við hina ótrúlegustu hluti í eina tíð. Konur voru ekki til á þessum árum og boðnir voru fram furðulegustu karlar sem voru svo gersamlega lausir við út- litskjörþokka að ótrúlegt má heita að tekist hafi að manna Alþingi og sveitarstjórnir með þessum að- ferðum. En alltaf tókst það þótt oft hafi niðurstaðan valdið örvæntingu og í stöku tilfellum komið þeim mest á óvart sem hlutu kosningu. Vitað er um menn sem þurftu heilt þing til að átta sig á því hvar þeir voru og duttu síðan út. Það hljóta að vera grimm örlög. Frambjóðendur voru reyndar alltaf í jakkafötum og með bindi, það er rétt. En stíllinn! Hann var út og suður, væri hann yfirleitt til. Sumir voru óttalega hallærislegir, fötin ýmist hólkvíð og pokaleg eða þau stóðu á beini hjá þeim sem voru að basla við að nýta áfram gömlu fermingarfötin. Og enginn var búinn að fara í litgreiningu enda ekki búið að finna hana upp. Menn voru annaðhvort allt of vel kembdir eða hárið stöðugt eins og hænurass í roki. Sjá mátti tað- köggla í því hjá þeim sem stund- uðu búskap. Sumir voru með skegg sem eng- inn hafði greinilega hirt um árum saman, bara var þarna og aldrei nytjað til neins. Þannig myndi eng- inn nútímaleiðtogi láta sjá sig á al- mannafæri. Vissulega er það rétt að sumir af körlunum voru skeleggir stjórn- málamenn og áttu sumir til að segja skoðun sína umbúðalaust þótt hún væri ekki vinsæl hjá al- menningi. En er það ekki ofmetinn hæfileiki, þessi hreinskilni? Líður okkur ekki betur núna í kosninga- baráttu þar sem allir eða næstum því allir gera sér far um að vera stilltir og fallegir og segja það sem okkur líkar vel að heyra? Þannig líður mér allavega núna. Þetta er ríkt, þróttmikið og beinlínis hríf- andi samfélag ofurþjóðar. Við er- um ekki lengur skítug og bláfátæk heldur fríð og heilbrigð enda kom- in af siðfáguðum víkingabörnum og þrælum þeirra. Og drekkum ís- lenska mjólk sem bragðast víst öðruvísi en önnur mjólk, aðeins betur, segja mjólkurfræðimenn fyrir austan fjall. Spunameistarar stjórn- málaleiðtoganna hafa breytt póli- tíkinni, þeir stýra vinnuveitendum sínum vandlega fram hjá fjölmörg- um skerjum og sjá til þess að frumkvæðið sé alltaf tekið þegar það er hægt. Þeir hindra ringlaða leiðtoga í að gera það sem þeim dettur fyrst í hug. Allir sérfræð- ingar á þessu sviði vita að brýnt er að taka úr sambandi hættulega hneigð til að segja satt og jafnvel allan sannleikann þegar talað er við fjölmiðla og kjósendur. Annars er voðinn vís. Við hin viljum ekki þannig fólk og hlæjum að fram- bjóðendum sem ekki eru búnir að átta sig á þessu. Þannig er kaldur veruleikinn. Þáttur spunameistaranna er mik- ilvægur, þeir gera stjórnmálalífið slétt og fellt, sníða af marga van- kanta. En hinn hópurinn, þeir sem hanna útlit og almenna framkomu, er enn mikilvægari. Kenna þarf venjulegu fólki hvorn vangann er best að sýna á mynd, hvernig mað- ur sýnist hærri en aðrir, hvaða stellingar eru atkvæðavænar og hverjar fæla frá. Efstu karlar og konur á nærri öllum listum hafa að þessu sinni nýtt sér vel slíka þjón- ustu. Sumir frambjóðendur eru að verða óþekkjanlegir. Varla er ég einn um að hvarfla stöðugt milli ólíkra en sífellt álitlegri kosta eftir að nútíminn loksins sigraði. Einn daginn finnst mér að Dagur sé langbest gerður, virkilega trúverð- ug hönnun, hann tengi saman æskuþokkann og virðuleikann eftir að bindið var fest á hann – en skipti síðan um skoðun eftir að hafa séð nýja mynd af Vilhjálmi með reynsluna geislandi af hverjum andlitsdrætti. Allir vita að hann er traustur eins og aðrir karlar með bindi, við vitum að hann á fullt af þeim. Best- ir eru reyndar þeir sem sofa alltaf með það um hálsinn. Allir sjá að bindið vísar niður. Dagur er hins vegar svo ungur að við trúum því varla að hann kunni sjálfur að hnýta á sig þetta undarlega fallos- tákn okkar karla en bindið er samt mjög til bóta. Stundum eru góð ráð ekki dýr. Framsóknarmenn hafa endur- hannað sitt fólk ekki síður en aðrir og tekist allvel upp. Illkvittnir háð- fuglar hafa reynt að skemma fyrir þeim með því að birta nokkurra ára gamlar myndir af Birni Inga en það er högg fyrir neðan belt- isstað. Hin tvö framboðin í Reykja- vík eru aftarlega á merinni í þeim skilningi að þau leggja meira upp úr innihaldi en útliti enda vitað að margir sérvitringar dá mjög fram- bjóðendur þeirra. Svo getur líka verið að flokkarnir tveir séu svo ánægðir með sína karla og konur að þeir telji ástæðulaust að end- urhanna þau. Auðvitað er svolítið skringilegt fyrir þá sem þekkja frambjóð- endur að sjá nýja og endurskoðaða útgáfu á markaðnum en þetta er samt algeng aðferð í bísniss og ætti því ekki að koma á óvart. Volkswagen reynir ekki lengur að pranga inn á okkur gömlu bjöll- unni, okkur er boðið upp á nútíma- legri hönnun, sem sumum finnst hippari en sú gamla. Kirkjan hefur líka endurskoðað biblíuþýðingar til að reyna að tryggja að þær renni ljúfar niður, ekki einu sinni Guðs orð sleppur við umbætur. Þótt stjórnmálin séu óútreikn- anleg er eitt sem við getum fullyrt: Við getum ekki treyst því að fram- tíðarpólitíkin verði alltaf björt en hún verður dæmalaust fögur. Góð ráð eru ódýr Kenna þarf venjulegu fólki hvorn vangann er best að sýna á mynd, hvernig maður sýnist hærri en aðrir, hvaða stellingar eru atkvæðavænar og hverjar fæla frá. kjon@mbl.is VIÐHORF Kristján Jónsson EINN af helstu útgjaldaliðum heimilanna er börn á leikskólaaldri. Flestir sem eiga börn á leikskólaaldri eru auk þess ungt fólk að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þrátt fyrir að enginn sjái eftir þeim peningum sem fara í menntun barnanna okkar er kátlegt til þess að hugsa að útgjöld heimilanna geti lækkað um meira en 30.000 kr á mánuði við það eitt að barn- ið útskrifist úr leikskóla og innritist í grunnskóla! Bæði skólastigin eru rekin af sveitarfélögunum, nærri öll börn fara einhvern tíma í leikskóla og því má segja að fyrir flest börn sé um samfellda skólagöngu að ræða frá 18 mánaða aldri. Af hverju ætti að þurfa að borga háar upphæðir fyrir fyrstu ár skólagöngunnar, en svo verði hún ókeypis? T-listi tímamóta í Bláskógabyggð stefnir að því að gjaldfrjálsum leikskóla verði komið á í Bláskógabyggð í áföngum. Við teljum rétt að byrjað verði á eldri börn- unum, ekki síst til þess að reyna að tryggja að öll börn sveitarfélagsins komist í einhvern tíma inn á leik- skólana. Þannig fái þau notið þeirrar mikilvægu menntunar sem þar fer fram og geti aflað sér þess fé- lagslega þroska sem skólagangan þar færir þeim. Þeg- ar fullur gjaldfrjáls leikskóli verður orðinn að veru- leika fyrir öll börn má hugsa sér að hann taki til svipaðs tíma og skólatími grunnskólans eða frá klukk- an 8 til 14 dag hvern. Við á T-listanum viljum einnig ganga lengra til að koma til móts við barnstórar fjölskyldur. Við viljum strax auka þann afslátt sem fæst vegna skólagöngu annars barns á leikskóla og stórauka afsláttinn vegna þriðja barns, jafnvel setja það hámark að engin fjöl- skylda greiði skólagjöld fyrir meira en tvö börn. Í dag er leikskólanám, þ. á m. í Bláskógabyggð, dýr- ara en flest annað nám á Íslandi nema meistaranám í einkareknum háskólum í Reykjavík. T-listi tímamóta í Bláskógabyggð mun beita sér fyrir því að breyta þessu komist hann í meirihluta í sveitarstjórn. Við viljum gott ókeypis nám fyrir börnin í okkar sveitarfélagi. Stefnum að gjaldfrjálsum leikskóla í Bláskógabyggð! Eftir Sigurbjörn Árna Arngrímsson Höfundur er í 5. sæti á T-lista tímamóta í Bláskógabyggð. Mosfellingar njóta árangursins og fá greiddan arð Í tilefni af mjög góðri rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2005 lagði meirihluti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fram tillögu á bæjarstjórnarfundi 12. apríl um að end- urgreiða bæjarbúum 15% af fast- eignagjöldum ársins 2006. Einnig lagði meirihlutinn til á sama fundi að veita 20% afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí nk. sem og að hækka um sömu pró- sentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Mosfell- ingar njóta nú þess góða árangurs sem náðst hefur í fjármálum bæjarins. Hvað þýðir þetta í raun og veru? 30 þús. kr. lækkun á almennum leikskólagjöldum fyrir eitt barn í 8 tíma vistun 20 þús. kr. hækkun á greiðslu til foreldra sem eru með barn í vistun dagforeldra í 8 tíma vistun greiði þessi fjölskylda t.d.100 þús.kr. í fasteignagjöld lækka þau um 15 þús. kr. Góð rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Mosfellsbæjar árið 2005 færir þessari fjölskyldu 65 þús. kr. sem verður að teljast góð búbót En hvers vegna er þetta gert nú? Það er vegna þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefa ekki út inni- stæðulausa tékka, við biðum þess að sjá niðurstöður árs- reiknings og þar sem ávinningur var meiri en áætlunin gerði ráð fyrir var lagt til að þeir nytu sem ættu það skil- ið. Oddvitar B- og G-lista keppast nú við að eigna sér þessar tillögur með einum eða öðrum hætti en stað- reyndin er einfaldlega sú að þeir voru á þessum sama bæjarstjórnarfundi ekki með eina einustu tillögu um að bæjarbúar nytu þess árangurs sem sýnilegur er í árs- reikningi 2005. Af hverju ekki? Svari nú hver fyrir sig. Hvort sem núverandi bæjarfulltrúum minnihlutans eða frambjóðendum þeirra flokka í kosningunum í vor líkar það betur eða verr er traust fjármálastjórn og góð- ur árangur hennar forsenda þess að Mosfellsbær geti lækkað skatta og gjöld, greitt niður skuldir og staðið að ýmsum framkvæmdum. Þeirra fjármálapólitík er hins vegar sú að það skipti ekki máli hvað hlutirnir kosti það megi alltaf taka lán og kynslóðir seinni tíma borgi. Með öðrum orðum þeir gefa út innistæðulausa tékka sem aðr- ir þurfa síðan að bera ábyrgð á. Þeir sem lögðu grunninn Ársreikningur Mosfellsbæjar árið 2005 er glæsilegur og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn. Þáttur starfsmanna Mosfellsbæjar er ómetanlegur í þeim ár- angri sem náðst hefur en með samvinnu hefur tekist að skapa liðsheild sem hefur verið tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess að bæta hag allra bæjarbúa. En ekki má gleyma þátttöku bæjarbúa sjálfra sem með sköttum og þjónustugjöldum hafa lagt grunn að þeirri velferð sem við búum nú við. Þeirra er ávinningurinn og því var lagt til að þeir nytu þess árangurs sem náðst hefur á þessu kjörtímabili og er sýnilegur í ársreikningi 2005. Ágætu Mosfellingar, við sjálfstæðismenn stöndum fyr- ir árangur, ábyrgð og lífsgæði. Í Mosfellsbæ þar sem allir skipta máli segjum við XD. Í Mosfellsbæ þar sem allir skipta máli Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Höfundur er sveitarstjóri Mosfellsbæjar og skipar 1. sæti D-listans. Grænt en ekki grátt Undanfarin ár hefur Kópavogur vaxið svo gríðarlega hratt að nálægð íbúanna við ósnortna náttúru og annað vistvænt umhverfi verður sífellt minni. Það er auðvitað gott og gilt að Kópavogur skuli vera stórt og öflugt bæjarfélag, en til þess að íbúum geti liðið vel þarf að hlúa að náttúrulegu umhverfi og skipuleggja meira af grænum svæðum þar sem hægt er að njóta útiveru, því víða er að finna fallega óspillta náttúru innan marka Kópavogs. Grá steinsteypa má ekki yfirskyggja ásýnd Kópavogs og þess vegna viljum við í VG beita okk- ur fyrir bættri umhverfisvitund og aukinni virðingu fyrir þeim dýrmæta fjársjóði sem felst í þeim óspilltu svæðum sem enn er að finna í landi Kópavogs. Leikskólinn og grunnskólinn eiga að vera ókeypis VG vill að bæði leikskólinn og grunnskólinn verði ókeypis. Kópavogur er vel stætt bæjarfélag og hefur vel efni á að reka leikskóla án þess að taka gjald af foreldrum sem hafa mismikið milli handanna. Þessu vill VG í Kópavogi breyta. Markmiðið með gjald- frjálsum leik- og grunnskóla er einnig að gera fjöl- skyldum kleift að eyða meiri tíma saman. Slíkur gæðatími er ekki metinn í peningum en um leið skapast svigrúm hjá foreldrum til að minnka við sig vinnu. Níu klukkustunda dvöl á leikskóla hjá ungu barni er hreinlega ofraun og allir þekkja þau ein- földu sannindi að ekkert kemur í stað samveru barna og foreldra. VG í Kópavogi vill setja börn í leik- og grunn- skólum í forgang. Það þarf að tryggja börnum jafnan aðgang að lista-, íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag. Það er margsannað mál að þátttaka í öllu slíku hefur gríðarlegt forvarnargildi. Það má aldrei verða þannig að frístundastarf sé bara fyrir þá sem hafa meiri fjárráð. Gefum börnum okkar jöfn tækifæri! Alvöru almenningssamgöngur VG í Kópavogi vill að almenningssamgöngur innan bæjar verði raunverulegur valkostur. Börn og ung- lingar sem leggja stund á íþróttir eða annað tóm- stundastarf verða að eiga þess kost að ferðast á milli staða í strætisvögnum. Börn sem búa í Salahverfi og æfa með HK í Digranesi! Börn sem búa í Fossvogsdal og æfa með Breiðabliki. Börn sem stunda nám í Skólahljómsveit Kópavogs og búa á Kársnesinu eða sækja skátafundi og búa ekki í Smáranum o.s.frv. VG vill að komið verði til móts við þarfir íbúanna og boðið upp á alvöru almenningssamgöngur í bænum. Kópavogsbúar verða að taka höndum saman og tryggja að rödd VG heyrist í vor. Tryggjum VG-áherslur í Kópavogi í vor! Samfélag er fólk Sitjandi meirihluti í Kópavogi þarf að komast í gott frí, hann hefur setið við stjórnvölinn í heil 16 ár. Það sjá allir að nú þarf að skipta um meirihluta. Áhersla hefur fyrst og fremst verið á steinsteypu og meiri steinsteypu. VG í Kópavogi leggur áherslu á fólk. Fólkið sem býr í bænum, því samfélag er jú byggt upp af fólki og ætti að vera fyrir fólk. Kópavogur þarf á málstað VG að halda – kjósum VG í vor Eftir Mireyu Samper og Guðrúnu Gunnarsdóttur Mireya er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona og skipar 5. sæti á V-lista VG í Kópavogi og Guðrún er söngkona og dagskrárgerðarkona og skipar 7. sæti V-lista VG í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.