Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 39
MINNINGAR
okkar hafa síðan legið saman og
þegar litið er til baka blasir við stór
akur fallegra, litskrúðugra blóma
einlægrar vináttu. Slíkan fjársjóð
þakkar maður fyrir að hafa fengið
að gjöf – fjársjóð sem aldrei hverfur.
Gunnar var ekki maður margra
orða en mjög fróður og ráðagóður.
Hann hafði nánd, svo notað sé tísku-
orð, sem gerði það að verkum að
manni leið alltaf vel með honum og
langaði ekkert að hætta að spjalla
þótt tími heimferðar væri kominn.
Einkenni góðrar vináttu er m.a. það
að þótt einhverjar vikur líði milli
samverustunda er eins og enginn
tími hafi liðið. Minningabankinn
geymir myndir af þéttvöxnum
manni, ljósum yfirlitum með glettni í
augum, oft að elda lúxusmat enda
,,konnissör“ í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Í hugann kemur myndröð úr
ferðalaginu góða í fyrra þar sem út-
gangspunkturinn var fjölskyldujörð
Gunnars og systkina hans, Gagnstöð
við Héraðsflóa, en í því ferðalagi var
Gunnar fararstjórinn sem opnaði
okkur hinum nýjar víddir sem ein-
ungis heimamaður er fær um. Við
minnumst síðasta ferðalagsins okk-
ar saman sem farið var einungis
þremur dögum fyrir fráfall Gunn-
ars. Lítið ævintýri sem glitrar í hug-
anum eins og öll hin.
Við kveðjum góðan mann með
þakklæti. Við vottum Lilju, Gauki,
Helenu og Írisi Birnu, litlu sonar-
dótturinni sem náði því að kynnast
afa sínum, innilega samúð okkar og
óskum þeim blessunar þess sem yfir
öllu vakir.
Ellen Ingvadóttir og
Þorsteinn Ingi Kragh.
Nú er skarð fyrir skildi. Vinur
okkar, Gunnar Sigurðsson frá Gagn-
stöð, er látinn. Okkur langar að
minnast Gunnars í fáum orðum.
Hann var lánsamur maður og voru
gefnir margir bestu eiginleikar
mannsins. Hann átti góða vini og
naut góðs hjónabands. Þótt Gunnar
træði sér aldrei fram þá varð flest-
um fljótlega ljóst sem umgengust
hann að þar fór mannkostamaður.
Aldrei skeytti hann skapi og aldrei
talaði hann illa um fólk. Hann var
gagnrýninn á margt sem við menn-
irnir tökum fyrir hendur en hann
féll aldrei í þá freistni að hagræða
sannleikanum. Hann gaf öllum
möguleikann á að sanna sig og var
góður hlustandi. Lítillátur, ljúfur,
kátur mætti halda að hafi verið hans
einkunnarorð. Við hjónin erum
þakklát Lilju og Gunnari fyrir þann
stuðning og vinsemd sem þau hafa
sýnt okkur í gegnum tíðina, m.a.
með því að opna heimili sitt fyrir
okkur. Gunnar naut lífsins og lét það
vera sem fól í sér mikla áhættu og
fífldirfska var honum víðsfjarri.
Lífsmáti hans var ef til vill það sem
tryggingar snúast um enda var hann
sérfræðingur á því sviði. Kæri vinur,
nú ert þú lagður á djúpið þaðan sem
enginn á afturkvæmt. Minningin um
frábæran félaga og góðan dreng
mun ylja okkur um ókomin ár.
Elsku Lilja, Gaukur, Helena og Íris
Birna, megi alvaldur blessa ykkur
og styrkja.
Kristrún og Magnús.
Okkur langar í fáeinum orðum að
minnast félaga okkar Gunnars Sig-
urðssonar, stjórnarmanns í Verði-
Íslandstryggingu. Gunnar var kos-
inn í stjórn félagsins liðið sumar á
miklum breytingatímum í rekstri
þess. Strax kom í ljós yfirburða-
þekking hans á öllu því er að trygg-
ingum laut og nutum við, þeir
reynsluminni, að ausa úr visku-
brunni hans. Gott var að hafa slíkan
reynslumann með í liðinu og alltaf
var Gunnar tilbúinn að koma og
leggjast yfir hluti, gefa góð ráð,
fræða og skiptast á skoðunum. Eins
var að Gunnar var hlýr maður með
góða nærveru sem fór fram á hæg-
látan og hógværan hátt, svona eins
og viturra manna er háttur. Mynd-
aðist strax með okkur gott samband
og unnum við náið saman að hags-
munum Varðar-Íslandstryggingar
alveg fram á seinasta dag.
Við, stjórn og starfsmenn Varðar-
Íslandstryggingar, þökkum Gunnari
Sigurðssyni þann tíma og þá góðu
viðkynningu sem við áttum með
honum. Hans skarð í stjórn félags-
ins verður vandfyllt.
Lilju Ólafsdóttur, eiginkonu
Gunnars, og öðrum aðstandendum
sendum við okkur innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Helgi Jóhannesson,
Sigurður Ólafsson.
Hann var fjölmennur og glaðvær
hópurinn sem útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum á Bifröst vorið 1960.
Að baki voru tvö ár náms og leiks.
Framundan beið lífið sjálft með öll
sín fyrirheit, hver og einn hafði
fundið sér starf, sem við hlökkuðum
til að takast á við. Samvistin á Bif-
röst var ljúf og góð. Með okkur sem
þar vorum skapaðist rík vinátta og
samkennd, sem vel hefur haldið. Þó
leiðir hafi skilið og hver búið sér
sinn farveg og samverustundirnar
verið næsta fáar, höfum við alltaf
vitað nokkuð hvert af öðru, glaðst
yfir sigrum og giftu sem féll í skaut
félögunum, en einnig harmað þegar
sorgin hefur knúið dyra, sem því
miður hefur verið of oft. Nú er slík
stund. Bekkjarbróðir okkar mætur
Gunnar Sigþór Sigurðsson hefur
kvatt. Ég sem þessar línur rita, tel
mig auðugri af samvistinni og kunn-
ingsskapnum við hann. Við deildum
á þessum tíma sömu skoðunum um
þjóðmál, áhuga á ljóðlist og bók-
menntum. Færri tækifæri gáfust þó
til að iðka þá samræðu eftir að skóla
lauk. Þó tel ég nokkuð víst, að þrátt
fyrir allólíkan feril síðan og miklar
breytingar í stjórnmálaflórunni, hafi
skoðanir okkar og stefna í litlu
breyst þó liðin séu 46 ár. Við vorum
líka á þessum tíma sannfærðir anti-
sportistar, hellarannsóknamenn og
dyggir meðlimir úlpuliðsins í útivist-
artímunum. Við gengum keikir und-
ir gunnfána okkar, „gólftuskunni“,
sem hengd var á gólfskrúbb, til þess
eina kattspyrnuleiks sem við lékum
og þá gegn skólasystrum okkar.
Hlutdræg dómgæsla varð þó til þess
að við töpuðum þessum leik, vegna
vítaspyrnu sem á okkur var dæmd,
þar sem einn okkar vösku drengja
datt um sjálfan sig úti við kant.
Af og til í áranna rás, höfum við
bekkjarsystkin átt samfundi þar
sem við höfum minnst merkra tíma-
móta frá því árunum á Bifröst lauk.
Síðast áttum við slíkan fund í byrjun
júní á sl. ári austur í Mývatnssveit.
Þegar við fórum í hringferð kring-
um vatnið, var meðal annars stopp-
að við Mývatnsósa. Flestir gengu
þaðan að Miðkvísl til að skoða hina
burtsprengdu stíflu. Við Gunnar
höfðum þó hvorugur þrek til að
klára þá göngu. Ég vegna fótar-
meina úr nýafstaðinni Barcelona-
ferð, Gunnar vegna þess sjúkdóms
er hann hafði glímt við um árabil af
einstökum hetjuskap. Við áttum
þarna góða samverustund og sam-
ræðu eins og fyrr á árum. Um kvöld-
ið var svo sameiginlegur kvöldverð-
ur í Hótel Reykjahlíð. Þar var ég svo
lánsamur að sitja nærri Gunnari og
Lilju konu hans og fleira góðu fólki.
Þarna létti hver öðrum í geði með
sögum, vísum og gamanmálum. Á
sunnudeginum var svo ekið að
Kröflu. Þar á barmi Sjálfskaparvítis
kvaddist hópurinn. Þegar vinir
kveðja er gott að eiga endurminn-
ingar um slíkar stundir.
Og nú er Gunnar lagður í ferðina
löngu sem búin er okkur öllum. Ég
kveð hann með eftirsjá, kærri þökk
og virðingu. Lilju konu hans, syni
þeirra og öðrum ættingjum votta ég
mína dýpstu hluttekningu. En minn-
ingin um góðan og gegnheilan dreng
lifir. Slíkra er gott að minnast.
Guðvarður Kjartansson.
Nú er fallinn frá enn einn úr stóra
bekknum okkar. Við vorum 38 sem
útskrifuðumst frá Samvinnuskólan-
um á Bifröst vorið 1960.
Með Gunnari er genginn sá tíundi.
Gunnar var strax valinn til að
gegna stöðu aðstoðarkaupfélags-
stjóra því að í skólanum var rekin
lítil búð sem við kölluðum „kaup-
félagið“. Þar fékkst ýmis nauðsynja-
vara s.s. gosdrykkir, sælgæti, nagla-
klippur og tóbak og var hægt að
kaupa sígarettur í lausu. En ég þyk-
ist muna að í reglum skólans hafi
staðið að reykingar væru leyfðar en
þættu „leiður löstur“. Við Gunnar
áttum það sameiginlegt að vilja
hætta eða a.m.k. halda ósiðnum í
lágmarki. Fljótlega urðum við góðir
spjallfélagar. Spjallhópurinn stækk-
aði fljótt eftir því sem við kynnt-
umst. Við ræddum um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann fylgdist
þá þegar vel með stjórnmálum og
öðru sem varðaði hag þjóðarinnar,
rekstur kaupfélaganna o.fl. Þessi
vinátta hélst alla tíð þó að oft liðu
mörg ár á milli funda.
Á þessum tíma átti enginn af
nemendum bifreið og var undan-
tekning að þeir færu nokkuð af
staðnum, en verslunarstaðurinn var
Borgarnes. Þaðan gátum við pantað
ýmislegt sem kom svo með mjólk-
urbílnum.
Sæmundur í Borgarnesi kom með
rúturnar sínar og flutti okkur þang-
að sem við vildum. Mest héldum við
okkur þó heima í skólanum. Þar leið
okkur vel.
Þessi skóli í því yndislega um-
hverfi sem hann er átti eftir að móta
okkur og nemendur í efri bekk miðl-
uðu okkur af reynslu sinni frá vetr-
inum á undan.
Seinni veturinn var Gunnar orð-
inn aðalkaupfélagsstjóri eins og
tíðkaðist með verkaskiptingu ár-
ganganna. Þá kom líka Lilja hans í
skólann og fljótlega var framtíð
hans ráðin. Lilja varð strax yndisleg
vinkona okkar allra, en ég held að
spjallstundum okkar Gunnars hafi
fljótt fækkað.
Á tímabili og í eina þrjá vetur hitt-
umst við nokkrar skólasystur heima
hjá Gunnari og Lilju á hverju mánu-
dagskvöldi. Alltaf voru viðtökurnar
jafn hlýjar og góðar. Tilgangurinn
var að auðga andann og Gunnar lét
okkur að mestu um það, en yfirleitt
var hann búinn að laga handa okkur
kaffi og oft bakaði Lilja brauð svo að
næringin veittist okkur á fleiri en
einn veg. Og ennþá hittumst við vin-
konurnar af og til.
Gunnar var vel hagmæltur en
hógvær og lét lítið á því bera. Hann
orti við mörg tækifæri og um okkur
flest.
Gunnar Sigurðsson var í orðsins
fyllstu merkingu heiðursmaður sem
sýndi samferðamönnum sínum ætíð
virðingu og traust. Nú er dýrmætt
að minnast síðasta samfundar okkar
um helgi norður í Mývatnssveit sl.
vor. Þar létu þau sig ekki vanta, þau
Gunnar og Lilja.
Ég vil þakka þeim hjónum fyrir
45 ára vináttu sem aldrei hefur
brugðið skugga á.
Lilju, Gauki, Helenu og auga-
steininum Írisi Birnu sendi ég inni-
legustu samúðarkveðjur frá okkur
Tom.
Ég hef einnig verið beðin að koma
á framfæri innilegu þakklæti og
samúðarkveðjum frá bekkjarfélög-
unum.
Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig.
„Ég get aðeins hvatt ykkur til að
setja vináttuna ofar öllu öðru hér í
heimi því ekkert er í jafn miklu sam-
ræmi við innsta eðli mannsins. Það
er ekkert sem hefur meira gildi,
hvort heldur vel gengur eða á móti
blæs.“
Um vináttuna eftir Cicero.
Þessa bók færði Gunnar mér þeg-
ar ég lét af störfum hjá VÍS á árinu
2001. Ég hóf störf hjá VÍS árið 1989,
þá nýútskrifaður lögfræðingur.
Gunnari kynntist ég strax fyrsta
daginn í starfi mínu og varð okkur
vel til vina. Við vorum nánir sam-
starfsfélagar um árabil og kenndi
hann mér margt á sviði vátrygginga.
Aldrei bar skugga á þetta samstarf.
Reyndist Gunnar mér velunnari í
starfi, studdi mig og hvatti á ýmsa
lund. En Gunnar var einnig mætur
félagi og vinur. Áttum við margar
góðar stundir og gátum spjallað um
heima og geima. Aldrei velti ég fyrir
mér aldursmun eða fann fyrir kyn-
slóðabili. Gunnar var heimsmaður
og afar virtur hjá erlendum vá-
tryggingafélögum. Hann var for-
dómalaus og hlýr maður. Það er með
söknuði sem ég kveð ágætan vin og
samstarfsmann til margra ára. Lilju
og fjölskyldu votta ég heilshugar
samúð mína.
Hjördís E. Harðardóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÍNA ÁSA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Grund, Akranesi,
síðast til heimilis á
dvalarheimilinu Höfða,
lést sunnudaginn 14. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
19. maí kl. 14.00.
Sigurður Ólafsson,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Baldur Ólafsson,
Þórður Helgi Ólafsson, Sonja Hansen,
Ásmundur Ólafsson, Jónína Ingólfsdóttir,
Gunnar Ólafsson, Ragnheiður Jónasdóttir,
Ólafur Grétar Ólafsson, Dóra Guðmundsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR DAÐASON
fyrrv. bóndi á Ósi á Skógarströnd,
andaðist á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ
aðfaranótt föstudagsins 12. maí.
Minningarathöfn fer fram í Árbæjarkirkju föstu-
daginn 19. maí kl. 15.00.
Jarðsett verður frá Narfeyrarkirkju laugardaginn
20. maí kl. 15.00.
Þórir Guðmundsson, Hlíf Samúelsdóttir,
María Guðmundsdóttir, Bragi Þór Jósafatsson,
Daníel Jón Guðmundsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Ásdís Guðmundsdóttir, Rögnvaldur Jónsson,
Auður Guðmundsdóttir, Sólmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
BJARNÞÓR KARLSSON,
Einimeli 19,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur laugardaginn 13. maí
2006, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 19. maí kl. 15:00.
Að ósk hins látna eru blóm og kransar afþakkaðar en þeim sem vilja min-
nast hans er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Bjarnþórsdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Karl Bjarnþórsson,
Harald P. Hermanns, Þórunn Símonardóttir,
Þóroddur F. Þóroddsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HREFNA BERGMANN EINARSDÓTTIR,
Bústaðavegi 83,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
12. maí 2006.
Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn
19. maí kl. 13.00
Magnús Ásmundsson,
Ásmundur Magnússon,
Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen,
Stefanía Júlíusdóttir,
Sigurður Jónsson, Magnús Ásmundsson,
Hrefna Ásmundsdóttir,
Einar Halldórsson,
Davíð Einarsson,
Gabríel Aron og Mikael Máni Sigurðarsynir.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HEIÐDÍS EYSTEINSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ mánu-
daginn 15. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steinunn Klara Guðjónsdóttir, Páll Jóhannesson,
Heiðar Ingi Svansson, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir,
Birna Klara Björnsdóttir, Þorgrímur Jónsson,
Heiðdís Björnsdóttir, Þorvaldur Gísli Kristinsson
og barnabörn.